Alþýðublaðið - 31.10.1987, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 31.10.1987, Qupperneq 14
14 Laugardagur 31. október 1987 ALÞÝÐUBLAÐIÐ AÐ TJALDABAKISTJÖRNUSTRÍÐSINS Ingólfur Margeirsson skrifar Livermore — rannsóknarstofurnar: 4. grein VÍSINDAMENNIRNIR Geimvarnaráœtlun Bandaríkjanna — SDI (Strategic Defense Initiative), oft nefnd Stjörnu- stríð Reagans forseta, er og verður ein umdeild- asta hernaðarákvörðun Bandaríkjanna á síðari árum og hefur valdið miklum usla íalþjóðlegum stjórnmálum. Nýverið ferðaðist ritstjóri Al- þýðublaðsins um þver og endilöng Bandaríkin, heimsótti helstu staði sem tengjast áœtluninni og rœddi við ráðamenn, vísindamenn og vopna- framleiðendur. Þrjár fyrri greinar birtust laug- ardagana 10. okt., 17. okt. og 24. okt. Livermore, Kaliforníu (Alþýðublaðið) Hitinn er óbœrilegur þótt komið sé haust. Við höfum ekið lengi morguns gegnum sólsviðna dal- ina suðaustur af San Fransisco uns við komum að smábœnum Livermore sem eitt sinn lifði syfjulegu lífi á því að rœkta nautgripi. / dag er Livermore miðstöð rannsókna á kjarn- orkuvopnum í Bandaríkjunum. Livermore-rann- sóknarstofurnar þekja aðeins rúma fermílu; en inn- an hennar býr og starfar eitt fremsta vísindaþjóð- félag heims, sem leggur alla þekkingu sína og reynslu í að hanna, framleiða og endurbæta kjarn- orkuvopn. Og það var hér, í sólbökuðu eyðilendi Kaliforníu, sem geimvopnin urðu til. Hér hófst stjörnustríðið. Livermore-rannsóknastof- anna er vandlega gætt af vopnuðum vörðum. Við fáum afhentainngöngupassana okkar ásamt litlum málmbút sem hengdur er á okkur. Hann á að mæla geislavirkni ef eitthvað fer úrskeiðis með- an á heimsókn okkar stendur. Segulbönd og Ijósmyndavél- ar eru teknar af okkur. Fyllstu varúðarráðstafana er gætt í hvívetna. Vopnaðir verðir á fjórskiptu svæði Svæðinu er skipt í fernt út frá öryggissjónarmiðum. Það er hvita svæðið sem er ekki undir eftirliti enda utan girð- ingar. Það er rauða svæðið sem er innan girðingar og undir eftirliti; eins konar iðn- aöarhverfi og þar eru engin leyndarmál falin. Ljósgræna hverfið er hins vegar leyni- legra og þar fara fram ýmsar rannsóknir sem eru leynileg- ar. Dökkgræna svæðið er stranglega lokað fyrir öllum nema þeim einum sem þar vinna. Þar er fengist við til- raunir sem eru hernaðar- leyndarmál. Stæðilegir verðir, vopnaðir bak og fyrir eru við hlið hvers svæðis. Þetta er lokaöur og ein- angraður heimur. En hvernig varð hann til? Teller og bomban Saga Livermore-rannsókna- stofanna hófst I strlðinu. Edward Teller, einn vlsinda- mannanna sem unnu að til- raunum við gerð kjarnorku- sprengju I Los Alamos-til- raunastofunum I Nevadaeyði- mörkinni, vildi óður og upp- vægur byggja vetnissprengju. Að lokinni heimsstyrjöld og eftir að sprengjunni hafði ver- ið varpað á Hírósíma, dró úr áhuga Bandaríkjamanna að hraða sér I byggingu vetnis- sprengju. Teller gafst þó ekki upp og beitti þrýstingi við stjórnmálamenn og yfirmenn í hernum og að lokum fékk hann sitt ( gegn; að láta reisa aðra tilraunastöð sem keppti við Los Alamos-rannsókna- stöðina. Árið 1952 var gömlum æf- ingarbúðum sjóhersins í Livermore í Kaliforniu breytt í rannsóknastofur með sam- vinnu við Kaliforníuháskóla. Teller sem hafði reyndar bitið af sér marga vini sína og samstarfsmenn með því að vitna gegn Oppenheimer (föður vetnissprengjunnar) I McCarthy - réttarhöldunum, hóf nú ótrauður það starf að veiða unga vísindamenn um öll Bandarlkin. Hugmyndin var sú að búa ungum vlsinda- mönnum og háskólanemum sem sköruðu framúr I ýmsum vísindagreinum frábær starfsskilyrði og nýta sam- tlmis þekkingu þeirratil upp- byggingar kjarnorkuvopna I kapphlaupinu miklavið Rússa. Teller fékk stuðning ráðandi manna á þessum tíma til verksins, eins og Nixon, sem þá var varaforseti Bandarlkjanna og Nelson Rockerfeller. Ronald Reagan bættist slðar við þennan lista eöa 1960 þegar hann varö fylkisstjóri I Kalifornlu. Veiðar á vísindamönnum Veiðar á vlsindamönnum hófust fyrir alvöru eftir að Hertz-stofnunin (sjóður rek- inn á vegum Hertz-bílaleig- unnar) veitti stórum fjárfúlg- um I leitina, enda sat Teller sjálfur I stjórn sjóðsins. Gerum langt mál stutt: Á 30 árum urðu Livermore-rann- sóknarstofurnar heimsfrægar fyrir þróun kjarnorkuvopna. Um 1970 tók ungur maður við af Teller sem veiðimaður ungra vlsindamanna. Sá heit- ir Lowell Wood. Hann náði I unga vísindamenn eins og Peter Hagelstein, Tom Weaver, Larry West, Bruce McWilliams, Tom McWillams og Curt Widdoes. Stjörnustríðs- strákarnir Þetta voru allt strákar und- ir þrítugu en áttu það sam- eiginlegt að skara fram úr I háskólum. Þeir höfðu engan sérstakan áhuga á kjarnorku- vopnum og margir reyndar fráhverfir sllkum vopnum. En það heillaði þá að fá tak- markaðan aðgang að tækjum og peningum til að halda rannsóknum slnum áfram á sínu sérsviði; rannsóknum sem höfðu gengið hægt vegna fjárskorts háskólanna. Þegar Lowell kom með sín kostaboö, ypptu flestallir öxl- um og sögðu: Þvl ekki? Lowell var ennfremur eins konar faðir strákanna. Sjálfur er hann aðeins rúmlega fert- ugur og þar að auki vlsinda- maður sem talaði þeirra tungumál. Og hér, I sól- brenndum dal, voru ungu snillingarnir lokaðir inni með tækin sln, kókdollur og rokk- músík. Og árangurinn lét ekki standa á sér. Á örfáum árum höfðu strákarnir fundið upp bylting- arkenndar aðferðir I vopna- framleiöslu. Tölvustrákarnir gerðu tilraunir með og fram- leiddu tölvur sem aftur fram-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.