Alþýðublaðið - 07.11.1987, Page 8
8
Laugardagur 7. nóvember 1987
sjálfur. Þaö á skilyröislaust
aö sjá til þess að það séu til
leiguibúðir — til þess að láta
þeim I té sem geta ekki stað-
ið undir fbúðakaupum.
Við verðum að viðurkenna
þessa staðreynd. Það er mikil
niðurlæging i því fyrir unga
fjölskyldu i dag að fá stefnur
frá fógeta í hverri viku. Fjöl-
skyldur eru í baklás.
Auðvitað er það brjálæði ef
það er búið að selja þér íbúð
og verðbólgan þýtur upp og
lánin komin upp fyrir verð-
mæti hússins. Ég held að tíð-
ir hjónaskilnaðir séu einung-
is út af þessu ástandi í hús-
næðismálum.
Það er hringt í mig daglega
af fasteignasölum og öðrum
og mér boðið að kaupa eignir
þessa og hins til þess að
bjarga undan hamrinum.
Menn komast upp með að
starta einhverju sem ekki er
glóra í: Þeir leggja íbúðina
sina að veði, fá uppáskriftir
frá fjölskyldum sínum...
síðan siglir allt i strand í
rekstrinum og fleiri íbúðir
tapast í fyrirfram vonlausum
rekstri."
Er þetta þá annað frelsi en
þú vilt?
Ólafur hugsar sig um.
„Jú, er það ekki? Auðvitað
eiga allir að eiga jafnan rétt
til náms og að komast áfram.
Það eiga allir að sitja við
sama borð. Við erum fædd
jöfn.
En það verður að stjórna
þessu. Það þarf að stjórna i
þjóðfélaginu eins og það þarf
í fyrirtæki."
Trúi á það góða í
hverjum manni
Ólafur segist ekki hafa
önnur áhugamál en rekstur-
inn. Til þess sé einfaldlega
ekki timi. En honum þyki
kærast að vera heima hjá sér.
Ertu trúaður?
„Já. Ég trúi á það góða í
hverri manneskju. Ég erekki
á móti einni eða neinni trú.
Maður hefur séð svo margt
um heiminn og veit ekki
hvort ég er með réttari trú en
aðrir.
Ég fer með mínar bænir
eins og hún móðir mín
kenndi mér. Og ég trúi á líf
eftir dauðann."
Kvíðirðu ekki framtíðinni?
„Nei. Því betur sem þú lifir
í þessu lifi og þroskast, þeim
mun farsælla verður næsta
líf. Ég trúi á tilverustig, þann-
ig að þvi betur sem jpú hegð-
ar þér á jörðunni, þeim mun
hærra kemstu."
Öfund versti löstur
Traðkarðu ekki á öðrum í
þínu starfi?
„Alls ekki mínu samstarfs-
fólki. Auðvitað er ég í sam-
keppni við aðra, en ég beiti
aldrei neinn óheiðarlegum
brögðum.
Fólk á að fá sín laun.
Sumir eru á kauptaxta, en
aðrir ekki. Sumir bera bara
meiri ábyrgð en aðrir.“
Verðurðu fyrir vonbrigðum
i starfi?
„Yfirleitt ekki.“
Hvað mislíkar þér hjá
öörum?
„Ósanngjörn gagnrýni.
Öfund kemur upp hjá fólki,
þegar þú ert í svo stórum
rekstri og ég. Allraversti löst-
ur íslendinga er öfund.
Það er svo stutt síðan fólk
hér á landi kynntist umheim-
inum. Við fengum sjónvarp
fyrir aðeins 20 árum og ekki
svo langt siðan við kynnt-
umst af eigin raun lituðu
fólki. Það er því ekki skrýtið
að sögusagnir séu á kreiki.
Stundum eru þær hreint ótrú-
legar.“
Allt er til sölu, ef...
Síminn hringir ótt þennan
morgun sem samtal okkar fer
tækjarekstur. Hitt er annað
að ég vil eftirlit af hálfu
stjórnvalda og myndi t.d.
sætta mig við „kvóta“ eins
og f fiskveiðunum. Þetta er
brjálæði eins og það er i dag.
hvaða vit er í þvi að reisa 76
verslanir inni í Kringlu á
sama tíma og hund'ruðir
verslana berjast i bökkum."
