Alþýðublaðið - 07.11.1987, Side 15

Alþýðublaðið - 07.11.1987, Side 15
Laugardagur 7. nóvember 1987 15 Igor N. Krasavin, sendiherra: „Við höfum ekki pólitiska stjórnarandstöðu sem slíka og þess vegna erengin hætta á gagnbyltingu." naa náðum valdi á kjarnorkunni, fórum fyrstir út í geiminn, lífskjörin bötnuðu og við fór- um á hærra menningarstig. En þeir möguleikar, sem opn- uðust eftir 20. þing KFS árið 1956 voru ekki nýttir til fulls. Sökina á þvi er að rekja til huglægra aðferða ( starfsemi þeirrar forystu, sem N.S. Krúshjev veitti forstöðu. Það var leikið af fingrum fram í stjórnun efnahagsllfsins. Þess vegna varð á Október- fundi miðstjórnar KFS 1964 að vinna bug á þessum öfg- um og berjast gegn henti- stefnu og huglægnisstefnu. Þessar ráðstafanir gáfu góða raun, en aðeins um tlma og féllu því miður aftur í sama farveg. Að hvaða niðurstöðu kom- umst við þegar við skoðum söguna? Fyrst og fremst þeirri, að sósialisminn hefur sannað hina gífurlegu möguleika, sem hann býr yfir varðandi lausn flókinna verkefna og vandamála er varða þróun samfélagsins. Við erum sann- færðir um hæfileika hans til sjálfsfullkomnunar, til þess að uppljúka enn betur mögu- leikum slnum, til þess að leysa umfangsmikil verkefni á sviði þjóöfélagsþróunar, sem bíða okkar I upphafi 21. aldarinnar. Og enn ein niðurstaða og sú sem mikilvægust er. Það er að treyst er á sjálfstætt og skapandi starf fjöldans, virka þátttöku sem flestra I fram- kvæmd þeirra umbreytinga, sem fyrirhugaðar eru, þ.e. lýð- ræðisþróun og enn einu sinni lýðræðisþróun. Ég held, að það sem hér hefur verið sagt svari spurn- ingu þinni, en mig langar til þess að endurtaka að auðvit- að hefur persónuleiki hvers og eins leiðtoga okkar, sem var lifandi maður eins og við, sett svip sinn á stefnuna. Það er óhjákvæmilegt og ekki aðeins hjá okkur. En meginreglur forystunnar, hin almenna stefna flokksins og grundvallarmarkmið hans eru óbreytt. Þegar nýir menn komu til forystustarfa I mars 1985, endurspeglaöi það þá óhagg- andi staðreynd, að á meðal sovésku þjóðarinnar ríkti mikil skilningur á því að nauðsynlegt var að gera breytingar. Þá völdust I for- ystuströf þeir menn, sem á undanförnum árum hafa skynjað ástandið og mótaö hygmyndir um hvað þarf að gera og hvernig. Það er hlut- lægt fyrirbæri og þið hljótið að vera sammála að það er einnig gleðilegt." Góð nágrannasambúð við A fganistan — Sovétrikin eru nú — 70 árum eftir byltingu — risa- veldi með itök í ríkjum Aust- ur-Evrópu og i Afganistan. Hefur hugtökum Lenins verið snúið við — eru Sovétrikin orðin heimsveldi sem kugar aðrar þjóðir? „Mérvirðist þessi spurning ekki rétt orðuð, svo að ég sé diplómatlskur, þar sem oftar en einu sinni hefur verið Iýst yfir, skráð I skjöl flokksins og ríkisins og sannað I allri 70 ára sögu okkar, að Sovétríkin hafa aldrei átt og eiga ekki svokallað „áhrifasvæði." Öðru máli gegnir um þá virðingu, sem Sovétrlkin njóta á alþjóðavettvangi. Já, við erum hreyknir af þvi aö Sovétríkin skuli njóta verðskuldaðrar virðingar meðal hinna sóslalísku lands, einmitt af þeirri ástæðu að Sovét-Rússland var fyrsta