Alþýðublaðið - 31.10.1987, Page 16

Alþýðublaðið - 31.10.1987, Page 16
16 Laugardagur 31. október 1987 geta veitt. Þarna er ennfrem- ur samfélag útvalinna sem hvetur einstaklingana inn- byröis til árangurs í rann- sóknum. Þaö er því hvorki tími né staður til að fá móral; enda fari rannsóknir vfsinda- mannanna að ganga vel, verða þeir helteknir af árangr- inum í sinu fagi. Aðeins eitt skot Johnson útskýrir starf deildarinnar fyrir okkur og hann lýsir einstökum vopn- um i smáatriðum. Aðalvand- ann telur hann vera eldflaug- arnar: „Þær eru ekki nógu stórar og sterkar til að lyfta þeim tækjum sem þarf að koma út I geiminn ef byggja á geimvarnarkerfið upp. Gróf- lega þarf slík flaug að geta lyft rúmum 2 tonnum. Slík flaug er ekki til í dag. Við verðum einnig að geta skotið vopnum hraðar á loft en við getum I dag. Það væri kannski hægt að flytja skot- pallana til Alaska til að ná hraðar upp.“ Johnson dregur því eftirfar- andi ályktun: „Best er að hafa sem flest geimvarnar- vopnin á jörðu niðri. Til dæm- is 100 færanlegar leysigeisla- byssur. En séu vopnin út í geimnum, sem sum verða óneitanlega að vera staðsett, er best að hafa þau eins hátt uppi og hægt er vegna bugð- unnar á hnettinum. Hins veg- ar verðum við að muna að leysigeislabyssur geta ekki hafið skothrið. Þær skjóta að- eins einu skoti sem verður að hitta. Og það verður ekki hægt að gangsetja röntgen- leysibyssuna nema með kjarnorku. Það þýðir að ef hún á að komast i gagnið verðum við að gera a.m.k. 10 kjarnorkusprengingar í til- raunaskyni." Ský otfönmír vandamál |^Það er komið hádegi. Við ^pngum yfir í matskálann. Hitinn er aðeins bærilegri þar inni. Salurinn er stór, með mörgum borðum, hann er I Ijósum litum og bergmál- ar af diskaglamri og samræð- um. Eftir matinn er okkur ek- ið enn innar í svæðið, gegn- um nýjar girðingar og fram- hjá nýjum vöröum sem at- huga passa okkar. Við erum nú staddir á svæði leyndar- mála og fáum því aðeins að hreyfa okkur eftir gefnum fyr- irmælum. Hér hitti ég Samuel F. Eccles, sterklegan, grannan mann um fimmtugt. Hann er gráhærður, broshress, sól- brenndur og í Ijósum jakka. Eccles er eðlisfræðingur og einn vísindamannanna að baki elektrónuleysi byssunn- ar (Free Electron Laser), tækni sem byggir á að elektrónískum geisla er um- breytt í leysigeisla. Leysi- geislinn er innan rófs sjáan- legs Ijóss og leysigeislinn sendur á sjáanlegum Ijósöld- um. Eccles útskýrir mátt elektrónuleysibyssunnar: „Leysigeisli ferðast með hraða Ijóssins. Hugmyndin er að skjóta geislanum í eld- flaugar óvinarins áður en kjarnaoddarnir leysast úr læöingi. Geislinn brennur sig inn í yfirborð flaugarinnar og sendir sjokköldur inn I vopn- ið og eyðileggur það. Þetta er draumurinn. Hvort það virkar I dag, veit enginn. Hins vegar verður leysigeislinn að ferð- ast gegnum skýlausan himin. Þar af leiðandi þyrfti að byggja slíkar leysigeislabyss- ur á 7 eða 8 mismunandi stöðum ájörðu niöri, til aö tryggja að ekki sé skýjað á öllum stöðum ef kjarnorku- árás yrði gerð. En vandamálin eru fleiri. Það þarf mikla orku til að skjóta með leysigeisla- byssu. Heila kjarnorkustöð." Tœknimaður vinnur við hluta af samstœðu sem framleiðir rafeindageisla i leysigeislavopn. Myndin er tekin í Livermore — rannsóknastofunum. Michael Ross blaðafulltrúi Livermore: „l'að kostar á bilinu 10—50 milijónir dollara aö sprengja eina kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. “ Aö skjóta uppsafnaðri orku Tilraunir með geislatækni og geislabyssur nær aldar- fjórðung aftur í tímann. Fyrir 15 árum kom skriður á til- raunirnar og nú eru menn langt komnir með að leysa fyrri vandamál eins og að halda geisla stöðugum sem skotið er órafjarlægðir. Geim- varnaráætlunin er stærsta verkefni sem leysigeisladeild- in hjá Livermore hefur fengið. Eitt þeirra vopna sem eru I þróun er rafeindabyssan sem sendir rafeindir eða elektrón- ur gegnum hvaða efni sem er. „Rafeindirnar fara í gegn- um allt,“ segir Eccles. „Þetta er gífurleg uppsöfnuð orka sem skotið er á ákveðið skot- mark og sprengir það í tætlur þegar orkan leysist úr læð- ingi við að hitta hlutinn. Ég get ekki sagt þér hvað við getum skotið rafeindum langt. Það er hernaðarleynd- armál. En við erum núna að smfða rafeindabyssu sem er um 500 metra að lengd. Og við erum einnig að framleiða eina minni." Aðspurður hvort slík frarrtleiðsla brjóti ekki í bága við gagnflaugasamning stórveldanna, svarar Eccles að þetta sé „taktískt" vopn ekki geimvarnarvopn. Við göngum nið jr í til- raunasal þar sem rafeinda- leysirinn er I byggingu. Eccles útskýrir I fræðilegu máli hvernig eðlisfræðin er hugsuð og hvernig vopnið virkar. „Það er hvergi til slíkur leysir I heiminum í dag,“ seg- ir Eccles með dálítlu stolti. Við höfum gert tilraunir með lágorkuleysibyssum og skot- ið geisla frá Hawaii upp í geimskutluna einu sinni. Há- orkuskot er hins vegar annar hlutur. Það hitar andrúmsloft- iö á 9 mismunandi vegu og eyðileggur fyrir næsta skoti. Þetta er eitt þeirra vandamála sem við verðum að leysa. Þess vegna verðum við að gera nýjar tilraunir og þess vegna verðum við að byggja stóran leysi.