Alþýðublaðið - 12.03.1988, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 12.03.1988, Qupperneq 15
Laugardagur 12. mars 1988 15 SKOTMARKIÐ Kristján Þorvaldsson skrifar Arthur Bogason hjá salt- fiskverkuninni Tinnu s.f. í Vestmannaeyjum hefur veriö i sviðsljósinu síðustu daga vegna tilboðs sem hann bauö Snótarkonum sem vinna hjá fyrirtækinu. í tilboöinu er boðið upp á 330 króna jafn- aðarkaup á timann og 400 krónur í yfirtið. Þegar unnið er að pökkun hljóðar tilboðið upp á 350 krónur og 420 krónur í yfirtíð. Þá er ungl- ingakaup í tilboðinu hærra en í gildandi töxtum. Miðað við 65 stunda vinnuviku, seg- ir Arthur að tilboðiö þýöi 17 þúsund króna hækkun á mánuði. Snótarkonur hafa gert gagntilboð sem Arthur hefur nú til athugunar. Enn- fremur gerir Arthur ráð fyrir að ræða málin við Verkalýðs- og sjómannafélag Vest- mannaeyja. Aðrir vinnuveit- endur hafa lítil viðbrögð sýnt vegna samningaviðræðn- anna. Alþýðublaðið ræddi við atvinnurekandann og trillu- kallinn Arthur Bogason, um þetta sérstaka einkaframtak í kjaramáiunum. — Hvers vegna rærðu einn og setur fram tilboð án þess að ræða við aðra vinnu- veitendur? „í fyrsta lagi er ég ekki í sambandi atvinnurekenda hérna á staðnum. í öðru lagi er ég með gjörólikt launa- kerfi. Mér sýnist þeir Kka vera sallarólegir yfir því sem ég er að gera, vegna þess að ég er sér á báti með launa- kerfið Það sem ég kem til með að semja um við Snót, kemur ekki til með að hafa nein úrslitaáhrif á samninga annarra atvinnurekenda. Ég get ekki séð neitt beint sam- hengi þarna á milli.“ — En er ekki ábyrgðar- leysi að semja sér á báti, án þess að vita hvað er að ger- ast hjá öðrum? „Ég get ekki séð að hægt sé að kalla það ábyrgðarleysi, þegar ég reyni að semja við mitt fólk um laun sem ég tel mig geta greitt. Það væri hægt að kalla það ábyrgðar- leysi, ef maður reyndi ekki að afstýra því að fyrirtækið væri í hönk með mannskap." — Hvers vegna varstu ekki með starfsaldurshækkanir inn í þinu tilboði? „Ég geri tilboð um laun sem ég get greitt, en er ekki tæknilega inn í því hvernig samningareru uppbyggðir. Ég setti því upp tilboð um ákaflega einfalt og auðskilj- anlegt launakerfi. Það ertví- skipt og felur í sér venjulegt kaup, dagvinnu og yfirtlð, og hins vegar pökkunarkaup. Einfaldara er ekki hægt að hafa það og ég held að fólk- inu hljóti líka að finnast þægilegt að vita nákvæm- lega að hverju það gengur. í þessum afkastahvetjandi kerfum er oft sem rnenn vita Arthur Bogason: „Það gengur ekki að vera með taxta sem hljóða upp á 32 þúsund krónur. Eg er þvi ekkert hissa þótt fjöldi félaga risi upp og felli samningana." ekkert að hverju þeir eru að ganga. Allra síst í þessum nýju hópbónuskerfum.'1 — Þú ert sem sagt á móti hópbónus? „Ég er á móti öllum þess- um svokölluðu bónuskerfum af þeirri einföldu ástæðu að ég tel að þau geti skapað leiðindamóral. Ég er ekki að segja að þetta sé alhlítt en ég veit dæmi þess og mér heyrist t.d. að menn séu farn- ir að gefa hvorir öðrum á kjaftinn fyrir vestan. Gott tímakaup hlýtur að vera alveg jafn góð hvatning og eitthvert bónuskerfi." — Hver yrðu launin hjá Tinnu ef gengið yrði að þínu tilboði og hve mikil vinna liggur að baki? „Það hefur verið nokkuð stööug 65 tima vinnuvika. Mér sýnist