Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. mars 1988 7 Langar ykkur til að slappa af um páskana fyrir framan sjónvarp- ið? Er ekkert í Sjón- varpinu eða á Stöð 2 sem ykkur langar að sjá? Þá er mótleikurinn að labba sér inn á nœstu myndbandaleigu og leigja spólu — ef þið eigið myndbandstœki, það er að segja. En það má reyndar leigja það einnig. Það er til fullt að góðum kvikmyndum á myndböndum. Alþýðublaðið hefur valið nokkrar myndir sem myndbandaleigurn- ar hafa á boðstólum sem óhœtt er að mœla með. Rokkað á spænsku LA BAMBA Leikstjórn og handrit: Luis Valdez Aðalhlutverk: Esai Morales, Rosana De Soto, Elizabeth Pena og fl. Lalalalalalala Bamba! Hver kannast ekki við laglínuna mexíkönsku sem Ritchie Valens gerði heimsfræga fyr- ir 30 árum og nú hefur verið endurvakin i kvikmyndinni La Bamba. Nú er bíómyndin komin á myndbandi og tilval- in páskaafþreying fyrir þá sem ekki sáu hana í Stjörnu- biói fyrir nokkru. La Bamba gerist i Kalí- forníu árið 1958. Hinn 17 ára gamli Ritchie Valens dreymir um að verða rokkstjarna þrátt fyrir fátækt og mexíkanskan uppruna. Myndin sýnir hvern- ig ameríski draumurinn ræt- ist á aðeins átta mánuðum hjá söguhetjunni sem setti lögin Come on, Let’s go, Donna og La Bamba á plötu VIDEO Ingólfur Margeirsson skrifar w MYNDBANDA- PÁSKAR sem gerói hann ódauðlegan þótt hann hafi farist á 18. aldursári í frægasta flugslysi rokksögunnar þegar smárella með Ritchie Valens, Buddy Holly og Big Hopper fórst að næturlagi í snjóbyl. Þetta er sem sagt rokksaga Valens; hress mynd og fjörug, og vel gerð þótt formúla gömlu rokkmyndanna sé ekki langt undan. Fréttir til sölu DÝRKEYPTUR SANNLEIKUR Leikstjórn: Mike Robe Aðalhiutverk: Martin Sheen, Peter Riegert, Barbara Barcock og fl. Ef þú ert einn þeirra sem finnst fjölmiðlafárið hafa of mikil ítök í þjóðfélaginu eða ert að brjóta heilann um áhrif fjölmiðla og (mis)beitingu þeirra, náðu þér þá í eintak af Dýrkeyptum sannleik. Þetta er hörkugóð sjón- varpskvikmynd sem segir frá fréttahauknum Kenley (Martin Sheen) sem keyptur hefur verið frá New York til lítillar sjónvarpsstöðvar í - Mið-rikjunum til að „drífa upp fréttirnar." Framkvæmda- stjóri stöðvarinnar vill óður og uppvægur selja fréttir og þegar kennari við gagn- fræðiskóla bæjarins er grun- aður fyrir að hafa átt kynmök við tvær skólastúlkur kemst sjónvarpsstöðin heldur betur í feitt. Nú skal fréttin seld, hvað sem öllum siðareglum blaðamanna líður. Að lokum fær fréttahaukurinn bak- þanka en spurningin er hvort að málin séu ekki þegar farin úr böndunum þar sem mann- orð og sannleikur er fótum troðinn í söluheimi fréttanna. Þetta er athyglisverð og vel gerð kvikmynd um blaða- mennsku og fréttaflutning sem verður að söluvöru og vekur upp spurningar um leikreglur pressunnar og rétt- arstöðu almennings í hildar- leik „upplýsingamiðlanna." Klœkir Kölska ANGEL HEART Leikstjórn: Alan Parker Aöalhlutverk: Mickey Rourke, Robert DeNiro, Lisa Bonet og fl. Undarleg atburðarás fer í gang þegar leynilögreglu- maðurinn Harry Angel er beðinn af hinum dularfulla Lois Cyphre að hafa upp á náunganum Johnny Favorite sem hvarf sporlaust fyrir 12 árum. Leitin færir Harry Angel víða, m.a. til New Orleans og í undarlegt um- hverfi andatrúar. Hvar sem hann ber niður verða dular- full morð á vegi hans sem hindra að hann komist á slóð hins horfna manns. En allt hefur sínar skýringar og á síðustu minútunum gengur hinn svo mjög flókni sögu- þráður upp, þótt skýringarnar séu á margan hátt yfirnátt- úrulegar og Kölski sjálfur með í ráðum með fjölkynngi sína. Engu að síður er „plott- ið“ sannverðugt. Spennandi og óhugnanleg kvikmynd í besta stil Alan Parkers með þrumuleikurum; Rourke og DeNiro og góðri Lisu Bonet sem við annars könnumst við úr Fyrirmynda- föður í Sjónvarpinu. Þetta er hennar fyrsta alvarlega hlut- verk á hvfta tjaldinu og hún kemst vel frá því. r Eg á mér draum MARTIN LUTHER KING Leikstjórn: Abby Mann Aöalhlutverk: Ossie Davies, William Jordan, Cliff de Young, Dolph Sweet o. fl. Sjónvarpskvikmynd á tveimur spólum um ævi og störf Martin Luther King frá því að hann er ungur prestur þangað til hann er myrtur sem heimsfrægur leiðtogi svartra í Bandaríkjunum. Við fylgjumst með kynþáttafor- dómunum í Atlanta, uppreisn þeldökkra án ofbeldis, óeirð- unum i Birmingham, friðar- göngunni miklu 1963, og þeg- ar King er veitt friðarverðlaun Nóbels og að lokum myrtur. Vönduð og sterk mynd um helsta leiðtoga svartra