Alþýðublaðið - 07.11.1987, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.11.1987, Qupperneq 4
4 Laugardagur 7. nóvember 1987 FRETTASKYRING Jón Daníelsson skrifar ÚRSLITIN RÁÐAST Á HÁDEGI „/því skyni að drýgja tekjur starfsmanna Þjóðviljans, auka að- hald með bankakerfinu og efla almennt upplýs- ingastreymi í samfélag- inu skorar landsfundur- inn á þingflokk Alþýðu- bandalagsins að kjósa nœst blaðamenn Þjóð- viljans í bankaráð ríkis- bankanna.“ Á geysistjóru borði fyrir framan landsfundarsal Al- þýðubandalagsins í Gömlu rúgbrauðsgerðinni, liggur þessi tillaga fjölrituð innan um hauga af öðrum málum sem fyrir fundinum liggja. Alvaran undir niðri Stemningin á landsfundi Alþýðubandalagsins ( gær var ekki ósvipuð anda þess- arar tillögu. I forsalnum var stööugur straumur fólks. Nokkrir á þönum og virtist liggja mikið á hvort heldur þeir voru á leið inn í fundar- salinn til að stíga í ræðustól, eða þá kannski inn l eitthvert hliöarherbergi eða út í horn til að undirbúa næsta plott. Langflestir tóku hins vegar lífinu með ró þarna í forsaln- um, röbbuðu saman og gerðu að gamni sínu, en í bak- grunninum láómurinn úr ræðustólnum handans þils- ins. Létt kímni á yfirborðinu en stutt í alvöruna undir niðri og spennan í hámarki. Undanfarnar vikur hafa menn keppst við að spá I stöðuna, og í blöóum, útvarpi og sjónvarpi, hefur með reglubundnu millibili mátt sjá og heyra niðurstöður af vand- lega grunduðum vangaveltum nákvæmri talningu og flokk- un landsfundarfulltrúa. Al- þýðubandalagsmenn sjálfir hafa auðvitað verið iðnir viö þetta ekki síður en aðrir. í gær virtust menn komnir yfir þetta stig. Þar lögðu menn ekki lengur eyrun við nýjustu spám, heldur biðu úrslitanna. Svanur „blokkeraði“ Svavar Margir hafa lengst af verið vantrúaöir á að Svavar Gests- son myndi standa við þá ákvörðun sina að hætta for- mennsku. Svanur Kristjáns- son, slengdi fram þeirri kenn- ingu í fréttaskýringu I Þjóð- lífi, fyrr í haust að þegar á hólminn kæmi myndi Svavar láta til leiðast að halda áfram, til að koma f veg fyrir meiriháttar klofning í flokkn- um. Þegar Svanur setti þessa kenningu fram virtist hann ganga út frá því að þessi at- burðarás væri fyrirfram ákveðin. Svanur Kristjánsson, sagði sig sjálfur úr Alþýðubanda- laginu fyrir fáum árum, eftir allmargra ára dvöl og er þv( öllum hnútum kunnugur í flokknum. Kenningar hans ættu þvl að hafa nokkurt vægi. Það mun hins vegar nær sannleikanum að það sem vakti íyrir Svani með niðurlagsoröum fréttaskýr- ingarinnar; „Þetta mun ganga eftir“ hafi fremur verið að koma í veg fyrir þennan möguleika. „Svanur blokker- aði Svavar", meö þessari grein, eins og einn viðmæl- enda minna komst að orði í gær. Kosningunni verður ekki aflýst Hvort sem grein Svans Kristjánssonar, kann að nata haft einhver áhrif á gang mála, eða ekki, þá virtust í gær engar líkur til annars, en af kosningunni yrði. Lands- fundarfulltrúarnir eru undir það búnir að taka ákvörðun um næsta formann flokksins, og einhverskonar málamiðlun á siðustu stundu, virtist ekki likleg til að fá hljómgrunn. Hver vinnur? Þótt landsfundarfulltrúar virtust í gær hafa takmarkað- an áhuga fyrir spádómum, en biðu úrslitanna sjálfra með þeim mun meiri eftirvænt- ingu, virtist sú tilfinning ráð- andi að Ólafur Ragnar væri ívið sigurstranglegri. Þetta markaðist kannski helst af því að fylgismenn hans virt- ust ivið léttstígri og bros- mildari. Væru spurðir var þó enga sigurvissu að finna í svörum þeirra. Fylgismenn Sigríðar voru alvörugefnari á svipinn, en kváðust vona hið besta. Ef hægt er að draga álykt- anir um niðurstöður kosn- inga af andlitssvip og radd- blæ nokkurra kjósenda þá er trúlegt aö Ólafur Ragnar varimsson veroi Kjorinn ror- maöur Alþýðubandalagsins um hádegisbilið f dag með tiltölulega litlum atkvæða- mun. Bollaleggingar af slíkur tagi eru þó auðvitað meira en hæpnar og allmargir virtust þeirrar skoðunar í gær að úr- slitin myndu ráðast á lands- fundinum í þeirri merkingu að þeir fulltrúar sem ekki voru búnir að ákveða sig fyrir fund, myndu ráða úrslitum. Felstir munu í raun sammála um að sá hópur sem fyrir- fi'am var ákveðinn í að styðja Ólaf Ragnar, sé heldur stærri en samsvarandi kjarni kring- um Sigríði. Á hinn bóginn hafa menn haft á tilfinning unni að straumur hinna ó- ákveðnu hafi fremur legið til Sigríðar undanfarna daga. Sumir tala um að flokksholl- ustan muni gera útslagið og tryggja Sigríði titilinn um há- degisbilið. En eiginlega er þetta eins og best verður á kostið. Auð- vitað er ekkert gaman aö kosningum þegar allir vita fyrirfram hver úrslitin verða. Eða er ekki svo?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.