Alþýðublaðið - 14.11.1987, Side 6

Alþýðublaðið - 14.11.1987, Side 6
6 Laugardagur 14. nóvember 1987 Sálgœsla á sjúkrahúsum: Fáar ef nokkrar þjóðir búa við eins góða heilsu- gæslu og íslendingar. Tölur segja sína sögu: Fjöldi lœkna á hverja þúsund íbúa, dánartíðni með því allralœgsta í heimi og meðalaldur upp úr öllu valdi miðað við önnur lönd hvort sem er í austri eða vestri. En tölur segja aðeins hálfan sannleikann: Ham- ingja og vellíðan verður ekki mœld í tölum. Á síð- ustu árum hafa fylgikvillar velmegunarinnar látið Ijós sín skína, einsemd, samstöðuleysi og hvers kyns ófullnœgja. Sífellt stœrri hluti þjóðarinnar kemst á ellilauna- aldur. Þeim tímamótum fylgir oft öryggisleysi og jafnvel vonleysi. Að verða „löggilt gamalmenniu þýðir m.a. að þín er ekki óskað sem vinnuafls. Mörgum öldungum finnst beinlínis að þeim sé hafnað af samfélaginu. Fleiri einkenni velmegunarinnar gera vart við sig. Börnum fœkkar í fjölskyldum, einstœðingum fjölgar, kynslóðabilið verður meira af því að ömmum og öfum er kippt út úr samhengi fjöl- skyldunnar, hjónaskilnuðum fjölgar, mengun hótar mannlífi o.fl. Við könnumst við framangreind einkenni úr nán- asta umhverfi. Þetta hefur verið að gerast á síðustu áratugum - sumt hœgt og bítandi, annað án þess að gera boð á undan sér. Sjálfsagt mœtti fullyrða með sanni að við höfum hlaupið fleiri þrep í þró- unarsögu mannsins á árunum eftir stríð en nokk- urn tíma verða fetuð um ókomnar aldir. Við reynd- um framan af að „beisla,, framfarirnar með meiri tœkni. Stofnanir þjóðfélagsins voru þannig upp- byggðar. Mœlistikan var hagkvœmni. Ekki síst á sjúkrahúsum Sjúklingurinn var eins og hvert annað hráefni. Inn lagð- ur veikur - út átti hann aö koma frlskur. Tækninni skyldi beitt til hins ýtrasta. Full- komnust voru sjúkrahúsin, þar sem hver var á slnum bás og sérhæfingu beitt fram I rauöan dauðann. Aðeins eitt virtist gleymast (lækningunni: Manneskjan sjálf. Á slðari árum hafa menn verið að vakna við drauminn um fullkomnun. Starfsfólk á sjúkrastofnunum hefur oröið vart við þörfina á andlegri að- hlynningu mitt I alveldi tækn- innar. Það finnur fyrir van- mætti. „Við þurfum ekki bara að sinna sjúklingnum," segir • Kristín Davíðsdóttir hjúkr- unarfræöingur á gjörgæslu- deild, „ heldur og ekki siður . ættingjum, aðstandendum, sem þurfa aöhlynningu. Og svo reynir ekki síður á starfs- fólkið, segjum þegar barn eða unglingur deyr I höndun- um. á okkur.“ Á siöari árum hafa heil- brigðisstofnanir ráöið presta til að takast á við hina and- legu hlið. Sr. Jón Bjarmann hefur sinnt þessu meðal annarra, og á Borgarspítalan- um og stofnunum hans er sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkra- húsprestur. „Hlutverk mitt er að losa fólk við óttann. Ég styð fólk þar sem það er statt. Við inn- lögn á spftala er það oft kvlð- ið, þvl aö það veit ekki hvað er framundan. Það er margt sem hjálpar aö ná til fólks, ekki slst að gefa sér tlma og hlusta á. Leyfa fólki að horf- ast I augu við vandann og skoöa hann.“ „Okkar kynslóð er meiri hœtta búin, vegna þess að hún hefur ekki þá sam- stöðu og skilning á lífinu sem forfeð- urnir höfðu,“ segir sr. Sigfinnur Þor- leifsson. Ekki tími tii að deyja „Mér finnst stundum að þjóöfélagiö stilli fólki upp við vegg,“ segir Elísabet Ingólfs- dóttir, geðhjúkrunarfræðing- ur. „Annað hvort stendur þú þig eöa þú ert einskis virði. Það er eins og það gleymist i nútlmanum að við höfum til- finningar og væntingar. Við gleðjumst og þjáumst. Áður fyrr hafði fólk meiri tima fyrir sjálft sig og fyrir fjölskyld- una. Konur sem voru heima höfðu tima fyrir gamla fólkið inni á heimilunum. Fólk veiktist heima, það jafnvel dó heima. Þessum kafla virðist lokið." Kristln hjúkrunarfræðingur er á sama máli: „Það er svo skrýtið að fólk á held ég erfiöara með að skilja dauð- ann I dag en áöur. Það er eins og fólk megi ekki vera aö þvl að deyja. Enginn deyr lengur heima hjá sér, þvl að allir eru úti að vinna. Þess vegna verður sjúkt fólk að vera á spltulum - jafnvel þó að bati hafi fengist. Ég man vel eftir gamalli konu, sem var I miklu uppáhaldi hjá okkur. Um jólin mátti enginn vera að að taka gömlu