Alþýðublaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 17
17
Laugardagur 4. júní 1988
Sjóli í slipp i Reykjavík.
Velta Sjólastöðvarinnar
einn milljarður á
ári:
Aflaverðmœti Haraldar
Kristjánssonar 65 millj.
kr. í þrem fyrstu veiði-
ferðunum
Haraldur Jónsson á skrifstofu sinni.
„Byrjaöir að endurbæta frystihúsin“
segir Haraldur Jónsson framkvœmdastjóri
Nafn Sjólastöðvarinnar hf.
í Hafnarfirði hefur veriö mikiö
á iofti meðai almennings
síðustu mánuðina, enda hef-
ur fyrirtækið fengið tvo nýja
frystitogara með skömmu
millibili. Sumir hafa sagt að
þeir Sjólastöðvarmenn munu
aldrei ráða við þær miklu
fjárfestingar, sem fyrirtækið
hefur lagt i undanfarin ár, en
þeir sem gleggst vita, segja
að fyrirtækið eigi eftir að
blómstrá á næstu árum, þar
sem togararnir Sjóli og Har-
aldur Kristjánsson hafi feng-
ist á einstaklega hagstæðu
verði. Fyrirtækið Sjólastöðin
hf. hefur vaxið með ólikind-
um á síðustu árum í það
minnsta ef miðað er við ís-
land og reiknað er með að
velta fyrirtækisins verði um
eða yfir einn milljarður króna
á þessu ári, en um 200
manns starfa hjá Sjólastöð-
inni um þessar mundir.
Sjólastöðin hf. er orðin vel
20 ára gamalt fyrirtæki. Lengi
vel átti fyrirtækið bát er Sjóli
hét og 1971 keypti fyrirtækið
fiskvinnsluhús við Oseyrar-
braut í Hafnarfirði, þar sem
höfuðstöðvar fyrirtækisins
eru enn þann dag í dag. Þar
var þá niðursuðuverksmiðja
og minni háttar aðstaða fyrir
frystingu, saltfisk- og skreið-
arverkun. Segja má að hinn
raunverulegi vöxtur fyrirtæk-
isins hafi byrjað á árinu 1981,
en þá keypti fyrirtækiö skut-
togarann Sjóla frá Noregi.
Sjóli varð fljótt þekktur á ís-
landi, sérstaklega þegar for-
ráðamenn fyrirtækisins tóku
upp á því að stytta togarann
aðeins, en með því móti
mátti togarinn vera að veið-
um nær landi en flestir togar-
anna. Með tilkomu Sjóla gat
fyrirtækið treyst á hráefni frá
eigin skipi, en fram til þess
höfðu forráðamenn þess
orðið að kaupa mikið frá öðr-
um skipum.
Lengi vel sá Jón Guð-
mundsson um daglegan
rekstur Sjólastöðvarinnar, en
nú hefur Haraldur sonur hans
komið til viðbótar og hann
segir þegar rætt er við hann
að eftir að gamli Sjóli hafi
verið keyptur, þá hafi mikið
verið gert til að efla fisk-
vinnslu fyrirtækisins. T.d. hafi
tækjabúnaður verið aukinn
mikið og við það hafi góður
árangur náðst.
Gátu ekki nýtt kvóta
Sjóla
„Það var svo um áramótin
1984-1985 að við keyptum ís-
hús Hafnarfjarðar og um leið
togarann Otur. Á svipuðum
tíma ákváðum við að láta
gera miklar endurbætur á
Sjóla og vár togarinn bæði