Alþýðublaðið - 14.11.1987, Side 10
10
Laugardagur 14. nóvember 1987
MÞMMÐIÐ
Sími: 681866
Útgefandi: Blaö hf.
Ritstjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Blaöamenn:
Umsjónarmaöur
helgarblaös:
Ingólfur Margeirsson.
Jón Daníejsson.
Ingibjörg Árnadóttir, Kristján Þorvaldsson og
Sigríöur Þrúöur Stefánsdóttir.
Þorlákur Helgason.
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson.
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir, Eva Guömundsdóttir,
Þórdís Þórisdóttir, Olöf Heiöur Þorsteinsdóttir
og Guölaugur Tryggvi Karlsson.
Setning og umbrot:
Prentun:
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaöaprent hf., Slðumúla 12.
Áskriftarslminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga,
60 kr. um helgar.
ÞJOÐVILJINN
FÉLL Á PRÓFINU
Hvers vegna stóðst Þjóðviljinn ekki prófið? Því er fljót-
svarað. Þaðervegna þess að Þjóðviljinn varog er pólitísk-
ur miðill. Fréttir Þjóðviljans bera alltof oft pólitískan blæ
og oftar en ekki hafa blaðamenn þar á bæ persónulegar,
pólitískar skoðanir sem þeir hika ekki við að bera á borð
í fréttum sínum. Þjóðviljinn, hefð sinni trúr, þurfti þess
vegnaekki að bíðaeftirstaðfestingu áruglinu í fréttaritara
Ríkisútvarpsins í Osló. Þetta var pólitískt hagstætt mál:
Fyrrum forsætisráðherra krata hafði náið samstarf við
CIA. Alþýðubandalagið undir nýrri forystu Ólafs Ragnars
hefur þegar hafið brýningu kutanna gegn Alþýðuflokkn-
um. Þarna kom gamalt mál sem gæti varpað dökkum
skugga á krata: Sýna þjóðinni hvers konar hyski þeir hafa
alltaf verið, landráðamenn og ofsóknarmenn kommún-
ista. Mennirnir sem seldu landið. Og ruglið varð að stór-
pólitískri árásarfrétt, þar sem traðkað var á minningu lát-
innaforystumanna. Þannig máttu aðstandendurog gaml-
ir vinir Stefáns Jóhanns Stefánssonar lesa í Þjóðviljanum
í nokkra daga að fyrrum forsætisráðherra hefði verið
handberi CIA og hinn versti landráðamaður. En nú hefur
sannleikurinn komið í Ijós, og fjölmiðlar farnir að birta
staðfestar fréttir af innihaldi skjalanna, þar sem Stefáns
Jóhanns er hvergi getið. Hvað ætlar Þjóviljinn nú að gera?
Ætlar hann að birta afsökunarbeiðni til aðstandenda
Stefáns Jóhanns?
Sannleikurinn um meint samsæri Stefáns Jóhanns
Stefánssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Al-
þýðuflokksins og bandarísku leyniþjónustunnar á árun-
um eftir stríð, virðist vera komið á hreint. Norski sagn-
fræðingurinn Dag Tangen sem kannað hefur bandarísk
skjöl frá þessum tíma, og gefið fréttaritara Ríkisútvarps-
ins í Osló og ritstjórn Þjóðviljans tilefni til níðfrétta um
látna íslenska forystumenn, hefur nú leyst frá skjóðunni.
í viðtali við DV í gær, segir Tangen að hann hafi séð bréf
í skjalasafni frá forsetatíð Harry S. Truman þar sem segir
að Stefán Jóhann Stefánsson hafi verið í samstarfi við
bandarísk yfirvöld. Það eru aldeilis stórmerkilegar sagn-
fræðilegar uþpgötvanir. Síðan segir Tangen við blaðið að
hann eigi ekki afrit af bréfinu, hann muni ekki hverskrifaði
það né hvenær það var dagsett. Þetta eru heimildirnar
sem fréttaritari Rlkisútvarpsins í Osló og Þjóðviljinn hafa
unnið út frá. Þá hefur það einnig komið fram í fjölmiðlum,
að Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra hafi feng-
ið afrit af skjölum Norðmannsins og er þar hvergi minnst
á Stefán Jóhann Stefánsson. Þjóðviljinn tók einn upp
endaleysuna úr fréttaritara Ríkisútvarpsins í Osló. Allir
aðrir fjölmiðlar tóku þá ákvöröun að bíða með fréttaflutn-
ing uns þeir væru vissir um staðreyndir í málinu, en þær
virtust mjög á reiki og upplýsingum barekki saman. Þess
vegna stóðust allir fjölmiðlar þetta próf. Allir nema Þjóð-
viljinn.
