Alþýðublaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 23
Laugardagur 4. júnl 1988 23 SMÁFRÉTTIR Knattspyrnusamband (slands Handbók Mótaskrá 1988 Um 3000 leikir í sumar! Skipasmíði — Skipaviðgerðir slippstödin Pósthólf 437, IS-602 Akureyri, ísland, sími 96-27300, telex: 2231 slipp is Mótabók Knattspyrnu- sambandsins er komin út. í henni er aö finna knatt- spyrnuieiki á keppnistímabil- inu frá apríl og fram í október. Samtals eru það um 3 þúsund leikir. Auk leikjatals eru reglur knattspyrnufólks upptaldar og úrslit leikja langt aftur í tímann. Veistu hvernig leiknum milli Fram og KR lyktaði 1912? Ef ekki skaltu kíkja í leikjabókina. Listadjass í Djúpinu Frá mánudagskvöldi 6. júní til laugardagskvölds 18. júní verður leikinn djass á hverju kvöldi ( Djúpinu v/Hafnar- stræti (í kjallara veitingastað- arins Hornið) frá kl. 22 til 01. Er þetta m.a. gert f því skyni að listahátíðargestir geti að afloknum dagskráratriðum skroppið í bæinn og notið lif- andi tónlistar og veitinga. Á þeim tveimurvikum sem Listadjassinn stendur munu fjölmargir tónlistarmenn koma fram. Þar á meðal eru píanóleikararnir Kristján Magnússon og Kjartan Valdi- marsson, saxófónleikararnir Sigurður Flosason og Þorleif- urGlslason, kontrabassa- leikarinn Tómas R. Einarsson og trymbillinn Birgir Baldurs- son. Þann 6. júní verða tónleikar með franska fiðlusnillingnum Stephane Grappelli I Há- skólabíói og hefst Listadjass- inn að þeim tónleikum lokn- um. Stephane Grappelli hefur afsagt hvers konar móttöku eftir tónleikana, en með- spilurum hans, bassaleikar- anum Jack Sewing og gitar- leikaranum Marc Fossit verð- ur að sjálfsögðu boðið á opnun Listadjassins að Grappelli-tónleikunum lokn- um. Útgáfa Kennara- háskólans Kennaraháskóli íslands sendir nú frá sér kynningar- bækling um list- og verk- greinar. í honum eru kynntar þær greinar list- og verk- greinaskorar sem undirbúa kennaraefni undirsérhæf- ingu í þessum greinum. Á næsta skólaári er stefnt að útgáfu á bæklingi um bókasafn Kennaraháskólans og á öðrum um framhalds- námsbrautir við skólann. Það er dýrt að grafa upp vandræði! Það getur þú sann- reynt ef þú kynnir þér ekki legu jarðstrengja áður en þú hefúr jarð- vegsframkvæmdir. Sá sem ber ábyrgð á greftrinum ber jafn- framt ábyrgð á því tjóni sem hann veldur Þegar rafmagnskapall slitnar fylgir því ekki aðeins slysahætta og óþægindi. Raf- magnsleysi getur einnig haft alvarlegar afleiðingar víðs vegar í samfélaginu, t.d. á sjúkrahúsum, við tölvuvinnslu og í iðnfyr- Spurðu áður en þú grefur! RAFAAAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI6862 22 irtækjum. Og reikningurinn verður hár þegar starfsmenn Rafmagnsveitunnar þurfa að leggja nótt við dag til að gera við bilunina. Aflaðu þér graftrarleyfis og hafðu sam- band við teiknistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur áður en þú hefúr framkvæmdir og þú færð teikningar og upplýsingar um svæðið sem þú ert að vinna á. Spurðu fyrst — sparaðu pér ómceld fjárútlát!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.