Tíminn - 01.10.1967, Qupperneq 7
SUNNTJDAGUR 1. október 1967
TÍMINN
P
MRNÍ
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þóráirinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræti 7 Af-
greiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur,
simi 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Sjónvarpið ársgamalt
Hinn 30- september 1966 toK íslenzka sjonvarpiö til
starfa og á því ársafmæli um þessi manaðamót. Raunar
hófst starfsemin heldur seinna en ætlað var, en þó
stóðst sú áætlun, að það yrði J september það ár. Þegar
sjónvarpið hófst, var ráð fyrir þvi gert, að um tilrauna-
sjónvarp tvo eða þrjá daga í viku yrði að ræða um sinn,
en þó talið, að sá reynslutími yrði ekki nema nokkrar
vikur, og þá yrði faMö að sjónvarpa sex daga í viku og
um Ieið talið, að stofnunin væn að fullu tekin til starfa.
Þetta dróst þó lengur, eða fast að ári.
Enginn vafi er á því, að íslenzka sjónvarpið hefur þeg-
ar hlotið góðan orðstír með þeim, sem þess geta notið.
Byrjunin hefur tekizt vel af hendi starfsfólks sjónvarps-
ins og annarra þeirra, er þar hafa lagt hönd á plóg, meira
að segja ótrúlega vel við þær örðugu aðstæður, sem hér
eru. Vafalaust hefur sjónvarpsfólkið átt við mikla örðug-
leika að etja og meiri en þeir, sem horfa á sjónvarpið
gera sér ljóst og oft lagt saman daga og nætur. En það
hefur sigrað, á því er enginn vafi, og þetta fólk á öðrum
fremur skildar þakkir og heiður a þessum fyrsta afmælis-
degi sjónvarpsins.
Að liðnu þessu fyrsta sjónvarpsári okkar ber þó einn
skugga á. Að dreifingu sjónvarosins hefur hvergi nærri
verið unnið af þeim dugnaði, sem þurfti og augljóst virð-
ist nú, að það dragist lengur en menn gerðu sér vonir um,
að sjónvarpsnetið nái til Vestfjarða, Norðurlands og
Austfjarða, nema sérstakar ráðstafanir verði nú gerðar af
Alþingi og stjórnarvöldum til þess að taka fastar á því
máli. Töluvert hefur verið unmð að því að bæta sjón-
varpsnetið hér á Suður- og Vesturlandi, og er það góðra
gjalda vert. Hins vegar er bygging aðalsjónvarpssendisins
á Skálafelli enn á mælingastigi, hvað þá að minnzt sé á
sendistöðvar á Vaðlaheiði eða a Vestfiörðum og Aust-
fjörðum. Dreifingu sjónvarpsins um landið verður nú að
hraða og taka fastar á því máh. Því verður að fylgja
eftir, því að stjórnarvöld hafa au.gsýnilega tilhneigingu
til að fara þar hægar en haft var á orði fyrir kosningar.
Stærri kaupfélög
í athyglisverðri grem hér í oiaðinu i gær ræðir Erlend
ur Einarsson, forstjóri SÍS, um athugun á skipulags-
breytingu samvinnufélaganna hér á landi til samræmis við
breytta þjóðfélagshætti og þróun mála og aðlögun við ný
viðhorf og verkefni. Erlendur segir m. a.:
„Og í hverju er þá þessi aðlögun fólgin?
í stuttu máli má svara þessan spurningu á þann veg,
að skipulagsbreytingarnar miðisr við það að byggja upp
stærri heildir, til þess að unnt se að þjóna betur þörfum
fólksins í viðskiptum og framleiðslu
Hér á landi verða samvinnuféiogin að taka þessi mál til
rækilegrar athugunar. Segja má. að athuganir og rann-
sóknar standi nú yfir. Augljóst. er að hverju stefna beri.
