Alþýðublaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 2
38@r t.Tjf .F lL)?5j!GBU3_f
• tatrg^agt!TyiijnTT98B
LITILRÆÐI
Flosi Ólafsson
skrifar
AF HEYRUN OG SJÁUH
Prófanir sýna að jafnvel þó fólk sé ekki
að hlusta, heyrir það það sem sagt er.
(Útvarpsstjóri Stjörnunnar)
Þaö er útbreidd skoðun aö íslensk
menning eigi líf sitt og lán undir svo-
nefndum „Ijósvakafjölmiölum".
Þetta er vonandi rétt, því þá er hægt um
heimatökin aö hnika sjálfri menningunni aö
þörfum samtímans. Bara stinga réttu kass-
ettunum og vídeóspólunum í langrifuna á
apparötum Ríkissjónvarpsins og Stöövar 2
og varpa þessu erlenda, niöursoöna efni
uppá Ijósvakann svo þjóöin fái blessunar-
lega aö njóta krásanna.
I því sem kallað hefur veriö íslenskt sjón-
varp eru erlendar spólur spilaöar dægrin
löng og örlar lítiö á íslenskri dagskrárgerö
langtímum saman.
Og auðvitað eru íslensku sjónvarps-
stöövarnar íslenskar, einfaldlega vegna
þess aö þær standa á íslenskri grund,
starfsfólkið sem stingur vídeóspólunum í
rifurnar á útsendingartækjunum er ís-
lenskt. Þulirnir, sem koma á skjáinn og
segja þjóöinni hvaöa „bang-bang“ sé næst
í sjónvarpinu, eru líka íslenskir. Allir á skrif-
stofunni eru íslenskir, auglýsingarnar eru
allar íslenskar, nema þær erlendu, sendi-
sveinarnireru Islendingar, yfirmennirnireru
íslendingar, löngunin til að liggja lágt, eöa
lyfta sér yfir lágkúruna er íslensk, menn-
ingarviðleitnin er íslensk, ómenningar-
dýrkunin er íslensk, gróðahyggjan er ís-
lensk, ástin, eöa fyrirlitningin á því sem ís-
lenskt erer íslensk, hugsunin er íslensk og
íslenskan er íslensk, hvort sem menn nú
trúa því eöa ekki.
Síöast en ekki síst. Áhorfendur eru ís-
lenskir.
íslenska sjónvarpið er því — hvaö sem
hver segir — aiíslenskt aö því einu undan-
skildu aö dagskráin er erlend, sem ekki er
nema von af því hún kemur nærri öll frá út-
löndum.
Lítið er hirt um aö sinna íslenskri dag-
skrárgerö, enda óþarfi þar sem íslenska
sjónvarpið er íslenskt hvort sem er.
Virtasta menningarstofnun þjóðarinnar,
Háskóli íslands hefur á síöari árum í aukn-
um mæli gefiö sig aö hugvísindum og stór-
aukið virðingu sína meö merkum grund-
vallarrannsóknum á atferli landsmanna
þegar sjónvarp og útvarp er annars vegar.
Fyrst voru málvöndunarmenn og orða-
smiöir tilkvaddir til aö gefa því nöfn sem
rannsaka skyldi og stóð ekki á nafngiftum.
Síöan hafafélagsvísindamenn helgaö sig
þeirri köllun aö rannsaka „horfun, hlustun,
sjáun og heyrun“ landsmanna.
Það hefur semsagt fallið í hlut Félags-
vísindastofnunar og „Skáís“ (enn eitt
skrautblómiö í aldingarði málræktarinnar)
aö þjóna auglýsendum meö því að gera
reglulega kannanir á „horfun, hlustun,
sjáun og heyrun“ svo auglýsendur geti
fengið aö vita hvar þeir eigi aö auglýsa, en
einsog vitað er, er þaó meginverkefni ís-
lenskra fjölmiöla, sérstaklega hinnafrjálsu,
aö þjóna auglýsendum.
Þar sem „horfunin" er mest er talið aö
„sjáunin“ sé líka mest og þar sem „hlust-
unin“ er mest telja sumir aö „heyrunin" sé
mest. Þetta nota auglýsendur sér útí hörgul
og í krafti þess aö sjónvarpsáhorfendur sjái
þaö sem þeir eru aö horfa á og heyri þaö
sem þeir hlusta á, er mest auglýst þar sem
Félagsvísindastofnun og Skáís telja aö
mest sé horft eða hlustað.
