Alþýðublaðið - 07.11.1987, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 07.11.1987, Qupperneq 16
16 Laugardagur 7. nóvember 1987 Októberbyltingin 70 ára: MEIRI SÓSÍALISMA „Sovéska þjóðin heldur upp á 70 ára afmæli hinnar miklu sósialísku Októberbylt- ingar á þeim tfma þegar fram fer gifurleg og byltingar- kennd endurskipulagning. Þetta mótar undirbúninginn aö afmælinu og afmælishald- ið. Landiö er allt á hreyfingu og hefur öðlast nýjan lifs- anda. Hið siðferðislega and- rúmsloft í þjóðfélaginu er að breytast til hins betra og hið andlega lif er áhugaverðara og fjölbreyttara. Glasnost og sannleiksást festast í sessi sem óhaggandi þættir hins daglega lífs, svo og gagnrýni og kröfuharka. Stöðugt er verið að framkvæma stefnu og aðferðir nýskipunar í þjóð- arbúskapnum. Á janúar- og júni-fundi KFS var mótuð þró- unaráætlun, áætlun um efl- ingu lýðræðisþróunar. Á júní- fundinum voru mótaðar ráð- stafanir til þess að fram- kvæma grundvallarbreytingar á sviði efnahagsmála. Sov- éska þjóðin samþykkir fylli- lega og algerlega stefnu hins nýja hugsunarháttar í utanrík- ismálum, sem flokkurinn hef- ur mótað. Hátíðisdagarnir einkennast af því að lyfting hefur átt sér stað í starfi, á sviði siðferðis og í andlegu Iffi. Það sem einkennir hátíða- höldin er að þau ná til margra. Eins og þið vitið var haldinn afmælisfundur í Moskvu þann 2. og 3. nóvem- ber, þar sem M.S. Gorbachjov, aðalritari miðstjórnar KFS flutti ávarp. í ávarpi hans var skilgreind sú leið, sem Sovét- ríkin hafa fetað um 70 ára skeið, farið ofan í saumana á sérkennum yfirstandandi um- breytingatímabils sem nú stendur yfir og þeim verkefn- um, sem þjóöin stendur frammi fyrir, fjallað um skoð- un okkar á heiminum í dag, markmið okkar og verkefni á sviði utanríkismála. í öllum löndum var mikill áhugi á þessu ávarpi og því veitt mik- il athygli. Hátíðahöldin í tilefni af 70 áraafmæli byltingarinnar hafa vakið mikla athygli á al- þjóðavettvang Lar á ég ekki aðeins við viðbrögð af hálfu stjórnmálamanna og almenn- ingsfrömuða. Við erum afar ánægðir með að hátíðafund- inn í Moskvu sátu 163 sendi- nefndir frá 119 löndum, en 4.-—5. nóvember var svo hald- inn óformlegur fundur með sendinefndum kommúnista- flokka, sósialistaflokka og annarra flokka og hreyfinga, þar sem var rætt um hin mik- ilvægustu vandamál, sem fólk í heiminum hefur áhyggj- ur af. Við erum sannfærðir um að þessi fundur mun hafa mikið að segja hvað varðar að sameina átakið til þess að leysa brýnustu vandamál samtlmans. Ef við förum svo út í það hvernig sovésku þjóöinni lið- ur á þessum hátiðadegi, vil ég bæta við, að afmæli Októ- berbyltingarinnar er alltaf mikil og björt hátíð hjá okkur, sem er hverjum manni kær og eins og þið hljótið að skilja tökum við á móti þess- ari hátíð með sérlega gleði í huga á þessu ári, vegna þess að það hefur verið svo við- burðarikt og svo margar áætlanir og vonir skapast. Að lokum langar mig til þess að leggja áherslu á að það er okkar mat að hin góðu tengsl Sovétrlkjanna og Is- lands, sem hafa staðið i mörg ár, muni einnig verða til þess að leggja sitt framlag af mörkum til þess aö koma á almennum (riðt og samstarfi rmfli þjóða,“ segir Igof N. Krasavin, sendiherra Sovét- rikjanna að tokum viö lesend- ur Alþýöublaðsins. Trá Tækniskóla íslands Um nám sem hefst í janúar 1988. Rekstrardeild: a) S1. fyrsta önn af níu á námsbraut í iðnaðartækni- fræði; þriðju önn (S3) lýkur með námsstiginu iðnrekstrarfræðingur. í S1 er FULLSKIPAÐ. b) S3S. ein viðbótarönn fyrir iðnfræðinga, útvegs- tæknao. fl. til lokaprófs í iðnrekstrarfærði. c) S4. fjórða önn af níu s. br. a). Þessi nýjung er aug- lýst með fyrirvara um heimild í næstu fjárlögum. d) í samvinnu við rafmagnsdeild og í samráði við Rafmagnseftirlit ríkisins er áætlað kvöldnám sem dreift verðurátværannirtil löggildingarfyr- ir rafverktaka. Á haustönn 1988 er áætlað að bjóða þessa menntun