Alþýðublaðið - 14.11.1987, Page 20

Alþýðublaðið - 14.11.1987, Page 20
20 Laugardagur 14. nóvember 1987 ALÞÝÐUBLAÐIÐ AÐ TJALDABAKISTJÖRNUSTRÍÐSINS Ingólfur Margeirsson skrifar 6. GREIN FRAMTÍOIN Geimvarnaráœtlun Bandaríkjanna — SDl (Strategic Defense Initiative), oft nefnd Stjörnu- stríð Reagans forseta, er og verður ein umdeild- asta hernaðarákvörðun Bandaríkjanna á síðari árum og hefur valdið miklum usla íalþjóðlegum stjórnmálum. Nýverið ferðaðist ritstjóri Al- þýðublaðsins um þver og endilöng Bandaríkin, heimsótti helstu staði sem tengjast áœtluninni og rœddi við ráðamenn, vísindamenn og vopna- framleiðendur. Greinin sem hér birtist er sú sjötta og síðasta í greinarflokknum um geim- varnaráœtlunina. Fyrri greinarnar fimm birtust laugardagana 10. okt., (VIÐHORFIÐ í PENTAGON), 17. okt., (ANDSTADAN), 24. okt., (VOPNA FRA MLEIÐEND URNIR), 31. okt., (VÍSINDA MENNIRNIR), og 7. nóv. (HERINN). Boston (Alþýðublaðið) Við sjáum eldflaugarnar hefja sig á loft. Þœr koma fyrst tvœr, síðan þrjár, fjórar, fimm og fer fjölgandi. Þœr teygja sig upp sem rauð strik, og áður en þær ná efstu lögum gufuhvolfsins, hefst gagnárásin. Leysigeislum er skotið frá stöðvum á jörðu niðri á spegla sem endursenda geislann á eld- flaugarnar svo þœr hrapa. Samtímis tekur varnar- kerfið í geimnum við og hefur árás á flaugarnar með leysigeislum og öreindaskotum. Sumar sleppa þó í gegn og komast út í geiminn þar sem þœr sleppa kjarnaoddum sínum lausum og stefnir hver oddur á mikilvægt skotmark í Bandaríkjunum og á Vesturlöndum. En hér taka nýjar varnir við; leysi- geislabyssur og öreindavopn og gagnárásarflaugar. Þœr fáu flaugar sem sleppa gegnum skothríð geimsins og tekst að koma inn í gufuhvolfið yfir Bandaríkjunum er gjöreytt á öruggan hátt af gagn- flaugakerfi og rafsegulbyssum. Fólskulegri kjarnorkuárás Sovétmanna hefur wrið hrundið. Stjörnustrlðið sem við erum vitni að, geisar á stór- um veggskermi i dauflýstum fundarsal MITRE - fyrirtækis- ins í Boston. MiTRE er rann- sóknarstofnun sem er að hluta til í eigu rikisins og gegnir mikilvægu hlutverki fyrir varnarmálaráðuneytið og herinn. Hér eru meðal annars stjörnustrið sett á svið með flóknum tæknibúnaði og tölvufrumskógi og hér eru gerðar áætlanir og útreikn- ingar hvernig slíkt stríð gæti farið fram og hvernig hægt sé að verjast kjarnorkuárás. Geimstríð á tölvum Þrír ofurstar frá flughern- um útskýra árásina meðan átökin eiga sér stað á risa- stórum skerminum. Löndin á norðurhveli jarðar eru dregin upp með grænum strikum á svörtum grunni. Eldlaugarnar eru rauð strik sem breytast úr punktum í langar línur eft- ir því sem árásin magnast. Að loknum tölvuleiknum eru menn ánægðir, árásin hefur verið stöðvuð, varnarkerfið hvergi brugðist og öll tækni- atriði gengið upp. Þó reyndar ekki alveg, því þegar sýningin átti að byrja, bilaði sýningartölvan og það tók um 20 mínútur áður en tækin fóru I gang. Það er um það bil sami tími og tekur að skjóta kjarnaeldflaug frá Sovétrlkjunum til Bandaríkj- anna. Þessi litla bilun var kannski smávlsbending um, hve hættulegt það er að eiga allt undir tölvutækninni kom- ið. Svona lítur stjörnustríðið út á tölvum Bandarlkjahers. En hvað um framtíðina? Verð- ur þetta stríð nokkurn tímann háð? Og mun það vera eitt- hvaö I líkingu við tölvustrlðs- leikina? Túlkun á gagnflauga- samningi Geimvarnaráætlun Banda- rlkjanna er byggð á þrepum. Fyrsta þrepið sem er rann- sókn á varnarkerfinu sem sllku, er nú hér um bil I höfn. „Við vitum I dag, að þaö er hægt aö framleiða og koma fyrir fullkomnu geimvarnar- kerfi, „ sagði opinbertals- maður Bandaríkjastjórnar I Washington DC við Alþýð'u- blaöið, „ og það er ekkert