Auövitaö ber Skáís og Félagsvísinda-
stofnun aldrei saman, en þaö er nú annað
mál.
„Hlustun11 lýturaö því ervirðist allt öörum
lögmálum en „horfun". Ljóst virðist aö
hægt er aö hlusta langtímum saman án
þess aö heyra og heyra, án þess aö hlusta.
Þannig getur „hlustun" veriö í hámarki, þó
„heyrun" sé nánast engin og omvent. Þetta
ruglar hugvísindastofnanirnar talsvert í
ríminu og gerir skoöanakannanir þeirra
nánast marklausar.
Þaö virðist sáluhjálparatriöi fyrir fjölda
fólks að hafa sífellt í eyrunum niöursoöið
síbyljujukk sem útvarpsstöðvar sjá um aö
framleiða og er af málvöndunarmönnum
kallað „bakgrunnstónlist11. Þetta er einhver
hræðilegasti ófögnuöur sem hefur duniö
yfirmannkynið, m.a. vegnaþessað þeirsem
ekki kæra sig um jukkið þurfa líka aö hafa
þaö í eyrunum. Síbyljutónlist af þessu tagi
er af mörgum kölluð hljóömengun.
Hvergi er friður, hvorki á götum né
torgum, vinnustööum, verslunum, veitinga-
stööum, almenningsvögnum, né heima-
húsum svo nokkuð sé nefnt. Allsstaðar er
jukkinu dælt útí friðsældina einsog
gúmmolaöi úr klóakrörum, væntanlega til
þess eins að hlú að þeim þörungagróðri
sem eftirskilurdauðan sjó einsog ófögnuö-
urinn í Eystrasalti og ónæmi fyrir því sem
einusinni var kallaö tónlist.
En nú kem ég að því sem ef til vill verður
mergurinn þessa máls.
Þó aö þessi niðursoðnasíbyljasé í eyrum
fólks daglega og lítiö um griðastaði fyrir þá
sem vilja njóta kyrröar, þá er þaö staðreynd
aö enginn er aö hlusta á þessi ósköp. Sí-
byljujukkið lekur bara útí blessaöa kyrrðina
einsog skólpiö úrklóakrörunum í Nauthóls-
vík og fólk er hætt aö taka eftir því, hvaö þá
hlusta á það.
Og þessvegnaer það fásinna þegar stofn-
að er til skoðanakannana um „hlustun“ að
spyrja þá sem eru í nágrenni viö opið sí-
byljuútvarp, hvaöa rás sé í gangi og kalla
svarið svo „hlustun",
Þegar hringt er í þúsund manns og spurt
hvaöa stöð sé í gangi, þar sem þaö er statt,
er auðvitað fjarri sanni aö verið sé aö kanna
hlustun. Þeir sem eru með síbyljujukkiö í
eyrunum eru ósköp einfaldlega ekki aö
hlusta heldur eru þeir meö óaflátanlegum
hávaöa að erta ístaöið, steöjann og kuðung-
inn í hausnum á sér, líklega til aö framkalla
eftirsóknarveröa vanlíöan.
Auövitaö ættu jafn hugvísindalegar
stofnanir einsog Félagsvísindastofnun og
Skáís aö vita aö á „bakgrunnstónlist11
hlustar enginn. Jukkiö þjónar öörum og
annarlegri tilgangi.
Skoðanakannanir um útvarpshlustun
hljóta aö eiga aö beinast aö því að athuga
hvort fólk heyröi það sem hlustað var á, og
þessvegna á aö sjálfsögöu, í skoðana-
könnunum, aö spyrja fólk, hvort þaö viti
hvaö þaö var aö hlusta á, en ekki hvaöa stöö
hafi verið opin þar sem þaö var statt á þessu
og þessu augnablikinu.
Skoðanakannanir á vinsældum sjón-
varps og útvarps eru þá fyrst marktækar
þegar þaö er ótvírætt aö „horfun" og
„sjáun“ hafi fariö saman, aö ekki sé nú talað
um „hlustun“ og „heyrun“.
En svona af því aö undantekningin
sannarvíst regluna, þá er sjálfsagö nokkuö
til í því sem útvarpsstjóri Stjörnunnar sagöi
í D.V. um daginn:
— Prófanir sýna aö jafnvel þó fólk sé
ekki að hlusta, þá heyrir þaö þaö sem sagt
er.
I því tilviki er „heyrunin11 meiri en „hlust-
unin“.