Tíminn - 27.10.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.10.1967, Blaðsíða 16
245. tbl- — Föstudagur 27 okt. 1967. — 51. árg. Stórbruni í Bakkakoti OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Mikið tjón varð í elðsvoða 1 Bakkakoti í Rangárvallahreppi í dag. Brann þar fjós hlaða og mjólkurhús. Logaði enn í hlöðunni í kvöld og var jafnvel búist við að ailt hey þar, um 2000 hestar, yrðu ónýtt. Gripum tókst að bjarga úr fjósinu á síðustu stundu. f Bakkakoti búa bræðurnir Jón og Bjami Ársælssynir. Er blaðið náði tali af Jóni í kvöld, logaði enn í hlöðunni og ekki var útséð um hvort nokkru tækist að bjarga af heyjum. Sagð ist Jón hafa verið í hlöðunni um fjögurleytið í dag, þegar eklur inn kom skyndilega upp. Hann og 'maður sem með honum var hlupu þegar til að hleypa gripum úr fjósinu en þar voru 20 nautgrip ir. Mátti ekki tæpara standa að það tækist. Mjólkurkýr voru flutt ar í fjós Jóns Björnssonar bónda f Dufþekju og sagði Jón Ársæls Framsóknarvist að Hótel Sögu Framsóknarfélag Reykjavíkur gengst fyrir framsóknarvist að Hctei Sögu fimmtudaginn 2. nóv. n. k. aðgöngumiða þarf að panta í síma 2-44-80. Fundur fulltrúaráðs Framsóknarfélag- anna í Reykjavík Fulltrúaráð Framsóknarfélag anna í Reykjav. heldur fund í Framsóknarhús- inu við Fríkirkju veg miðvikudag- inn 1. nóv. n. k. og hefst hann kl. 8,30. Einar Ágústsson alþingismaður hefur framsögu um viðhorfin í stjórnmálunum. Hætt aö útvarpa jarðarförum OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Er vctrardagskrá hljóð- varpsins gengur í gildi, verða gerðar ýmsar breyting ar og tilfærslur á útsend- ingartímum og fyrirkomu- iagi dagskrár. Ein róttæk- asta breytingin er, að hætt verður að útvarpa jarðar- förum. Þó verða gerðar und antekningar frá þessari Praimnaie a ots 4 son að margir nágranna sinna hafi boðizt til að taka gTipi sína í hús. Strekkingur var á og dugði ekki að rífa heyið upp þá logaði enn meira í því. Undir kvöldið var eldur að brjótast út á miörgum stöð um í heyinu. Slökkiviliðin frá Hvols velli og Seifossi vinna að því að ráða niðurlögum eldsins og er bú- izt við að það takist ekki fyrr en einihverntíma í nótt. Um tíma var íbúðarhúsið í hættu en talið er að hægt verði að verja það fyrir eldinum. Húsin voru að mestu fallin og tankar fyrir mjóikina og mjalta- vél var gjörsamlega ónýi' og mik ið tjón orðið af eldinum. Engin slys urðu á fólki. Víst er að sjálfs íkveikja varð í heyinu. 92 STIGA HEITT VATN VIÐ HLÍÐ- ARDALSSKÓLA FB-Reykjaiv'ák, fimmtudag.' Nú hefur fengizt einn og hálf- ur sekúndulítri af heitu vatni úr borholu við Hlíðardalsskólann í Öilfusi. Borað hefur verið eftir heitu vatni á þessum stað árin 1065 og 1966, og er borholan, sem vatnið fékksit úr ,1230 melra djúp. Gos fékkst úr þessari holu í dag, og var bað framkalla'ð með nýrri aðferð sem aðeins 'hefur verið notuð einu sinni áður með árangri. Er nötaður swokallaður pakkari, sem opnar æðar í berg inu umhverfis hotona meö miklum þrýstingi. Hitinn í botni holunn ar hefur mælzt 160 stig, en fyrsta vatnið, sem upp úr