I vegi fyrir þvl að við stlgum næsta þrep sem eru tilraunir á varnarkerfinu." Bandarlkjamenn lenda þó I vandræðum ef þeir hefja beinar tilraunir með geim- vopn. Sllkar tilraunir væru túlkaðar af flestum sem brot á ABM - gagnflaugasamn- ingnum milli stórveldanna. Ef að tilraunir ættu að hefjast á fullu, yrðu Bandarlkjamenn að segja samningnum upp. Þriðja þrepið sem væri bygg- ing geimvopna og staðsetn- ing þeirra væri að sjálfsögðu skilyrðislegt brot á gagn- flaugasamningnum og kæmi ekki til nema með riftun samningsins. Það er meira að segja deilt um hvort fyrsta þrepið - rannsóknir á geimvopnum sé ekki brot á ABM - samningn- um. Bandarísk yfirvöld segja að svo sé ekki og höfða til vlðari túlkunar á samningn- um en andstæðingar geim- varnaráætlunarinnar halda því fram að rannsóknirnar séu brot á samningnum og vitna til þrengri túlkunar á samningnum. Hvað sem túlk- unum líður, eru rannsóknirn- ar löngu orðnar að staðreynd. En hvers vegna að halda uppi viðamiklum og kostnaðar- sömum rannsóknum á geim- varnarkerfi ef til framleiðsl- unnar mun kannski ekki koma? Þrýsingur á Sovétmenn Svarið er margþætt. Rann- sóknir á geimvarnarkerfi er auðvitað pólítískt vopn. Geimvarnaráætlunin kallará viöbrögð Sovétmanna. „Við viljum með þessu hjálpa Sovétmönnum að taka réttar ákvarðanir," sagði Abraham- son hershöfðingi yfirmaður geimvarnaráætlunar Banda- ríkjanna við Alþýðublaðið. Með öðrum orðum: Sovét- menn verða annað hvort að svara I sömu mynt eða freista afvopnunarleiða við samn- ingaborðiö. Sovétmenn eiga I miklum efnahagserfiðleikum og víst er að geimvarnarkerfi yrði þeim þungur baggi. Því er líklegra að þeir muni semja um algjört bann við kjarnorkuvopnum og freista þess að ná mörgum prikum I leiðinni fyrir friðarvilja. Þessi stefna er reyndar þegar farin að kristallast I glasnosti þeirra og vilja til afvopnunar og banni við kjarnaflaugum. Hagur fyrirtœkja Þá ber að nefna að geim- varnaráætlunin styrkirog heldur fram tengslum band- rískra auðfyrirtækja og hers- ins. Geimvarnaráætlunin velt- ir milljörðum dollara á rann- sóknastigi en áframleiðslu og uppsetningarstigi mun hún velta stjarnfræðilegum tölum. Fyrirtækin hafa keppst um að fá samninga við herinn um rannsóknirá geimvopnum og þáttum I geimvarnarkerfinu , bæði til að vera kominn með I leikinn ef stóra lottóhjólið fer I gang, til að hafa hagnað af rann- sóknarstiginu og til að hnýta . böndin betur við stóra við- skiptavininn, Bandarlkjaher. Þar að auki er alltaf von til þess að rannsóknir á geim- vörnum leiði af sér hliðar- uppgötvanir sem nýtast fyrir- tækjunum I annarri fram- leiðslu. Þar með hefur herinn fjármagnað kostnaðarsamar rannsóknir á vörutegundum sem eiga ekkert skylt við geimvarnir. Geimvarnaráætl- unin er einnig nátegnd iðn- væðingu geimsins og rann- sóknirnar mikilvægar fyrir fyrirtæki sem hyggjast fjár- festa I framtlð geimsins. Það er því eftir mörgu að slægj- ast fyrir fyrirtækin. Erfiðleikar Stóra spurningin er hins vegar nú sem fyrr: Mun kerfið virka? Þótt tölvuleikirnir gangi upp er ekki þar með sagt að raunveruleikinn verði eins. Hin opinbera stefna Reagans Bandaríkjaforseta er þó enn óbreytt: Geimvarnar- kerfið á að gera kjarnorku- vopnin úrelt og ónothæf. Kerfið á að tryggja „regnhlíf,, yfir Bandarlkin og Vestur- lönd. Fæstir trúa þessu I dag. Bæði I Pentagon og á æöstu stöðum I Washington er rætt frekar um hinn hern- aðarlega og ekki síst sál- fræðilega ávinning af geim- varnarkerfinu. Geimvarnar- kerfið er einfaldlega svo tæknilega flókið og viða- mikið að enginn þorir að segja með sönnu hvort það muni virka. Og ekki gefst

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.