Alþýðublaðið - 31.10.1987, Side 8

Alþýðublaðið - 31.10.1987, Side 8
8 Laugardagur 31. október 1987 Hjólið er ómissamli bœði í vinnu og á frídegi. Vessgú, þú getur vel hugsað um börnin og verið með þeim alla tíð Pabbinn og mamman í heimilinu Kristín hafði fyrir fjórum börnum aö sjá, sem öll fóru í framhaldsnám. Ingibjörg er elst. Hún er kennari. Halldór var næstur í rööinni, sálfræö- ingur og forstööumaður á vistheimilinu Sólheimum í Grímsnesi. Lára er lögfræð- ingur og starfar nú sem aö- stoðarmaður Jóhönnu félags- málaráöherra. Yngstur er Sig- urður, læknir í framhalds- námi í Svíþjóð. — Ætli hafi nokkurn tima verið frístund hjá Kristínu eft- ir að hún fór út að vinna? „Maður reyndi að taka ein- staka tíma fyrir sig. Ég hafði óskaplega gamán af því að dansa gömlu dansana og stundaði þá flesta laugar- daga í 20 ár. Ég elska alla músík nema þessa nútíma- múslk. Og ég hef líka voða- lega gaman af að fara i leik- hús. En frístundirnar voru kannski ekki margar, þegar maður varð að vinna þrefalt verk. í fyrsta lagi varð ég að fara i pínulitla vinnu til þess að fá einhverja peninga fyrir matnum. Síðan varð ég að vera pabbinn og mamman á heimilinu og gera allt.“ Það verður þögn ( samtali okkar. Síðan heldur Kristín áfram: „Ég var alin upp við nægjusemi og sagði við sjálfa mig vessgú, þú getur vel hugsað um börnin og ver- ið með þeim alla tíð. Það voru líka allir svo góðir við börnin. Ekki veit ég af hverju. Þau eignuðust góða vini, voru dugleg í skóla og studdu hvert annað. Ég hjálpaði þeim svolítið í skólanum fyrst, en þegar þau voru komin af stað í skólan- um skipti ég mér minna af þeim. Eg hafði ekki tíma,... varð að þrífa, prjóna, sauma og fara út að vinna. En ... ég vildi ekki hafa misst af þessu. Það var svo gaman að vinna fyrir börn sem eru vinir manns. Börnin báru út blöð og áttu þá peninga sjálf.“ Áfangasigrar Talið berst að konunni, breytingaskeiöum hennar. Kristín segist mikið þakklát að nú skuli vera farið að ræða þetta „tabú.“ „Það fara margar konur illa út úr þessu, og ekki fara þær betur sem hafa meira milli handanna. Þá lenda þær í dellum — allavega er hætta á því.“ Kristin segir það hafa bjargað sér að hún hafði alltaf nóg að gera: „Ef maður hefur gaman af því sem maður er að gera, þá er maður ekkert að hugsa út I erfiðleikana." — Þú segir „gaman,“ en var þetta ekki strit? „Jú, en sigurinn kom alltaf inn á milli. Maöur var alltaf að sigrast á einhverju. Að vera með alla þessa krakka og það var alltaf eitthvað um að vera. Þaö eru endalausir áfangar í lífinu, skyndipróf i skóla, fermingar, lokapróf... Það var alltaf verið að sigrast á einhverju. Sigurinn var svo mikill að geta fylgst með öll- um börnunum ... Ég hef ver- ið óskaplega heppin í lífinu á mörgum sviðum, en ég hef ekki gert kröfur. Og öfund- sýki skal ekki inn í minn koll. Það lærir þú, ef þú ert brotin niður eins og ég var, þegar ég var yfirgefin með börnin fjögur. Passaðu þig á því að skulda aldrei neinum neitt, ef þú getur komist hjá því.“ — Settir þú þér slíkar regl- ur? „Alltaf. Ég hef aldrei skuld- að neinum neitt. Ég vissi, að ef ég geröi það, myndi ég krefjast sifellt meira. Ef ég ætla að kaupa eitthvað, vil ég borga hlutinn út i hönd. Það tekur kannski tíma að vinna fyrir honum, en þú veist hvað þú hefur." — Þér finnst öryggi í þvi? „Já, ég get sagt þér það, að mér finnst fólk leiðinlegt sem segist vera blankt um miðjan mánuð. Það þoli ég ekki. Þú átt bara ekki að lifa um efni fram. Þá koma skuldadagarnir.1' . í sátt og samiyndi við sjálfan sig — Áttu ekki eitthvað inni hjá samfélaginu, úr því að all- ir skulda, en þú skuldar eng- um neitt... ? „Nei, en upp á síðkastið er ég farin að hugsa sem svo! Fyrst fólk