henni kpm var 60 stiga heitt, en heitast mæld ist vatnið 92 stig. Er reiknað með, að þarna verði hægt að fá 8 sekúndulítra af heitu vatni, ef komið verður fyrir dælu í hol- unniy Með tilkomu þessa heita vatns vona menn að draiumar um heita sundlaug og gróðurhús geti rætzt á þessum stað. RÓTTÆKAR BREYTING■ AR Á ÚTSENDINGAR- TlMUM HUÓÐVARPS OÓ-Reykjatvlk, fímmtudag. Að venju verða nokkrar breyt ingar á dagskrá hljóðvarps þeg ar vetur gengur í garð. Að þessu sinni verður formi dag- skrárinnar hreytt óvenju mik ið og ýmsir nýir þættir verða teknir upp. Meðal breytinga eru þær að kvöldifréttir verða kl. 22 en ekki 21 og á morgnana miilili kl. 10 og 12 verður útvarpað ýmsu léttu efni en á þeim tíma hefur ekbi verið útvarpað til þéssa nema jarðarförum. Kl. 9.50 verða sérstakar iþingfrétt ir og sú nýjung verður tekin upp að á tímanium milli ki. 19. 30 og 20 verður flutt margs konar efni í töluðu máli og ýmsir fastir þættir. Meðal þeirra má nefna þæittina Víð- sjá, Dag og veg, Efist á baugi, Tækni og vísimdi. Daiglegt mál og Daglegt líf. Fréttaútsendiing ar verða tíu sinnum á diag og veðurfregnir lesnar sjö sinn- um. Meðal nýrra þáitta má nefna að síðdegis annan hvern laug ardag muin Magnús Torfi Ól- afsson sjá um þátt sem hlotið hefur heitið Fljótt á litið. Þá eru í undirbúningi nokkrir er- indaflokkar sem fluttir verða á sunnudög-um. Dr. Bjarni Guðnason mun tala um upp- runa íslendingasagna og sér stakur erindaflokkur verður um sögu íslendinga á 20. öld. Nokkur erindi verða flutt um siðaskiptin og um rússnesku byitinguna og afleiðingar henn ar. Sérstakur erindaiflokkur verður um Finnland síðustu 50 árin. ' Þá verður í útvar.pinu fræðsla um kyinferðismál og munu læknamir dr. Pétur Jak obsson og dr. Gunmlauigur Snœ land annast þau erindi. Fram haldssögur vorða losnar og framhaldsleikrit leikin og er sérstök ástæða tiil að geta þess að Brynjólfur Jóihanneis90in mun iesa Mann og konu efibir Jón Tiioroddsen, og eftir nýjár les Halldór Laxness eigin þýð ingu á Birtingi eftir Voltaire. Jxá munu rithöfundannir Guð mundur Hagallm og Guðmund ur Daníelsson lesa bækur sem þeir hafa skrifað. Fornsögulest ur verður að venju og muu Jóihannes úr Kötlum lesa Lax dælu. Spurningakeppni verður f hljóðvarpinu í ve-tur og taka þátt í henni 12 framhaldsskól ar. Stjórnandi verður Baldur Guðlaugsson en dómari Jón Mágnú'sson, fréttastjóri. Er þetta útisM'ttarkeppui eius og áður. Fynst leiða saman hesta sína Keninaraskólinn og Stýri mannaskó'linn. Aðrir skóliar sem þátt taka í keppninni eru menntaskólarnir fjórir, Verzlun anskólinn, Biændaskóliun á Hv a n n eyri, Sa mvi nnuekólinn, Verzlúnarskólinn, Vélskóiinn, Ifandí'ða- og myndliistaskóliinn og Tónliistarskólinn í Rivk. Andrós Björnsson mun í vet ur sjá um sérstakan bókaþátt og á sunnudagsmorgnum spjall ar Sigurður A. Magnússon um bókmenntir og Jón Hnefill Að- alsteiusson ræðir við háskóla keanara og vísind'amenn um verkefni þau sem þeir vinna að. Svavar Gesits tekur tiil við nýjan skemmitiþátt upp úr ný- ári, Yfirleitt mun talað mál auk ast í