Alþýðublaðið - 31.10.1987, Síða 10

Alþýðublaðið - 31.10.1987, Síða 10
10 Laugardagur 31. október 1987 MHMUin Sími: 681866 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Blaðamenn: Umsjónarmaöur helgarblaðs: Framkvæmdastjóri: Skrifstofa: Ingólfur Margeirsson. Jón Danielsson. Ingibjörg Árnadóttir, Kristján Þorvaldsson og Sigríöur Þrúöur Stefánsdóttir. Þorlákur Helgason. Valdimar Jóhannesson. Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir, Þórdis Þórisdóttir, Olöf Heiöur Þorsteinsdóttir og Guölaugur Tryggvi Karlsson. Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. i Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daaa 60 kr. um helgar. ’ Þorsteinn Pálsson og öryggi þjóðar Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni sem hann hélt á Alþingi í vikunni, að við værum fá- menn þjóð og styrkur okkar byggi í einhug og samtaka- mætti. Orðrétt sagði forsætisráðherra í framhaldi af þessu: „Ógæfa okkar felst í sundurlyndi og úlfúð.“ Þetta eru orð að sönnu. Þorsteinn Pálsson er ungur maður að ár- umen hefurþurft aðaxlamiklaog þungaábyrgðástuttum tíma. Allt frá klofningi Sjálfstæðisflokksins, stofnun Borgaraflokksins, stjórnarmyndunarviðræðunum og myndun ríkisstjórnar þar sem Þorsteinn Pálsson varð for- sætisráðherra, hefurdunið áhonum norðanbál úlfúðarog sundurlyndis. Þessi upplausnaröfl hafaekki aðeins verið utanaðkomandi, heldur hefur formaður Sjálfstæðis- flokksins þurft að verja hendursínar gegnárásumeiginn flokksmanna. í raun hafa verið lagðar meiri byrðar á Þor- stein Pálsson en hægt er að ætlast til að nokkur maður geti staðið undir. Þorsteinn Pálsson hefur hins vegar sýnt það í verki að hann hefur ekki látið bugast. Nú þegar verstu hrinum átakaveðursins er að slota, hefur Þorsteinn Pálsson vaxið að verðleikum, og nýtur æ meira trausts sem forsætisráðherra og sem formaður Sjálfstæðis- flokksins. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra vék að vörnum ís- lands og öryggismálum þjóðarinnar í stefnuræðu sinni. Forsætisráðherra minntist á hnökra þá sem verið hafa í samskiptum íslendinga og Bandaríkjamanna á undan- förnum árum, og tók sem dæmi að deilt hafi verið um sigl- ingar milli ríkjanna og rétt okkar til að stunda hvalveiðar í vísindaskyni. Orðrétt sagði forsætisráðherra: „í báðum tilvikum risu upp raddirerkröfðust endurskoðunarávarn- arsamningi ríkjanna vegna framgöngu Bandaríkjanna gagnvart okkuríslendingum. Þaðerraunarekkieinsdæmi fyrir þessar deilur að sllkar kröfur komi fram heldur virðist það vera orðin viðtekin venja í hvert sinn sem uþp kemur ágreiningur við Bandaríkjamenn ... Við munum að sjálf- sögðu gæta hagsmuna okkar og sæmdar í öllum sam- skiptum við Bandaríkjamenn og hvergi hvika þegar sjálfs- ákvörðunarrétturinn er í húfi. En varnar- og öryggismál þjóðarinnar verða ekki gerð að verslunarvöru." Alþýðu- blaðið tekur undir þessi orð forsætisráðherra. ísland hef- ur tekið sér stöðu með öðrum lýðræðisríkjum og er aðili í Atlantshafsbandalaginu. Við verslum ekki með þá aðild né heldur öryggi þjóðarinnar. Það er bæði óviðeigandi og vanhugsað að blanda saman viðskiptaerjum íslands við Bandaríkin eða önnur erlend ríki, og vörnum landsins og öryggi. Þess vegna er það öllum þenkjandi mönnum áhyggjuefni að utanrikisstefna ríkisstjórnarinnar virðist hafatekið nýjum áherslum með tilliti til öryggismála. Yfir- lýsingar fyrrum fjármálaráðherra Alberts Guðmundsson- ar í kjötdeilunni svonefndu við varnarliðið og loðnar yfir- lýsingar Steingríms Hermannssonar utanrfkisráðherra i hvaladeilunni sl. sumarog haust eru dæmi