Alþýðublaðið - 31.10.1987, Side 18

Alþýðublaðið - 31.10.1987, Side 18
18 Laugardagur 31. október 1987 ÍÞRÓTTIR Umsjón: Halldór Halldórsson GÓLF: ULFAR M I JÓNSSON BYRJAR BANDARÍKJUNUM Úlfar Jónsson er þaö nafn sem ber hæst í gólfiþróttinni á íslandi um þessar mundir. Hann sigraði meö miklum yf- irburðum á íslandsmótinu sem fram fór á Akureyri í sumar og er það mál manna, sem til þekkja að hann sé eitt mesta efni í stórleikara sem komið hefur fram á ís- landi. Afrek Úlfars hafa náð út fyrir landsteinana þvi á Evrópumóti unglinga i Aber- deen i fyrra, sem kennt er við hinn fræga golfleikara Dog Sanders, lenti hann i öðru sæti en leiddi eftir fyrsta dag, fór þá hringinn á 66 höggum, en Kinks Links völl- urinn i Aberdeen er par 71. í miðri þeirri keppni kom Dog Sanders til Úlfars og bauð honum til skólavistar í Houston Bablist University. Aö áliti hans vakti Úlfar mesta athygli allra keppenda. Drengurinn sló til og hélt út til Bandaríkjanna nokkru eftir íslandsmótið og hefur dvalið þar í góðu yfirlæti síðan, en boðið hljóðar upp á 3-4 ára nám, og nemur Úlfar mark- aðsfræði. Þetta er mikill heiður fyrir hinn 19 ára ungling og gullið tækifæri fyrir hann til að ná langt í þessari erfiðu íþrótt, en Ulfar á sér markmið en þaö er að verða atvinnumað- ur í greininni. Vonandi tekst honum að ná því takmarki sem alla góða golfleikara dreymir um, en fáir útvaldir ná. Úlfar hefur allt til að bera sem prýðir góðan golfleikara, skapgerð og skilning á leikn- um samfara einbeitingu við það sem hann er að kljást við hverju sinni. Rólyndi og prúð- mennska hefur ekki hvað síst prý'tt þennan unga snilling. Uifar er Hafnfirðingur og félagi i Golfklúbbi Keilis. For- eldrar hans, hjónin Ragnhild- ur Jónsdóttir og Jón Hall- dórsson hafa bæði stundaö mikið golf um dagana og kynntist Úlfar þvl snemma Iþróttinni. Til marks um þaö má nefna að 12 ára var hann þegar oröinn meistaraflokks- maöur með 10 I forgjöf. Alþýöublaöiö aflaöi sér frétta af Úlfari ytra, meö góðri aðstoö foreldra hans. Hann hafði þetta helst aö segja: Líkar vel „Það eru glfurleg viöbrigöi hér frá því sem er heima. Fyrstu vikurnar voru miklir hitar, um og yfir 40 stig, en hefur hrapað niöur I 25-30 stig og er þaö miklu þolan- legra, annars venst þetta. Annars verður maður aö byrja eiginlega upp á nýtt vegna þess hvaö vellirnir eru ofsalega haröir. Höggin hafa gengið ágætlega en vanda- máliö eru flatirnar. Þær eru mjög harðar og breytilegar grastegundir á hinum ýmsu völlum. Þetta veldur vissum erfiöleikum, en ætti að vera auðvelt að yfirvinna meö tlm- anum, ekki slst fyrir það að þjálfarinn sem er hreint frá- bær er með okkur alla daga úti á velli sem er steinsnar frá skólanum. Komst strax í liðið Þaö hafa veriö tvö æfinga- mót til þessa og komst ég strax I skólaliðið. Ég komst inn vegna þess að bandarísk- ur strákur sem hafði slegið slöku við námið varð að víkja. Skólaliðið er skipað 6 leik- mönnum og er ég yngsti leik- maður Houston skólans. Fyrra æfingamótið var I Louisiana-fylki og voru 12 þátttökulið. Ég hafnaði um miðju lék á 75, 78 og 73 höggum (par 72), en þaö eru alltaf leiknir 3 hringir. Ég er tiltölulega ánægður með þá frammistööu I minni fyrstu keppni. I byrjun október tókum við svo þátt I 24 liða móti í Los Angeles og varð liðið I 6. sæti. Ég lenti I svolitlum erf- iðleikum þarna vegna þess hversu brautirnar voru þröng- ar, lék á 76, 81 og 78 höggum (par 72). í báðum þessum mótum varð ég i 4. sæti í mínu liði, og er ég mjög ánægður með það á þessu stigi, og aö öllum llkindum búinn að vinna mér fast sæti I liðinu. Næsta æfingamót verður I Austin I Texas. Bandaríska skólakeppnin hefst slðan I janúar og stend- ur fram I maí. Á slðasta keppnisári var Houston Bab|- ist Úniversity meðal 20 bestu. Þetta á að skila sér Það er ekki nokkur vafi á þvi að dvöl min hér skilar bættum árangri. Ég býst við að framfarirnar komi hægt og slgandi. Ég er ekkert óþolin- móður. Maður bara reynir að gera sitt besta hverju sinni, öðru vfsi hefst það ekki. Þetta er bara rétt að byrja og ég er fullur bjartsýni." Úlfar getur svo sannarlega verið bjartsýnn á framhaldið. Að vinna sér fast sæti I skólaliðinu og ájafn stuttum tlma er ótrúlegur árangur, sem aöeins er á færi þeirra hörðustu, þvl samkeppnin I liöið er mjög hörð að sögn hans. Alþýöublaöiö mun fylgjast náiö með framvindu mála er fram llða stundir og óskar honum velfarnaðar bæði við námið og I gólf fþróttinni. ÞANNIG LÍTUR SVEIFLAN ÚT HJÁ ÚLFARI Þessi myndaseria var tekin af Úlfari JÓnssyni úti á gólfvelli Keilis skömmu fyrir Bandarikjaferóina. Hann er hér að slá inn á flöt. Færiö var um 100 metrarog viti menn kúlan hafnaöi sirka metra frá holu. „Gólfiö er Ieikiö90% með höföinu," sagði Ulfar um leiö og hann rölti í átt að flötinni. „Þaö kemur margt til greina i þvi sarnbandi — til dæmis þarf einbeiting- in að vera góð. Hafi illa tekist til í brautinni á undan, er þaö best gleymt og grafið — en beita huganum pð því sem á aö gera hverju sinni."

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.