“ Við virðum fyrir okkur þetta framtíðarvopn sem er í tilraunabyggingu í æðstu rannsóknarstofum banda- rískra vísindamanna sem fást við tilraunir og framleiðslu á kjarnorku- og leysigeisla- vopnum. Þegar við komum aftur út í sólina og hitann, spyr ég Eccles hvenær raf- eindaleysinn og önnur geim- varnarvopn verði tilbúin til framleiðslu. „Það er erfitt að segja,“ svarar hann og brosir framan í sólina. „Áætlunin gerir ráð fyrir 1990—1991. Nær væri að áætla 1994—95. Stjórnmála- mennirnir og hershöfðingj- arnir vilja að við leysum öll tæknivandamál en vilja ekki láta okkur fá neina peninga f rannsóknimar." Þegar við kveðjum vísinda- mennina og ökum frá Liver- more með gulbrenndar hæðir á báða bóga, er degi tekið að halla. Bráðum hellist svöl og heiðskír Kaliforníunóttin með óendanlegan stjörnuhimin yf- ir okkur. Enn er þessi stjörnuhiminn óvopnaður. <AJ<» LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR VH Leikritasamkeppni í tilefni af opnun Borgarleikhúss efnir Leikfélag Reykjavíkurtil leikritasamkeppni. Fresturtil að skila inn leikritum er til 31. október 1988 og mun dóm- nefnd skila úrskuröi sínum 15. janúar 1989. Dóm- nefndina skipa Hallmar Sigurðsson, leikhússtjóri, Hafliöi Arngrímsson tilnefndur af Rithöfundasam- bandi íslands og Sigríöur Hagalín, leikari. Samkeppnin er tvíþætt, þar sem annars vegar verða veitt verðlaun fyrir barnaleikrit og hins vegar leikrit sem ekki er bundið því skilyrði. Verðlaunaupphæð nemur samtals kr. 1.000.000, og er upphæðin bundin lánskjaravísitölu nóvember- mánaðar 1987, 1841 stig. Veitt verða ein fyrstu verð- laun I hvorum flokki, ekki lægri en kr. 300.000 hver, en að öðru leyti hefur dómnefnd frjálsar hendur um skiptingu verðlauna. Verðlaun eru óháð höfundar- launum ef verkin verða valin til flutnings hjáfélaginu og áskilur Leikfélag Reykjavíkur sér forgang að flutningsrétti á öllum innsendum verkum í sam- keppnina. Leikritum skal skila með dulnefni eða kenni og skal fylgja lokað umslag merkt sama dulnefni eða kenni með réttu nafni höfundar. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Frumkvöðull fullorðinsfræðslu Öldungadeild M.H. var stofnuð 1972 og síðan þá hafa þús- undirkarlaog kvennastundað þarnám og nokkurhundruð lokið stúdentsprófi. Þarft þú að rifja upp, bæta við eða hefja nýtt nám? í Öldungadeild M.H. býðst nemendum, 20 ára og eldri, menntaskólanám á 6 brautum. Kennarar skólans eru vel þjálfað og menntað starfslið sem tryggir gæði náms og kennslu. Þú getur stundað nám í mörgum greinum eða fáum eftir því sem þér hentar. Þú getur lært: Tungumál: Raungreinar: Félagsgreinar: Ensku Stærðfræði Félagsfræði Dönsku Eðlisfræði Mannfræði Þýsku Efnafræði Stjórnmálafr. Frönsku Líffræði Hagfræði Spænsku Jarðfræði Sálfræði ítölsku Sögu Latínu Listfræði Rússnesku Esperanto Auk þess er í boöi fjölbreytt nám i tölvunotkun, Dæoi grunnnám og fyrir lengra komna: forritun, ritvinnsla, MULTIPLAN og DBASE III + (P.C. og BBC tölvur). í boði er nám í íslensku: ritþjálfun og bókmenntalestur, al- mennar bókmenntir, heimspeki, trúfræði o.m.fl. Er þetta eitthvað fyrir þig? Ef svo er þá er innritun nýnema og valkönnun fyrir vorönn 1988 dagana 2. til 5. nóv. kl. 17-19. Innritunargjald er kr. 1000. Kennslugjald, sem greiðist f upphafi vorannar, er kr. 4.800. Fyrirþað getur þú stundað nám í eins mörgum greinum og við verðum komið. Rektor. Rafeindavirkjar óskast Flugmálastjórn óskar eftir að ráða 2 rafeindavirkja eða starfskrafta með sambærilega menntun í 2 stöð- ur eftirlitsmanna flugöryggistækja hjá radíódeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur mega gera ráð fyrir að sækja nám- skeið erlendis í meðferð flugleiðsögu- og fjarskipta- tækja. Allar nánari upplýsingar um starfið má fá hjá deildarstjóra radíódeildar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 13. nóvember 1987.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.