Alþýðublaðið - 07.11.1987, Qupperneq 21
Laugardagur 7. nóvember 1987
21
Huntsville er baömullarþorpið sem Werner Von Braun og aörir þýskir vísindamenn breyttu i 150 þúsund manna miðstöð fyrir geimvisindi. Hér er stærsta geim- og eldflaugasatn
Bandarikjanna — The Space and Rocket Center. Og hér er stjórnstöð geimvarna Bandaríkjahers sem fæst fyrst og fremst viö rannsóknir á vopnum og samhæfingu upplýsinga og
tölvugagna.
Huntsville úr 15 þúsund
manna bæ í 150 þúsund
manna borg. í dag er Hunts-
ville líkt og lifandi safn geim-
ferðaog geimvísinda. Hér er
stærsta geimsafn Bandaríkj-
anna og hér snýst öll tilveran
um eldflaugar og geimferðir.
En hérereinnig einkennileg
samsuða allra þjóðerna, þótt
Þjóðverjarnir séu langsterk-
astir í bæjarmyndinni.
Hér er til dæmis stórkost-
legt óperuhús með afbragð-
góðri sinfóníuhljómsveit.
Hvers vegna? Jú, Werner Von
Braun og félögum leiddist að
hlusta á negrablús að lokinni
vinnu, reistu óperuhús og
fluttu inn þýska listamenn
sem urðu kjarni sinfónlu-
hljómsveitarinnar. Ég þorði
ekki að spyrja hvort þeir
hefðu aðallega hlustað á
Wagner.
Og hér er stjórnstöð geim-
varnaráætlunar Bandaríkja-
hers.
Víetnamhermaður og
geimfari
Yfirmaður stjórnstöðvar-
innar er staðsettur I
Washington D.C. En aðstoðar-
yfirmaðurinn er staðsettur
hér I Huntsville og er æðsti
maður á svæðinu. Hann heit-
ir Robert L. Stewart og er titl-
aður hershöfðingi. Hann er
lágvaxinn, dökkhærður mað-
ur og aðeins 45 ára að aldri.
Stewart hefur þó langan og
óvenjulegan feril aö baki.
Hann hefur háskólapróf í
stærðfræði og magisterpróf I
geimvísindum og langan feril
í hernum þar að auki, meðal
annars sem þyrluflugmaður í
Víetnam-stríðinu í hörðum
átökum með meira en eitt
þúsund flugtlma að baki.
Stewart er ennfremur geim-
fari. Hann hóf þjálfun hjá
NASA 1978 og hefur tvívegis
flogið geimferjunni. Hann
hefur 289 tíma i geimnum að
baki og var fyrsti maðurinn
sem sveif um í geimnum,
óbundinn við geimfar.
Robert L. Stewart er þó
ekki svalur maður aö sjá.
Hann er hæverskur og geð-
ugur og talar lágum rómi
þegar hann útskýrir að
stærsta augnablik lifs síns
hefði verið að svífa frjáls um
geiminn.
Stewart og félagar hans
við stjórnstöðina voru trúaðir
á mátt geimvarnaráætlunar-
innar. En hins vegar treystu
þeir sér ekki til að segja ná-
kvæmlega fyrir hvernig geim-
varnarvopnin verkuðu í smá-
atriðum. „Við vitum til dæmis
ekki hvort að kjarnaoddarnir
springa eða ekki, þegar skot
okkar hitta þær,“ segir Sam
Liberatore ofursti við Alþýðu-
blaðið. „Við erum að rann-
saka þessa hluti.“
Það er margt sem er óreynt
í geimvarnaráætluninni. „En
við erum alltaf að fikra okkur
áfrarn," segirTom Chapman
ofursti við Alþýðublaðið.
„Það er hægt að setja margs
konar stríðsleiki í gang í tölv-
um en viö höfum einnig skot-
ið eldflaugum á loft og skot-
ið þær niður með öðrum
flaugum. Og það gerir okkur
kleift að rannsaka særanleika
kerfisins.“
Hve öruggt er kerfið?
Særanleiki kerfisins er
stórt vandamál. Geimvarnar-
kerfi sem staösett yröi að
stórum hluta í geimnum er
auðvelt skotmark fyrir
sovéskar eldflaugar. Og
geislavirkni við sprenginu í
geimnum gæti haft mikil
skekkjuáhrif á skynjara og
tölvubúnað. „Við verðum að
geta varið kerfið í geimnum,“
áréttar Chapman.
