Alþýðublaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 31. október 1987 3 FRÉTTIR Ibúar í nágrenni Túngötu 12: „ÆTLUM AD KJERA TIL félagsmAlarAbherra* Þessa tertu gaf Sætabrauðs- húsið í Reykjavík, sölufólki til hressingar yfir merkisdagana. Slysavarnafélagið: ÁTJÁN MILLJÓNIR Merkisdagar Slysavarn- arfélagsins gáfu af sér 18 milljónir króna. Söfnun- inni er nú lokið og niður- stöðurnar liggja fyrir, en það tók nokkra daga að safna saman upplýsingum frá öllum sölustöðum á landinu. Aö því er segir í frétt frá Slysavarnarfélaginu verður þessu fé varið til sjóslysavarna. Hluti slysa- varnadeilda og björgunar- sveita verður varið til kaupa á tækjum og bún- aði til björgunar úr sjó, en sá hluti söfnunarfjárins sem rennur til Slysavarna- félags íslands, verður einkum notaður til fræðslu. Saltsíld: SAMIÐ VIÐ SOVÉT- MENNN í gær var undirritaður í Moskvu samningur milli Síld- arútvegsnefndar og sovésku stofnunarinnar Sovrybflot um fyrirframsölu á 200.000 tunn- um af heilsaltaðri Suður- landssíld til afgreiðslu á tímabilinu frá desember í ár til mars 1988. Söluverð í nýja samningnum er 11 prósent hærra i dollurum en í fyrra árs samningi. Af heildarsamningnum eru 150.000 tunnur þegar stað- festar en Sovétmenn hafa frest til 15. nóvember n.k. til að taka ákvörðun um stað- festingu á 50.000 tunnum. Á síðustu sildarvertíö var saltað í um 278.000 tunnur og fóru 200.000 til Sovétríkj- anna. Ibúarnir i grennd við lóðina Túngötu 12, hyggjast kæra til félagsmálaráðuneytisins þá ákvörðun borgaryfirvalda í Reykjavík að flytja þangað húsið sem nú stendur við Tjarnargötu 11, en það á að rýma fyrir nýju ráðhúsi. Borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins lét fyrr í þessum mánuði bóka tilmæli til byggingainefndar Reykjavíkur um grenndar- kynningu, en bygginganefnd hafnaði þvi. „íbúar ætla að kæra af- greiðslu þessa máls til fé- lagsmálaráðherra á þeirri for- sendu að ekki sé farið eftir lögum nr. 54 8. grein frá 1978 um grenndarkönnun," sagði Egill Egilsson íbúi við Garða- stræti í samtali við Alþýðu- Núna í nóvember eru liðin 90 ár frá stofnun Blaða- mannafélags íslands. Af þvi tilefni stendur félagið fyrir viðamikilli sögu og Ijós- myndasýningu. Hún verður opnuð boðsgestum kl. 15.00 i dag en almenningi kl. 17.00. Sýningin ber yfirskriftina „Saga og störf blaðamanna I . 90 ár“ og rekur sögu fjölmiðl- unar á íslandi frá upphafi. Viðamesti hluti sýningarinnar eru fréttaljósmyndir frá þvi fyrir 1960 og eiga um 30 fréttaljósmyndarar myndir á sýningunni. Meðal þeirra eru menn sem hættireru störf- um og hefur Guðjón Einars- blaðið. „Mér finnst borgar- stjóri hafa leikið tveim skjöldum í þessu máli. Við nokkrir íbúar Grjótaþorps átt- um fund með honum í sept- ember vegna málefna Grjóta- þorps almennt og var þá helst á borgarstjóra að skilja að sér þætti húsið of stórt á þessa lóð, þannig að við vor- um róleg og héldum að þetta yrði i lagi. Síðan hef ég heim- ildir fyrir því að Davíð hafi sagt á borgarráðsfundi, þar sem þetta var samþykkt, eitt- hvað í þá veru að hann hafi talað við íbúa Grjótaþorps og þeir hafi ekkert haft á móti flutningi hússins. En ástæö- an fyrir þvi að við mótmælt- um ekki í upphafi var sú að okkur fannst borgarstjóri vera son, Ijósmyndari áTimanum, unnið að þvi að ná þeim sam- an. Einnig eru til sýnis mikið safn Ijósmyndavéla og eru þær elstu frá 1910. Einn merkasti hluti sýning- arinnareru margvisleg skjöl er greina frá starfi Blaða- mannafélagsins á árum áöur. Flest þeirra eru nýkomin i leitirnar en höfðu þau verið i vörslu Jóns Bjarnasonar fyrr- um ritara og formanns Blaða- mannafélagsins. Eitt merk- asta skjalið er þaö elsta úr sögu félagsins, boðsbréf Jóns Ólafssonar ritstjóra um stofnun félagsins 1897. Þá er og á sýningunni rakin þróun- á sama máli og við,“ sagði Egill Egilsson. Alþýðublaðið hafði sam- band við Hilmar Guðlaugs- son fulltrúa Sjálfstæðis- flokks og formann bygginga- nefndar og hann spurður hvort ekki hefði verið farið fram á grenndarkynningu vegna þessa máls. „Jú það