Alþýðublaðið - 31.10.1987, Side 20

Alþýðublaðið - 31.10.1987, Side 20
20 Laugardagur 31. október 1987 K VIKMYNDIR Umsjón: Ingibjörg Arnadóttir Metal Jacket) tr jafn miskunn s þekkta leik- myndageröar Það hófst með Ijósmynd af grátandi blaðasala, sem stóð fyrir framan fréttatilkynningu á húsvegg. Það var fréttin um dauða Roosevelt forseta Bandarikjanna. Þegar Kubrick var 13 ára, gaf faöir hans honum ódýra kassamyndavél. Þeirfeögar voru miklir áhugamenn um Ijósmyndun, þó litið væri um peninga ( Bronx, fátækra- hverfi í New York. Faðirinn var kennari, en heitasta áhugamál hans var Ijósmynd- un. Það var tómstundastarf sem sonurinn hafði líka geysilegan áhuga á. Þegar hann var 17 ára, varð hann Ijósmyndari hjá hinu þekkta tímariti Look, og það var ein- mitt myndin af grátandi blaðasalanum, sem kom því til leiðar. Vitlaus í lifandi myndir Hinn ungi Stanley Kubrick var vitlaus í myndir, sérstak- lega lifandi myndir. Hann langaöi að gera kvikmynd og þegar hann var 22 ára, sagði hann skilið við sína góðu at- vinnu, sem Ijósmyndari hjá Look. Honum tókst að skrapa saman einhverjum peningum, framleiddi síöan og stjórnaði fyrstu stuttu kvikmyndinni (heimildarmynd). Þremur ár- um seinna var hann tilbúinn í slaginn um leiknar kvikmynd- ir. Kubrick skrifaði kvik- myndahandritið, var kvik- myndatökumaður, stjórnandi og klippari. Þetta var árið 1953 og myndin hét „Ótti og ágirnd. Næsta mynd hans var „Koss morðingjans," og var eftir svipaðri uppskrift, dæmigerðar B-klassa kvik- myndir. Á þessum tíma voru B-klassa myndir sýndar á undan aðalmyndinni, þannig gekk það fyrir sig i USA. Gestum kvikmyndahúsanna var oftast boðið upp á tvær kvikmyndir í einu. Aðalkvik- myndin (A-klassi) var til þess að horfa á, en á meðan B- klassa myndin var sýnd, fengu menn sér popp-corn, hamborgara og höfðu það svo huggulegt í baksæti bíls- ins í bilakvikmyndahúsinu (Drive In movie). Kubrick kærði sig kollóttan um A og B klassa. Hann vildi segja söguna, og þá eigin sögu. Þannig hefur það verið síðan. Kostnaðurvið kvikmyndagerð hans hefur margfaldast. Nú hafa risastórar „stórmyndir" leyst svart-hvitu B-klassa- myndirnar af hólmi. Skraut- legar myndir á borð við „Barry Lyndon“ og „Geimferð- in árið 2001.“ Kubrick er löngu hættur að vera allt í öllu í kvikmynda- gerðinni, en samt sem áður eru fingraför hans á hverju smáatriði. Hann hlaut heimsfrægð fyrir myndina „Paths of glory,“ sem hann gerði árið 1957. Hún fjallaði um spill- ingu innan hersins, og eftir að Kubrick gerði þá mynd, var hann talinn með allra efnilegustu leikstjórum. Kvik- myndin var lofuð upp í há- stert af gagnrýnendum en þvi miður, gestir kvikmyndahús- anna létu sig vanta. Þó Kubr- ick fengi heiðurinn, lá við að hann yrði gjaldþrota, þar sem hann hafði veðsett hús sitt og eignir, til að fjármagna gerð myndarinnar. Ágóði af aðsókn brást algjörlega. Barátta við sjónvarpið í næstu tvö ár, gekk þessi ungi, hæfileikaríki maðurat- vinnulaus. Þá skeði það, að Anthony Mann sem vann sem leikstjóri við upptöku stórmyndarinnar „Spart- acus,“ hætti og Stanley Kubrick tók við. Tókst honum að gera afburðagóða mynd um þrælinn Spartakus. Kvik- myndinni var ætlað að keppa við sjónvarpsskjáinn, sem var orðinn kvikmyndagerð þung- ur í