útisendkigartámum hljóð varps og dreifast meira yfir all au útsendingartímaun en til þess. Samt mun tónlistardeild in ekki liggja á liði sínu og meðal nýjunga í þeim efnum má nefna að kyinnt verða tón skáld mánaðarins. Verður hag- að þanmig til að í hverjum mán. mun eitt fsl. tónskáld gera grein fyrir verkum sínum og flntt verða erindi um þann Mjómlistarmann og allan þanm mán-uð verða öðru hvoru leik in verk eftir viðkomandi tón- sfcáld. Fyrsta tónskáldið sem kynnt verður á þennan hátt er Páll ísólfsson. Þá verða sjö erindi um ísl. þtjóðlög samin og flutt af Belgu Jóhamnsdóttur. Óperur verða fkittar og þar af tvær á ís- lenzku og eru þær teiknar upip á vegum tónlistardeildar. Þess ar Óperur eru Meyjarskemman og Mavra eftir Tjakofeky, þýð inguna gerði Þorsteinm Valdi- marsson. Enn má nefna að anmað slag i'ð flytur Jökrall Jakobsson er- indi um hitt og þetta og síðar í vetur mun hann sjá um nokkra framhaldsþætti um Reykjavík og styðst þar við ýmsa atburði sem gerzt hafa, en persónur allar eru búnar til í heilabúi höfundar. ...........•• • Halldór Laxness Brynjólfur Jóliannesson Jón Múli Árnason Gera Bretar kröfu til „færeysku“ stúlkunnar? GÞE-Reykjavík, fimmtudag. Mál færeysku stúlkunnar Marjun Gray gerist nú æ flóknara Svo sem Túninn skýrði frá í dag kom það fram í viðtali við for- mann færeysku barnaverndarnefnd arinnar, að vafi leikur á um þjóð- erni Marjun og er hún sennilega brezkur þegn. Hefur brezka sendiráðið skorizt, í leikin og er nú að kanna mála vöxtu. Sagði Brian Holt ræðismað ur í viðtali við Tímann í dag, að endá þótt sendiráðið hefði ekki í höndum neinar óyggjandi sannan ir fyrir þjóðerni stúlkunnar, væri hún brezkur þegn eftir öllum sól armerkjum að dæma. en þetta mál þyrfti að rannsaka rækilega í samráði við dönsk yfirvöld. Sé það rétt, að Marjun Gray sé brezkur þegn telst hún sjálf ráða, þar sem 16 ára aldrinum er náð, <>g frjáls sinna ferða. Svo er hún einniig samkvæmt íslenzk l n lögum, en færeyska barnavérnd arnefndin hefur lýst því yfir, að hún telji sig hafa yfirráðarétt yf- ir stúlkunni. Gunnlaugur Þórðarson lögifræð ingur sagði í viðtaii við Tímann, að ekki kæmi til greina að stúlk an yrði flutt úr landi, nema henni yrð,i vísað úr landi af íslenzkum yfirvöidum Ef það sannaðist, að hún væri brezk að þjóðerni, yÆi henni, ef til kæmi, ekki vísað til Færeyja. heldur tii Bretlands. Brian Holt sagði og, að varf kæmi til rnála að flytja stúlkuna nauöuga utan. að sínu áliti. með- an ekki væri allt á hreinu með þjóðerni hennar. Ef sannað yrði að hún æri brezkur þegn, væri hún komin undir vernd brezka sendiráðsins á íslandi. Færeysku fulltrúarnir, sem hingað komu í gær hafa að sögn rannsóknarlögreglunnar í Hafn arfirði, lagt fram g-ög.n í máli stúlkunnar. Hafa þau ekki verið að fullu könnuð. Lítið er að öðru leyti um rann sóknina að segja, en Tíminn vill taka það fram, að einungis 10— 11 vitni hafa verið leidd fram i málinu, en ekki 16, eins og sagt var í blaðinu í dag. Var sú tala á misskilningi byggð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.