Alþýðublaðið - 31.10.1987, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 31.10.1987, Qupperneq 7
Laugardagur 31. október 1987 7 Kristín með seinni manni sínum, Gísla Krístjánssyni. Myndin var tekin á sextugsafmœli Kristínar 1986. Fjölskyldan á Þorfinnsgötu áriö 1970. Sigurður var þá fermdur og öllum stillt upp fyrir myndatöku. Frá vinstri: Ingibjörg Júlíusdóttir, Sigurður Júlíusson, Kristin Símon- ardóttir, Lára Júlíusdóttir og Hall- dór Júliusson. Þing Verkamannasambandsins framundan og .margt þarf að athuga. Hér er Kristín með Gunnhildi Lýðsdóttur, framkvœmdastjóra Verkakvennafélagsins Framsóknar og Rögnu Bergmann, formanni félagsins. Ömmubörnin eru mörg og er vel þegið, ef amma má vera að aðstoða áöur en maður fer í skólann. Hér er það Haraldur Þorsteinsson sem er með ömmu sinni. stemmning ( sendiráðinu þennan dag. Margir Islenskir starfsmenn neituöu að vinna fyrir Bretann en það þurfti m.a. að buröast með þunaa skápa úr Þórshamri. Kristln lætur vel af vistinni hjá hinni erlendu þjóð, en I sendiráðinu hefur hún unniö I þrjá áratugi. 1965 bætti Kristin á sig vinnu hjá Loftleiðum. Þar var hún i 9 ár: „Mér fannst það, mjög sérkennileg reynsla. Ég hafði unnið ein fram að þessu. Allt I einu varð ég að vinna með öðrum konum, miklu eldri. Þærvoru allar við ellillfeyrisaldurinn en ég „litla stelpan" I hópnum. Ég gat flogið út á „frlmið- um“ sem þá tfðkuðust, og það var óskaplegur munur með krakkana að komast eitt- hvað með þeim. Ég leit á far- miöana sem búbót. „Þetta eru bara mlnir svitadropar," var ég vön að segja.“ Sagt upp Vinnan hjá Loftleiðum var vel borguð. Fyrir þriggja klst. vinnu fékk Kristín sem svar- aði dagvinnu I frystihúsa- vinnu á þessum tlma. Þar við bættust svo frlðindi (flug- miðum. Það var llka kostur að Kristln gat hjólað I vinnu. Reyndar hefur hún hjólað mikið um ævina, segir hún. Við samruna flugfélaganna varð breyting á högum margra. Mörgum var sagt upp við „hagræðinguna." „Og náttúrlega var byrjað á þeim sem unnu við ræst- ingu,“ segir Kristln. „Verkið var boðið út og þeir buðu okkur ekki að taka við þvl, heldur buöu það út á bak vió okkur. Okkur var sagt upp á löglegan hátt og ég var ekki ósátt við það. Við vorum köll- uð inn á teppiö, sem kallað var og okkur sagt að við fengjum bréf, þar sem okkur yrði sagt upp skriflega. „En það verður aðeins ein kona endurráðin," sögðu þeir. Sú kona var orðin 80 ára, þegar þetta skeöi. Þá fauk I mina konu. Þessi kona var búin að vinna I 25 ár hjá fyrirtækinu, og þeir höfðu ekki bein I nef- inu til þess að segja henni upp. Eg bað um hvort ég mætti segja eitt orð, þegar þeir voru búnir aö messa yfir okkur. Ég hélt þvi fram að það yrði alveg á hreinu, að það yrðu konur úrVerkakvennafélaginu Framsókn sem kæmu og þrifu. „Okkur kemur það ekk- ert viö“ var svarið, „þið verðiö ekki lengur starfstúlkur hjá okkur." Svo var það náttúr- lega mitt fyrsta verk þegar ég kom heim um kvöldiö, köld og stjörf öll I huganum, að hringja I formann Framsókn- ar. „Þetta er alveg hægt“ sögðu þær, en ég var ósátt við. Tveimur dögum síðar kom skrifstofustjórinn að máli við mig. Sem betur fer hitti hann þannig á mig að ég var vond. Eg er ekki vön að vera vond, en þegar mér finnst troðiö á mér, sárnar mér alveg óstjórnlega. Skrifstofustjórinn spurði mig hvort ég vildi ekki vera starfstúlka áfram ... en ég þekkti allar vistarverur hjá Loftleiöum út og inn. Hann sagði að hann vildi ekki brjóta mig alveg niður, og þess vegna fengi ég mln hlunnindi áfram. Það átti að skrlða fyrir mér. Ég tók þessu, en vann aðeins I 4 mánuði eftir þetta. Auðvitað fannst mér að mér vera sparkað út, en það er enginn ráðin upp á llfstíð. Maður á heldur ekki að vinna alltaf á sama stað.