Alþýðublaðið - 07.11.1987, Side 10

Alþýðublaðið - 07.11.1987, Side 10
10 Laugardagur 7. nóvember 1987 MmilMJlBH Sími: ‘681866 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson. Ritstjórnarfuiltrúi: Jón Danielsson. Blaðamenn: Ingibjörg Árnadóttir, Kristján Þorvaldsson og Sigriður Þrúður Stefánsdóttir. Umsjónarmaður helgarblaðs: Þorlákur Helgason. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir, Þórdls Þórisdóttir, Olöf Heiður Þorsteinsdóttir og Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Setning og umbrot: Prentun: Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 68186R Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. BYLTINGIN 70 ÁRA Rússneska Októberbyltingin er 70 ára í dag. Sovétmenn kalla byltinguna Hina miklu sósíalísku byltingu og má segja að það séu orð með sönnu. Fyrsta tilraunin til að steypa rússneska keisaranum úr stóli var gerð í febrúar 1905 en sú tilraun var brotin grimmdarlegaá bak aftur. Tólf árum síðarvarkeisradæminu bylt. Veraldarsagan breyttist stórlega þann 26. október 1917 með falli Vetrarhallarinnar í Petrograd og þegar rauði herinn braut stjórnarher keis- aradæmisins endanlega á bak aftur og bolsévikar tóku völdin úr höndum bráðabirgðarstjórnar Kerenskí. Fyrsta sós aliska byltingin var orðin að staöreynd. Nú beið það hlutverk leiðtoga byltingarinnar að stjórna landinu eftir kenningum Marx og Leníns. Lenín tókst að semja um frið við Þjóðverja og miklar breytingar sáu dagsins Ijós; á fyrsta áratugnum var lagður grunnurinn að samyrkjubú- skap og kommúnísku rikishagkerfi. En fljótlega varð Ijóst að miklirerfiðleikarsteðjuðu aðdraumariki sósíalismans; alræði öreiganna breyttist í alræði flokksforystu og leið- toga með grimmu bíóðbaði og miskunnarlausu valdboði. Byltingin át börnin sín og lifði af. Sovétríkjunum er enn stjórnað af sósíalísku kerfi og samkvæmt hugmynda- fræði Marx og Leníns. Að sjálfsögðu hafa 70 ár markað miklar breytingar og hin upprunalega hugmyndafræði hefur verið teygð og toguð eftir hentugleika hvers tíma. Rússneska byltingin olli ekki aðeins straumhvörfum í Rússlandi, helduröllum heiminum. Áhrif hennarvaraenn þann dag í dag. Bandarlski blaðamaðurinn John Reed, skrifaði bók um byltinguna sem hann var sjálfur vitni að. Bókin bar nafnið „Tíu dagar sem skóku heiminn.“ Sá titill er enn lifandi; byltingin skekur enn heiminn. Síðan hafa stórar kommúnískar byltingar í anda hinnar rússnesku verið gerðar; í Kína, á Kúbu, í þriðja heiminum og í S- Ameríku. Önnur riki hafa fengið sósíalismann yfir sig án þess að biðja um hann; eins og t.d. öll Austur-Evrópa sem lokaðist inni ááhrifasvæði Sovétríkjannaað lokinni síðari heimsstyrjöld. Þegar fjallað er um sögu hins sósíalíska ríkis í Sovétríkjunum, gleymast oft hinarmiklu hörmungar sem sovéska þjóðin hefur þurft að ganga í gegnum. Stalin-tímabilið var tími innri ógna og blóðsúthellinga, hungurs og neyðar en einnig tími styrjaldar þar sem rúm- lega 20 milljónir Sovétmanna féllu í valinn. Engin önnur þjóð þurfti að greiða jafn blóðugt gjald fyrirsíðari heims- styrjöldina. Sovétríkin hafa haldið fast í marxismann og lenínismann þessi 70 ársem liðin eru frábyltingunni.Túlkunin hefurþó verið afarólík og sennilega hefur aldrei fyrr verið gerð önn- ur eins tilraun til að færa kommúnískar hugmyndir að lýð- ræðishugsun Vesturlanda eins og í dag. Gorbachev og fylgismenn hans hafa skilið að leiðin út úr einangrun og stöðnun á sviði efnahagslifs, vísinda og tækni á tímum fjarskipta og upplýsinga er ekki meiri einangrun, heldur opnun. Þessi opnun hefurkomið mörgum á Vesturlöndum á óvart og hugmyndum Gorbachevs um perestrojku