ríki verkamanna og bænda I sögunni, þ.e. sósíal- iskt riki (við notum ekki heit- ið „Austur-Evrópa," en sósíal- isk ríki eru nú ( Evrópu, Asiu og í Rómönsku Ameriku). Hróður Sovétríkjanna fer hátt í „þriðja heiminum," vegna þess að við höfum allt- af, jafnvel á hinum erfiöustu tímum, aðstoðað þjóðfrelsis- hreyfingar. Og Afganistan höfum við veitt aðstoð bók- staflega frá fyrstu dögum hins sovéska valds, en á þaö land er minnst sérstaklega í spurningunni. Þegar England hóf styrjöld gegn því árið 1919, uppfyllti Lenín hjálpar- beiðni þessa nágranna okkar í austri. Við vorum ekki að „afbaka" Lenín árið 1979, þegar við komum vinveittu nágrannalandi aftur til að- stoðar, eins og fyrir 60 árum (þessi góða nágrannasambúö hefur þróast um sex áratuga skeið). Afganska forystan bað aftur um þessa aðstoð og ekki aðeins forystan ein, þar sem hún hafði fullt um- boð frá þjóð sinni. Þjóð, sem hefur verið að kikna undan grófum afskiptum erlendra aðila. Áframhaldandi afskipti eru eina hindrunin i vegi stefn- unnar um þjóðarsátt í land- inu, sem ríkisstjórn Alþýðu- lýðveldisins Afganistan lýsti 1 Viðtal: Ingólfur Margeirsson yfir í jan. sl., hið eíns, sem tefur fyrir eðlilegri þróun og þvi að hið takmarkaða herlið Sovétríkjanna verði kallað heim. Það er skiljanlegt að brautin til sátta er þyrnum stráð. En hún yrði greiðfær- ari, ef ekki væri um að ræða tilraunir af hálfu erlendra að- ila til að spilla þessari þróun, sem er afgöngsku þjóðinni nauðsynleg. Auðvitað voru það ekki að- eins „Stinger" eldflaugar, ' sem vöktu upp gagnbyltingu lénsherra og dúshmanna. En „Stinger“ í höndum þeirra, sem búa við miöaldaskipu- lag, varð til þess að átökin urðu sérlega hörð og lang- dregin. í þessu sambandi sagði M.S. Gorbachjov, aðal- ritari miðstjórnar KFS skýrt og skorinort, að málin myndu ganga hraðar fyrir sig, ef ekki væru viss öfl, sem stæðu í veginum, ef uppreisnarmenn hefðu ekki í höndunum mikið magn nýtísku vopna, ef ekki væri haldið áfram að þjálfa herdeildir þeirra utan landa- mæra Afganistans og ef ekki væri komið í veg fyrir að flóttamenn gætu snúið aftur til lands síns. Við notum öll okkar áhrif á þessu sviði. Og þó að M.S. Gorbachjov hafi enn á ný ftrekað að Sovétríkin eigi sér ekki aðeins engin áhrifa- svæði, heldur sé þar engin löngun til þess að koma sér upp slíkum svæðum, tel ég að sönn pólitísk áhrif séu í þágu afgönsku og sovésku þjóðarinnar, í þágu samfé- lagsins i heiminum. Át-rif friðar, vináttu, gagnkvæms samstarfs, þ.e. að gæða lífi meginhugmynd og æðsta boðskap Leníns um nauðsyn þess að öll lönd og allar þjóðir búi saman í friði, gleðja okkur alltaf." Reykja víkurfundurinn veitti pólitíska orku — Hvaða vonir gerðir þú þér um varanlegan heims- friö? „Við trúum því að friður haldist I heiminum. Bjartsýni okkar er ekki aðeins komin frá hinu marx-leniníska sjón- armiöi, sem einkennist af trú á bjarta framtið mannkyns- ins. Hún byggist á nákvæmri og djúpri skilgreiningu á nú- verandi ástandi í heiminum, sem hefur orðiö til þess að fæðst hefur nýr hugsunar- háttur með viðeigandi niöur- stöðum, en þær eru eftirfar- andi. „Það