“ Ýmislegt bæði í gleði og sorg Sjálf hefur Kristln ekki staðiö við gefin fyrirheit. Hún hefur skki skipt um vinnu: „Það er svo skrýtið að manni þykir vænt um vinn- una. Þetta er eins og að fara alltaf út að morgni. Þegar þú átt frl veröurðu að byrja dag- inn eins og áður og fara út. Maður verður svo vanafastur. Og eins er það I vinnunni sjálfri. Ef þú tekur ekki rusla- körfuna þegar þú átt leið fram hjá henni á réttum snúningi, ertu vls með að gleyma henni alveg." Þegar hér er komið sögu I samtali okkar Kristlnar heima hjá henni I rúmgóöri stofunni á Þorfinnsgötu, og þýska rúg- kexið sem hún mælir sér- staklega með orðið að láta undan matarlist minni — berst taliö að félagsmálaþátt- töku hennar. Hún segist alltaf hafa haft gaman af því að vera innan um fólk og sinna félagsstörf- um. Hún segist hafa lent I stjórn I Verkakvennafélaginu Framsókn og Alþýöusam- bandsþing hefur hún setiö frá 1958. Kristln hefur þó ekki komist á öll þing Verka- mannasambandsins — einu sinni varð hún að sitja heima yfir mömmu sinni, sem þá var lltilfjörleg. Og þing Verka- mannasambandsins er fram- undan á Akureyri. Þangað ætlar Kristín. — Finnst þér umbun að vera fulltrúi verkalýðsfélags- ins? „Já, er það ekki? Manni er treyst til að sitja þing sem fulltrúi. En svo er svo margt annað. Við höfum basara, fé- lagsvist og förum í ferðalag einu sinni á ári. Um 100 kon- ur spila hvert kvöld f nýja húsinu við Skipholt I Reykja- vik. Einstaka kariar slæðast með. Þeir telja saman úr spil- unum og keyra konurnar á staðinn. Um hver jól færum við llka konum sem hafa verið lengi I félaginu eðaeitthvað hefur komið fyrir, jólakort og pen- ingaupphæö. Þetta kemur út úr basarnum. Þannig fá þess- ar konur kveöju frá félaginu, og þetta haföi glfurlega mik- ið að segja hér áður fyrr. í dag er þetta að breytast." Kristln ræðir mikiö þetta félagsstarf, sem hún segist hafa fengið i arf frá mömmu sinni. Ingibjörg, móðir henn- ar vann I fiski fyrir strið og starfaði í Framsókn. Kristin vildi sjálf kynnast fiskvinnu, en öðrum úr fjöl- skyldunni þótti nóg um vinnu hjá henni. Og áfram er haldiö með fé- iagsstarfið: „Við náum konum talsvert saman og þær ná að kynn- ast. Það er ýmislegt sem kemur upp á hjá konum bæði I gleði og sorg. Manni þykir vænt um að konurnar sem eru I stéttarfélögunum skuli hittast. Maðurveit t.d. að ef kona kemur ekki á spilakvöld, þá er eitthvaó að — a.m.k. spyrst maður fyrir um þaö, og það er reynt að hjálpa til.“ — Koma konur sem ann- ars færu ekki út? „Já, absólút. Þær myndu aldrei fara annars út. Þetta eru bæði heimavinnandi kon- ur sem hafa veriö úti á vinnu- markaðnum og konur I starfi I dag. Við eigum svo margt sameiginlegt. Og þessar kon- ur blöa I ofvæni eftir næsta spilakvöldi, og eru slhringj- andi til þess að grennslast fyrir. Aðstaöa okkar er llka allt önnur en var. Húsiö okkar inni I Skipholti er dásam- legt.“ é Þetta eru bara mínir svitadropar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.