er rétt, það var far- ið fram á það af fulltrúum minnihlutans, en borgarráð hafði samþykkt flutninginn. Það er rétt að við í bygginga- nefnd þurfum að samþykkja flutning og niðurrif húss, en jjað er nánast formsatriði fyr- ir okkur, að mínu áliti að samjDykkja þennan flutning,“ sagði Hilmar. Þess má geta að Brunaeft- arsaga útlitsteiknunar á dag- blöðum frá fyrstu útgáfum til síöustu ára. Reynt verður að skapa lif- andi andrúmsloft á sýning- unni m.a. með því að spila af kasettu fyrstu beinu lýsing- una sem kom í útvarpi. Gamli og nýi tíminn munu mætast, því sett verður upp aöstaða blaða- og frétta- manna fyrir 50—60 árum og svo í dag. Afmælissýning Blaða- mannafélagsins verður opin daglega frá kl. 14.00—20.00 um helgar frá kl. 14.00— 20.00. Sýningin stendurtil 15. nóvember. irlitið gerði athugasemd við staðsetningu hússins á lóð- inni vegna nálægðar við önn- | ur hús, en húsið mun engu j að siöur verða á þessa'ri lóð, I þó ekki sé enn séð hvérnig hægt verði að koma þvi þar fyrir. Hilmar sagði rétt að staðsetningu hússins hefði verið frestað vegna athuga- semdar Brunaeftirlitsins. „Það má staðsetja húsið á lóðinni á tunnum og stað- setja það síðar, svo framar- lega sem það uppfyllir reglu- gerðir." „Hafa íbúarnir í kring þá ekkert að segja um þessi mál?“ Það sem ég segi í þessu máli er það, að þegar er búið að ákveða i borgarkerfinu að flytja húsið á þessa lóð, þess vegna var það bara formsat- riði hjá okkur að samþykkja flutninginn," sagði Hilmar Guðlaugsson formaður bygg- inganefndar. Samband íslenskra bankamanna: BANKAMENN í BANKA- STJÓRA STÖÐUR Samband isienskra banka- manna, sættir sig ekki lengur við pólitiskar ráðningar bankastjóra. Stjórn Sam- bandsins hefur sent frá sér ályktun þar sem tekið er und- ir kröfur starfsmanna Lands- bankans um að bankastjórar verði skipaðir úr röðum bankamanna. Á íslandi hefur lengst af verið litiö á bankastjórastöð- ur ríkisbankanna sem eign stjórnmáiaflokkanna sem skipt hafa þessum stöðum á milli sin, oftast nær í mesta bróðerni. Lausafregnir um næstu bankastjóra Lands- bankans hafa að undanförnu vakið upp umtal um þessar pólitlsku ráðningar, ekki slst meðal starfsmanna Lands- bankans. Nú tekurSamband ís- lenskra bankamanna undir kröfur starfsfólks Landsbank- ans um að bankastjórar verði skipaðir úr röðum banka- manna og mótmælir því harð- lega að bankastjórar séu pólitiskt ráönir. Jóhanna HarOardóttir, Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélagsins, Guðmundur Hermannsson, varaformaður og Guðjón Einarsson, Ijósmyndari við safn gamalla myndavéla. BLADAHIANNAFÉLAGID 90 ÁRA A Iþýðubandalagið: ÚRSLITIN EKKI RÁÐIN FYRIRFRAM Hvorki Ólafur Ragnar Grímsson, né Sigríður Stef- ánsdóttir virðast geta hrósað sigri fyrirfram í formannskjöri Alþýðubandalagsins á lands- fundinum um næstu helgi. Nú eru velflest Alþýðubanda- lagsfélög á landinu búin að kjósa landsfundarfulltrúa sína og Ijóst er aö hvorug fyiking hefur neinn afgerandi meirihluta út úr þeim kosn- ingum. Það benda allar líkur til tvi- sýnnar og spennandi at- kvæðagreiðslu. í herbúðum beggja aðila hefur að sjálf- sögðu verið farið vandlega í gegnum listana yfir kjörna landsfundarfulltrúa. Niður- stöður slíkra athugana munu í hvorugum herbúðum hafa gefið tilefni til neinnaryfir- gnæfandi öryggiskenndar. í báðum fylkingum bera menn sig þó fremur vel. Almennt viröist sú skoðun rikjandi að úrslitin séu fráleitt ráðin fyrir- fram. Landsfundur Alþýðubanda- lagsins hefst á fimmtudaginn og auk formannskjörsins, sem hefur verið tímasett kl. 10 á laugardagsmorguninn, mun landsfundurinn fjalla um niðurstöður svokallaðrar Varmalandsnefndar, sem í sumar hefur gert úttekt á stöðu flokksins, m.a. með til- liti til skýrslna sex forystu- manna Alþýöubandalagsins um stöðu flokksins og innri vandamál. SÆTABRAUÐSDRENGURINN Revíuleikhúsiö frumsýnir barnaleikritið Sætabrauðskarl- inn kl. 15 á morgun ( húsi ísiensku óperunnar í Reykjavik. Myndina tók Róbert á æfingu i fyrrakvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.