Alþýðublaðið - 31.10.1987, Qupperneq 5
Laugardagur 31. október 1987
5
SKOTMA RKIÐ
Viðtal: Kristján Þorvaldsson
Sveinn Björnsson
r- r
forseti Iþróttasambands Islands:
„ÉG HEF ENGA
BITLINGA AD SÆKJA''
I fjárlagafrumvarpinu eru framlög til
íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar
skorin niður um 10 milljónir króna. Fjár-
málaráðherra segir að þetta komi ekki að
sök vegna þess að íþróttahreyfingunni hafi
áskotnast heil gullnáma með Lottóinu.
Þessum ráðagerðum ög sjónarmiðum hafa
forsvarsmenn og nýir og gamlir velunnarar
hreyfingarinnar harðlega mótmœlt. Sveinn
Björnsson forseti íþróttasambands íslands
er í Skotmarkinu og svarar ýmsum áleitnum
spurningum um starf stefnu og fjármála-
pólitík íþróttahreyfingarinnar.
„Vandamál unglinga væru mi klu minni en þau eru i dag.“
— Þið hljótið að vaða i
peningum?
„Nei. Það er síður en svo.
Árið 1986 kostaði 532 milljón-
ir króna að reka íþrótta- og
ungmennafélagshreyfinguna
og á þessu ári mun þaö
kosta a.m.k. 700 milljónir. Á
næsta ári má gera ráð fyrir
að það kosti um 900 milljónir
króna. Á fjárlögum Alþingis
fyrir það ár sem er framund-
an er reiknað með að íþrótta-
sambandið fái 14.380 þús-
und krónur og að Ungmenna-
félag íslands fái 2,3 milljónir
króna. Stuðningur ríkisins er
því 1,86% af heildarkostnaði
við rekstur íþróttahreyfingar-
innar á árinu 1988.“
— Er það ekki úrúrsnún-
ingur, að gleyma Lottóinu i
þessari umfjöllun? Ef við
leggjum framlag ríkisins
saman við þann hagnað sem
þið hafið haft af Lottóinuá
einu ári, þá hafió pið yfir 100
milljónum króna úr að spila?
„Lottóiö hefur hjálpað okk-
ur gifurlega mikið, en iþrótta-
hreyfingin hefurverið f fjár-
svelti á undanförnum árum.
Það hefur veriö talað um það
[ gegnum árin að rikisvaldið
styðji íþróttahreyfinguna um
30%, sveitarfélögin einnig
um 30% og að íþrótta- og
ungmennafélagshreyfingin
sjálf standi að 40%. Auðvitað
hjálpar Lottóið okkur mikið,
en það er þó ekki nema
12—15% af rekstrarkostnaði
næsta árs sem við fáum það-
an. Hitt þarf íþróttahreyfing-
in sjálf að afla, í gegnum
sveitarstjórnir, með frjálsum
framlögum, innkomu af mót-
um og öðrum rekstri.“
— En til hvers ætlist þið
eiginlega af ríkinu. Fáið þið
nokkurn tímann nóg?
„Við ætlumst til þess að
ríkisvaldið standi á bak við
hreyfinguna. Það er engin
önnur hreyfing (landinu sem
vinnur jafn mikið að æsku-
lýðsmálum."
— Getið þið ætlast til
þess að fá meiri peninga frá
ríkinu á sama tima og verið
er að skera niður framlög til
ymissa annarra þjóðþrifamála?
„Það er ekki verið að skera
niður fjármagn til allra. Mér
sýnist nú opinberi geirinn fá
sinn skammt af fjárlögunum.
Ýmsar opinberar stofnanir fá
riflegar hækkanir, jafnvel tug-
prósenta, á sama tíma og
skorið er niður til íþrótta-
hreyfingarinnar."
— Því er m.a. haldið fram
að iþróttahreyfingin sé orðin
gamaldags. Hún er að
margra mati ekki sami segull
og hún var fyrir ungt fólk, á
tímum harðnandi samkeppni
um frítima fólks. Er þetta
ekki rétt?
„Þetta er engan veginn
rétt, einaldlega vegna þess
að iðkendur í dag eru 100
þúsund manns og aukningin
hefur verið stöðug frá ári til
árs. Það er ennþá mikil ásókn
um að komast inn I Iþrótta-
hreyfinguna. Sannleikurinn er
hins vegar sá að viö getum
þvi miður ekki tekið við öllum
sem vilja koma og viö vildum
taka á móti. En við stefnum
að því að helmingur þjóðar-
innar, a.m.k., verði virkur þátt-
takandi i íþróttalífinu.“
— Það kostar ekkert að
trimma og vilji menn gera
meira geta menn notfært sér
þjónustu óríkisstyrktra
líkamsræktarstöðva. Þessi al-
menna íþróttaiðkun virðist
vera utan við ykkar starfsemi
og virðist nægja mörgum?
„Árið 1970 hófum við bar-
áttu fyrir almenningsíþrótt-
um, öðru nafni trimm. Við
teljum að bæði íþrótta- og
ungmennafélagshreyfingin
hafi unniö gífurlegt starf í þvf
að fá fólk til þess að taka
þátt i almennri líkamsræktar-
starfsemi. Auðvitað er það
þakkarvert að fólk skuli vilja
fara í líkamsræktarstöðvar og
annað. Við erum lika mjög
þakklátir fyrir það, einfald-
lega vegna þess að við telj-
um að það sé ekki endilega
íþróttahreyfingin ein sem eigi
að vinna að þessum málum."
