Alþýðublaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 31. október 1987
9
FRÉTTASKÝRING r
Ingólfur Margeirsson skrifar
„Eru ágreiningsmál stjórnarflokkanna það
alvarlegs eðlis, að ríkisstjórnin springi? “
spyr Ingólfur Margeirsson í fréttaskýringu
sinni og leitar jafnframt svara við þeirri
spurningu.
ER STJÓRNIN AÐ SPRINGA?
Springur stjórnin?
Þessari spurningu hefur
oft verið kastað fram
manna á meðal og í
fjölmiðlum að undan-
förnu. Ástæðan er
ágreiningur innan ríkis-
stjórnarflokkanna um
ýmis mál sem lögð hafa
verið fram sem frum-
vörp á Alþingi og deilur
um einstök atriði í fjár-
lagafrumvarpinu. Er
ríkisstjórnin að liðast í
sundur vegna húsnœðis-
málanna, skattamál-
anna, utanríkismálanna
og annarra mála sem
þingmenn stjórnar-
flokkanna deilir á um?
Ríkisstjórnin er mjög sterk
á Alþingi. Samanlagt hafa
Sjálfstæðisflokkur, Fram-
sóknarflokkur og Alþýðu-
flokkur 41 þingmann.
Kannski er réttara að segja
40 þvi Karvel Pálmason, Al-
þýðuflokki, hefur lýst því yfir
að stuðningur hans við ríkis-
stjórnina sé bundinn fyrir-
vara. I stjórnarandstöðu eru
22 þingmenn, þar með talinn
Stefán Valgeirsson.
í stjórnarsáttmála er stefna
ríkisstjórnarinnar skilgreind,
bæði markmið og leiðir.
Hvers vegna er skyndilega
komin upp úlfúð um einstök
málefni og hversu alvarlegur
er sá ágreiningur? Það mál
sem borið hefur hæst að
undanförnu er húsnæðis-
frumvarp Jóhönnu Sigurðar-
dóttur. Frumvarpið sem er
breyting á lögum um Hús-
næðisstofnun rikisins kveður
einkum á um að tryggja betur
en nú forgang þeirra til lána
sem í brýnni þörf eru fyrir
lánafyrirgreiðslu vegna kaupa
á ibúðarhúsnæði. Það kveður
ennfremur á að rikisstjórn-
inni sé heimilt að ákvaröa
mismunandi vexti innan
hvers lánaflokks eða að
stjórninni sé heimilt að end-
urgreiða vexti eftir nánari
reglum í reglugerð.
Ómálefnaleg gagnrýni
Frumvarp Jóhönnu hefur
fengið mjög ómálefnalega
gagnrýni i þingsölum. Köpur-
yrði hafa flogið, frumvarpinu
hefur verið fundið flest til
foráttu hjá andstæðingum
þess, en rökin hafa verið lítil
sem engin. Það er athyglis-
vert að margir stjórnarliðar
hafa mælt gegn því, eins og
GuðmundurG. Þórarinsson
og Páll Pétursson hjá Fram-
sókn og þingmenn ( Sjálf-
stæðisflokki, t.d. Halldór
Blöndal hafa snúist gegn
frumvarpinu.
Sama er upp á teningum
þegar söluskattur á matvæli
hefurverið til umræðu. Sumir
þingmenn stjórnarflokkanna
hafa mælt gegn fyrirhugaðri
ætlan ríkisstjórnarinnar að
leggja söluskatt á öll mat-
væli. Ennfremur er það at-
hyglisvert aö ráðherrar koma
í bakið hver á öðrum eins og
tilraun Steingríms Hermanns-
sonar að slá sig til riddara á
kostnað fjármálaráðherra eft-
ir að ríkisstjórnin hafði
ákveöið 10 milljón kr. minna
framlag til ÍSÍ þar sem tekjur
íþróttasambandsins af lottói
á síðasta ári eru margfaldar á
viö framlag rfkisins. Stein-
grímur kom fram í fjölmiðlum
og sagðist mótfallinn slíkum
niðurskurði til íþróttamála og
bar fyrir sig að hann hefði
verið erlendis þegar málið
var afgreitt í ríkisstjórn.
Svona pólitík hefur verið köll-
uð populismi en það er önn-
ur saga.
