Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 31. mars 1988 KIRKJAN ER EKKI Skálholt. Hér er rekinn lýð- háskóli á vetrum, einn sinnar tegundar í íslensku skólakerfi. Hvar fer betur á því að varðveita og efla menningararf þjóðarinnar en ein- mitt hér í miðju lands og sögu? Sigurður Arni rek- tor vill „grafa upp allt efni sem má hjálpa fólki til þess að lifa af. “ „Spurningin er“, segir Hanna María, „hvernig ég get orðað mínar tilfinn- ingar þannig að við náum saman. “ Þeim verður báðum tíð- rætt um sundrung- una í samfélaginu og viðskilnaðinn við fortíðina. Hvar getur fólk náð betur saman en í kirkj- unni? Þegar ég heimsótti Hönnu Maríu, Sig- urð Árna, Sögu og Kötlu á pálmasunnu- dag reyndist tími til skrafs ódrjúgur. Hanna María var á þönum að undirbúa komu nemenda úr Lýðháskólanum í Konungaelfi í Sví- þjóð. Landamœri lífs og dauða Sigurður: „Mér finnst mjög áberandi einkenni á þjóöar- eðli og íslenskri hefð að alls staðar er verið að gllma við einhvers konar landamæri. Þetta gildir bæði um lífs- skoðanir og veruleikaaf- stöðu.“ — Hvað áttu við? „Ég held að þetta sé æva- forn germanskur arfur sem við tökum með okkur inn í gegnum íslenskar fornbók- menntir. Við vitum að gamli goðaheimurinn er ekki það sem menn bundust tryggð við eða trúnað, heldur djúp- tækari vitund sem fólst í ör- lögunum, en þar erum við með merkingarkerfi hins ís- lenska samfélags. Örlögin eru dæmigerð tákn um landamæri. Landamæri lifs og dauða. Lífið í þessu landi hefur verið tilvera á brún hengiflugsins. Ef menn gæta sín fara þeir ekki fram af. Þetta kemur alls staðar fram. Við getum túlkað alla okkar trúarhöfunda í framhaldi af þessu, Jón Vídalín, Hallgrím Pétursson og allt til Sigur- bjarnar Einarssonar. Líking- arnar eru ails staðar þær sömu: Ljós og myrkur, líf og dauði, dökkir litir og Ijósir, sorg og gleði... Þessi stóru stef eru svo rík í okkur og grundvallast i skynjun Islendingsins á landamærunum. Ég held líka að viöhorf okkar og barátta eigi rætur i þessum fornu minnum sem enginn nefnir. íslendingar hafa alltaf barist við að lifa af. Og þar hugsa menn afskaplega einstakl- ingsbundið eða i mesta lagi miða sig við næsta umhverfi, hvort sem það er vinahópur- inn, klikan eða flokkurinn. Við sjáum þessa skefja- lausu einstaklingshyggju og nánast mannfyrirlitningu í Hávamálum. Þetta er ekki mannfyrirlitn- ing ( sjálfu sér heldur byggir hún á því að við höfum alltaf þurft að berjast til að lifa af.“ — Er það návígið við land- ið sem við tökum í arf? „Já, það er fleira. Það kem- ur víða fram að við búum á endimörkum." Hver sinn heim Sigurður: „Ég held að þjóð- ararfur skipti alveg óskaplega miklu máli til að hjálpa fólki að lifa af. Ef fólk þiggur ekk- ert í arf, er það rótlaust rek- ald. Þegar fólk erfir ekki fé- lagslega og tilfinningalega og tæki og tól frá kynslóðun- um, þá er fólk statt í þeirri stöðu að búa til heiminn eins og Guð. Hver um sig i 250 þúsund manna samfélagi er að búa sér til sinn eiginn heim, vegna þess að gömlu gildin og allt það sem hefðin gaf okkur nýtist ekkert í gjörningaveðrum samtimans. Gömlu gildin voru vega- nestið sem komandi kynslóð tók við, en þetta er allt sam- an rofið i dag. Byggðaröskun- in hefur orðið svo ógnvænleg að gömlu sveitagildin eru horfin. Þau eru reyndar þann- ig i gildi í dag að pabbi og mamma sem voru í vinnunni gátu látið börnin ala sig að mörgu leyti upp sjálf af því að börnin voru í næsta ná- grenni. En við byggðaröskun- ina lenda börnin á götunni i staðinn fyrir i hlaðvarpanum. Peningamálin breytast, og við fjölmiðlana og ný gildi verður hver einstaklingur með miklu meira úr að spila en hann hefur siðferðilegt þrek til eða vitsmunaleg tæki og möguleika til að raða nið- ur.“ — Geta börn alist upp i dag án þess ótta sem hlýtur að hafa fylgt gamla tíman- um? „Ég er ekki viss um að Viðtal; Þorlákur Helgason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.