Stærri kauþfélög með sem stærstar verzlunarmiðstöðvar
og svo útibú, þar sem ekki verður hjá því komizt. Litlu
kaupfélögin eru að verða eins og kotbændurnir. Hjá þeim .
flestum ríkir umkomuleysi og hætta á, að þau verði fyrr
eða síðar þróun tímans að bráð. FVrir sveitirnar og areif-
býlið er það lífsnauðsyn, að komið sé upp byggðakjörn-
um: viðskipta- og framleiðslustöðvum, þar sem fullkomna
verzlunarþjónustu er unnt að veita. Þessar miðstöðvar
eiga að vera bakhjarl sveitanna.5'
The Sunday Times:
Blaöaútgefandi í Grikklandi
óhlýönast einræðisstjórninni
Herforingjastjórnin í Aþenu tók Helen Vlacos höndum í byrjun
vikunnar, en hefur nú látið hana lausa eftir langar yfirheyrslur
SLOKKJNAð er fyrir fullt
og allt á einu af ljósaskiltun-
um, sem áður ljómuðu .yfir
húsaþökunum við Stjórnar-
skrártorgið í Aþenu. Þetta
var mjög stórt skilti þrískipt
og þar var auglýst útgáfa í-
haldsblaða. Yfirvöldin hafa
ekki óskað eftir myrkvun
þessa skiltis, enda býður eig-
andinn þeim byrginn með
henni, og segja má raunar,
að hún beri vott um einu
virku andstöðuna, sem hern-
aðareinræðið hefir átt að
mæta þessa fimm mánuði, sem
það hefir setið að völdum í
Grikklandi.
Eigandi skiltisins, Heien
VLachos, gaf út dagblöðin Kat
himerini og Messimvrini, auk
myndablaðsins Eikones, sem
kom út einu sinni í viku. Hún
lét slökkva á skiltinu eftir
byltinguna, þar sem hún kaus
heldur að hætta útgáfu blaða
sinna, en að þurfa að lúta
ritskoðuninni.
Helen Vlachos er 55 ára að
aldri, en alls ódeig. Hún hefir
boðið hershöf ðingj astj órninni
byrginn og komist hjá refs-
ingiu, og í vikunni sem leið
áréttaði hún andstöðu sína.
Þ>á birti hún erlendum frétta-
mönnum í Aþeu ögrandd *rá-
sögn, þar sem hún bar ríkis-
stjórninni opinskátt á brýn,
að hún hafi svikið loforð sín
um endurreisn prentfrelsisins
í iandinu, beitti kúgun við ó-
hlýðna blaðamenn og gerði í-
trekaðar tilraunir til þess að
brjóta andstöðu sína á bak
aftur með þungum fjárhags-
legum álögum.
NÝJU stjórnarherrarnir í
Grikklandi eru ákafir and-
stæðingar kommúnista. en
vinstri-dagblöðiin, sem áður
voru hvað orðhvötust, halda
áfram að koma út undir
strangri ritskoðun. Þau verða
enn að fylgja hinum ströng-
ustu f>TÍrmælum, meira að
segja um leturstærð fyrirsagna,
sem ávallt eru fyrirferðarlitl-
ar. Af þessum sökum var enn
tilfinnanlegra áfall fyrir hers
höfðingjastjórnina, að þessi
bitri íhaldsblaðaútgefandi
skyldi bjóða henni byrginn.
í fyrstu reyndu hershöfð-
ingjarnir í stjórnarstólnum að
fara vel að Helen Vlachos og
lofuðu statt og stöðugt, að
prentfrelsdð yrði endurvakið
innan skamms. En hún sat
við sinn keip og neitaði að
gefa blöð sín út. í júlí í sumar
gerði hershöfðingjastjórnin
Theophylaktos Papaoon-
stantincu að blaðamálaráð-
herra, en hann hafði áður ver-
ið einn snjallastd blaðamaður
inn, sem skrifaði í Messim-
vrini, annað dagblað Helen
Vlachos.
Papaconstantinou tjáði fyrr
verandi vinnuveitanda sínum,
að fyrir lagi frumvarp að lög-
um um frjáislega skipan, sem
ætti að koma í stað hinnar
ströngu ritskoðunar. En hún
yrði að hefja útgáfu að
minnsta kosti hálfum mánuði
áður en þessi nýju lög kæmu
til framkvæmda, ef hún ætti
að verða aðnjótandi þessa
aukna frelsis. Hann kvað það
vera metnaðarmál fýrir ríkis-
stjórniina að ekki liti út fyrir
að Ihún hefði orðið að láita
undan. En Helen Vlachos neit
aði enn.
Að fenginni þessarri neit-
un Helen Vlachos, var laga-
frumvarpinu nýja stungið und
ir stól og giripið til anniarra
ráða, sem betur skyldu duga.
húin þarf engu að kvíða. Á-
ætlanir hennar gamga að ósk-
um. Eigur mínar verða fljót-
ar að ganga tii þurrðar."