Þótt einstakir þingmenn
ríkisstjórnarinnar láti ófrið-
lega í þessum málum og
öðrum og ágreiningur virðist
ríkja innan ríkisstjórnarinnar
um einstök mál, þá er langt
frá þvi að líf hennar sé (
hættu. Gamall góður siður
ríkisstjórna er aö viðra
ágreining á ríkisstjórnarfund-
um, komast síðan að sam-
komulagi og standa síðan
saman út á við. Vissulega er
það alvanalegt að einstakir
þingmenn samþykki ráðstaf-
anir ríkisstjórnarinnar með
fyrirvara á þingflokksfundum
og geti mælt gegn einstök-
um málum á Alþingi. Hins
vegar er það afleitt fyrir ríkis-
stjórn að ráðherrar hennar
koma ( bakiö á samráðherr-
um sinum opinberlega eftir
að samkomulag hefur náðst
á rlkisstjórnarfundum, eins
og nokkur dæmi hafa verið
um nýverið. Það er einnig
bagalegt ef einstakir ráðherr-
ar eru bornir ófurliði ( þing-
flokkum sínum og verða að
heykjast á fyrri ákvörðunum
sínum á ríkisstjórnarfundum.
Sjálfstœðismenn
sakna vandarins
Burtséð frá dægurmálun-
um; hvaða aðrar hættur
steðja að rfkisstjórninni? Ef
litið er á einstaka flokka rík-
isstjórnarinnar, þá blasa inn-
anflokksátök Sjálfstæðis-
flokksins fyrst við. Eftir klofn-
inginn ( vor ásamt stofnun
Borgaraflokks, hefur almenni-
leg kyrrð ekki komist á (
þingflokk Sjálfstæðisflokks-
ins. Hann gengur einfaldlega
ekki í takt. Þorsteinn Pálsson
hefur ekki ráð að beygja
þingflokkinn til hlýðni, sér-
staklega þegar ráðherrar
flokksins voru skipaðir og
það setti hann í mjög erfiða
stöðu. Sem forsætisráðherra
iandsins hefur hann fyrst og
fremst það hlutskipti að
halda ríkisstjórninni saman,
og það er erfitt ef hann fær
ekki frið til að sinna skyldu-
verkum vegna upphlaupa (
þingflokknum.
En nú virðist vera að fær-
ast meiri friður yfir þingflokk
inn og Þorsteinn hefur óneit-
anlega vaxið ( embætti. Von-
andi vinnur tíminn með hon-
um. En engu að síður getur
pólitískt getuleysi Sjálfstæð-
isflokksins orðið ríkisstjórn-
inni skeinuhætt. Á móti má
segja að það ríki afar sterk
hefð fyrir ráðríkum foringja í
Sjálfstæðisflokknum. Þess
vegna þarf Þorsteinn ekki að
manna sig upp svo ýkja mik-
ið til að ná valdi á flokknum.
Það sýndi sig best þegar
hann kom úr hinni frægu
Parísarferð og stöðvaði laga-
setningu um kjör sjómanna.
Þá færðist hið gamla masók-
istíska sælubros yfir andlit
Sjálfstæðismanna. Þeir
sakna greinilega vandarins
og það er spurning hvort að
Þorsteinn ætti ekki að grtpa
til vandarhögganna oftar.
Steingrímur nýtir sér
tómarúm
Framsóknarflokkur er og
verður óútreiknanlegur flokk-
ur. Hann er gamalreyndur í
hinni pólitfsku refskák og
hefurekki fylgt pólitlskri þró
un eftir eins og bæði Sjált-
stæðisflokkur og Alþýðu-
flokkur. Framsóknarflokknum
er geysilega annt um völd sin
og lætur þau ekki svo auð-
veldlega af hendi. Hinar
gömlu leikfléttur og brellur
eru einnig meira hafðar
frammi en hjá hinum flokk-
unum. Sem dæmi er áber-
andi hvernig Steingrlmur Her-
mannsson hefur siglt inn !
tómarúmið sem skapast hef-
ur kringum Þorstein Pálsson.
Þar með hefur Steingrlmi tek-
ist að halda ímynd sinni sem
forsætisráðherra vakandi
meðal þjóðarinnar. Fram-
koma hans í fjölmiðlum er
mjög úthugsuð og hefur yfir
sér landsföðurlegt yfirbragð.
Þessa tækni nýtti hann til
fulls á Alþingi þegar forsæt-
isráðherra flutti stefnuræðu
sína. Steingrímur flutti ræðu
sína skömmu síðar i beinni
útsendingu Ríkissjónvarps-
ins og flutti þar reyndar aðra
stefnuræðu að efni og inni-
haldi. Steingrímur hefur einn-
ig verið duglegur viö að spila
á einstök mál sem komið
hafa upp f þjóðfélaginu.
Hann fékk mörg prik fyrir
hvalamálið, t.d. með því að
mæta ekki á fundinn í
Ottawa og veifa varnarsamn-
ingnum framan í Bandaríkja-
menn. Hann hefur ennfremur
breytt áherslum í utanríkis-
málum, og lagt meiri alúð viö
heimsfriðinn með kröfu um
bann við kjarnorkuvopnum.
