Alþýðublaðið - 31.10.1987, Side 12

Alþýðublaðið - 31.10.1987, Side 12
12 Laugardagur 31. október 1987 SMÁFRÉTTIR Létt og Gott Út er komin nýr matreiðslu- klúbbur, er nefnist Létt og Gott. Aðalmarkmið klúbbsins er að gefa út hitaeininga- snauðar uppskriftir, sem hægt er að nota fyrir alla fjölskylduna þó að aðeins einn meðlimur hennar sé í megrun. Þær eru líka hentug- ar þeim er líka illa fitumikiII matur. Sendar eru út 30—35 uppskriftir mánaðarlega og í kaupbæti vegleg safnmappa. Klúbburinn er gefinn út af SÁ útgáfunni á Egilsstöðum en að baki útgáfunnar standa þau Svanfríður Hagvaag sem hefur um nokkurra ára bil skrifað um mat og Ásgeir Valdimarsson, framkvæmda- stjóri. Nýr blaðafull- trúi Flugleiða Bogi Ágústsson, aðstoðar- framkvæmdarstjóri Útvarps- ins, hefur verið ráðinn blaða- fulltrúi Flugleiða frá og með 1. febrúar n.k. Bogi er fæddur 1952 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavik 1972. Eftir það lagði hann stund á sagnfræði við Há- skóla íslands, til ársins 1977. Hann starfaði sem frétta- maður á fréttastofu Sjón- varpsins á árunum 1977—86. Lengst af viö erlendar fréttir og síðustu tvö árin sem fréttamaður Sjónvarpsins í Kaupmannahöfn. Bogi er kvæntur Jónínu Maríu Krist- jánsdóttur kennara og eiga þau tvö börn. Þjóðfræðinga- rannsóknir Þjóðfræðifélagið heldur fund mánudaginn 2. nóvem- ber, kl. 20. I stofu 308 ! Arna- garði við Suðurgötu. Aðalefni fundarins er umræða um þjóðfræðirannsóknir. Elsa Guðjohnsen og Hallgerður Gísladóttir munu greina frá ráðstefnum er þær sátu í sumar um þjóðfræðirann- sóknir er varða textíla og mataræði. Scandinavia Today Menningarkynningin Scandinavia Today hófst í Japan, 17. september sl. er forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, opnaði fyrstu listsýningu kynningarinnar í borginni Toyama. í nóvember flyst kynningin til höfuðborg- arinnar, Tokýó. Fjölmargir islenskir lista- menn eiga verk, sem verða ýmist sýnd eða flutt, á kynn- ingunni. Á þrem stórum list- sýningum, nytjalistsýningu, listhönnunarsýningu og myndlistarsýningu eiga um 25 íslenskir listamenn verk. Á kvikmyndahátíð verður sýnd kvikmyndin „Útlaginn" eftir Ágúst Guðmundsson. Á kynningum á norrænni nú- tímatónlist verða leikin verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Áskel Másson, Karólínu Ei- ríksdóttur, Þorstein Hauks- son og Þorkel Sigurbjörns- son. Einar Jóhannesson, klarinettuleikari, verður þátt- takandi af íslands hálfu. Á hátiðartónleikum Menningar- kynningarinnar verður einnig flutt verk eftir íslending, það er „Choralis" eftir Jón Nor- dal. Á bókmenntakynningu verður gefið út norrænt smá- sagnasafn.með sögum eftir Svövu Jakobsdóttur, Halldór Laxness og Guðberg Bergs- son og i miðjum þessum mánuði verður síðan opnuð, í Tókýó sýning á keramikverk- um eftir Kristinu ísleifsdótt- ur. Ef-s*í©-er þá útvegum viðþgr verðbréfamarkað með lægri vöxtum Allar upplýsingar veita ráðgjafar okkar í verðbréfaviðskiptum. KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar • sími 68 69 88 Nýtt tékkhefti fyrir Einkareikning Landsbankans Einkareikningur er nýr og betri tékkareikningur, sem er eingöngu ætlaður einstaklingum. Yegamátaúhbú f 0127 Bonht Bnkareikrtingwrtr.. Gttíðili,gegn , ■; tókkaþeetum_ l mrnr:____ ft9yt'j8vik_ BAK rrrm TOlVULETUR-paáermpg iríáaní. a&hérlynrneáan sjátsi hyorki skríft né sUmpiun. 2223029+ 10< 01272ó> ffn aeykj&vn SuwStl-ITTm ■ Allir þeir sem taka við tékka sem greiðslu eru minntir á að ábyrgð bankans er þvi aðeins gild að viðtakandi skrái bankakortsnúmer greið- anda - ekki nafnnúmer. Þetta eru tékkhefti og eyðublað fyrir Einkareikning Landsbanka íslands. Verslunarfólki og bankastarfsmönnum er sérstaklega bent á að héðan í frá má eiga von á þessum nýju tékkaeyðublöðum í umferð. Eldri tékkaeyðublöð Landsbankans eru áfram í fullu gildi. Landsbanki 1 íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.