Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 31. mars 1988 Á SVIÐI OG UTAN Eyvindur Erlendsson skrifar Söngvar síra Hallgríms Ef til vill felst i þeim sjálf undirstaða allra þeirra lista sem i landinu eru stundaðar, segir Eyvindur Erlendsson m.a. um Passíusálmana. Þaö er ekki langt síðan all- flestir íslendingar töldu kveð- skap Hallgríms Péturssonar, ekki síst Passlusálmana, gamaldags og úrelt hégilju- væl og jafnvel fremstu skáld þjóðarinnar héldu sér til fyrir aðdáendum sínum með því að yrkja skopstælingar af þessum „barnalegu eymdar- lofgerðum". Nú hafa skjótt skipast veð- ur I lofti, hvað þetta varðar, að minnsta kosti í bili, — að minnsta kosti um þessa páska, anno domini 1988. Á þrem stöðum, að minnsta kosti, verða sálmarnir fluttir með áberandi og afgerandi hætti: Sjónvarpið mun flytja Passíu Átla Heimis Sveins- sonar, byggða að mestu á kvæðum Hallgríms, Vernharð- ur Linnet mun hafa sérstaka dagskrá í ríkisútvarpinu fyrir börn og unglinga, um Passlu- sálmana og undirritaður mun að sínu leyti endurtaka, með vissum hætti, leikinn frá I fyrra þegar hann flutti alla sálmana I Selfosskirkju, á föstunni. Þá voru fluttir sjö sálmar hvern sunnudag og jafnframt las Sigurður Sig- urðsson, sóknarprestur á Sel- fossi, ritningargreinar þær og ívitnanir I bókmenntir, svo sem Eintal sálarinnar eftir Martin Moller (1593). Nú verða sálmarnir fluttir I einni samfellu, allir I þeirri kirkju, I Reykjavík, sem kennd er við skáldið. Þetta verður einskon- ar maraþonflutningur sem mun taka um fimm klukku- stundir. Inn á milli, af og til, munu hljóðfæraleikarar flytja stutt tónlistaratriði, undir for- ystu tónmeistara Hallgríms- kirkju, Harðar Áskelssonar. Það kann að virðast til einskis unnið að flytja svo langt prógram, þar sem er næsta óhugsandi að nokkur hafi þolinmæði og þrek til að sitja undir frá upphafi til enda, og verður alls ekki til þess ætlast. Þarna verður einungis nokkurs konar opið hús, eftir hádegi og frameftir degi, þar sem fólk getur kom- ið i guðshúsið, beðið bænirn- ar sínar, skoðað sig um, sýnt sig og séð aðra, drukkið kaffi og hlustað á, hvort það held- ur vill, lengri eða skemmri kafla af þessum flutningi. Við vitum ekki fyrirfram hvert er gildi svona tiltækis. Það mun þó enginn draga í efa að menn leggja ekki á sig og leggja ekki upp með annaö eins nema fyrir meira en litla trú á að málefnið sé mikils- vert og enda þótt I því felist ekki marktæk röksemda- færsla fyrir því að Passíu- sálmarnirséu mikilvægastur skáldskapur okkar tíma, sem og annarra, þá er það vitnis- burður sem ekki er annað hægt en virða til nokkurs vægis, hlýtur smátt og smátt að spyrjast og vekja einhverj- um grun um að meira en lítið hljóti nú að vera í þennan skáldskap varið úr því menn eru að leggja á sig þess hátt- ar þolraunir vegna hans. Það þarf víst ekki að tí- unda frekar hér að ég tel Passíusálmana vera mikil- vægasta skáldskap saman- lagðra íslenskra bókmennta „frá Snorra til Snorra". Ef til vill felst í þeim sjálf undir- staða allra þeirra lista sem í landinu eru stundaöar, og verða stundaðar, sjálfur grunntónn allrar skáldlegrar hugsunar, — ekki vegna þess að þetr lofa Jesúm og kristni- dóminn meir og betur en annar skálskapur, heldur vegna þess með hvílíkum ólíkindum af listfengi þeir eru sungnir. Það er þess vegna eitthvert mikilvægasta verkefni sem nokkur skáld- skaparins maður getur sér fyrir hendur tekið að vekja athygli samferðamanna sinna — og eftirkomenda á þeim. „Sungnir" skrifa ég, óvart. Nú er það að vísu svo, að Passíu- sálmarnir eru skáldskapur „fyrir