Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 31. mars 1988 Þrir kílómetrar at sandi, sól og sjó. Ströndin á Benidorm FARARHEILL TIL FRAMTÍÐAR £f þú hefur enn ekki fengið bæklinginn heim til þín, sendu þá nafn þitt og heimilisfang til: UMFERÐARRÁÐS, LINDARGÖTU 46, I0I REYKJAVlK. Ég óska eftir að fá bæklinginn sendan: Nafn Heimilisfang Póstnr. / Staður mað hefur alltaf margborgað sig að læra vel heima. Þannig stendur maður vel að vígi þegar að prófi kemur! Bæklingurinn um nýju umferðar- lögin er nú kominn inn á öll heimili á landinu. LESTU HANN STRAX OG FRESTAÐU ÞVl EKKI. HANN Á ERINDI VIÐ ALLA! Efþú þekkir nýju lögin ertu vel settur þegar á reynir, í sjálfri umferðinni. ERTU BÚINN AÐ LÆRA HEIMA? FERÐAMIÐSTÖDIN 15 ÁRA Rœtt við íslaugu Aðalsteinsdóttur, framkvœmda- stjóra Ferðamiðstöðvarinnar í Aðalstrœti á af- mælisári „Hátíð er til heilla best“, sagði íslaug Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ferða- miðstöðvarinnar í Aðalstræti, „og á ég þá bæði við páska- hátíðina að sjálfsögðu og svo líka það, að við hér á Ferða- miðstöðinni eigum fimmtán ára afmæli í ár. í sambandi við það allt og Ferðamiðstöð- ina vil ég þó fyrst minnast á mjög skemmtilegt samstarf sem við fjórar ferðaskrifstof- ur eigum saman og nefnum Reisuklúbbinn. Þessar ferða- skrifstofur er Ferðamiðstöð- in, Atlantik, Saga og Polaris. Samstarf þessara aðila hefur gengið frábærlega vel og stuðlað að aukinni hag- kvæmni í hvívetnaog þannig bættri þjónustu við viðskipta- vininn og lægri verðum. í Reyndar segja alþjóðatímarit okkur það, að þar sé einmitt að finna bestu hótel veraldar, hagstæðasta verðlagið og mikið öryggi í ferðamennsku. Þessi heimshluti á ábyggi- lega eftir að komast æ hærra á landakort íslendinga, enda hefur mörgum þessum þjóð- um gengið mjög vel efna- hagslega eftir stríð og leggja hart að sér að kynna sig í samfélagi þjóðanna og hampa menningu sinni. Ekki má gleyma að næstu Olympluleikar fara fram f Seul I Kóreu og má segja að mikill sé máttur kyndilsins frá Grikklandi að geta lýst upp alla heimsbyggðina. Sólarlandaparadísin okkar hér á Ferðamiðstöðinni er nú sem áður Benidorm á Costa % Islaug Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðamiðstöðvarinnar krafti þessa samstarf teljum við okkur hafa gert betri samninga. Við höfum t.d. gef- ið sameiginlega út skfða- bækling um ferðamöguleika fyrir þá eðlu íþrótt og árang- ursrík samvinna hefur verið í Florídaferðum. Uppá gamla móðinn þá húkti hver í sínu horni og reiknaði sig sveittan i sam- bandi viö verðtilboð til al- þjóðaaðila og var þá hver og einn í rauninni að fram- kvæma sömu vinnuna. Með tilkomu Reisuklúbbsins höf- um við samhæft þessa vinnu, njótum alls upplýsinga- streymis sameiginlega, við höfum samvinnu í auglýs- ingamálum og allt þetta kem- ur svo viðskiptavinum okkar til góöa í verði okkar. Sér- staklega má benda á pakka- ferðirtil Evrópu í þessum sambandi og einnig til Bandaríkjanna. Við hér á Ferðamiðstöðinni höfum líka lagt sérstaka áherslu á persónuþjónustu og þá t.d. vegna ferða á kaup- stefnur eða ferða einstak- linga og hópa til staða, sem ekki eru á hinu venjulega landakorti íslendingsins til útlanda. Með samböndum, sem við höfum sérstaklega byggt upp i gegnum Kaup- mannahöfn, Lúxembúrg, London, og Amsterdam höf- um við náð mjög góðum tengslum við t.d. Austurlönd fjær, en mikill áhugi er nú á íslandi á þessum heimshluta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.