Alþýðublaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 30

Alþýðublaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 30
30 Laugardagur 4. júní 1988 „Alltaf verið haldinn söfnunaráráttu“ Jósafat Hinriksson opnar Sjóminja- og vélsmiðjusafn Safnið byggt fyrir eigin reikning og er stœrra en Sjó- minjasafn Islands í Hafnarfirði Þótt alla jafnan sé mikið að gera hjá Jósafat Hinriks- syni forstjóra og aðaleiganda Vélaverkstæðis J. Hinriks- sonar, þá gefur Jósafat sér tíma í annað en að smíða toghlera og blakkir, sem seldar eru um allan heim. Síðar á þessu ári, ætlar Jósa- fat, að opna Sjóminja- og vél- smiðjusafn í húsakynnum fyrirtækisins að Súðarvogi 4 í Reykjavík. Það sem vekur hvað mesta athygli við þetta safn Jósa- fats, er að hann stendur einn að gerð þessa safns og þeg- ar það opnar verður það stærra en Sjóminjasafn ís- lands í Hafnarfirði. Jósafat hefurekki leitað til ríkis- valdsins við byggingu þessa safns. „Ef ég heföi gert þaö, þá hefði ekkert verið gaman að þessu, auk þess sem hlut- irnir hefðu gengið mikið hægar ef það hefði verið gert,“ segir hann. Uppgangur fyrirtækis Jósafats er eitt af ævintýrun- um í islenskri atvinnusögu, en sennilega er það eins- dæmi hjá íslensku iðnfyrir- tæki að meira en 65% fram- leiðslunnar fari til útflutn- ings. Á 400 m2 gólffleti Sjóminja- og vélsmiðju- safnið verður á 400 fermetra gólffleti og er það byggt uppi undir þaki í verksmiðjuhús- inu. Þar er 11 metra lofthæð og þar sem öll þessi lofthæö nýttist lítt eða ekkert, þá ákvað Jósafat að byggja safn- ið þar undir — þess má geta að fyrirtæki Jósafats er nú á meira en 11 þúsund fermetra gólffleti og er húsnæðið að verða of lítið. Jósafat er fæddur i Reykja- vik árið 1924. Hann fluttist kornungurtil Neskaupstaðar með foreldrum sínum og hann telur sig alla tíð vera Norðfirðing. Um þessa helgi er hann einmitt staddur aust- ur í Neskaupstað, til að minn- ast 50 ára fermingarafmælis síns. Jósafat byrjaði ungur að vinna í vélsmiöju föður síns, en faðir hans Hinrik Hjalta- son var landskunnur vél- smiður. Hann smíðaði meðal annars líkan af gufuvél í frf- stundum sínum og gengur sú vél enn, en Jens bróðir Jósafats geymir vélina. Eins og gerist með unga menn austur í Neskaupstað hóf Jósafat sjósókn ungur. Fyrsti báturinn, sem hann reri á, var Magni NK 68, 19 tonna bátur. Jósafat er nú að láta gera módel af bátnum í Noregi. Fyrir átti Jósafat myndir af Magna, en til að hafa módel- ið sem nákvæmast hóf Jósa- fat leit aö teikningum af bátnum. Þær fann að lokum í Molde í Noregi, en þarvar Magni byggður. Jósafat lauk vélskólanámi árið 1952. Hann var síðan vél- stjóri á fiskibátum og togur- unum Goðanesi frá Norðfirði og eftir að hann flutti suður á Neptúnusi Tryggva Ófeigs- sonar. Árið 1962 hætti Jósa- fat að mestu á sjónum og stofnsetti fljótlega sitt eigið vélaverkstæði. Fyrstu árin var það í bílskúrnum heima hjá honum, en fyrirtækinu óx fljótt fiskur um hrygg. Fyrst og fremst vegna ósérhlífni og dugnaðar Jósafats. Alla tíð með söfnunaráráttu Þegar komið er aö Véla- verkstæði J. Hinrikssonar vekur strax athygli utanað- komandi hin sérkennilegu hlið, sem eru á lóöum fyrir- tækisins og um leiö mikil snyrtimennska, enda hefur fyrirtækið fengið viðurkenn- ingu borgaryfirvalda fyrir snyrtimennsku. „Það