fullorðna". Menn eru gjarnan, eftir góðra manna ráðum, búnir að marglesa þá, á ungum aldri, allt fram yfir miðjan aldur, búnir að marg- pæla í meiningunni, skilja, misskilja, dást að spakmæl- um, hlæja að kringiyrðum, flámæli og fleiru, — án þess að átta sig á hvað eiginlega sé svona dásamlegt og sér- stakt við þennan skáldskap. En svo, smátt og smátt, fara menn að heyra þá kliða. Kveðandinn fer að leita á. Hin bernska einlægni fer að slá mann Ijósi og rödd skáldsins tekur á sig mynd fyrir eyrum. Loks rennur allt upp fyrir aðdáandanum sem sönglist. Einmitt sem söngur. Þar eru ekki heimtaöar neinar skýringar lengur, ekki fremur en þegar hlustað er á Jussa Björling eða einhvern annan hinna miklu tenóra syngja. Við skiljum jafnt þótt allur textinn sé á ítölsku. Já, Passíusálmarnir eru í raun og veru fullfrágengin ópera, frá Hallgríms hendi, að lögunum sem þeir eru yfirleitt sungnir við slepptum. Þau lög eru dá- lítið dauf og eintóna og gefa til kynna að þessi hin hrika- lega píslarganga, ífléttuð, bróðursvikum, níðingsverk- um, svívirtri ást og svo fram- vegis, hafi, í raun og veru, verið fremur átakalaus og ástríðusneydd vanaathöfn, líkt og húslestur eða kirkju- ferð í fremur leiðinlegri sveit, með kórréttum lifnaðarhátt- um. Nei, söngurinn, óperan, — það er falið (texta höfundar- ins sjálfum, I sibreytilegum tóntegundum milli hinna ein- stöku kvæða, jafnvel milli vísna I hverju kvæði fyrir sig, í því hvernig röddin sem skynja má handan textans, hækkar og lækkar eftir efn- inu, hvernig flug frásagnar- innar eykur hraðann og minnkar til skiptis, hvernig geðið sveiflast, ýmist af frumstæðum krafti eða fág- aðri mýkt, — rétt eins og í meistaraóperum eftir Verdi eða Mozart. Vegna þessa er svo nauð- synlegt að skoða þennan kvæðabálk, af og til, allan í heild, í stað þess að láta sér nægjast við ívitnanir í ein- staka, auðskildar vísur og léttrímaða alþýðuspeki (koleldi kveiktum jafnast/ kitlandi veraldarprjál/ þrælar syndanna safnast/ saman við lastabál... o.s.frv.). Þarna er aftur líking við óperuna. í fyrstu læra menn að meta tenóraríurnar, þar sem þær hvína hæst. Þeir tileinka sér jafnvel einhverjar strófur úr La donna mobile og grenja þetta sjálfir á mannamótum. En fari menn að fá auga fyrir sönglistinni I alvöru þá hætta tenóraríurnar einar að duga. Þá vilja þeir heyra allar arí- urnar, alla kórana, kvartett- ana, eintalsþulurnar og milli- spilin. Þeir fara jafnvel að leggja eyrun við röddum ein- stakra hljóðfæra, bakvið aðr- ar raddir. En fyrst og fremst vilja þeir heyra söngverkið allt í samfellu og finnst ekki lengur varið í einstaka topp- aríur nema þeir fái að heyra þær rísa upp af sínum rök- rétta grunni, upp af eðlilegri framvindu sögunnar og upp úr því ólgandi, óstýrláta til- finningabrimi sem neðar fer. Það er því mikil nauðsyn að reyna að finna leiðir til þess að flytja Passíusálmana I sem mestri heild. Það verð- ur trúlega aldrei, að menn nenni að sitja undir þeim öll- um, fimmtíu talsins, á einum og sama degi. Þó er sjálfsagt að reyna það líka, og til. Hitt er einnig ágætt að flytja þá í köflum, sjö eða tíu I einu, eða þá að gera úr þeim stytta útgáfu í tónum eins og Atli Heimir hefur gert. Trúlega hefur flutningur Megasar á þeim, nú fyrir nokkrum miss- erum, einnig verið til góðs. Ég heyrði hann ekki. Megin- atriði er þó að þeir sem taka uppá því að flytja þetta efni, geri það af miklum og ein- lægum áhuga á efninu (ásamt með allgóðri kunnáttu í sinni grein líka, auðvitað). Það er lesara mínum vænt- anleg Ijóst nú þegar og þarf ekki fram að taka, að ég tel þann flutning