Alþýðublaðið - 12.03.1988, Qupperneq 6
6
Laugardagur 12. mars 1988
ÞARNA HEFUR
MIH
HJARTA SLEGIÐ
Rannveig Guðmundsdóttir í Alþýðublaðsviðtali:
Árið var 1987. Hún
var forseti bœjar-
stjórnar í Kópavogi
fyrri hluta árs, síðar
formaður bœjarráðs
og við Alþingiskosn-
ingar á miðju ári var
útlit fyrir að hún
settist á þing á sama
ári.
Nú hefur Rann-
veig líka á hendi ein-
hvern erfiðasta
málaflokk sem um
getur, því að hún sit-
ur sem formaður
Húsnœðismála-
stjórnar.
Rannveig er krati í
húð og hár og sýslar
í mörgu.
„ Við konurnar er-
um of fáar og það
blandast ekki hugur
um að það er erfið-
ara fyrir konu en
karl að taka þátt í
stjórnmálum, marg-
ar eru útivinnandi
auk þess að ganga
að hefðbundnum
heimilisstörfum.
Maður spyr sig að
því á hverjum degi
hvort það sé þess
virði að taka þátt í
stjórnmálastarfi. En
í hvert sinn sem góð
mál eru í höfn,
fjúka allar slíkar
efasemdir út í veður
og vind. “
Viðtal;
Þorlákur Helgason
Fólk hlýtur að hugsa sig
tvisvar um
„Sum sjónarmið eru skrif-
uö á konur. Fjölskyldupólitík
hefur t.d. einhvern veginn
alltaf skrifast á konuna, þó
aö áherslur kvennanna komi
misjafnlega fram. Ég á t.d.
meira sameiginlegt meö fé-
lagshyggju karli en frjáls-
hyggju konu. Viö megum þvf
ekki draga eitt strik.
En það er annað sem ég
hef miklar áhyggjur af og
snertir konur e.t.v. meira en
karla og þaö er aö gagnrýnin
er orðin svo óvægin. Fólki
finnst hreinlega að það sé
flett klæðum, þegar það
kemst í eldlínuna. Ef þetta
heldur áfram er hætta á að
ekki veljist aðrirtil þátttöku í
stjórnmálum en þeir sem eru
tilbúnir að leggja allt í söl-
urnar fyrir völd. Allt venjulegt
fólk og fólk með hugsjónir
sem langar að leggja sitt að
mörkum við mótun samfé-
lagsins hlýtur að hugsa sig
tvisvar um áður en það setur
sig í þær stellingar sem þarf
I dag. Það er áreiðanlega
mjög erfið ákvörðun fyrir
marga að stíga fyrstu sporin,
í prófkjör í kosningar og I
gegnum þá hreinsunarelda
sem menn verða að vaða til
þess að vera gjaldgengir á
vettvangi stjórnmálanna."
— Bitnar þetta fremur á
konum en körlum? Heldurðu
að konurnar víki fremur?
„Umræðan er örugglega
ekki óvægari gagnvart konum
en körlum. Konunum finnst
sjálfsagt þessi harka Ijótari
en körlunum. Karlarnir taka
þessu fremur eins og hluta
af leiknum. Þó verð ég að
segja það að eins og þjóð-
málin hafa birst að undan-
förnu hef ég spurt sjálfa mig
að því hvort umræðan eins
og hún hefur snúist á þingi
og I fjölmiðlum um störf fé-
lagsmálaráðherra, tengist því
að ráðherrann er kona.“
„Hún hefur óþolandi
góð vinnubrögð“
— Hvað áttu við?
„Það er alveg Ijóst að reynt
hefur verið að koma því að
hjá þjóðinni að Jóhanna
Sigurðardóttir sé slakari ráð-
herra en aðrir í stjórninni og
að vinnubrögð hennar séu
óvönduð. Hún erekki gagn-
rýnd fyrir málefnin heldur
sagt að hún vaði áfram og
taki ekki tillit til samstarfs-
aðila og að auki sé það sem
hún leggur fram hroðvirknis-
lega unnið. Ég þekki vinnu-
brögð Jóhönnu og get vissu-
lega tekið undir ummæli eins
pólitísks andstæðing hennar
sem komst svo að orði fyrir
einhverjum árum: Hún hefur
óþolandi góð vinnubrögð, og
því er svo erfitt að hrekja
málflutning hennar.
Lítum á eitt mál. Sveitarfé-
lög í landinu hafa óskað eftir
því að byggðar verði á annað
þúsund kaupleiguíbúðir.
Kaupleiguíbúðirnar eru nýr
kostur í húsnæðismálum.
Fjölmiölar hafa ekki kynnt al-
menningi hvers eðlis kaup-
leigufrumvarpið er, en fólk
veit að menn eins og Alex-
ander Stefánsson veitist
harðlega að félagsmálaráð-
herra fyrir vinnubrögð viö
frumvarpið. Ef fjölmiðlar
kynntu sér efnistök félags-
málaráðherra í þessu máli
kæmi vitanlega í Ijós að
gagnrýnin ávinnubrögð
hennar eins og fyrrum félags-
málaráðherra hefur viljað
koma að í fjölmiðlum hefur
enga stoð I raunveruleikan-
um. Hann virðist hreinlega
afbrýðissamur."
— Vega þingmenn að Jó-
hönnu fyrir málstaðinn eða
af því að hún er kona?
„Líklega telja þingmenn
sig vera að ræða málið, og
enginn þeirra viðurkennir að
einstaklingurinn sjálfur eða
það að Jóhanna er kona
skipti máli. En mér er til efs
að það væri búið að haga sér
svona gagnvart karlmanni í
ráðherrastólnum."
Hundóánœgð með
stuðning þingflokksins
— En er ekki Jóhanna ein
í þessari baráttu? Styður
Alþýðuflokkurinn hana?
„Við skulum ekki gleyma
því að líklega á enginn þing-
maður annan eins stuðnings-
hóp og Jóhanna Sigurðar-
dóttir. Hún er framherji ís-
lenskra jafnaðarmanna, karla
jafnt sem kvenna. Og hún á
feykilegan stuðningshóp úti í
þjóðfélaginu, sem lítur á
hana sem baráttukonu fyrir
málefnum almennings á
þann hátt að fólk væri ekki á
vonarvöl í þessu landi ef allir
þingmenn ynnu eins. Mér er
til efs að nokkur annar þing-
maður njóti viðlíka stuðnings
einn og sér.
Hinu er ekki að leyna að
mér finnst sem jafnaðarmenn
á þingi hafi ekki stutt nægi-
lega við bakið á félagsmála-
ráðherra. Ég hallast að þvi að
þetta sé hugsunarleysi. Þeir