Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 31. mars 1988 11 Blanca ströndinni á Spáni. Satt best að segja verður Benidorm sífellt vinsælli ferðamannastaður og á það jafnt við íslendinga, sem og þá alþjóða þróun sem hefur orðið þar. Benidorm byrjaði sem dæmigerður lítill spænskur smábær fiski- manna og laðar nú hundruð þúsund útlendinga til sín hvern sumardag. Andblærinn þarna hefur alltaf þótt mjög spánskur og örstutt í skemmtileg ferðalög inní Spán. Bílaleigubílarnir ódýru verða æ vinsælli, þarna er sjóskíðabraut og alveg sér- staklega glaðvær kvöld- stemmning. Tónlist á hverju horni. Við skipuleggjum þarna krakkaklúbb og fjör- ferðir og höfum verið svo lán- söm að í þau fjórtán ár sem við höfum starfað þarna, höf- um við nánast alltaf verið með sömu fararstjórana, Jór- unni Tómasdóttir og mann hennar Gerard Chinotti. Syst- ir Jórunnar, Bergþóra er þarna líka ásamt hjónunum Steingrími Gunnarssyni og Vigdísi Hjaltadóttur. Við leggju áherslu á bestu gistingu staðarins og bend- um á frábæra matstaði og lágt verðlag almennt í búð- um,“ sagði íslaug Aðalsteins- dóttir að lokum og brosti fimmtán ára afmælisbrosi. Áhrifaríkur bílþvottur þarf ekki endilega að vera erfiður Nýja sjálfvirka þvottastöðin er á Laugavegi 180 Nýja sjálfvirka þvottastöðin hjá Skeljungi á Laugavegi 180 er annálaður þýskur gæðagripur. Þvottur og bón tekur aðeins 6-8 mínútur, og árangurinn er glansandi góður. Meðan þú færð þér ilmandi kaffisoþa í vistlegri setustof- unni hamast sú þýska hinum megin við glerið undir vökulu eftirliti þvottastöðvarstjórans: 1. Úðað með hreinsiefni sem leysir uþþ tjöru og önnur óhreinindi. 2. Háþrýstiskolun fjarlægir allar efnisagnir sem annars gætu sest í burstann og orsakað fínar rispur í lakkið. 3. Heit sápa borin á og burstað. 4. Skolun. 5. 60°C heitu bóni úðað yfir. 6. Lokaskolun. 7. Vindþurrkun. Á sama tíma hafa sérstakir burstar þrifið felgurog dekk, og einnig er hægt að láta háþrýstiþvo undirvagninn. Þvottastöðin á Laugavegi 180 er opin frá kl. 8:00 - 20:00 mánudaga til laugardaga, og frá kl. 10:00 - 20:00 á sunnudögum. Skeljungur hf. Tvöfaldur páskaviimingur 6-7 milljónir Munið útdráttinn á laugardag. Flestir sölustaðir opnir á skírdag. Gleðilega páska! Upplýsingasími: 685111

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.