og glasnost tekið með varúð og tortyggni. Með hliðsjón af sögu Sovétríkjanna undanfarin 70 árog þeirrarstaðreynd- ar að þjóðin er risaveldi á sviði hernaðar, er slíkur fyrirvari skiljanlegur. Það er þó vonandi að leiðtogar f Sovétríkjun- um meini það sem þeirsegi; opni þjóðfélagið og skapi inn- byggjendum landsins frelsi og réttlæti og efli hagvöxt öll- um þegnum landsins til góða. Það er ennfremur vonandi að friðarvilji þeirra sé einlægur og samningur um afnám allra kjarnorkuvopna takist milli stórveldanna tveggja. Framtíð Sovétríkjanna er nátengd framtíð alls heimsins. FJOLMIÐLAR SÉRHAGSMUNAPOT Bölvað listakjaftæði, söng ágætur andmenningarviti sí og æ f mín eyru þegar ég hafði um hríð með höndum umsjón menningarsíðna f dagblaði fyrirmörgum árum. Síðan hefur ekki dregið úr slíku kjaftæði I fjölmiðlunum, heldur þvert á móti. Það hef- ur frekar farið í vöxt en hitt, að blöðin haldi menningar- umfjöllun til haga á sérstök- um síðum í stað þess að hola henni niður hér og þar. Enn á þó menningin töluvert í land með að ná sömu stöðu og íþróttir hafa notið í árarað- ir. Enda má til sanns vegar færa að blöðin hafi flest ekki reynt að gera fréttir og frá- sagnir af listum að jafn spennandi lesefni og íþrótta- síðurnar eru. Undantekningar eru menningarsiður Þjóðvilj- ans og listakálfur Morgun- blaðsins á sunnudögum. Aft- ur á móti hafa menningarsíð- ur Helgarpóstsins, svokallað- ur Listapóstur, verið lagðar niður sem slíkar og ekki alveg Ijóst hvaða stefnu menningarumfjöllun blaðsins er aó taka. Hvað menninguna varðar þá vita það allir sem unnið hafa ( einhvern tíma á fjölmiðl- um að listamenn eru einhver aðgangsharðasti og á köflum frekasti sérhagsmuna- og þrýstihópur sem þangað leit- ar. Menningarskrif megaekki miðast við aö losa stjórnend- ur fjölmiðlanna undan yfir- gangi menningarvitanna. Þau eiga að miðast við gildi menningarviðburða og þarfir fjölmiðilsins sjálfs. I öllu því úrvali fjölmiðla- efnis sem nú býðst er lista- og menningarefni mikið að vöxtum, ef ekki gæðum. Blöðin birta umsagnir, frétta- tilkynningar og viðtöl við lista- menn og kúlturpáfa, útvarp og sjónvarp gera það líka, bæði í almennri dagskrá og sérstökum menningarhólfum, tímaritin ditto. Eitt verkur at- hygli: Áhugi menningarþjóð- arinnar á þessu efni hefur ekki dugað til að hér komi út sérstök lista- og menningar- blöð. Að vfsu er Tlmarit Máls og menningar gamalgróið og raunar býsna mikið lífsmark með því undanfarin ár, en Skírnir og Andvari eru fræði- leg ársrit fyrir tiltölulega fá- menna söfnuði. Fjörmikil sér- rit um hinar ýmsu listgreinar eru eitt af því fáa sem íslend- ingum hefur ekki lánast að apa eftir stórþjóðunum. Hér eru glansandi sérrit fyrir áhugamenn um bíla, fþróttir, heilsurækt, hárgreiðslu, krossgáiur, iðnað, fiskveiðar, popp, húsgögn og hönnun, landbúnað, tölvur, verslun og viðskipti, brandara og svo framvegis og svo framvegis. Hins vegar finnst ekkert tímarit um tónlist, leiklist, eða bókmenntir á hinum al- þýðlega glansmarkaði. Annað slagiö hafa menn reynt að gefa út slík rit en þau hafa ekki náð fótfestu eða nægj- anlegri útbreiðslu. Undantekning frá þessari reglu er útgáfa kvikmynda- tímarita. Hún hefurverið reynd nokkrum sinnum á undanförnum árum en jafnan mistekist. Blöð með nöfnum eins og Kvikmyndablaðið og Myndmál hafa komið út nokkrum sinnum, en þau hafa dáið drottni sínum jafn- harðan. Voru líka ófullkomin blanda skólablaða og fræði- mennsku. Nú er enn reynt enda er áhugi á bíómyndum og myndböndum trúlega al- mennari en á öðrum list- greinum. Nýja kvikmynda- blaðið heitir Sjónmál og hef- ur komið út tvívegis. Það