Alþýðublaðið - 07.11.1987, Side 20
20
Laugardagur 7. nóvember 1987
ALÞÝÐUBLAÐIÐ AÐ TJALDABAKISTJÖRNUSTRÍÐSINS
Ingólfur Margeirsson skrifar
í
AÐ STJÓRNA STJÖRNUSTRÍÐI
5. grein
HERINN
Geimvarnaráœtlun Bandaríkjanna — SDI
(Strategic Defense Initiative), oft nefnd Stjörnu-
stríð Reagans forseta, er og verður ein umdeild-
asta hernaðarákvörðun Bandaríkjanna á síðari
árum og hefur valdið miklum usla í alþjóðlegum
stjórnmálum. Nýverið ferðaðist ritstjóri Al-
þýðublaðsins um þver og endilöng Bandaríkin,
heimsótti helstu staði sem tengjast áœtluninni
og rœddi við ráðamenn, vísindamenn og vopna-
framleiðendur. Fjórar fyrri greinar birtust
laugardagana 10. okt., 24. okt. og 31. okt.
Huntsville, Alabama (Alþýðublaðið)
Rauð tígulsteinsbyggingin er tvílyft. I anddyrinu
verðum við að afhenda Ijósmyndavélar og upp-
tökutœki. Hermenn ganga með okkur eftir spegil-
bónuðu, dúklögðu gólfi, inn Ijósgrœna ganga. Á
veggjunum hanga skilti með ströngum reglum. Hér
er allt hernaðarleyndarmál. Mér er tjáð að ef ég
vilji bregða mér á náðhúsið, þurfi ég herfylgd.
Þetta er stjórnstöð geimvarna Bandaríkjahers;
hjarta aðgerða hersins ef geimvarnaráœtlunin fer í
gang. Hin mismunandi geimvarnarvopn sem fyrir-
tœkin eru með á teikniborðunum, eru rannsökuð
hér. Og hér eru öll gögn yfirfarin, skilaboð og upp-
lýsingar metnar og sett í kerfi til að ráðamenn geti
tekið réttar ákvarðanir ef til stríðs kemur. Hér
enda hinar mörgu og flóknu línur stjörnustríðsins í
einum sameininlegum hnúti.
Þetta hlutverk stjórnstööv-
arinnar er oft nefnt í fjórum
lykilorðum: Bardagastjórn,
upplýsingatengsl, eftirlit og
skipun. Hlutverk stöðvarinnar
er einmitt það sem menn ótt-
ast mest að fari úrskeiðis í
stjörnustríði; að samhæfa
allt kerfið og gera það að ein-
um órjúfanlegum skildi gegn
árásum kjarnaflauga.
Fjölbreyttar
rannsóknir
Bandaríkjaher er sá aðili
sem leggur mest að mörkum
i geimvarnaráætluninni.
Rannsóknir stjórnstöðvar
geimvarna Bandaríkjahers
fara aðallega fram hér í
Huntsville í Alabama. Hér eru
allflestir hinna 1154 starfs-
manna stjórnstöðvarinnar
staðsettir og að störfum,
þótt aðalskrifstofan sé í
Washington D.C. Fyrir utan
rannsóknirnar í Huntville,
starfrækir stjórnstöð hersins
tilraunastöðvar á Kwajalein
Atoll á Marshall-eyjum í
Kyrrahafi. Þaðan hefureld-
flaugum verið skotið á loft
sem skotnar hafa verið niður
af stjórnstöð hersins með
gagnflaugum sem sendar
hafa verið frá Bandaríkjunum.
Stjórnstöð geimvarna Banda-
rlkjahers fær um þriðjung af
framlögum Bandarlkjaþings
til geimvarnaráætlunarinnar,
eða um einn milljarð dollara
á ári. Þessa stundina er aðal-
áherslan lögð á rannsóknir á
ýmsum geimvarnarkerfum
eins og HEDI-flaugarnar sem
eiga að skjóta niður kjarna-
odda sem komnir eru í gegn-
um gufuhvolfið og eru í efstu
lögum andrúmsloftsins. Þá
eru stundaðar hér miklar
rannsóknir á ERIS-flugunum
sem hafa það hlutverk að
skjóta niður kjarnaodda í
geimnum, og hér eru rann-
sökuð leysigeislavopn, skynj-
arar og radarar. Þá eru gerðar
hér miklar rannsóknir á eld-
flaugavörnum í Evrópu og
breytileika i hertækni.
Werner Von Braun
mætir til leiks
Huntsville er f norðanverðu
Alabama-fylki. Héreru aðeins
baðmullarekrur og soja-
baunaakrar. En hvers vegna
skyldi miðstöð tilrauna og
rannsókna Bandaríkjahers á
geimvörnum vera staðsett í
hitastækju afskekkts fylkis
Suðurríkjanna? Svarið er
Werner Von Braun. Ef lesend-
ur muna ekki nafnið, þá skal
það rifjað upp að Werner Von
Braun var þýski visindamað-
urinn sem fann upp V 1 og
V 2-flaugarnar fyrir Hitler í
síðari heimsstyrjöldinni. Að
loknu stríði hófst kapphlaup
Bandankjamanna og Rússa
um þýsku vísindamennina
sem stóðu á þröskuldi nýrra
tíma með hugmyndir og
teikningar að kjarnorku-
sprengjunni og eldflaugum.
Bandaríkjamenn hrepptu Von
Braun og helstu aðstoðar-
menn hans sem héldu til á
eyjunni Pinemunde, þaðan
sem þeir sendu flaugar sínar
á London. Werner Von Braun
og félagar voru sendir til
Mexíkó og þaðan til Banda-
ríkjanna þar sem þeir hófust
handa við að gera tilraunir
með eldflaugar. Á næstu ár-
um lögðu þeir grunninn að
geimflaugaáætlun Bandaríkj-
anna.
Wagner í stað
negrablús
Wemer Von Braun ferðað-
ist um Bandaríkin í lok
fimmta áratugarins og leita<^:
að heppilegum stað þar sem
tilraunir með geimflaugar
gætu farið fram. Hann rakst
á Huntsville, litið þorp í Ala-
bama sem lifði á baðmullar-
framleiðslu og sojabaunum.
Fjöllin minntu Von Braun á
Þýskaland og hér var friður
og einangrun. Huntsville varð
fyrir valinu. Á komandi árum
fluttu ekki aðeins þýsku vís-
indamennirnir og fjölskyldur
þeirra til Huntsville, heldur
allir helstu visindamenn
þjóðarinnar sem störfuðu að
geimflaugaáætluninni. Á
skömmum tíma breyttist
Róbert L. Stewart er fyrrum þyrluflugmaöur i Vietnam og geimfari (m.a.
flugstjóri geimferjunnar). Hann er nú aðstoðaryfirmaður stjórnstöðvar
geimvarna Bandaríkjahers.Hann segir við Alþýðublaðið að geimvarnar-
áætlun Bandaríkjamanna sé i stöðugum framförum með tilliti til tækni-
þróunar.