Hjörleifur Guttormsson stóðst heldur ekki mátið og hóf
utandagskrárumræðu um málið á Alþingi með Atómstöð-
ina (annarri hendinni. Hann féll einnig á prófinu. Hins veg-
ar er það rétt ályktun hjá utanríkisráðherra, að hér á landi
eiga að gilda ákveðnar reglur um birtingu skjala og gagna
og að tímaviðmiðun sé svipuð og í Bandaríkjunum eða 25
— 30 ár. Við eigum öll rétt á að vita hið sanna í sögu okkar.
En almættið forði okkur frá söguskýringum Þjóðviljans.
ONNUR SJONARMIÐ
SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKURINN hefur ver-
ið í miklum þrenginum
undanfarin misseri og nú
koma flokksmenn brátt sam-
an til að ræða skýrsluna
miklu um hvað sé eiginlega
að flokknum. Ein skýring hef-
ur verið sú að fámenniskllka
lögfærðinga og efnamanna
sitji einráð í valdastóli Sjálf-
stæðisflokksins og hafi lítið
eða ekkert samneyti við
flokksmenn. Þessi kenning
hefur meðal annars verið rök-
studd með því að aðeins efn-
aðri flokksmenn hafi peninga
til að bjóða sig fram í próf-
kjöri flokksins. Pétur Sigurðs-
son sem stundum hefurverið
kallaður sjómaður, viðrar
þetta viðhorf í nýútkomnu
Þjóðlífi. Lesum hvað Pétur
sjómaður hefur að segja:
„Okkur, þessum „vesaling-
um“ úr verkalýðshreyfingunni
hefur vegnaö frekar illa i
prófkjöri innan Sjálfstæðis-
flokksins. Kostnaðurinn hef-
ur mikið að segja því að félag.
ar verkalýðshreyfingarinnar
hafa ekki ráð á þessu. Þeir
hafa enga sjóði að ganga í til
að reka kostnaðarsama próf-
kjörsbaráttu. Hins vegar hafa
ýmis fyrirtæki sem standa
straum af kostnaði annarra
frambjóðenda miklu betri
tækifæri til þess.“
Þá vaknar spurningin: Verð-
ur forysta Sjálfstæðisflokks-
ins í framtíðinni einungis úr
peningastétt?
ÓLAFUR RagnarGríms-
son er sjentílmaður og
heimsmaður. Það hefur kom-
ið best fram í því hve Ijúfur
hann er við sína nánustu ó-
vini. Hjörleifur Guttormsson
er til daemis ekki í vinsælda-
klúbbi Ólafs Ragnars, en
engu að síður fer Ólafur um
Hjörleif mjúkum höndum.
Eins og sannaðist best þegar
Hjörleifur sagði það helberan
þvætting að Ólafur Ragnar
hafi lagt fram tillögur í þing-
flokki Alþýðubandalagsins
haustiö 1982 um stjórnarslit.
Ólafur segir við Tímann að
Hjörleifur Ijúgi ekki vísvit-
andi. Þá vaknar auðvitað sú
spurning hvort að formaður-
inn nýi meini að Hjörleifur
Ijúgi alltaf óvísvitandi. En
það er önnur saga. Lesum
hvað Ólafur Ragnar hefur um
óvísvitandi lygi Hjörleifs að
segja:
„Hjörleifur er ekki að Ijúga
þegar hann vefengir þetta.
Hann ruglast á atburðarás-
inni í ágúst og í október. Það
er eðlilegt að hlutir skolist til
í minni manna á þetta löng-
um tíma.“
Já, það er margt sem skol-
ast til í meðförum þing-
manna Alþýðubandalagsins.
Að lokum þykir okkur fróð-
legt að lesa um viðhorf
manna til fiska. í Tímanum í
gær, þar sem stundum er
drepið á annað en stórvirki
utanríkisráðherra, heldur Ást-
ráður Ingvarsson hjá Loðnu-
nefnd þvi fram að loðnan sé
með víðáttubrjálæði. (Það
hefði náttúrlega þótt meiri
frétt ef blaðið hefði flutt þá
frétt að utanríkisráðherra
væri með víðáttubrjálæði).