er með krítarkort og fær að borga með löngum fresti, get ég alveg beðið um afslátt, af því að ég borga allt út í hönd. Það þykir óskap- lega frekt af mér að fara fram á slíkt, en ég fæ kannski 10% afslátt." — En hvað með sjálfa þig? Veitir þú þér eitthvað sjálf? „Nei. Ég er nísk fyrir sjálfa mig. Þá er ekkert keypt þegar kemur að mér — en handa öðrum skal það vera eitthvað fallegt." — Var ekki sárt að geta aldrei veitt sér neitt? „Nei, ég lét það ekki eftir mér að hugsa þannig. Það var mér nóg að fara út í nátt- úruna. Ganga kannski einn stóran hring um Nauthólsvik. Á sumrin fór ég líka á sunnu- dagsmorgnum með þau yngstu upp i Heiðmörk. Við tókum Lögbergsvagninn, og svo var gengið allan daginn. Þessar ferðir enduðu allar á sama hátt... Keyptur ís í turninum á Lækjartorgi og borðaður heima. Þá voru allir saddir og ánægðir. Þá varstu búin að vera úti allan daginn eins og hitt fólk- ið, sem hafði nóg til alls. Þú hafðir skoðað náttúruna, blómin og kannski kónguló- arvef — og lifað í sátt og samlyndi við þig og alla. Þú ert engum háður... Ef þú hefur þetta svona i lífinu þarftu ekki að öfundast út i einn eða neinn ... Ég hef ekki verið ósátt út í lífið." Viötal: Þorlákur Helgason V ' Við verðum að vinna saman — Hvernig líst þér á kvennabaráttuna? Hefur staða konunnar breyst? „Sem betur fer hefur margt breyst frá stríði. Uppfræðsla er miklu opnari í dag. Þegar ég fermdist í stríðsbyrjun er svo mikið tabú að uppfræða stúlkurnar, að margar þeirra vissu ekki hvað var að hafa tíðir. Þetta var sorglegt. Sannkallaður molbúaháttur. Ég er ekki rauðsokki í orðsins fyllstu merkingu. Ég vil að konur séu virtar en þetta má ekki ganga of langt. Við konur erum til. Og allir þurfa stuðning hver af öðr- um. Það má ekki svívirða aðra. Við verðum að standa saman. Þetta hefur blessunarlega breyst. Þegar ég var að alast upp var það t.d. ekki til siðs að karlmaður næði sér í vatnsglas upp í skáp, væri hann þyrstur. Núnaeru pabb- inn og mamman jafnvíg, enda mátti þetta breytast. En jafnréttið tekur tíma. Það er ekki svo langt síðan konur fóru t.d. í langskóla- nám.“ Ekki pólitísk — en jafnaðarmanneskja — Hefurðu verið pólitisk? Kristín svarar þessu ekki samstundis. Hún virðist ekki eiga eiginlegt svar við þessu. Kannski hefur hún ekki verið spurð að þessu áður. „Ég veit ekki hvað skal segja. Hitt er annað mál að öll mín fjölskylda hefur fylgt jafnaðarstefnunni. Og ég hef alla tíð verið jafnaðarmann- eskja í orðsins fyllstu merk- ingu. Ég vil hlúa að öllum minni máttar, en ég tel mig ekki pólitíska." — Hvað gefur helst lifinu gildi, og hver er helsti löstur okkarí dag? „Heiðarlegheit eru númer eitt, tvö og þrjú. „Tíminn líður trúðu mér," segir mikinn sannleik. Mestur löstur finnst mér heimtufrekja. Ég er á því að menn geti beðið um hlutina, en frekjan er bara svo mikil Undirförulsháttur er slæmur ávani. Það kemur alltaf að skuldadögunum hjá öllum. Ef þú tekur eitthvað að þér eða að þú gerir kröfur til annarra, skalt þú fyrst gera kröfur til sjálfs þín." — Hefur þér aldrei fundist erfitt að lúta þessum kröfum til sjáfrar þín? „Eg hef bara látið það eiga sig að gera kröfur," segir Kristin og hlær við. „Ég var alin upp við þenn- an hugsunarhátt. Auðvitað hefur maður orðið að leggja hart að sér, en það er bara mitt mál. Maður vildi..." Kristín hugsar sig um og segir svo: „Það er best að vera ekki að pexa yfir hlutun- um.“ — Viltu ekki taia um að þú hafir lagt hart að þér? „Nei. Uppskeran er svo mikil. Ég verð þó að viðurkenna eitt: Þegar ég varð sextug, heimtuðu börnin mín að gera mér glaðan dag. Ég varð að láta undan. Ég hafði aldrei fyrr haldið upp á afmælið mitt."

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.