Geimvarnirnar verða bæði í
höndum flughersins og land-
hersins. Flugherinn sér um
átök í fremstu varnarlínu en
landherinn í þeirri aftari,
þ.e.a.s. þegar og ef kjarna-
oddarnir hafa sloppið í gegn-
um geiminn og nálgast
bandaríska jörð.
„Við verðum að búa til kerfi
þannig að við getum varist
yfir eigin landi og ekki að-
eins í geimnum,“ segir dr. Ed
Wilkinson viö Alþýðublaðið.
Hann er einn þeirra vlsinda-
manna í Huntsville sem hafa
þróað rannsóknirnar á gagn-
flaugum sem hitta árásar-
flaugarnar, hinar svonefndu
HOE-tilraunir (Home Overlay
Experiment). Eg spyrWilkin-
son um þá staðhæfingu and-
stöðunnar við geimvarnarætl-
uninni, að þetta kerfi sé
ónothæft nema að óvinurinn
sé samvinnufús.
„Það er af og frá,“ segir dr.
Wilkinson. „Við tökum eitt
skref I einu. Við þekkjum
hraða og feril flauganna og
getum sent gagnflaugar sem
hitta vegna þess að óvinur-
inn er háður sömu eðlis-
fræðilögmálum og við.“
Tölvustríö
Land- og flugher Bandarlkj-
anna gerir aðallega rann-
sóknir á gæðum geimvarnar-
vopnanna í tölvum. Vopnin
eru enn á teikniborðum
vopnaframleiðendanna en
upplýsingar og gögn um þau
eru nægileg svo að herinn
geti búið til forrit sem sýnir
þol þeirra og snerpu og sann-
reynt kerfið I tölvum. „Vió
höfum leikið fleiri stríðsleiki
á tölvum en ykkur órar fyrir,“
segir dr. Wilkinson við Al-
þýðublaðið.
„Hlutverk okkar er að kom-
ast að því hve mikill eyðing-
armáttur þessara vopna er,“
segir M. T. Capps sem vinnur
við stjórnstöðina. „Við erum
fyrst og fremst að rannska
árekstarvopn en munum
einnig rannsaka geisla- og
rafeindavopn."
Eitt af vandamálum stjórn-
stöðvarinnar eru tölvurnar. Til
að geimvarnarkerfið eigi að
ganga upp, þarf geysilega
sterkar tölvur sem geta unnið
úr miklum upplýsingum á
augabragði. Þær tölvur sem
sterkastar eru í dag, tilheyra
svonefndu fjórðu kynslóð
tölva. Þeir sérfræðingar sem
Alþýðublaðið talaði við í
Huntsville, álitu að þær tölv-
ur sem gætu unnið úr hinu
mikla magni gagna og upp-
lýsinga frá geimnum í
stjörnustríði, yrðu að vera af
fimmtu eða sjöttu kynslóð
tölva. Fyrir tölvufrík má nefna
að öflugustu tölvur i dag
vinna úr gögnum frá geim-
ferjunni. Þær afgreiða 50
megabæt á sekúndu. Á rann-
sóknastofum hafa vísinda-
menn náð 1000 megabætum
á sekúndu. En ef vinna á úr
gögnuin ( stjörnustríði þurfa
menn tölvur sem vinna á
mörg hundruð sinnum meiri
hraða en rannsóknastofutölv-
urnar.
Erum eins og
Henry Ford
Hin tæknilegu vandamál
geimvarnaráætlunarinnar eru
því mörg. Andstæðingar
geimvarnaráætlunarinnar
halda því fram aö ýmsir þætt-
ir tölvutækninnar, eins og
hugbúnaðurinn, séu langt frá
því að vera það þróaðir að
dæmið gangi upp.
„Við viljum ekki hugsa
svona,“ segir yfirmaður við
stjórnstöðina að nafni
Mitchell við Alþýðublaðið.
„Við viljum hugsa eins og
Henry Ford. Allir sögðu: Það
er ekki hægt að búa til bíla á
viöráðanlegu veröi, þvl fram-
leiösla hvers og eins er of
flókin og dýr. Og þegar allir
voru sannfærðir að bllafram-
leiðsla og bllakaup væru að-
eins fyrir fáa og rlka, þá bjó
Ford til færibandið. Þar með
gátu allir keypt bil á viðráð-
anlegu verði.“
Dr. Ed Wilkinson er einn þeirra vísindamanna í Huntsville sem tókst aö hitta eldflaug með annarri eldflaug
í ERIS-tilrauninni 1984. Hann stendur hér viö likan af þeirri flaug. Hann segir viö Alþýðublaðið: „Við verðum
að geta varist yfir eigin jörð jafnframt því sem við verjumst í geimnum."