Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. mars 1988 5 IN N KAU PASTO FN U N þetta hafi verið ótti. Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið raunsæi. Ég held að I nútímasamfé- lagi sé raunsæið á takmörk- un og fallvaldleika alls ekki siður mikilvægt en í forn- islenska samfélaginu. Tökum bara kjarnorkuvána og um- hverfisvá og bara það að fara út ( bfl. Við búum við hefðbundið kreppuástand í dag eins og Islendingar hafa alltaf búið við. íslendingar hafa alltaf lif- að af, en stór hópur hefur frosið úti og frýs ekki fólk úti I dag? Ævintýrin á vídeó? — Ber nokkrum í samfé- laginu að halda okkur við efnið og svara því hvert við stefnum? Sigurður: „Margir hafa þessum skyldum aö gegna. Ég vil sjá sterkt menningar- pólitiskt forsetaembætti, biskupinn hefur á þessari öld túlkað þjóðmenningu Islend- inga, íslenskir stjórnmála- menn hafa sérstöku hlutverki að gegna og skólakerfinu í heild ber að rækta mjög menningararfinn. Skólinn bregst hrapallega hlutverki sínu i dag. Hér komum við reyndar að Skálholtsskóla. Honum ber að varðveita og efla menningu þjóðarinnar. Er það ákvæði fyrir hendi t.d. i grunnskólalögunum? — Á Skálholtsskóli að vera þjóðmenningarstofnun? „Lýðháskólarnir í Dan- mörku voru norræn endur- vakningastefna. Ef við viljum halda í þá hefð sem hefur verið í lýðháskólum í Skandinaviu þá ættum við að grafa upp allt efni sem má hjálpa fólki til þess að lifa af. Þegar menn velta vöngum yfir velferð barnanna í dag, fara menn gjarnan út í næsta ver og ná sér í Walt Disney- efni á vídeóspólu, og þetta hefur komið í staðinn fyrir ævintýrin. í þjóðsögunum er geysilega mikið af visku og lifsreynslu. Þetta má endur- vekjaog nýta i uppeldisstarfi hvort sem er í skólum eða á heimilum." — Eru þessi viðbrögð ekki fyrir hendi í samfélaginu? Sigurður: „Ég held það. Vngri skáld leita að þjóð- menningu aftur. Lífsnautna- stefnan sem hefur gengið yfir með einstaklingsfordild, hefur lifað sinn fífil. Ég held það sé komið að skilum í ís- lensku þjóðfélagi." Á ekki að vera innkaupastofnun — Kalla páskarnir jafnt á fólk í dag eins og þeir gerðu sem fastur punktur i almanakinu? Sigurður: „Páskarnir hafa rýrnað en jólin halda slnu striki. Ég held að dæmi um hversu páskarnir eru að hverfa i vitund fólks er að fermingarnar eru að ráðast inn á páskana æ meir. Það liggur við að það sé farið að ferma á páskadegi, sem væri þá endanlegur kveðjutónn páskanna út frá kirkjulegum skilningi." — Eru þeir að hverfa gömlu vegvísarnir i almanak- inu? Eru bara jólin eftir? Hanna Maria: „Ég efast um að vegvisarnir þurrkist nokk- urn tima út á islandi, þar sem skil myrkurs og birtu eru svona sterk. Á páskum er vor i lofti, en ég er sammála Sigurði að gildi páskanna hefur rýrnað mjög mikið.“ Sigurður heldur áfram: „Þar held ég að komi ekki síst inn þessar óskaplegu breytingar og áföll sem hafa orðið i íslensku samfélagi og eiginlega gjaldþrot okkar presta og kirkjufólks í að umtúlka llfsboðskap kirkj- unnar á raunverulegu máli og inn I samfélagið." — Hvað áttu við? „Við prestar höfum brugð- ist að nokkru. Viö höfum ekki tekið nægja legt tillit til breyttra aðstæðna og ekki náð að túlka hinn kristna boðskap þannig að það hafi komið til móts við þarfir fólks. Ef páskarnireru á góðri leið með að hverfa úr vitund fólks eins og hvíta- sunnan, er það að hluta sök kirkjunnar þjóna sem hafa ekki túlkað hinn kristna boð- skap á safaríkan hátt inn i samfélagið sem lífsboðskap. Páskarnir eru stærsta hátíð kirkjunnar. Lifið er boðskapur páskanna." — Getur kirkjan það í dag öðruvisi en með þeirri yfir- borðsmennsku sem þér finnst rikja á mörgum sviðum í þjóðfélaginu? Með öðrum orðum að kirkjan verði að „poppa upp“ boðskapinn? Hanna María: „Þegar við erum að tala um að mæta þörfum er ekki þar með sagt Fjölskyldan öll úti á hlaði fyrir framan skólahusiö. Katla á há- hest, sr. Siguröur Árni Þórðar- son, Saga og sr. Hanna María Pétursdóttir AB-mynd: ÞHH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.