Fyrr þessa sömu viku hafði
fjörutíu manna hópur úr
leynilögreglunni gert húsrann
sókn í íbúðarhúsi Helen Vla
chos við Penteli, norðan
Aþenu. Mennirnir leituðu í
garðinum umhverfis húsið og
í húsinu sjálfu hátt og lágt.
Þeir skyggndust meira að
segja undir rúmin. Eftir nokk
urra klukkustunda leit gáfust
þeir upp. „Okkur var sagt, að
frú Vlachos héldi hættulegian
Þessi mynd var tekin af Heien Vlacos fyrir fjórum árum er hún
var ásamt Churchill um borð í einni af snekkjum Onassis.
140 blaðamenn höfðu misist
atvinnu sína þegar frúin hætti
útgáfu blaða sinna. 24 af
þeim tóksit að fá tál að brefja
hana bóta með lögsókn, og
meðal þeirra var Papaoon-
stantinou, hinn nýji blaða-
málaráðherra. Aðrir fyrrver-
andi starfsmenn frúarinnar
voru samþykkir viðbrögðum
hennar og ófáanlegir til að
kref jast bóta.
Verkamannadómur gaf síð-
ar út þann úrskurð, /áð um
40 prentarar ættu enn kröfu
á að fá laun sin greidd. Og
fiúin galt þau. Annar dómur
var upp kveðinn og úrskurð-
að þar, að biaðamennirnir 24,
sem kröfðust bóta, yrðu ehn
að teljast starfsmenn Helen
Vlachos, þar sem hún hefði
ekki greitt bæturnar, og bæri
þeim því að fá laun sín
greidd. Frúin áfrýjaði.
Um fyrri helgi samiþykkti
blaðamannasambandið að
svipta þá blaðamenn atvinnu-
leysisstyrk, sem hefðu neitað
að krefja frúna bóta með lög-
sókn. Þessi samþykkt blaða-
mannasambandsins var byggð
á lögum, sem voru alveg ný
af nálinni.
\
í VIKUNNI sem leið boð-
aði Helen Vlachos erlenda
blaðamenn i Aþenu á sinn
fund á sjöttu haeð hússins,
þar sem ritsitjómarskrifstofur
blaðsins Kathimerini höfðu
áður inni, en nú stendur aut't.
Þar sagði frúin meðal ann-
ars: „Ég ætla sjálf að greiða
atvinnuleysisstyrk blaðamann
anna frá og með deginum í dag
að telja. Riíkisstjórnin ætlar
sér að koma mér á kné og
kommúnista á laun,“ sögðu
þeir.
Þetta var vitaskuld hrein-
asta firra. Frúin var lands-
kunn sem staðfastur hægri-
sinni áður en hershöfðingjarn
ir, sem nú sitja í stjómar
stólnum í Grikklandi, voru
farnir að öðlast nokkum
frama í hernum.
HEIiEiN Vlachos erfði blaða
útgáfuna. Hún tók hörkuna
einnig í arf eftir föður sinn,
George Vlachos. Hann stofn-
aði blaðið Kathimerini fyrir
fjörutiu og átta árum og sat
oft í' fangelsi af stjórnmála-
ástæðum, eða fyrir að lýsa
skoðunum sínum á prenti í
blaðinu.
Helen Vlaohos stundaði
nám erlendis til 16 ára ald-
urs, en fór þá að starfa við
bókhald hjá blaðaútgáfu föður
síns. Árið 1934 giftist hún.
Hún hafði farið í ferðalag og
ritað í blaðið nokkrar greín-
ar frá ferð sinni. Vegna þeirra
var hún ráðin blaðamaður
við Kathimerini.
Þegar innrásin var gerð i
Grikkland árið 1941 skipuðu
Þjóðverjar nefnd blaðamanna
til þess að stjórna blaðinu
Kathimerini, en George Vla-
ehos var hrakinn á burt. Blað-
ið fór aftur að koma út sem
frjálst blað í febrúar árið
1945, og þá hóf Helen Vlachos
að rita greinar í það reglu-
lega.
Hún birti greinar sínar á
forsíiu blaðsins og þar sagði
hún Grikkjum ýmislegt um
þá sjálfa, sem ekfcert blað
hafði áður þorað að birta.
Pramhald á bto. J.