Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 31. mars 1988 15 Kristur augun opin, þrátt fyrir að blóðið renni í stríðum straumum frá sárinu í síðu hans. (Mynd 2). Sárið er nær undantekningalaust hægra megin á líkamanum, en í guðspjöllunum er hvergi minnst á hvoru megin Kristur fékk spjótið í sig. Þó var þetta regla að sárið væri hægra megin en ekki vinstra megin þar sem hjartað slær. Elsta dæmið um þetta er frá 6. öld. Skýringin sem gefin hefur verið á þessu er sú að í fornöld þóttu öll frávik frá hinu venjulega, vera dæmi um yfirnáttúrulega hluti. Með því að ætla að Kristur hefði hjartað hægra megin í likam- anum, þá var hann jafnframt orðinn fremri venjulegu fólki. Seinni tíma málarar t.d. Rembrandt og Rubens, brugðust á móti þessu og máluðu sárið vinstra megin á líkamann. í grein í Lesbók Morgunblaðsins í mars 1987 er talið að lagið hafi gengið í gegnum hægra lungað og þaðan í hjartað. Læknarnir sem rituóu þá grein telja að þar liggi skýringin á því hvers vegna bæði vatn og blóð runnu úrsárinu. Hvort lækn- isfræðin fyrir u.þ.b. fimmtán hundruð árum var á svo háu stigi að menn hafi gert sér grein fyrir að vatn kynni að renna úr sárinu ef lagið gengi fyrst ( gegnum lungað og gollurshúsið áðuren það náði hjartanu, er ekki gott að segja, en hinsvegar þá er sennilegt að menn hafi fund- ið táknræna merkingu í þeim orðum Jóhannesar að vatn og blóð hafi runnið. Án þess að fara nánar útí þessa sálma, þá er rétt að benda á að í nær öllum krossfesting- Mynd 3 Golgata eftir Hollendinginn Cornelis Engeibrechtsz frá árinu 1500. Mynd 2 Þýsk bókalýsing frá 13. öld. Kristur á krossinum. Mynd 5 Assy eftir Germaine Richier, Róöukross í kirkjunni í 1950. armyndum seinni tíma, er sárið vinstra megin á líkam- anum. Eíins og fyrr sagði var þján- ing Krists á krossinum meira áberandi í vestur-evrópskum krossfestingarmyndum frá miðöldum en í austur- evrópskum. Þetta var undir- strikað með því, að Jesú var á þessum myndum festur með þremur nöglum í stað fjögurra, eins og tíðkaðist í Bysans og íkonunum. Með því að krossleggja fæturna jókst snúningurinn á líkam- anum og þá jafnframt tæki- færi málarans til að túlka þjáningar hins krossfesta. Nokkrar tilraunir voru gerðar síðarmeir til að hafa naglana fjóra, má þar nefna Albrecht Durerog Rembrandt, en hitt hefur unnið sér hefð í lista- sögunni og það er nær alls- ráðandi enn þarm dag í dag. Allt fram á fjórtándu öld voru allar myndir af bæði krossburöinum og krossfest- ingunni þannig, að Kristur bar enga þyrnikórónu. Menn höfðu túlkað, bæði Matteus- ar- og Markúsarguðspjallið þannig að Kristur hafi verið sviptur bæði purpuramöttlin- um og kórónunni eftir hina háðuglegu krýningu. Það er fyrst eftir opinberun heilagrar Birgittu á fjórtándu öld, sem sú skoðun verður rikjandi að Kristur hafi borið þyrnikór- ónu allt fram í andlátið. A r\ fjórtándu öld verða til á Ítalíu hinar mannmörgu Golgata myndir og slíkar myndir voru síðan gerðar um alla Evrópu. (Mynd 3). Sam- kvæmt gamalli hefð var myndfletinum skipt (tvennt, góða og vonda helminginn. Góði helmingurinn var vinstra megin frá áhorfandan- um séð. Þar voru María guðs- móðir, Jóhannes og syrgjandi konur, en hægra megin voru hermenn, meinfýsnir Gyöing- ar og Rómverjar, að Longinus undanskildum; hann var í góða hópnum. Samkvæmt þessum skóla, sem breiddist út um alla Evrópu, þá er það María Magdalena, sem krýpur við og heldur um krossinn. Samkvæmt Lúkasi, þá hafði Kristur rekið úr henni illan anda, og þessvegna voru við- brögð hennar og tilfinningar gjarnan túlkuð á ýktan hátt. í þessum mannmörgu myndum koma ræningjarnir tveir, sem krossfestir voru samtímis og Jesú, fram ( dagsljósið. Margir málarar gerðu skýran greinarmun í túlkun sinn á góða og vonda ræningjanum. Sá góði var