Önnur mál eins og Iþrótta-
málið hafa einnig aflað hon-
um skyndifylgis.
Að haga seglum
eftir vindi
í raun og veru er þetta póli-
tlk Framsóknarflokksins í
hnotskurn. Flokkurinn slær í
og úr til skiptis I ýmsum mál-
um og er eiginlega með og á
móti öllu, Framsóknarflokk-
urinn er hér og hann er ekki
hér. Hann er á móti hernum
(t.d. Páll Pétursson á þingi og
nú Steingrímur að hluta til)
og hann er einlægur stuðn-
ingsmaður hersins, (eins og
Varðbergshópurinn með
Alfreð Þorsteinsson í broddi
fylkingar.) Framsóknarflokk-
urinn er ennfremur með og á
móti söluskatti á matvæli,
vaxtastefnunni, húsnæðis-
málum.
Framsóknarflokkurinn var
ekki hár í loftinu í apríl þegar
skoðanakannanir sýndu fram
á afhroð ( kosningum. Með
ótrúlega dýrri og úthugsaðri
auglýsingaherferð náði Fram-
sókn 13 þingmönnum og
18.9% landsfylgi. í dag sýna
síðustu skoðanakannanir að
flokkurinn hafi um 24% fylgi.
Það er ekki hægt að skýra
það örðuvísi en að flokkurinn
og forystumenn hans hafi
verið snjallir að haga seglum
eftir vindi.
Framsóknarflokkurinn ætti
þvl að virðast hafa alla burði I
að sllta stjórnarsamstarfi ef
þeim svo sýnist og stofna til
rlkisstjórnarsamstarfs með
hvaða flokki eða flokkum
sem er þar sem Steingrímur
sæti (forsæti. En það er of
einföld leið. Og hættuleg.
Framsókn er inni í rfkisstjórn
og það skiptir meiru en nýjar
kosningar og nýtt áhættu-
spil. Þar að auki hefur flokk-
urinn þrjú valdamikil ráðu-
neyti; utanríkismál ásamt ut-
anríkisverslun, sjávarútveg
og landbúnað. Öll lykilráðu-
neytin sem SÍS þarfnast. Þvf
er miklu vænlegra fyrir Fram-
sóknarflokkinn að halda
áfram stjórnarsamstarfi og
afla sér áframhaldandi vin-
sælda með því að sveifla sér
hingað og þangað í frum-
skógi stjórnmálanna, allt eftir
því hvar bananana er að
finna. Framsókn hefur enn-
fremur alltaf lagt mikið upp
úr þvl að sýna ábyrgð í
stjórnarsamstarfi.
A Iþýðuflokkurinn
hugmyndafrœðingur
Alþýðuflokkurinn hefur
,lagt einna mest í púkkið.
Flest stefnumál flokksins eru
'í stjórnarsáttmála og flokkn-
um afar mikilvægt að þeim
verði framfylgt í stjórnarsam-
starfinu. Það er ennfremur
Ijóst að Alþýöuflokkurinn er
hugmyndafræðingur rikis-
stjórnarinnar og mest frum-
kvæði og nýsköpun I pólitík
hefur komið frá Alþýðu-
flokknum. Hins vegar hefur
flokkurinn átt erfitt uppdrátt-
ar ( einstökum málum vegna
þess að bæði Sjálfstæðis-
flokkui og Framsóknarflokk-
ur eru hefðbundnir hags-
munagæsluflokkar sem láta
ekki völd og áhrif svo auð-
veldlega frá sér. Alþýðuflokk-
urinn á heldur ekki auðvelt
með að slíta stjórnarsam-
starfi þótt hann yrði settur út
í horn I stjórnarsamstarfinu.
Útgangan 1978 hangir enn yf-
ir flokknum og yrði Alþýðu-
flokknum afar skeinuhætt
pólitiskt séð.
Það er þvl raunar fátt sem
fengi einstaka flokka til að
slíta stjórnarsamstarfi. Og
ágreiningsmál sem nú eru
uppi eru aðeins ósamkomu-
lag einstakra þingmanna
stjórnarflokkanna. Það að
sllta stjórn er allt annar
handleggur. Þá þarf miklu
meira að koma til. Stjórnar-
slit verða aöeins hugsanleg
að undangengnum miklum
erfiðleikum ( efnahagslífi og
erjum á vinnumarkaði. Og
eftir miklar deilur um leiðir
sem stjórnarflokkarnir gætu
ekki komiö sér saman um.
Kemur til þess?
Fylgstu með. Lestu áfram
Alþýðublaöið.