að launin ættu að getaverið í góðum 100 þús- undum með slíkri vinnu." — Hvernig stendur á þvi að þú virðist geta greitt mun meira en aðrir atvinnurekend- ur? „Hverjir eru að greiða fólki mikið minna kaup? Það er bráðnauðsynlegt að verka- lýðsleiðtogar og aðrir fari að þvo glýjuna úr augunum og viðurkenna þá staðreynd að yfirborganir eru mun algeng- ari en taxtalaunin. Það er mál til komið að menn fari að koma fram fyrir skjöldu og opinbera þau mál. Það kæm- ist ýmislegt fleira á hreint við það. Mér finnst raunar skond- ið að horfa á forystumenn verkalýðshreyfingarinnar sem situr í Reykjavík, þegar þeir koma fram í sjónvarpi og annars staðar brynjaðir gömlu klausunum um að nú eigi ekkert að gefa eftir held- ur sýna hörku. Síðan gerist það að það er flett niörum þá og þeir rassskelltir. Ef þessir höfðingjar fara ekki að gera sér grein fyrir því að þeir eru tímaskekkja, þá er illa komið fyrir verkalýðnum í þessu landi." — Það er verið að kolfella samningana viða um land. Liggur skýringin kannski i þessu, varðandi yfirborgan- irnar? „Það gengur ekki lengur að vera með taxta I gangi sem hljóða upp á 30-32 þús- und krónur. Ég er því ekkert hissa þó að rísi upp fjöldi fé- laga og felli samningana. Hljóðið í forystumönnunum var á allt annan veg áður en þeir settust niður með vinnu- veitendum. Það hefur því ver- ið sjokk fyrir verkalýöinn að horfa upp á þetta. Það er auðvitað líka orðið tímabært fyrir vinnuveitendur að ganga fram fyrir skjöldu og viður- kenna þessar yfirborganir.' — Ég er að tala við Arthur Bogason atvinnurekanda í Eyjum. Ef ég heföi ekki vitaö það, hefði ég getaö ímyndað mér að þú tilheyrðir frekar verkalýösfélagi? „Ég hef reyndar fengið svipað „komment" í gegnum millilið frá vinnuveitendum fyrir sunnan. Það var sagt að ég virkaði eins og einhver vinur verkalýðsins. Mér þykir þetta vera þess virði að setja þennan brandara á prent, þvl spyrja má hvort þetta þýði að allir vinnuveitendur séu ein; hverjir óvinir verkalýðsins. Ég er alveg jafn mikið atvinnu- rekendasinnaður og verka- lýðssinnaður. Alla mína tíð hef ég unnið frekar erfiða vinnu og líkað það ágætlega. Þá hef ég verið sjálfstæður atvinnurekandi um nokkurt skeið og þekki því báðar hlið- ar. Ég fæ ekki betur séð en hægt sé að hafa þessi mál þannig að menn geti verið sæmilega sáttir." — Kom þér á óvart að Snót skyldi ekki ganga að þessu tilboði? „Já. Það kom mér frekar á óvart. Snótarkonur segja mér hins vegar að það séu ýmis lykilatriði sem þær geti ekki kyngt. Inn í mínu tilboði var ákvæði um færanlegan vinnutíma, sem þýddi að menn skiluðu ákveðnum vinnustundum áður en yfirtíð hæfist. Það hefur hins vegar verið prinsippatriði hjá verka- lýðshreyfingunni að sam- þykkja ekki slikt. Kannski fæ ég þessu ekki breytt einn og sér, en ég tel mig vera að leysa það vandamál með því að borga hærra kaup." — Eru málin kannski gerð of flókin? „Mér sýnist vera ákveðin tilhneiging til þess. í mörgum tilfellum má líka hafa af því hag. Ég tel t.d. að þegarvið trillukarlar stóðum í baráttu á síðasta ári, þá hafi málin snú- ist okkur i hag eftir að farið var að flækja þau.“ Arthur Bogason atvinnurekandi í Eyjum: VERKALYÐSHÖFÐINGJARNIR ERII TÍMASKEKKJA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.