En lesum sjónarmið Ás-
tráðs:
„Þeir biða nú bara eftir að
hann lygni, loðnan er uppi,
þó hún hafi staðið djúpt. Það
er eitthvað víðáttubrjálæði í
henni, hún er óútreiknanleg,"
sagði Ástráður Ingvarsson,
hjá Loðnunefnd í samtali við
Tímann í gær um loðnuveið-
arnar.
Alpýðnblaðlð
Franz
föðurbróðir.
Sagpsk kvikmynd í 6 páttum,
Ankamynd.
Sprenghlægileg Chaplins-
mynd i 4 páttum.
Siðasta síhb i kvild.
Hvernig stendur á pvi, aö ensk-
ir jafnaðarmonn skrifuöu h\erja
greinina á eítir annari i h!öö sin
uin, að ..kotrikin" Kanada. Suötir-
Afríka og Nýja-Sjáland a'ttu að
segja að fullu skilið við brezk
yfirráð, um sama leyti og for-
ráðamenn pessara pjóða sátu tund
i Lundúnum í fyrra sumar með
Georg konungi, Chamberlain,
Baldwin og fleirum?
Sumum pykir Eggert ekki nógu
^rtikill hávaðamaður i sðng. og
|K'ir um |iaö. En súlarstyrkur Egg-
erts og fin mjúklega dillandi rödd
láta einmitt i té sumt pað, s»‘m
engínn annar íslenzkur söngvari
á til í tigu sinni, Þess vegna ættu
sem flestir að nota pau fáu ta-ki-
fa'ri, sem geTast til aö hlusta á
söng hans.
Rtkardur Jónsxon.
Jafnaðamaimafélag
Islands.
Fundur annað kvfiíd (prifijud.) kl,
8 V* stundvislega..
1. Félagsmál.
2. Héöinn Valdimarsson hetur
umr. um húsnæðismálið.
3. önnur mál.
I.yftan i gangi frákl. 8.
Fjölsækið fundinn, félagarl
Stjéralæ.
Það borgar slg ekki
a» láta gera vifi gamla divana,
heldur kaupa ný)a með tækiber-
Uverði.
Aðalrtræti 1.
Skipafréttir.
’,,Goðafoss'- og „Nova" komu
að norðan i gærkveldi, „Nova"
frú Noregi. „Goöafoss" flutti mik-
ið síldarmjöl frá önundarfirði.
„Gu Ifoss" er væntanlegur aö vest-
an á fimtudagskvöldið.
Glimufélagifi Ármann
hefir nú lokið sumarstarfsemi
sinni og byrjar nú vetrarstarfió
undir eins nieð fullu fjöri eftir
aðalfund sinn, sem haldinn verður
annað kvöld i Iðnó kl. 8. 1 vet-
ur iðkar félagið islenzka glintu,
grisk-rómverska glimu, fimleika
og hnefaleik. og hefir Færustu
kennurum á að skipa i hverri i-
próttagrein. Sjá auglýsingu hér i
plaðinu i dag unt æfingatima.
PÓST- OG
SlMAMÁLASTOFNUNIN
Rafeindavirkjanám
lokaáfangi
Póst- og símamálastofnunin býöur raf-
eindavirkjanemum á 7. önn í bóklegt nám
og starfsþjálfun, sem hefst í byrjun janúar
1988.
Útskrifast þeir þá sem rafeindavirkjar frá
Póst- og símaskólanum eftir 13. mánuði.
Starfsþjálfun, sem er fólgin í uppsetningu
og viðhaldi á mörgum og mismunandi tækj-
um og kerfum, fer fram í ýmsum deildum
stofnunarinnar í Reykjavík og víösvegar um
landið.
Laun eru greidd á námstímanum.
Umsóknir, ásamt prófskírteini eöa staö-
festu afriti af því, berist Póst- og símaskól-
anum fyrir 10. desember n. k.
Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og
símaskólanum í síma 91-26000.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og
símaskólanum, hjá dyravörðum Lands-
símahússins við Austurvöll og Múlastöövar
viö Suðurlandsbraut og ennfremur á póst-
og símstöðvum.
Reykjavík 12. 11. ’87
Skólastjóri