Alþýðublaðið - 12.03.1988, Síða 3
Laugardagur 12. mars 1988
3
KÓPAVOGUR TAPAR
16 MILLJ. KR.
Bæjarstjórn Kópavogs hef-
ur sent forsætisráðherra og
fjármálaráðherra harðorða
ályktun þar sem skerðingu á
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
er mótmælt. Segir i ályktun-
inni aö tekjur Kópavogsbæjar
minnki um 16 milljónir kr. á
yfirstandandi ári vegna þess.
Ályktunin sem samþykkt
var á fundi bæjarstjórnar
Kópavogs þ. 8. mars s.l.
hljóðar svo:
„Bæjarstjórn Kópavogs
mótmælir harðlega þeirri
skerðingu á Jöfnunarsjóöi
sveitarfélaga, sem rikisstjórr
in hefur nú ákveóiö með
lagasetningu. Tekjur Kópa-
vogsbæjar minnka vegna
þessarar lagasetningar um
a.m.k. 16 milljónir króna á
yfirstandandi ári. Fjárhags-
áætlun bæjarins var afgeidd
fyrir 5 vikum og nú er aug-
Ijóst, aö hana verður aö
endurskoða og skera niður
framkvæmdir. Þau vinnu-
brögö sem ríkisstjórnin beitii
í þessu máli eru meö öllu
óþolandi ekki síst vegna
þess, að þetta er þvert á yfir-
lýsta stefnu stjórnarinnar.
Sveitarfélögin I landinu veröa
að geta treyst því aö sam-
þykkt fjárlög standi lengur er
tvo mánuði.
Bæjarstjórn Kópavogs
harmar þá ákvöróun rikis-
stjórnarinnar aö fresta því
um eitt ár, aö gleggri skil
komist á verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga. Þetta hefur
verið allra mesta baráttumál
sveitarstjórnarmanna I ára-
tugi og loksins þegar þaö
virtist komið í höfn, þá tekur
ríkisstjórnin einhliða ákvörð-
un um aö svíkja áður gert
samkomulag viö sveitarfélög-
in i landinu. Þessi ákvöröun
veldur trúnaðarbresti í sam-
skiptum viö sveitarfélögin,
sem erfitt veröur aö bæta.
PER KLEPPE
TIL ÍSLANDS
Per Kleppe, framkvæmda-
stjóri Fríverslunarsamtaka
Evrópu (EFTA) og fyrrum fjár-
málaráðherra Noregs, kemur
ásamt eiginkonu sinni i
þriggja daga heimsókn til ís-
lands n.k. sunnudag.
Per Kleppe mun m.a. hitta
aó máli forseta íslands, for-
sætisráöherra, utanríkisráö-
herra, fjármálaráöherra og
viöskiptaráöherra.
Á hádegisverðarfundi á
vegum Útflutningsráös ís-
lands og samtaka, er eiga
fulltrúa í ráðgjafanefnd EFTA
(Verslunarráö íslands, Félag
Islenskra iönrekenda, Sam-
band íslenskra samvinnufé-
laga, Vinnuveitendsamband
íslands, Alþýöusamband ís-
lands), mánudaginn 14. mars
kl. 12.15 í Átthagasal Hótel
Sögu, mun Per Kleppe fjalla
um „samruna Evrópuríkja"
(European Integration Pro-
cess) og svara fyrirspurnum
þar að lútandi.
Kl. 17.15 sama dag mun Per
Kleppe halda fyrirlestur á
vegum viöskiptadeildar Há-
skóla íslands i stofu 101 i
Odda, húsi Viöskipta- og fé-
lagsvísindadeilda. Fyrirlestur-
inn er á ensku og nefnist
„The Dynamics of European
Integration". Öllum er heimill
aögangur.
Þetta er kveðjuheimsókn,
en Per Kleppe sem verið hef-
ur framkvæmdastjóri EFTA
undanfarin 7 ár lætur af þeim
störfum um miðjan næsta
mánuð. Viö embætti hans
tekur Georg Reisch, sendi-
herra og núverandi fastafull-
trúi Austurríkis hjá EFTA.
Bæjarstjórn Kópavogs
gerir þá kröfu til ríkisstjórnar-
innar, aö hún standi viö yfir-
lýsta stefnu sína í verka-
skiptingarmálinu, efli Jöfnun-
arsjóö og öðlist þannig aftur
traust sveitarfélaganna í
landinu."
Bæjarstjórn Kópavogs: Viö töp-
um 16. millj. kr. á yfirstandandi
ári vegna skerðingar á Jöfnunar-
sjóði sveitariélaga.
r -
.:*f: «5.'*
*
'm mrxns
m
«*« *
,iiu™in *
mm •***
mm s
VARAHLUTAÚRVALIÐ
ER HJÁ OKKUR
Hliðarlistar
i settum og
metratali.
Verð frá kr. 1.270,-
30»=!=^
o". y_
g-g&gvjlj
Drifliðir v/hjól.
Verð kr. 3.700,-
Hjólkoppar
12-13-14.
Verð kr. 2.950 (4 í setti).
Vatnsdælur.
Verð frá kr. 1.210,
Vatnslásar
Verð frá kr. 310.
Kúlutengi:
Verð kr. 1.380,-
Verð kr. 2.150,-
Dráttarkúlur
Verð kr. 680,-
Plastbretti fyrir kerrur.
12". Verð kr. 490,-
13-14". Verð kr. 860,-
ALLT I BILINN
abriel
Höggdeyfa&f
varahlutir
Hamarshöfða 1
Simar 36510 og 83744
IMYR STAÐUR
Si
Lido De Jesolo. Sannkallaður fjöl-
skyldustaður í nágrenni Feneyja.
Góðar strendur, hagstætt verðlag,
skemmtilegt götulíf og mikið úrval
skoðunarferða.
Ítalía er óskaland ferðamannsins.
3 vikur, áætlunarflug til Mflanó,
íslenskur fararstjóri.
Verð frá 41.499 kr.*
4 í fbúð 49.184 kr.
2 í íbúð 58.088 kr.
FERÐASKRIFSTOFAN
Hjón med 2 börn 0-12 ára.
Suðurgötu 7
S.624040