má kannski segja, aö ég hafi alla tíð verið haldin söfnunaráráttu og fyrstu árin setti ég þetta „dót“ eins og sumir sögðu í kassa og geymdi hist og her. En það var I kringum 1980, þegar ég var að flytja hingað í Súðar- voginn að mér varð Ijóst að ekki kæmi til greina að henda þessu „drasli“. Það var svo fyrir um það 5 árum að hugmyndin að Sjóminja- og vélsmiðjusafninu kviknaði og þá hófst söfnunin fyrir al- vöru. Ég skrifaði fljótlega bréf til margra sjómanna og útgerðarmanna og það bréf hefur borið góðan árangur. Menn eru og voru alltaf að finna eitthvað og þannig hef ég fengið margan góðan grip- inn. Sem dæmi má nefna að þeir í Hraðfrystistöðinni létu mig fá öll tæki úr brúnni á Guðmundi Júní frá Flateyri. Þar kom meðal annars vél- smíði, ratt, elsta gerð af fiski- leitartækjum og fleira. Þann- ig bætist sífellt í safnið," segir Jósafat. I safni Jósafats verða meðal annars til sýnis gömul eld- og vélsmiðjuverkfæri, sjókortasafn, leiðsögutæki sem skipstjórnarmenn not- uðu á fyrstu árum aldarinnar, veiðitækjasafn, myndasafn og módel af skútum og þekktum skipum. Myndasafn frá Konráði Hjálmarssyni Myndasafnið er af miklum hluta tengt starfsemi Kon- ráðs Hjálmarssonar frá Mjóa- firði og annarra stórútgerðar- manna frá Mjóafirði og Norð- firði fyrr á öldinni. í þessu skyni hefur Jósafat látið stækka mikinn fjölda gam- alla mynda frá fyrri hluta aldarinnar. Skipsllkönum hefur Jósafat safnað lengi og hefur hann látið smíða þau fyrir sig á Kanaríeyjum og í Noregi. Það ereinn hlutur, sem mig vantar í safnið, en það er góð gufuvél. Ég hef leitað mikið hérlendis, en ekki orðið ágengt, en vonast hins vegar til að geta orðið mér úti um gufuvél úti f Noregi. íslendingar verða aö eignast heillega gufuvél, því sú vél átti ríkan þátt í að gera ísland að því sem það er í dag.“ Jósafat segir, að nú sé hann að leita eftir hagleiks- manni, sem hafi áhuga á að gera upp gamla muni og geti aðstoðað við að koma mun- um fyrir á safninu. Næsta skref hjá Jósafat er síðan að byggja áttstrendan turn utan á verksmiðjuhúsið, en þar verður gengið inn í safnið. Hann viðurkennir að kostn- aður við að koma upp safn- inu sé orðinn mikill. „En hvað gerir maður ekki fyrir ánægj- una og ég ætla mér ekki að vera með neinn aðgangseyri að safninu, allavega ekki til að byrja með,“ segir hann að lokum. NordEX norrsno viðshiptosímaskráin 1989 er í burðarliðnum. íilhynntu þátttöhu sem fyrst ordEX gæti auðveldað þér og fyrirtæki þínu leiðir að nýjum viðskiptasamböndum. NordEX er norræn viðskipta- símaskrá, sem hefur að geyma upplýsingar um rúmlega 10.000 fyrirtæki á Norðurlöndum. NordEX er gefin út á 5 tungumál- um og dreift ókeypis til innflytj- enda og annarra, sem leita eftir nýjum viðskiptasamböndum. í NordEX gefst fyrirtækjum kostur á að auglýsa og kynna starfsemi sína með nýjum fiætti. Við hvetjum alla þá sem hafa fengið gögn varðandi NordEX 1989 að senda þau sem allra fyrst í pósthólf 311, 121 Reykjavík. Þeir sem ekki hafa fengið send gögn, en hafa áhuga á að vera með, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við auglýsinga- deild símaskrárinnar í síma 29141. Mundu, að NordEX 1989, norr- . æna viðskiptasímaskráin, er alveg í burðarliðnum. PÓSTUR OG SÍMI I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.