í dagskóla og Ijúka henni á einni önn. í FRUMGREINADEILD er hægt að hefja nám eða koma inn á síðari stig á fjögurra anna námsbraut til raungreinadeildarprófs. Fullnægjandi umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans (s. 91-84933) að Höfðabakka 9.112 Reykjavík, fyrir 23. nóv. n. k. Nemendur komi til viðtals 6. jan. en reglubundin kennsla hefst fimmtudag 7. jan. 1988. Rektor Flutningar Tilboðóskast í flutningaátímabilinu 1. des. ’87 — 1. sept. '89 á um það bil 1140 tonnum af áfengi og tó- baki frá Reykjavík til útsölustaða ÁTVR á ísafirði, Siglufirði, Seyðisfirði og Selfossi. Gert er ráð fyrir vikulegum ferðum. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, og tilboð verða opnuð á sama stað í viðurvist viðstaddra bjóð- enda kl. 11:00 f.h. 23. nóvember n. k. INNKAUPASTOFNUN FSIKISINS Borgartuni 7. simi 26844 Auglýsing frá landbúnaðarráðuneytinu um innflutning jólatrjáa Að gefnu tilefni vekur ráðuneytið athygli á því, að samkvæmt 42. grein laga nr. 46/1985 er innflutningur jólatrjáaóheimill, nemameð leyfi landbúnaðarráðu- neytisins. Landbúnaðarráðuneytið, 5. nóvember 1987. Tvö-falt s/f Ódýrari hús Betri hús Varanleg hús Sumar-hús — og getaverið gróðurhús um leið. Tvö-falt s/f, sími 46672 Munið að gera skil í ferða- happdrættinu Dregið veröur 10. nóvember F ramkvæmdast jóri Afþýduflokksins Rannsóknarstyrkir úr minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs J. Bjarnasonar Ákveðið hefur verið að auglýsa til umsóknar styrki úr ofangreindum sjóði, samtals að upphæð ein milljón króna. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans 1) að styrkja kaup á lækninga- og rannsókn- artækjum til sjúkrastofnana. 2) að veita vísinda- mönnum í læknisfræði styrki til framhaldsnáms eða sjálfstæðra vísindaiðkanna. Rannsóknir á krabbameinssjúkdómum sitja að jafnaði fyrir um styrkveitingar. Umsóknum, ásamt ítarlegum greinargerðum skal skilað til Landlæknis, Laugavegi 116, 105 Reykja- vlk, fyrir 31. desember 1987. Sjóðstjórn. Reykjavík, 4. nóv., 1987. Verkfræðingar tæknifræðingar Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða raf- magnsverkfræðing eða tæknifræðing til starfa við áætlanagerð við raforkuvirki. Kunnátta í Fortran-for- ritun æskileg. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og m. a. aðgang að stóru tölvukerfi, sem nota má við áætlanagerð. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri I síma 686222. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Atvinnuauglýsing Þrjár stöður á Veðurstoðu íslands eru lausar til um- sóknar. 1. Staða deildarstjóra við snjóflóðavarnir. Umsækj- andi þarf að hafa „Master“ próf í veðurfræði eða jarðeðlisfræöi eða samsvarandi menntun. 2. Staða fulltrúa á skrifstofu Veðurstofunnar. Um- sækjandi þarf að hafa góða íslenskukunnáttu og æfingu í vélritun. Kunnáttu í ensku og einu Norð- urlandamáli æskileg. 3. Staða rannsóknarmanns hjá Veðurstofunni á Keflavíkurflugvelli. Umsækjandi þarf að hafa lok- ið samræmdu prófi eða samsvarandi menntun. Búseta í Keflavík eða Njarðvíkum áskilin. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aidur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 20. nóvember 1987. Veðurstofa íslands Auglýsing Staðaframkvæmdastjóra við Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins er hér með auglýst laus til umsóknar. Framkvæmdastjóri skal sjá um fjárhagslegan rekst- ur stofnunarinnar og hafa umsjón með daglegum rekstri. Áskilið er að umsækjandi hafi menntun og starfs- reynslu á rekstrarsviði. Laun samkv. kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknir um stöðuna ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist félagsmálaráðuneyt- inu deild fyrir málefni fatlaðra — fyrir 1. desember n. k. Staða veitist frá 1. ianúar 1988 eða eftir samkomu- lagi. Félagsmálaráðuneytið 3. nóvember 1987.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.