sálmanna sem tlðkast hefur fyrir útvarp, þar sem þeir eru fluttir hver og einn út af fyrir sig, rammaðir inní róandi hljóðfæraspil, slæman og ef til vill fremur til að spilla skilningi á þess- um skáldskap en hitt. Þessi útvarpsflutningur er aftur á móti orðinn að eins konar eyktamörkum, partur af hrynj- andi árstíðanna og við getum ekki án hans verið, þess vegna. Flutningsmáti þeirra sem lesa í útvarpið iitast lika I flestum tilfellum af því og svo af einhvers konar „al- mennri reglu“ sem hver lesari hefur sína. Oft eru menn að reyna að lesa þetta náið eftir meiningu málfræðilegra setninga, eins og að þýða Hallgrím Pétursson á ís- lensku, jafnvel leiðrétta hjá honum málfarið í leiðinni. Sem verður nú að teljast upp á nokkuð háan hest sest. Stundum velja menn síbylju- tón sem þeir halda að sé klassfskur flutningsmáti en er það alls ekki. Hann kemur þessum skáldskap ekkert við. Hann er fundinn upp af hræddu fólki sem er meira í mun að láta í Ijós hlýðni sína við skikk og yfirvöld (ekki endilega Guð) heldur en að fara rétt með skáldskap. Flestir fara ofur hægt með. Heimir Steinsson fer það hægt yfir að maður er búinn að gleyma um hvað hver visa er um það bil sem lýkur. Ég reikna með að menn geri þetta af tillitssemi við hlust- endur, einkum gamla menn og heyrnardaufa. En það gengur ekki. Þar kemur aftur að tónlistarlögmálunum, sem, þrátt fyrir mikilvægi orða og meininga þeirra, eru lögmál svona skáldskapar númer eitt. Sérhvert sönglag, eins og óperuaría, hefur sinn fyrirskrifaða takt og hraða. Þessu er ekki hægt að breyta, þá týnist lagið. Það verður annað lag eða lag- leysa. í kvæði er, að vísu, erfiðara að finna hinn rétta, viðeigandi, hraða — heldur en í sönglögum þeim sem kunnáttumenn hafa fest í nótur. Þeir hafa ákveðin orð yfir hraða tónlistarinnar og það er hægt að lesa þau á taktmælinum. Þessu er ekki til að dreifa í Ijóðagerð. Ljóð er einnig örlítið háðara smekk og talsmáta flytjand- ans en raunverulegt sönglag. Það lýtur þó, í eðli sínu sömu lögmálum og vanur maður, og skáldskap trúr, á að geta fundið það út, með þvi að hlusta eftir ímyndaðri rödd skáldsins og prófa sig áfram, hvenær bragurinn streymir í viðeigandi hraða og hrynj- andi, honum eiginlegum. Einhverju sinnL fyrirall- mörgum árum, þegar ég fór fyrst að eiga við flutning Passíusálmanna og spurði ýmsa ráða, þá lagði ég þessa spurningu fyrir Eirik heitinn Eiríksson, þá sóknarprest og þjóðgarðsvörð á Þingvöllum: „Getur þú ímyndað þér hvern- ig Hallgrímur hefði farið með þennan kveðskap sjálfur?“ Hann greip þá hönd mina snöggt í báðar sínar (það var honum vanaviðbragð) og sagði með sinni heitu rödd: „Við vitum það ekki vinur minn, við getum aldrei kom- ist að því. Hallgrímur var skáld, hann er alls ekki út- reiknanlegur". Kannski hefur Hallgrímur alls ekki getað flutt þessa sálmaeinu sinni. Kannski hefur verið einhver sífrandi ráðandi I kvæðaflutningi hans tíma, rétt eins og okkar, og villt honum sýn. Kannske hefur honum ekki einu sinni verið gefið, fremur en flest- um oss, að skynja sinn eigin róm;- þennan undraverða klið mjúkrar, ástrfðuheitrar raddar sem ómar ( eyrum við lestur kvæða hans. Svo er auðvitað sá mögu- leiki að þetta sé ekki rödd Hallgríms heldur guðdóms- ins sjálfs, sem honum hefur, með galdri, tekist að fanga í kvæði sínu. Vitrir menn segja raunar að þessi þrá eftir að kalla guðdóminn á tal við sig sé upphaf alls skáldskapar og undirrót allrar listviðleitni yfirleitt. Þess vegna eru söngvar síra Hallgrims — grundvallar- skáldskápur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.