krossfestur á sama hátt og Kristur, en hinum tjaslað upp á enn óverðugri hátt. Sam- kvæmt Jóhannesarguðspjalli þá var Kristur stunginn með spjótinu, eftir að hermennirn- ir höfðu brotið fætur ræn- ingjanna. Þeir létu það ógert þegar Jesú átti í hlut, vegna þess að hann var þegar lát- inn. Atburðarásin er hinsveg- ar öfug í langflestum Golgata-myndunum. Fætur ræningjanna eru heilir en síðusár er á Kristi. Ástæðan er sennilega sú að engin krossfestingarmynd þótti fullkomin fyrr en búið væri aö mála sárið, hvort heldur það lenti á vinstri eða hægri síðu. Hér á undan hefur verið drepið á nokkrar gerðir þeirra krossfestingarmynda, sem gerðar hafa verið á liðnum öldum. Hina bysönsku mynd- gerð, þar sem aðeins fáar persónur koma við sögu og áherslan lögð á þjáningu Krists en einnig á reisn hans og mátt, hina germönsku, aðallega frá síðmiðöldum, þar sem þjáningin er öllu yfir- sterkari og svo ítalska skól- ann, þar sem sviðið hefur verið víkkað út og ræningj- arnir komnir með á myndinni. Fáir hafa túlkað atburðina á Golgata jafn áhrifamikið og Rembrandt. í grafíkmynd frá miðri sautjándu öld lætur hann hlutina gerast í þann mund sem myrkrið skall á á sjötta tímanum. (Mynd 4). Yfir myndinni hvílir andrúmsloft endalokanna, dómsdagsins. í Passíusálminum lýsir Hall- grímur Pétursson þessu and- artaki á þennan veg: Þegar Kristur á krossins tré kannaði dauðann stríða, teikn og stórmerki mestu ske, mælir svo ritning fríða; musteristjaldið mjög umvent í miðju varð að rifna í tvennt, hristist jörð harlavíða. (46. sálmur, 1 vers.) Krossfestingarmyndefnið er eitt af fáum kristilegum mótífum sem hafa lifað og þróast fram á okkar daga: Gauguin skar út merkilega lágmynd með-þessu mynd- efni fyrir nágranna sína á Tahiti þegar hann bjó þar og Germaine Richier gerði árið 1950 róðukross (krúsifix), skúlptúr af Kristi á krossin- um fyrir kirkjuna á Assy í frönsku Ölpunum. (Mvnd 51. Þessi skúlptúr er frægur í listasögunni og olli miklum deilum á sínum tíma. Líkam- inn er úr bronsi og mjög ein- faldur að allri gerð og yfir- borðið færir hug áhorfandans strax að neyð og þjáningu. Þar sem líkaminn er hvorki látinn sveigjast né hanga eins og á eldri myndum, heldur standa upp við stólpa með útrétta arma, þá verður þessi mynd einnig tákn um þann sem veitir blessun. Presturinn Couturier hafði forgöngu um að G. Richier gerði róðukrossinn og með leyfi listakonunnar setti hann texta úr Jesaja (52.53) við styttufótinn og eftir vissar úr- fellingar varð hann nokkurs- konar túlkun á listaverkinu: ...svo afskræmd var ásýnd hans framaren nokkurs manns...eins mun hann vekja undrun margra þjóða... sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur...Hann var fyrirlit- inn og menn forðuðust hann, harmkvæla maður...en vorar þjáningar voru það, sem hann bar og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Aö formi og innihaldi er þessi skúlptúr mjög skyldur einni elstu krossfestingar- mynd sem til er. Það er lág- mynd á hurð Sabinakirkjunn- ar í Róm, þar sem bæði þján- ingin og máttur Krists eru undirstrikaðar. Þannig bítur listasagan i skottið á sjálfri sér. Athygiisverð krossfest- ingarmynd hangir sem altari- stafla ( litlu kapellunni i Hall- grímskirkju. Þessi mynd er eftirdanskan listamann Stef- an Viggo Pedersen. Hann starfaði á sínum tima með Kaj Munk og myndskreytti nokkrar bækur hans. Myndin í Hallgrimskirkju er máluð skömmu eftir andlát Munks i stríðslok, og eftir þvi sem næst verður komist, var hún gerð i minningu hans. Röð tilviljana olli því siðan að einmitt þessi mynd myndaði leiktjöldin að sýningu Leik- hússins í kirkjunni um Kaj Munk. Þorgeir Ólafsson (Helsta heimild: Jesu liv i konsten, eftir P. Reuterswárd. Sthlm. 1973.) ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.