Alþýðublaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 3
3
Laugardagur 4. júní 1988
fWf 'ni.í
SMAFRETTIR
Afhjúpar
minnisvarða á
Stokkseyri
Vigdí.s Finnbogadóttir
forseti íslands mun afhjúpa
minnisvaröa um drukknaða
sjómenn á Stokkseyri á sjó-
mannadaginn aö aflokinni
guðsþjónustu í Stokkseyrar-
kirkju. ElfarGuðni Þórðarson
myndlistarmaður á Stokks-
eyri hefur gert minnisvarð-
ann, en sameiginlega hafa
Stokkseyringar og velunnarar
eystra staðið fyrir fjársöfnun
til að kosta gerð hans.
Sigurður Bragason söngvari
Tónleikar
Sigurður Bragason söngvari
og Þóra Friða Sæmundsdóttir
pfanótónleikari halda tónleika
[ Norræna húsinu á morgun
sunnudag kl. 16.
Á efnisskránni eru íslensk
lög, þýsk Ijóð og ítalskar aríur.
Viðbrögð á
samdráttartíma
Verslunarráð íslands held-
ur fund I Skálanum á Hótel
Sögu fimmtudaginn 9. júní
n.k., um hvernig íslensk fyrir-
tæki eiga að bregðast viö
samdrætti eftir bullandi góð-
æri.
LISTAHATÍÐ
SEn I DAG
Listahátíð í Reykjavík verð-
ur sett i Listasafni Islands í
dag. Birgir ísleifur Gunnars-
son menntamálaráðherra set-
ur hátíðina og Vigdís Finn-
bogadóttir forseti íslands
opnar málverkasýningu með
verkum hins heimsþekkta
málara Marc Chagall.
Ýmsar sýningar verða opn-
aðar í dag og síðan rekur
hvert atriði af öðru á Lista-
hátíð sem stendur yfir til 19.
júni.
„Steinar á íslandi" eftir Krisján Guðmundsson á sýningu Listahátiðar i Nýlistasafninu.
Sýning Gulay
Berryman
Fimmtudaginn 2. júni s.l.
opnaöi Gulay Berryman mál-
verkasýningu í Menninga-
stofnun Bandarikjanna að
Neshaga 16 á verkum sinum.
Flestar myndanna eru af
íslenskum mótffum og unnar
á síðustu árum hérlendis, en
frú Berrymann er gift sendi-
erindreka I bandarfska sendi-
ráðinu I Reykjavik og hafa
þau búið hér f eitt ár.
Sýningin er opin á virkum
dögum milli kl. 8.30 og 20.00,
en milli kl. 13.30 og 20.00 um
helgar.
Listamaöurinn veröur við
alla dagana, einnig um helgar
milli kl. 13.30 og 20.00.
Sýningin eröllum opin.
Vaxtasneið
Afmæll sreikningsins
er heil kaka
út af fyrir sig
Afmælisreikningur er sterkur reikningur sem upphaflega var stofnaður
í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans 1986 og var aðeins opinn út afmælisárið.
Reikningurinn öðlaðist skjótt miklar vinsældir og hefur
nú verið opnaður á ný. Afmælisreikningur er að fullu verðtryggður og gefur
að auki fasta 7,25% ársvexti allan binditímann sem er aðeins 15 mánuðir.
Hann hentar því mjög vel til almennra
tímabundinna nota og er LdtlCÍSlDdnKÍ
auk þess kjörin afmælisgjöf. Mk Islands