Nauöungaruppboöin
hryllingur
„Ég er i sjálfu sér ekki að
úthúða Kringlunni. Hún er
falleg, en það þarf að vera
aðlögun. Eg sé ekki að það
þjóni beint tilgangi að opna
ný og ný fyrirtæki. Nauð-
ungaruppboöin eru i hundr-
uðatali á hverjum degi af því
að allir vilja spreyta sig á
atvinnurekstri — og allt of
margir af þeim hafa hvorki
kunnáttu né fjármagn til
þess að standa við gefin
fyrirheit.
Mönnum er gert allt of létt
í dag að stofna fyrirtæki.
Þess vegna fara menn um-
vörpum á hausinn. Það er
hryllingur að horfa upp á
þessar auglýsingar um nauð-
ungaruppboð, sem eru að
verða ein helsta tekjulind
dagblaðanna.
Þúsundir manna eru and-
vaka heilu næturnartil þess
að reyna að hugsa leiðir til
þess að þeir geti bjargað sín-
um málum. Ég held að það
eigi að vera hægt að stoppa
menn af áður en komið er út
í tóma vitieysu.
Það ætti að hafa einhvers
konar ráðgjöf í landinu, þar
sem hægt væri að vega og
meta væntanlegan rekstur
rnanna."
Hvernig fórst þú aö?
„Ég varð einfaldlega að
standa f skilum með mitt fjár-
magn. Þannig náði ég trausti.
Ég vissi líka út i hvað ég var
að fara. Oft eru menn að fara
út í rekstur, sem er þeim ó-
kunnugur. Þeir halda að
dæmið gangi upp, en gera
sér ekki grein fyrir því að á-
lagið er meira en þeir áttu
von á og vinnan meiri.“
Ólafi þykir það skjóta
skökku við, ef allir ætli sér
að lifa af verslun, en engir
fáist smám saman í iðngrein-
ar og í sjávarútveginn. Það sé
heimsmet að 30% af veltu
verslana gerist með krítar-
kortum. Allir fái kort óháð því
hvort þeir séu borgunarmenn
fyrir.
Það er óréttlæti
Finnst þér óréttlæti í þjóð-
félaginu?
„Hvað er það, þegar þú
verður að eignast íbúð, hvort
sem þú vilt eða ekki? Ef þú
stendur ekki í þvl ertu stimpl-
aður annars flokks borgari.
Fólk segir um þig „Hann
kom sér ekki áfram" — af þvi
að þú vilt búa í leiguíbúð og
býrö í leiguíbúð.
Allir eiga að fá að kaupa
sér íbúð og allir eiga rétt á
að stofna fyrirtæki — en
hvaða réttlæti er það, þegar
menn telja það ekkert tiltöku-
mál að vera með skuldahal-
ann á eftir sér og íbúðir og
fyrirtæki auglýst af fjölda
lögmanna á uppboði vegna
vanskila. Áður fyrr þótti þetta
smán, en I dag er þetta
ekkert mál.“
Hvað finnst þér að eigi að
gera?
„Það er óréttlæti í þvi aö
hleypa fólki svo langt að það
geti ekki staðið við sínar
skuldbindingar."
En á fólk einhverra annarra
kosta völ?
„Það finnst mér ekki. En
ég sé ekki tilgang í því að
selja þér íbúð, sem ríkisvald-
ið hefur ekki séð sér fært að
láta þig eignast, og sem þú
ert þess vegna ekki borg-
unarmaður fyrir.
Þú átt að fá að ráða þér
Breiðvangur, stærsta veitinga-
hús á landinu. Margir spáðu
Ólafi falli, þegar hann byggði
Broadway. Hann er ekki fallinn
og vill byggja enn stærra.
Hollýwood i Reykjavík.
Á undan cðrum stöðum í diskó-
Ijósagangi. Travoltaæðið braust
hér út.
... og fólk fær að dansa i höfuð-
stað Norðurlands i húsi Ólafs
Sjallanum, sem hann keypti með
öllu. Á Akureyri rekur Ólafur lika
hótel.
