Tíminn - 27.10.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.10.1967, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. ottóber 1967. TflMINN KvöLdið áður hafði hin lang- Tinwa og óþægilega óvissa, sem dr. Tsjen hafði lifað í, ÍLoksins tekið enda. Frá því ainíkislög- reghimennirnir komu í heimsókn hafði Tsjen vitað að fyligzt var með homum. Um sumarið hafði hann oftsinnis staðið við glugg- ann, sem sneri að götunni, í húsi siínu í Altadena og beðið þess, sem koma skyldd. Hann starði yfir grasflötinn og eueaiyptustrén. Hann var sann- færður um, að dag einn kaerni einhver og skildi hann frá konu sinni og b'örnum. Þann 6. septemiber ók bifreið upp að garðshiiðinu. Tveir menn stigu út. Tsjen þekkti strax ann- an þeirra. Kona Tsjen fór til dyra með sex mánaða dóttur þeirna Jung-jen í fanginu. Jung- jen og bróðir hennar tveggja ára, Yuaon voru bæði bandardskir rfik- isborgarar. Æan G. Juhl frá innflytjenda- yfirivö'ldunum oig fylgdairmaður hans Bill Kaiser kynntu sig kurt- eislega. Frú Jin sá að Juhl hafði handijárn meðferðis, og undir jafckanum bar hann byssu. Ailan Juhl las handtökuskipun ina hægt og virðuiega . Dómsmáia ráðuneytið áleit Tsjen vera f‘é- laga í samtökum, sem ynnu að því að steypa ríkisstjórn Banda- rfkjanna af stóli. Tsjen hlustaði þegjandi, síðan fór hann út úr herberginu og kom aftur eftir andiartak með rakáhöld, þrjiár bækur ög skjala- möþpu. Hann kysisti konu' sína og börn og fór út. Hann. var einn meter og sjötíu á hæð, en virtist afar l'ágivaxinn, þar sem. hann gekk milli hinna hávöxnu embættismanna. ,,Hann var mjög rólegur“, sagði Jul síðar. „Það var eins og hann segði við sjálfan sig, loksins er þessu lofcið". Embættismiennirnir sýndu þá tiliitssemi að leita ekki á honum fyrr en í bílnum. Tsjen var ó- vopnaður. Þeir gátu lagt af stað í hina löngu ferð til fangelsins í San Pedro. 1 tvær vikur var Tsjen í al- gerri einangrun. Lengst af lá hann á legubekknum og hugsaði. Yfirivöld Bandaríkjanna höfðu lýst því yfir að það ætti að vísa honum úr landi en vildu þó ekki sleppa honum. Hiann hugsaði um fyrrverandi samstarfsmenn sína, Frank Opp- enheimeí’, sem hafði flúið úr heimi vísindanna vegna kommú- nistaof'sókna og setzt að á bú- garði í Colorado. Frank Malina, sem hafði unnið stórvirki á sviði geimvísinda, var útlægur úr föð- urlandi sínu og vann nú hjá UNIBSCO í París. Tsjen var látinn laus gegn 15.000 dala tryggingu. Fyrrverandi samstarfsmaöur Tsjens, William Ziseh, sem áleit hann mikinn vísindamann, fann til samúðar með honum og heimisótti hann', begar hann hafði verið lát- inn laus. Zisoh varð undrandi á þeirri breytingu, sem orðin var á Tsjen. Þessi duli Kínverji var nú orð- inn opinskár. Tsjen sagði að hann hefði eiginlega alls ekki ætLað sér að fara aftur til Rauða- Kína — minnsta kosti ekki að setjast þar að. „Ég fékk það á tilfinniinguna“, útskýriði Zisoh seinna, að hann hefð-i ætlað að telja föður sinn á að koma með sér til Hongkong og búa þar það, sem hann ætti eftir ólifað. „Hann sagði mér frá alrfkislög- regiumönnunum og því, að þeir befðu sannfærzt um að hann væri kommúnisti, þegar þeiir fengu í hendur pappírssnepil nokkurn. Tsjen sagði hvað eftir annað að það væri ekki rétt“. Nokkrum vikum síðar fékk dr. Tsjen að kynnast vald og mikil- leik Bandariikjanna í óhreinu, 18 fermetra stóru herbergi. Tsjen brosti óræðu brosi, er Altoert Del Guercio lét spurning- arnar dynja á honum. Del Guerc io hafði marrga ára reynslu í að yfhheyra byltingars-inna á vegum innflytjendayffinvaldanna. Um þessar mundir hafði ríkis- stjórnin ekki í hyggju að víisa Tsjen úr landi, en lét hann ganga SÍÐARI GREIN undir margar, harðneskjulegar yfirheyrslur til að sanna, að rétt væri að gera hann landrækan. Tsjen neitaði frá upphafi að hafa nokkru sinni verið flokkn- um handgenginn. Hann var spurð ur, hivort hann hefði nokkurn tíma sótt hjá