um gáleysi ráð- herra í tali sem sæmir ekki þegar öryggis- og varnarmál þjóðarinnar eru annars vegar. Það er ennfremur mikið áhyggjuefni ef samruni utanrikisviðskiþta við utanríkis- ráðuneytið hefur það í för með sér að þessir tveir mála- flokkar renni saman, og öryggismálum þjóðarinnar verði blandað saman við utanríkisviðskiptin. Orð Þorsteins Pálssonar eru rétt: „Varnar- og öryggismál þjóðarinnar verða ekki gerð að verslunarvöru.11 ÖNNUR SJÓNARMIÐ Alpýðnblaðlð Guðmundur P. Valgeirsson: Virðist fremur vilja byggja ný hús en gömul. KiRKJUMÁL Stranda- manna, eru nokkuð í sviðs- Ijósinu á þessu hausti og skjóta einlægt upp kollinum aftur, þótt þau hverfi um sinn í skuggann af þessa heims viðburðum. Reyndar er það athyglisvert að helstu tíðindi þessa hausts virðast flest varða húsnæöismál af ein- hverju tagi. Þannig er nú að byrja að fyrnast yfir húsnæðismál dauðadæmdra sauðkinda vestur í Arnarfirði, húsnæðis- mál ríkra og fátækra íslend- inga eru til umfjöllunar á Al- þingi þessa dagana og svo virðist sem mönnum komi ekki fyllilega saman um hvort sé meiri glæpur að útiloka rika eða fátæka íslendinga frá því að fá húsnæðislán. Fjölmargir aðrir fréttavið- burðir undanfarnar vikur hafa snúist um húsnæðismál af einhverju tagi. Húsnæöismál borgarstjórans vöktu tals- verðan úlfaþyt um daginn. Hann vill sem kunnugt byggja sér ráðhús og þar með óbrotgjarnan minnis- varða um merkasta borgar- stjóra sögunnar, úti í tjörn- inni. Þetta á að kosta um 740 milljónir. Svipuð upphæð var nýskeð í fréttum af öðru til- efni sem einnig varðaði hús- næðismál, nefnilega hús- næðismál barnanna í borg- inni. Allir þeir borgarfulltrúar sem engu fá að ráða í borg- inni, af því að þeir töpuðu síðustu borgarstjórnarkosn- ingum, eins og reyndar öllum öðrum kosningum I manna minnum, nema einum, þeir komu sér saman um að það væri sniðugra að byggja dag- heimili og leikskóla fyrir þessar 740 milljónir. En lífseigast af öllum þessum húsnæðismálum virðist sem sagt vera hús- næðismálið á Ströndum. Það er líka tvímælalaust merki- legast enda varðar það ekki húsnæði manna, barna eða dýra, heldur snýst málið um húsnæði fyrir almættið sjálft. Norður á ströndum kemur mönnum ekki alls kostar saman um það hvort heppi- legra sé að almættið búi í nýju eða gömlu húsi og ef fer sem horfir, þá endar þetta sennilega með þvl að gert verður við gamla húsið og það endurbyggt að miklu leyti úr úrvals rekaviði, en hann er sem kunnugt hvergi i heiminum betri en á Strönd- um. Auk þess verður svo líka byggt nýtt hús handa almætt- inu, sennilega líka úr úrvals Strandaviði. Þetta fyrirkomulag hefur þann stóra kost í för með sér að almættið getur þá sjálft valið um það í hvoru húsinu það vill fremur búa. Og hvernig ætti það svo sem að vera í mannanna valdi að kjósa fyrir almættið. Nú hefur lika verið ort visa um þessi húsnæðisvandamál Strandamanna og almættis- ins. Það er gamall og góður siður og afar þjóðlegur að yrkja vísur þegar tilefni gef- ast til. Þessi sem hér um ræðir mun vera eftir Guð- mund P. Valgeirsson og hann kastar henni fram í grein sinni í dagblaðinu Tímanum í gær. Vísan er svona: „Minjagildi og mögnuð list mjög er höfð I blóra. En hvern varðar um kærleik Krists ef kofinn fær að tóra.