er skráð i skjöl flokksins og sannað i allri 70 ára sögu okkar, að Sovétríkin hafa aldrei átt og eiga ekki svokallað „áhrifasvæði“,“ segir sendiherra Sovétríkjanna. — í kjölfar fjögurra áratuga vígbúnaðarkapphlaups á sviði kjarnorkuvopna stendur mannkynið bókstaflega frammi fyrir þeirri spurningu, hvort það lifir af; — Þrátt fyrir djúpstæðar andstæður í heiminum í dag og grundvallarágreining milli ríkjanna, sem hann mynda, er hann samtengdur, innbyrðis háður og er viss heild. Þar af leiðir að leiðin til þess að koma á traustum og kjarnorkuvopnalausum heimi, sem þjóðirnar þrá, en þær eru orðnar þreyttar á fjand- skap, leiðin til ofbeldislauss heims, þar sem hver og einn getur haldið sjónarmiöum sínum á sviði heimspeki, stjórnmála og trúmála, felst i viðræðum milli ríkja, sameig- inlegri mótun samkomulags um helstu atriðin á hinni al- þjóðlegu dagskrá og fyrst og fremst um afvopnunarmál. í afstöðu okkar til brýnna mála samtímans, göngum við út frá hinni almennu stefnu, sem V.l. Lenín mótaði og þró- aði, þ.e. í samræmi við eðli sósíalismans, þar sem aöal- áherslan er lögð á frið. Með aðstoð hins nýja hugsunar- háttar höfum við rökstutt nauðsyn þess að koma á allsherjar öryggiskerfi við að- stæður afvopnunar, lagt til áætlun um útrýmingu kjarn- orkuvopna fyrir aldamót og borið fram ótal aðrar tillögur. Þannig er hinn nýi hugsunar- háttur með sínum mannlegu mælikvörðum, sem beinast að skynsemi og hreinskilni, ekki yfirlýsing og hvatning, heldur heimspeki aðgerða og lífs, sem er að þróast og er þegar í gangi. Leiðtogafund- urinn i Reykjavlk í október sl. varð vonartákn um kjarnorku- vopnalausan heim, veitti hin- um nýja hugsunarhætti póli- tíska orku og gerði henni kleift að festast í sessi í hin- um ýmsu hópum samfélags- ins og á stjórnmálasviðinu og gerði pólitisk samskipti enn árangursrfkari. Fyrirhug- uð undirritun samkomulags um útrýmingu tveggja teg- unda kjarnorkuvopna, sem M.S. Gorbachjov og R. Reag- an munu undirrita á fundi sínum í Washington verður hvati í þá átt að taka enn rót- tækari skref. Við treystum á styrk Reykjavíkurfundarins og munum leita markvisst leiða til þess að leysa þau mál er varöa fækkun strateg- (skra vopna þar sem farið verður að Samningnum um eldflaugavarnir. Mig langar til þess að leggja áherslu á að sovéska þjóöin er bjartsýn hvað varð- ar traustan frið. Þarna höfum við í huga aðstæöur, sem eru afar mikilvægar fyrir framtið- ina, þ.e. að sósfalisminn er að fara yfir á nýtt stig i þróun sinni. Endurskipulagningin i Sovétrikjunum hefur að geyma mikla möguleika á sviði friðsamlegrar sambúð- ar. Hún gerir Sovétríkjunum kleift að taka þátt í vinnu- skiptingu og auðlindaskipt- ingu sem aldrei fyrr. Visinda- legur og tæknilegur styrkur og framleiðslustyrkur Sovét- ríkjanna verður æ mikilvæg- ari hluti alþjóðatengsla og það eflir og styrkir efnislegan grundvöll allsherjar friðar- og öryggiskerfis á alþjóðavett- vangi í rikum mæli.“ Framlag íslands — Hvernig mun almenn- ingur í Sovétrikjunum halda upp á byltingarafmælið? framhald á bls. 16

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.