Kommúnistafiloikkn- „Svo að ég viti hef óg enga fundi sótt hjá Kommúnistaflokkn um“, ítrekaði Tsjen. Ilann viður- kenndi, að „þegar hann liti um öxl, sæi hann, að samkomurnar. sem hann hefði sótt kynnu að hafa verið fundir hjá Kommú- nistaflokknum. . . þótt hann hefði ekki vitað það þegar hann stund- aði þessar samkomur“. Hann hélt ailtaf fast við fram- tourð sinn, þegar Del Guercio minnti hann smátt og smátt á samkomurnar árið 1938, sem á sínum tím.a höfðu virzt svo skemmtilegar og ósaknæmar. Á fasi rfkissaksóknarans, meðan á þessum löngu máilaferl- um stóð, var það að skilja, að iíklega tækist Tsjen ekki að sann færa ríkisstjómina um, að hann væri ekki félagi í Kommúnista- flokknum. Ríkisstiórnin byggði rökffærslu sína á sönnunargagni númer sex, sp'jaldskrárkortiniu. Það sannaði þó ekki að Tsjen hefði sótt um inngöngu í Kommúnistaflokkinn og þaðan af síður að hann hefði undirritað slíkt plagg. Vitni ríkisstjórnarinnar báru það, að hver sem væri hefði get- að útfyllt spjaldskrárkort fyrir hugsanlegan félaga án þess að viðkomandi vissi um það. Biil Ward Kimple sjálfur, að- ailivitni ríkisstjórnarinnar, sá Tsj- en í fyrsta sinn tólf árum eftir að hann uppgötvaði kortið. Fiurn ritið fannst nú hvergi. Ríkisstjórn in studdist við afritið, sem Hynes, kapteinn hafði handskrifað. Áraugursiaust hélt Gramt B. Cooper, verjandi Tsjen, því fram að málaferlin byggðust algerlega á ágizkunum og fram- burði fyrrverandi kommúnista. Cooper mótmælti 202 sinnum spurningum, sem rLkisstjórnin lét leggja fyrir Tsjen. En mótmæl- um hans var uudantekningaiítið ví.sað á bug. Eitt sinn ávarpaði Del Guercio ákærða sem „Félaga Tsjen“. Coop er stökk á fætur og mótmælti ofisareiður. „'Miótmælunum er wísað frá“, sagði forsetinn meinlega. ,Gætum við að minnsta kosti eksi sleppt orðinu Félagi?“ spurði Cooper þreytulega — en mótmæl um ihans var í engu sinnt. • „Teljið þér yður bera skylda til að sýna kommúnistaríkinu Kína hoiilustu?" „Nei“, svaraði Tsjen. „Hiverjum ber yður að sýna hollustu?" ' — „Kínversku þjóðinni". Del Guercio: Ef til styrjaldar kæmi milili Bandaríkjanna og Rauða Kína munduð þér þá berj- ast með Bandaríkjunum og gegn Rauða Kína?“ Tsjen svaraði: „Þetta hefur ekki enn gerzt. Ekkert slíkt stríð er tii“. Verjandinn mótmælti enn einu sinni. Skjólstæðingur hans þyrfti tíma til að íhu.ga spurningu sem þessa. „Þá getum við beðið í heilt ár“, sagði Del Guercio meinýrtur. En Tsjen kvaðst aðeins þurfa að íhuga spurninguna litla stund. Kyrrð varð í sainum. Fimm mínútur liðu. Loks sagði Tsjen: ,Ég get ekki svarað þess- ari spurninigu". „Getið þér ekki eða viljið þér ekki svara þessari spurningu?" „Nú get ég svarað spurning- Unni“, svaraði Tsjen. „Svarið er þetta: Ég hef þegar sagt, að ég finn mig bundinn kínverzku þjóð inni sterkum böndum. Ef til stríðs kæmi milli Bandaríkja- manna og kommúnisitaríkisins Kína, og málstaður Bandarífcj- anna væri Kínverjum til góðs, 'berðist ég með Bandaríkjamönn um“. „Fyrst þyrftuð þér sem sé að gera það upp við yður?“ spurði Del Guerico. „Þér munduð sem sagt ekki Mta ríkisstjórn Bandaríkjanna um það hvort málstaður hennar væri Kína til góðs?“ „Nei, áreiðanlega ekki“. Málaiferlin drógust á langinn þamgað til vorið 1951. 26. apríi var dómsúrsfcurðurinn birtur. Tsi en var útlendingur, kínverskur ríkisborgari, „sem vísa skyldi úr landi, af því að í ljós hefði kom- ið að hann hefði verið félagi í Kommúnistaflokknum í Banda- ríkjunum“. Tsjen gat ekki farið frá Los Angeles án leyfds yfirvaldanna. Að vísu hafði því verið lýst yfir, að það bæri að vísa homum úr landi, en hann var allt of mikil- vægur til að vera gerður land- rækur. Þetta var miklu auðveldara hjá Tsjao rsjung-jao. Hann hafði skipulagt brottför sína vel. Seinna átti hann eftir að sameina þekk- ingu sína í kjarnorkusprengju- framleiðslu hæfileikum Tsjens til eldflaiugnagerðar. Juhl, fulltrúi sem