Ólafur Laufdal skellti sér út í
ferðaþjónustu til þess m. a. að
nýta betur húsin. Fólk kemur í
helgarpökkum til Reykjavíkur úr
höfuðstaðnum fyrir norðan ...
fram. Ólafur fær úrklippu
með póstinum utan úr Svía-
ríki. Einhver blaðamaður
hafði lent á skemmtun á
þessu eylandi og þótti mikið
um kvöldlíf okkar. Ólafur
segist fá fjölda svona úr-
klippa í hverjum mánuði. Það
er í mörgu að snúast.
„Ég lifi frá degi til dags, er
duglegur, vinn mikið og
bruðla ekki með hlutina. Ef
illa fer get ég þess vegna
ekki nagað mig í handarbök-
in og kennt um óreglu, bruðli
eða leti. Þá eru það utanað-
komandi áhrif sem fella mig
— eða vitið hefur ekki verið
meira.“
Óttastu að vitið skorti til
reksturs?
„Nei, ekki meðan ég er
með fulla femm.“
Það hefur verið haft eftir
þér að þú ætlir að hætta
rekstri, þegar þú verður orð-
inn 45 ára.
„Ég varð nýlega 43 ára.
Hver veit hvað ég geri? Getur
vel verið að kannski fjölgi ég
stöðum í rekstri og fækki
þeim síðan.“
Þú ert opinn fyrir öllu.
„Þegar ég lét hafa eftir mér
að ég ætlaði að hætta 45 ára
átti ég við að ég myndi draga
úr vinnu. En það er allt til
sölu, ef rétt er boðið.
Krakkarnir mínir hafa
reyndar mikinn áhuga á
rekstrinum."
Þú ert ekki fráhverfur því
að hætta, þegar þú telur þínu
verki lokið?
„Það er betra að losa sig
við fyrirtæki, en að sjá upp á
vel rekin fyrirtæki grotna
niður, þegar eigendur eru
komnir á efri ár. Allt of oft
horfir maður upp á það, að
menn sem hafa í tugi ára
þrælað sér út fyrir fyrirtækin
án þess að svo mikið sem
taka sér sumarfrí, verða að
sjá á bak lifstarfinu verða að
engu í höndum afkomenda.
Ég vil ekki horfa upp áslík
örlög míns fyrirtækis."
Ekki til siðs að bruöla
„Ég bý i góðu húsi,“ segir
Ólafur, „ég á góða konu og
fjölskyldu. Ég er hamingju-
samur. Það er mér nóg.
Ég fer ekki mikið út að
skemmta mér eða í sam-
kvæmi. Það eru ekki stand-
andi veisluhöld heima hjá
mér.“
Er ekki krafa um slíkt?
„Ég er ekki alinn upp við
slíkt. Og það breytir enginn
mér. Ef þú ert í stöðugum
kokkteilpartlum, þá heltekur
það mann.“
Býrðu að barnæskunni i
rekstrinum?
„Já, mjög.
Foreldrar mínir eru venju-
legt alþýðufólk. Það var ekki
til siðs að bruðla ( sveitinni.
Og maður var alinn upp í
góðum siðum. Maður lærði
að bjarga sér. Ég var sendur í
sveit. Það hefði verið kallað
barnaþrælkun í dag sem
börnum var gert að vinna við
áður. Krakkar þurfa ekki aö
hafa eins mikið fyrir lifinu i
dag. Þessu er öllu öfugsnúið í
dag og of vægt tekið á hlutun-
um.
í dag vill enginn læra iðn-
grein og eftir 10 ár færðu
engan til að vinna i eldhúsi á
veitingastað. Það verða allir
orðnir svo menntaðir.
Það þarf að breyta þessu.
Hugafrekar að útflutningi. Við
eigum t.d. frábæra hugvits-
menn í fiskiðnaði. Og ein-
hverja stóriðju verðum við aö
hafa. Það verður að vera eitt-
hvað annað en að allir hrúgist
i verslun og þúsundir í há-
skólanám, sem ekki er þörf
fyrir. Stór hluti þessa háskóla-
menntaða fólks notar aldrei
menntun sina. Mérfinnst hálf-
blóðugt að þú sért að þvælast
I skólahálfastarfsævina, eyðir
þínum bestu árum i að mennta
þig og hefur sáralítið út úr
þessu.“