“ Eins og raunar má glögg- lega sjá á vísunni, er Guð- mundur á þeirri skoðun að fremur beri að byggja nýtt hús en gamalt yfir almættiö á Ströndum. Þetta sjónarmið er auðvitað ofur skiljanlegt, þvl hvers vegna ætti maður að byggja gamalt hús, ef maður er á annað borð í byggingarhugleiðingum. Það verður líka að segjast eins og er að langflest hús sem byggð eru á íslandi um þess- ar mundir eru ný, a.m.k. fyrst eftir að þau eru byggð. Steingrímur: Vill hafa sölumennina í sendiráðinu en ekki á barnum. ÞAÐ er mesti misskilningur að stjórnmálamenn séu leið- inlegir. Það má að vísu vera að þessi fullyrðing sé ofmælt um suma stjórnmála- menn, en trúlega eru þó fleiri pólitíkusar bráðskemmtilegir og hressir. Nýjasta dæmið um skemmtilegan stjórnmála- mann er Steingrímur Her- mannsson, eða hvað segið þið um eftirfarandi gaman- sögu sem hann lét flakka í DV-yfirheyrslu í gær. Tilefnið var flutningur utanrlkisvið- skipta yfir I utanrlkisráðu- neytið. „Mér var einu sinni sögð sú saga að þegar íslendingur og Dani ferðist saman er- lendis þá sé Daninn að selja en íslendingurinn að kaupa og Daninn fái aðstöðu I sínu sendiráði en íslendingurinn haldi sig á barnum. Þetta er ef til vill eitthvað ýkt en samt er örugglega talsvert til I þessu. Ég vona að flutningurinn á utanríkisviðskiptamálum hingað og samstarfið við Út- flutningsráð, sem er verulega vaxandi stofnun, verði til þess einmitt að við mörkum okkur ákveðna stefnu og hrindum henni I framkvæmd. Það er til dæmis búið að inn- rétta sendiráðið I Kaup- mannahöfn þannig að það getur tekið við viðskiptafull- trúa og tekið við þessum ís- lendingi svo að hann þurfi ekki að vera á barnum. Sama er að segja frá Brussel. Þar er herbergi fyrir þá sem vilja nota sér það.“ arnjim Knattspyrnukappleikurlnu i gær var sk>mtilegur, enda var v.'ðrið ága'tt. Úrslitin urðu þau, að „K. R." vann „Viking" með 4 vinningum gegn 2. Mentaskóli á Norðurlandi. Akureyrarskóla veittur rétt« ur til að útskrlta stúdenta. Akureyri. FB., 29. okt. I morgun áður en kensla skylcli hefjast i gagníræðaskólanum, kom dómsmálaráðherrann pangaö og færði skólastjóranum bréf það, sem hér fer á eftir, og var þaö lesið upp hátiðlega að viðstödd- um tiilum kennurum og nemend- um skólans: ..Dóms- og kirkju-máláráðuneytiö. Reykjavfk, 25. október 1927. A fundi 22. okt. s. I. hefir ráöu-. neytið ákveöið, tiö gagnfræðaskói- inn á Akurcyri skuli hér eftir hafa heimild til þess ab halda uppi lærdómsdeild eftir sömu reglum og gilda um lærdómsdeild Mentaskólans samkvæmt reglu- gerð fró 1908 með tveimur minni hát.ar brey ingum vlðvlkjandi ald- urstakmarki og sumarleyfi..Skal þessi deild hafa rétt til þess aö útskrifa stúdenta, og fari próf þeirra, þar til öðru vísi veröur ákveðið með lðgum, að öllu fram eftir ákvæðum gildandi prófreglu- gerða máladeildar Mentaskólansj enda veiti allan sama rétt. * Áöur en að prófi kemur næsta vor mun ráöuneytið gela út reglu- gerð handa gagnfræðaskólanum vegna þessarar áðumeíndu breyt- ingar." Skipafréttlr „öðinn" kom i gær frá Kaup- mannahöfn með 24' farþega. Einn þeirra var dr. Guðbrandur Jóns- son. „Alexandrína drotming" er væntanleg hingað kl. 11 —12 t kvöld. Hún fór frá IsBfirði kl. 9 i morgun. HJónaband. . Á laugardaginn voru gefin sam- an i hjónaband ólafia Guðjóns- dóttir og Skúli Tómasson, Lauga- vegi 76. Séra Friðrik HallgTims- son gifti þeu. Yflr Atlantshaf iJunker-flugvéi. Frá Berlin er simað: Þýzk Jun- ter-flugvél lagði af stað í gær til Ameriku. Flugvélin hóf för- ina i Ljssahon -og kemur við á Azore-eyjum. BM NÝJA BIO ■■ Varaskeifan gamanleíkur I 8 þáttum. Aðalhlutverk leika: Lanra La Plante og Elnar Hansson. Siftaita slnn i kvðld. Útvarplð i kvðld. • Kl. 7: Veðurskeyti. Kl. 7 og 10 mln.: Bamasögur. KJ. 7ya: Fiðlu- leikur (P. O. Bemburg). Kl. 8: Enska fyrir byrjendur (ungfrú Anna Bjamadóttir).

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.