— Þú varst aö koma af
fundi hjá fjárveitingarnefnd
Alþingis. Er ekki niðurlægj-
andi og óþarfi að ganga betl-
andi eftir almannafé?
„Nei þetta er hvorki niður-
lægjandi né óþarfi. Þegar við
tölum um að reksturinn kosti
um 900 milljónir á næsta ári
þá teljum við mjög skynsam-
legt af ríkinu að standa á bak
við okkur. Hvað kosta t.d.
vandamálin i þjóðfélaginu?
Hvað kostar að reka eitt upp-
tökuheimili? Ef íþróttahreyf-
ingin hefði meira fjármagn til
þess að veita i íþrótta- og
æskulýðsstarf, þá erum við
t.d. sannfærð um að þessi
vandamál unglinga væru
miklu minni en þau eru i
dag.“
— Nú segja menn stund-
um að þið viljið byggja og
byggja og láta síðan ríkið um
reksturinn. Er ekki eðlilegt á
tímum samdráttar að rikið
reyni aö sporna gegn þess-
um sjálfvirku útgjöldum?
„Þetta er algjör misskiln-
ingur. íþróttahreyfingin greið-
ir gjald fyrir tímana í íþrótta-
húsunum um land allt. Hún
greiðir því gjald fyrir þaö að
vera þátttakandi i uppbygg-
ingu iþróttamannvirkja. I
gegnum árin hafa íþrótta-
mannvirki verið númer eitt á
listanum þegar sveitarstjórnir
koma á fund fjárveitinga-
valdsins. Það er ennfremur
algjör misskilningur sem
stendur í leiðara Alþýðu-
blaðsins fyrr í þessari viku að
íþróttamannvirki standi auð
um land allt. — Það er alveg
sama hvað það er byggt mik-
ið af íþróttamannvirkjum, þau
eru alltaf yfirfull."
— Þið segist nánast
hanga á horrimmi og biðjið
um meiri peninga frá rikinu.
Hvernig stendur á því, að á
sama tíma, getur Handknatt-
leikssambandið fengið ein-
staklinga og fyrirtæki til að
styðja sig á veglegan hátt?
„Sem betur fer eru mjög
velviljaðir einstaklingar og
fyrirtæki sem geta stutt
íþróttahreyfinguna. Hreyfing-
in væri heldur ekki það sem
hún er nema þess vegna.
Þjóðfélagið vill líka að
íþróttamenn standi sig vel á
erlendri grund. — Tökum eitt
dæmi sem óbeint tengist
íþróttahreyfingunni: Þjóðfé-
lagið hælir sér af því, að hér
fór fram leiðtogafundur stór-
veldanna. En hvernig stendur
á því að þessi fundur fór ein-
mitt fram hér? Það er bara
ein ástæða að minu viti. Sú
að íslendingar tóku þár* i
Ólympíuleikunum iMoskvu 1980.
Ef við hefðum hunsað leikana
eins og margir vildu, þé hefði
enginn leiðtogafundur verið
hér.“
— Sverrir Hermannsson
fyrrverandi menntamálaráð-
herra bað þig um að vera for-
mann byggingarnefndar
íþróttamiðstöðvar á Lauga-
vatni. Eftir að þú lýstir yfir
stuðningi við Borgaraflokk-
inn virðist þú að hans mati
ekki lengur hæfur til þess að
gegna því starfi, eins og sagt
hefur verið frá í Alþýðublað-
inu. Hvers vegna hefurðu
ekki mótmælt þessu?
„Menntamálaráðherra
sagði aldrei að ég væri ekki
hæfur, heldurværi ekki sam-
staða innan hans eigin flokks
um að skipa mig formann
þessarar nefndar. Mér er ekki
kalt til eins eða neins vegna
þessa, einfaldlega vegna
þess að varaforseti ÍSI stýrir
þessari nefnd og hún er því
nátengd íþróttahreyfingunni.
Þetta er í góðra manna hönd-
um og ég hef ágætt sam-
band við fyrrverandi mennta-
málaráðherra."
— Er ekki alvarlegt mál að
íþróttahreyfingin skuli vera
misnotuð í pólitiskum til-
gangi, að settar skuli upp
kosningavélar innan íþrótta-
félaganna til að vinna i þágu
einstakra stjórnmálamanna?
„Ég tel það ekki vera. Þó
ég sé t. d. forseti íþróttasam-
bandsins þá á ég mitt einka-
líf.“
— Það er sem sagt ekki
alvarlegt mál að þinu viti að
iþróttahreyfingin skuli vera
virkjuð í þágu stjórnmála-
manna?
„íþróttahreyfingin er svo
stór og sterk, að þar eru
menn úröllum stjórnmála-
flokkum. Það er þvi ekkert
verið að fylgjast með þvi
hvaða pólitfskum flokkum
menn tilheyra."
— Það er stundum talað
um klikustarfsemi innan ykk-
ar raða, og að menn sækist
eftir störfum vegna bitlinga.
Kannastu við þetta?
„Ég þekki það ekki. Starf
forseta er t.d. ólaunað og svo
er um fiest störf hjá sam-
bandinu. Ég sit t.d. í tveimur
nefndum ávegum rikisins, í
íþróttanefnd og f stjórn fé-
lagsheimilasjóðs. Þau nefnd-
arstörf eru bæði ólaunuð
þannig að ég hef ekki neina
bitlinga að sækja til eins eða
neins."