hef- ur tryggari undirstöðu en hin fyrri, — er í óbeinum tengsl- um við hið sókndjarfa útgáfu- fvrirtæki Svart á hvítu. Nýja tölublaðió af Sjónmáli er á hinn bóginn verulega vel heppnað. Það er ekki aðeins veglega útgefið, litprentað og rennilega hannað af Björgvini Ólafssyni, heldur hefur að- standendum heppnast að leggja þær áherslur í efnis- vali sem gera blaðið áhuga- vert. Þar ræður mestu að inn- lenda efniö er grípandi: Prýði leg frásögn og myndir frá tökum á I skugga hrafnsins, fréttagrein um áætlanir ís- lenskra kvikmyndagerðar- manna um næstu verkefni, viðtal við Friðrik Þór Friðriks- son, úttekt á bíóáhuga ís- lendinga. Erlendt efni er líka sumt ágætt: Skemmtileg grein llluga Jökulssonar um leikaraferil Ronalds Reagan og fjörug frásögn Ævars Arnar Jósepssonar af Orson Welles, svo dæmi séu tekin. yfirleitt eru megingreinar blaðsins ágætlega skrifaðar. Aftur á móti geri ég nokkurn ágreining við ýmsar af um- sögnum blaðsins um mynd- bönd. Óskandi væri að þessi til- raun til útgáfu blaðs fyrir áhugamenn um kvikmyndir renni ekki út í sandinn. Ef hún tekst gæti það orðið for- dæmi yfir útgáfu blaða við hæfi áhugamanna um annað listakjaftæði. „Nýja tölublaðið af Sjónmáli er verulega vel- heppnað,“ segir Árni Þórarinnson m. a. i pistli sínum um fjölmiðla. Alpýðublaðið Hvcrs vegna gáfu rússncsku 'anieignarsinnarn'.r þegar eítir byltinguna þeim rikjum aftur sjálfstæði sitt, sem áður lágu undir kúgun keisaraveldisins? Hvers vegna gáfu þeir Persiu eftir allar skuldirnar og öll „rétt- indi", er rússneska auðvaldiö átti J>ar í landi? Og hvers vegna er það þá, að danskir jafnaðarmenn styðja bar- áttu islenzkra verkamanna gegn yfirráðum danskra og islenzkra ásælnismanna ? Geta ihaldsmennimir íslenzku svarað þessum fáu spumingum? Það er ekki hægt að ætlast til þess. Þeir eru svo þrælbundnir viö íslenzka og danska ihalds- lund. - þeir eru svo tjóðraðir við idenzkan sjóðþurðarhugsun- arhátt. við ..spekulationer", við bitlingabeiðnir og þjóðernis- hræsni, — þeir eru svo þrælslega hábundrir og auvirðilega staur- settir við afturhaldið, að almenn- um skynsemispumingum tekst þeim eigi að svara nema út í hött. Vesa'ings menn! Það væri hægt eð gráta yfir ófarnaði ykkar, ef það væri til nokkurs. Stærsta vindlaverksmiðja Hollands, býr til beztu hoilenzku vindlana, svo sem: Fantasiu. — Perfectos, — Fleur de Paris, Refnitas, - Jón Slgurðsson, — Fleur de Luxe, Polar, — Cabinet — o. fl. — o. fl. Tóbaksverzlun íslands h.f. MIGNOT&deBLOCK Albanskur sendiherra myrtur. Frá Prag er símað: Altianskur stúdent, nýkominn frá Kómaborg, helir myrt Cena Bay, sendiherra Albaniu, á kaffihúsi í Prag. Morö- inginn vur handtekinn. Hjónabönd. Á laugardaginn voru gcfin sam- an í hjónaband Katrin Sigurðar- dóttir, pipulagningarmanns, >g Loftur (tlafsson vélstjóri. Hcimili ■ Laugavcgi 71. Einnig voru gcfin saman i dómkirkjunni af séra Bjarna Jónssyni Kristín Eyjólfs- dóttir úr Hafnarfirði og Húbert Agústsson matsveinn. Enn voru gefin saman sama dag Asta Björnsdóttir frá Ananaustum og Hjörtur Hjartárson kaupmaður. Togararnir. I morgun koinu af veiöum: ,,Ot- ur" með 800 kassa ísfiskjar, „Skallagrímur" mtð 78 tn. lifr- ar, hann á nú að fara á is- fiskveiðar , „Skúli fógeti" með 100 tn. lifiar, „Gylfi" af ísfisk- veiðum, „Menja" af saltfiskvo.ið- um og „Ealdur". Einnig kom „Maí" frá Engiandi. „Arinbjörn hersir" fór i gærkveldi vcstur á firði til að taka is og fer þaðan a ísfiskveiðar. „Karlsefni" kom í gær frá Englandi. Var hann áð- ur-en hingað kom búinn að fá 250 kassa isfiskjar og fór siðan aftur á veiðar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.