handtók Tsj- en, reyndi að koma í veg fyrir brottför Tsjaos. En ekkert sönnunargagn var tii gegn Tsjao, ekkert sönnunar- gagn númer 6. Yfirvöldin lögðu hald á hluta af farangri Tsjaos, meðal annars vísindaáhöld, sem hann hafði keypt í Boston. En enginn grundvölilur var til að fcyrrsetja Tsjao sjálfan. Bandaríska herlögregian kom um borð í skip Tsjaos í Yoko- hama og handtók hann og tvo kínverska námismenn og flutti þá í land. Námsmennirnir voru sak- aðir um að vera samsekir Tsjen og að hafa leyniskjöl í fórum sínum, sem hefðu horfið úr Cal- t eoh-s t of n u n in n i. Peking útvarpið mótmælti á- kaft. Augsýnilega hafði herinn ekki heldur nægilegar ástæður til að halda Tsjao lengur. Ilann og báðir eðlisfræðistúdentarnir fóru næsta dag til Hongkong og það- an til Kína. Aðeins nok.krum vikum eftir heimkomuna stofnaði Tsjao kjarnorkurannsóknastöð í Pek- ing, að því er upplýsingaþjóniust- an hermir. Ef til vill haföi Tsjao minni ástæðu tii að vera bitur í garð Bandaríkjamanna en Tsjen, enda þótt margir Kínverjar í Kaliforn- íu á þessum tímum hefðu það á tilifimningunni að þeir væru óvel- komnir. Þegar Kínverjar blönduð usf í Kóre-ustríðinu í nóvember 1950 jókst þessi óvinsemd enn. Menn, sem voru góðvinir Tsj- ens, fullyrða, að hann hefði ekki farið frá Bandaríkjunum, ef ir- yggisskilríkið hefði ekki verið tekið af nonum. Hann hafði meira að segja sótt um banda- rískan ríkistoorgararétt. En vinir hans vissu að hann var mjög særður vegna þess hvernig kom- ið var fram við hann. Þótt Tsjen væri í rauninni fangi síðustu ár sín í Bandaríkj- unum, sökkti hann sér á nýjan leik niður í vinnu. Hann fór að læra stærðfræði. Allt fram til þess að Tsjen fór frá Bandaríkj- unum og jafnvel eftir það var vLtnað í Tsjen í vísindalegum tímaritum. Elftir fimm ár fékk Tsjen loks að fara úr landi. Dómsmiáiaráðu- neytið hafði auigsýnilega komizt að þe-irri niðurstöðu að fimm ár nægðu til að gera hann óskaðleg- an, sú hætta, sem af honum staf- aði væri úr sögunni. í árslok 1955 tóku Tsjen og f.jölsikiyldia hans sér far með „Cleveland forseta" til Hong Kong. Því var slegið upp í blaðinu „Los Angeles Times“, að líklega hefði hann verið látinn laus í skiptum fyrir bandaríska flug- menn. Mörg dagblöð birtu ágizk- anir um það, að skipt hefði ver- ið á Tsjen og ellefu bandarískum fluigmönnuim, sem hefðu verið í haldi í Kína síðan í Kóreustríð- inu og voru Mtnir lausir um þetta leyti. Utanríkisráðuneytið taldi það skyldu sína að birta eftirfarandi yfirlýsingiu: „Slíkt bryti algerlega í bága við meginregiur okkar. Bandaríkin hafa aldrei tefcið þátt í mannakaupum og gera þaö ekki heldur núna“. Ef í raun og veru var skipt á Tsjen og öðrum manni eða mönn um, voru það léleg skLpti, að sögn ýmissa áhrifamanna í Bandaríkj- unum. Bandarikin gáifu Kína einn f ráhærasta eldf laugn asérf ræð- ing Bandaríkjanna og alls heims- ins. Ári áður en sérffræðimgar höfðu búizt við tóikst Kínverjum að láta eldflaiug með kjarnaoddi hafna í settu rnarki í Sinkiangeyðimörk- innd. Við þetta tækifæri fengu Bandaríkjamenn tilefni tii að líta um öxl á McCarthy tímabilið og spyrja sjálfa sig: Hvers konar öryiggisráðstafanir voru það, að hrekja mann, sem gat búið til slífc eyðingarvopn. yfir í her ó- vinaþjóðar? Fáir af vinum Tsjens í Banda- ríkjunum hafa heyrt frá honum síðan hann fór til Kína. Watson, deildarforseti í Caltechstofnun- inni. fékk jólakort frá honum stimplað á pósthúsi i Peking. Á kortinu var mynd af kínverskum blómsvéig. Undir myndinni stóð skrifað með rithönd Tsjens: „Þetta er blóm, sem vex í neyð- inni“. (Endursagt úr Spiegel) (gnífneníal SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar íull- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTÍNENTAL hjólbarðá, með eða án nagla, .undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GOMMIVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.