í Bandaríkjunum og helsta málsvara réttlætis og mann- úðarstefnu í heiminum. Við sögu koma einnig helstu áhrifamenn Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum, Kennedy-bræður, J. Edgar Hoover og fleiri. Mynd sem ér ómissandi yfir páskana og sem inniheldur bæöi fræðslu og spennu. Drykkju vandamál BLIND DATE Leikstjórn: Blake Edwards Aöalhlutverk: Kim Basinger, Bruce Willis og fl. Hvað gerist þegar afar prúður, ungur maður sem hefur það eina markmið í lífi sínu að stunda vinnu sína af kappi og forsjá, verður fyrir því að hitta fallega stúlku sem leggur allar hans frama- vonir í rúst á einum sólar- hring? Spurningunni er svar- að I Blind date eða Stefnu- mót í blindni. Stúlkan á nefnilegavið hegðunarvanda- mál að stríða þegar hún smakkar áfengi. Og þá er átt viö HEGÐUNARVANDAMÁL! Sprenghlægileg grínmynd gerð af meistara hláturstaug- anna Blake Edwards. Ef þið viljið hlægja um páskana, þá nælið ykkur í eintak. Astir nútímafólks HEARTBURN Leikstjórn: Mike Nichols Aöalhlutverk: Meryl Streep, Jack Nicholson og fl. Lifiglaður fréttafress (Nicholson) hittir sæta blaða- konu (Streep). Það takast með þeim ástir. Þau gifta sig. Eignast börn. Koma þaki yfir höfuðið. Fréttafressið fer hins vegar að halda framhjá. Það er erfitt að gleyma göml- um töktum. Hún fyrirgefur honum og hann lofar yfirbót. En það gengur illa. Ljúf mynd sem vekur hlát- ur og tár til skiptist. Frábær samleikur Nicholson og Streep sem túlka nútíma- manneskjurnar vel. Að öllu leyti fullkomin sóffakómedía með alvarlegum undirtón ef ekki væri fyrireinstök atriði sem koma eins og þruma úr heiðskíru lofti, eins og sjón- varpsþáttur sem sífellt beinir máli sínu til blaðakonunnar/ húsmóðurinnar Streep. En góð páskamynd engu að siður. Ástir bókaorma 84 CHARING CROSS ROAD Leikstjórn: David Jones Aöalhlutverk: Anne Bancroft, Anthony Hopkins og fl. Helene Hanff er bandarísk skáldkona sem býr í New York á árunum eftir stríð. Hún er þreytt á bandarískri bóka- útgáfu og þráir að lesa og eignast almennilegar útgáfur. Hún rekst einn daginn á aug- lýsingu í blaði þar sem forn- bókaverslun i London kynnir bækur sem verslunin hefur á boðstólum. Ungfrú Hanff sendir bréf og síðan berast henni bækur frá fornbókasal- anum Frank Doel ( London frá búðinni hans að Charing Cross Road 84. Þetta er upphafið að langri bréfavináttu þeirra tveggja og bókasendingum frá Bretan- um ásamt matarsendingum frá skáldkonunni til hungr- aðra og vörulausra starfs- manna fornbókaverslunarinn- ar. Ljúf og góð mynd um platónskar ástir bókaorma með afbragðs leikurum. Dæmigerð síðdegismynd fyrir framan sjónvarpið með- an páskahretið gerir skíða- fólkinu lífið leitt í Bláfjöllum og annars staðar í skíðahlíð- um landsins. Að gera flugu mein THE FLY (FLUGAN) Leikstjórn: David Croneberg Aðalhlutverk: Jetf Goldblum, Geena Davis, John Getz og fl. Leyfið mér að segja það strax: Sjáið ekki þessa mynd að lokinni páskamáltíð; mat- urinn gæti endað í salernis- skálinni. Og sjáið myndina ekki ein. Þið gætuð setið andvaka og hlustað eftir vor- suði flugnanna í gluggakist- unni. Flugan er endurgerð sam- nefndrar kvikmyndar frá árinu 1958 (Kurt Neuman leikstýrði henni) og segir frá vísinda- manni sem vinnur að rann- sóknum við að leysa upp hluti í öreindir sínar og flytja þá á milli staða. Við þessar tilraunir notar hann tvo skápa þar sem annar leysir upp hlutinn og hinn safnar hon- um saman að nýju. Tilraun- irnar ganga vel og dag einn ákveður dr. Seth Brundle (Jeff Goldenblum) að flytja apa á milli. Tilraunin mis- tekst en vísindamaðurinn gefst ekki upp og næst gerir hann tilraun á sjálfum sér. Sú tilraun tekst... þangað til að vísindamaðurinn kemst í raun um að undarlegar breyt- ingar fara að eiga sér stað á líkama hans og matargræögi hans og kynhvöt eykst ótrúlega. Svo kemst maður- inn að því að fluga var i skápnum þegar upplausnin fór fram... Með hrikalegri hrollvekjum sem framleiddar hafa verið, aldeilis ótrúlegri förðunar- tækni og tæknibrellum sem vekja viðbjóð, hremmingar og valda (vafalaust) martröðum hjá áhorfendum. Sjáið þessa mynd ekki nema þið hafið sterkar taugar — eða hafið ódrepandi áhuga á kvik- myndagerðarlistinni, því þessi mynd er í sérflokki yfir meistaralegar gerðar kvik- myndir og þar að auki er Jeff Goldblum í sínu besta hlut- verki fram að þessu. Og svo má alltaf segja að smáhrollvekja geri ekki flugu mein. Gleðilega páska!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.