konuna heim. Allir vilja hafa frl, þegar fólk á frl - llka frá ættingjunum." Sr. Sigfinnur kynnti sér m.a. starf aldraðra á sjúkra- húsum I Bandarlkjunum fyrir nokkrum árum. Hann segir að vegna þess aö gamla fólk- ið sé oft komið til þess að vera á sjúkrahúsunum verði það eins og söfnuöur. Sig- finnur tekur undir með Krist- Inu og Ellsabetu um sam- stöðuleysið. „Fólki finnst það vera meira eitt og skiliö eftir. Það sé enginn sem skilur það. Ég held að fólk finni minna til samstöðu I dag. Hér áður mótaði missirinn svo mikiö lífiö. Það eignaðist barn og það reyndi aö dánar- tlðni barna var mjög há. Það var ekki undan þessu vikist. Fólk varð að gera upp við sig. Það fann samstöðu meö öðr- um, en samstaða er okkar leiö til að deila byröum og til þess að ná sáttum.“ Að vera náungi Af viðtölum viö hjúkrunar- fólk er augljóst að starf prestsins á sjúkrahúsum er mikilvægt. Lilja Haróardóttir er hjúkrunarfræðingur á slysadeild. Hún segir að hin andlega umönnun hafi breyst mikið meö sr. Sigfinni. Lilja minnist sérstaklega á hinn aðilann, þegar slys ber að höndum. „Það gleymist oft aö sá sem ekki slasast en er valdur að slysi, á erfiðar stundir. Þetta fólk lendir oft f mikilli andlegri kreppu. Þá er gott að hafa prestinn sem getur aðstoðað. Eins er það llka hér á slysadeild. Hjúkrunar- fólk verður kannski að sinna sjúklingnum að fullu I nokkra klukkutlma. Aðstandendur verða þá útundan. Þá er ó- metanlegt aö Sigfinnur sé I kallfæri á spítalanum og þekki aöstæður." „Ég hlusta eftir andlegri neyð,“ segir sr. Sigfinnur. „Hef þau úrræði sem kirkjan hefur haft: Hinn kristna arf, sem felur I sér m.a. hugmynd um hvað sé rétt og rangt. Við erum mótuð af kristnum við- horfum og það hefur áhrif á Það er eins og fólk megi ekki vera að því að deyja allt okkar llf. Jafnvel þó aö okkur finnist viö litlir trú- menn eða jafnvel engir trú- menn, þá hugsum við og ályktum eins og kristnar manneskjur. En ég er ekki I boðunarstarfi, heldur mæti ég fólki þar sem þörfin er. Þar með sinni ég verkefni sem okkur öllum er falið: Að reynast öörum náungi." Að vera • ekki bara að gera Hvað felst I sálgæslu á sjúkrahúsi? Sálgæsla er umhyggja fyrir öörum. Við eigum að vera opinn og næm fyrir þörfum skjólstæðingsins, hlusta og sýna umhyggju og skilning, segir sr. Sigfinnur. „Umönnun er að vera en ekki bara að gera. Maður finnur hversu mikils virði það er aö koma „I erindisleysu" að spjalla við fólk án sýnilegs tilgangs. Þá erum við „að vera„ og sköp- um um leið traust. Fólk sem vinnur að heilbrigðisstörfum vinnur undir miklu álagi m.a. vegna manneklu. Það finnur að það hefur ekki tlma til að vera hjá sjúklingnum. Talað er um að lækna og llkna (care og cure á ensku). Þaö skiptir máli fyrir þá sem ekki fá lækningu að þeir fái líkn. Líkn er sáttargjörð. Þaö að sætta sig við hluti sem mað- ur fær ekki breytt en lika að takast á. Binda um sárin og reyna að hlúa og lækna og fara nærfærnum höndum um persónuna." Sárin grói vel Við veröum fyrir stöðugu áreiti daginn út og inn. Fjöl- miðlar láta engan I friði. Er það samt þannig að viö höf- um kannski enn meiri þörf fyrir að það sé talað við okkur augliti til auglitis? Og að við séum enn óuppgeröari gagnvart llfinu og tiígangi þess? Sr. Sigfinnur: „Það er sitt- hvað aö fá fræðslu I útvarpi eöa sitja hjá öðrum og tala við og skapa andsvar. Það er aðferö sálgæslunnar - að nálgast manninn. Það kemur manni ekki sérstaklega á óvart, þó að miðaldra fólk og yngra sem meðal annars er alið upp við fjölmiðlana hafi margt ekki uppgerða llfssýn. Menn hafa kallað þetta „hálf- velgju.“ Þú ert hvorki kaldur né heitur. Það er þessi hópur sem liggur I miöjunni sem á margt óuppgert, kvlðafullt, friðlaust og býr við mestan dauðageig. Það hefur llfssýn en er samt hvikult. Þaö er eins og grunnurinn hafi ekki verið lagður. Þetta fólk skort- ir kjölfestu sem fólk hefur sem lifði I bændasamfélag- inu. Það er náin snerting við náttúruna, reynslan og trúin sem veita. Missir er alltaf sár, en I gamla samfélaginu fæddust menn og dóu heima. Þetta var ekki aðgreint eins og I dag heldur hluti af llfinu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.