skauti á árunum kringum 1960. „Spartacus," naut mikillar aðsóknar kvikmyndaunn- enda, en Kubrick var búinn að fá nóg af framleiðslukerfi kvikmynda í Bandaríkjunum. Hina alit að því sjúklegu af- skiptasemi og íhlutun fram- leiðenda gat hann ekki unað við. Hin munaðarfulla skáld- saga Nabokov „Lolita,“ sem fjallar um ást eldri manns á kórnungri stúlku var næsta viðfangsefni hans. Það voru margir efins um, að „sexual" skáldsaga væri viðfangsefni fyrir Kubrick, en annað kom í Ijós. Kubrick tókst ákaflega vel til, hann dró fram sann- leikann í samfélaginu, af- klæddi kynlífshræsnina og náði fram niðurbældri kynóra stemmningu. í myndinni þurrkaði hann burt fordóma og gerði bók Nabokov að enn betri bók. Óhugnaður í kvikmyndinni „Dr. Strangelove,11 kemur kald- hæðni hans og svartur húm- or vel í Ijós og undirfyrirsögn myndarinnar, „How I learned to love the bomb,“ hittir í mark um innihald myndarinn- ar. í hinum mörgu hlutverkum PeterSellers í myndinni gæt- ir ógnar, óhugnaðar og mitt í afskræmingunni, (skaldrar al- vöru. Dr. Strangelove, geðbil- aður maður, sem ýtir á takka og eyðir jörðinni. Situr hann í Washington eða Moskva? Strangelove varð óhugnan- leg, en möguleg staðreynd og hæfileikar Kubrick sem leikstjóra urðu Ijósir heimin- um. Síðan kom „Geimferðin árið 2001,“ myndir, hreyfingar, litir og aðvörun um samfélag stjórnað af... ? Svartur húmor Lífssjónarmið Stanley Kubrick er ekki bjartsýnl, húmorinn er oft svartur. I kvikmyndinni „A Clockwork Orange," kemur berlega í Ijós, hvaða augum hann lítur þróun samfélagsins. Ofbeld- ishneigt, árásargjarnt, úrkynj- að og án raunverulegs rétt- lætis. Ofbeldi og grimmd hefur yfirhöndina, er dóms- dagssýn Kubrick. Það er kannski þessvegna, sem hann fór að dreyma um að gera undurfallega sögu- lega kvikmynd, og þá frá átj- ándu öld. Þremur árum seinna kom „Barry Lyndon." Fagurt mál- verk, um njósnarann, falsar- ann, vélarann, sem að lokum veðjar á skakkan hest I lífinu. í myndinni upplifum við gamla Ijósmyndarann Kubr- ick, fallegar táknrænar mynd- ir. Þaö tók Kubrick eitt ár að gera myndina, allar innitökur voru við kertaljós og sagt er að hann og 2000 statistar hafi beðið vikum saman eftir réttri birtu utandyra. Allt um það, er „Barry Lyndon" meist- araverk. Svo er það „Shining," þar sem Jack Nicholson leikur geðbilaðan rithöfund, furðu- saga um hugsanaflutning. Um morð sem á að fremja. Um tvo ókunna menn sem skipta um hugsanagang, á hættulegu plani. Nú, eftir að hafa gert 12 leiknar myndir, er Kubrick með nýjustu mynd sinni „Full Metal Jacket," kominn að Víetnamstríðinu, og bygg- ir hana á skáldsögu. „Ekki veit ég hvað fær mig til að gera sumar kvikmyndir rnínar," segir Kubrick ( viðtali við franska blaðið L’express. „Ég les bók og fæ áhuga á henni... það er ekki gott að segja, kannski á sama hátt og það er ekki gott að segja af hverju maöur giftist kon- unni sinni!“ Kannski við sjáum það bet- ur en hann sjálfur, af hverju hann velur þessa bók en ekki hina. Kubrick hefur yfirsýn, miskunnarlausa yfirsýn. Til- finningu fyrir framtíðinni sem getur valdið óróa i mönnum. Kubrick er ekkert óviðkom- andi. Ekki er hægt að krefj- ast öllu meira af listamanni. (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.