Alþýðublaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. júní 1988 5 FRÉTTIR Vandi seiða- og fiskeldis: GJALDÞROT MED HAUSTINU? Búiö er aö fjárfesta í fisk- eldi hérlendis fyrir 3.5 mill- jarða og verið er að ræða um 1 milljarð til viðbótar til að taka við þeim seiðum sem þurfa að fara í eldi. Þau seiði sem fara þurfa í eldi nú auk þeirra sem bætast við á næstunni, gætu gefið af sér 4.5 milljarða í útflutnings- verðmæti upp úr 1990. Veröi ekkert að gert, má búast við gjaldþroti viða í haust, og þau seiði sem óráöstafaö er nú, eru að verðmæti 700 mill- jónir króna, segir Friðrik Sig- urösson formaöur Landssam- bands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva. Ólafur ísleifsson for- maður starfshóps sem kann- að hefur þessi mál segir, að greinargerð verði skilað til stjórnvalda eftir helgi. í samtali við Alþýðublaðið segir Friörik að mikið hafi verið fjárfest í seiðaeldi og sé það m.a. vegna þess að hér á landi séu mjög ákjósan- legar aðstæður til eldis. Hins vegar hafi eldið gengið mun betur en gert var ráð fyrir og nú séu nýjar stöðvar að kom- ast í gagnið sem nái fullri nýtingu undireins. „Þess vegna er tilkominn þessi mikli fjöldi seiða, það að auki hefur frekar verið dreqið úr uppbyggingarhraðanum f matfiskeldinu, vegna þess að bankarnir hafa ekki viljað lána í reksturinn.” — Hefur verið meira um kapp en forsjá aö ræða fyrst þessi staða er komin upp? „Jú, það má svo sem alveg segja það, ég tek alveg utan- aðkomandi gagnrýni í þá átt. Kappið er svona mikið á okkur af því að við erum svo aftarlega á merinni, einum 15 árum á eftir Norðmönnum og öðrum þjóðum.“ Segir Friðrik að ekki sé verið að biðja ríkið um ölmusu eða neitt slíkt, heldur heimildir fyrir erlendum lán- tökum og að innlendir lána- sjóðir fái að taka næsta skref sem sé óumflýjanlegt. „Fyrst það er búið að búa til mjólk- urkýrnar verður að vera nægt að nýta mjólkina líka, annars væri þetta týpisk landbúnað- arstefna upp á sitt besta.“ Búið er að fjárfesta fyrir 3.5 milljarða f fiskeldi og nú er verið að ræða um að aukn- ar fjárfestingar nemi 1 mill- jarði til að taka við því seiða- magni sem til er f landinu. Það sem til er í landinu nú af seiðum sem þurfa að fara í eldi og það sem mun bætast við á næstunni samkvæmt áætlun frá í vetur, myndi upp úr árinu 1990 gefa af sér um 18 þúsund tonn af laxi, sem er um það bil 4.5 milljarðar í útflutningsverðmæti, aö sögn Friðriks. Segir hann að verði ekki brugðist skjótt við, blasi gjaldþrot víða við ekki síðar en með haustinu hjá mörg- um. „Ég hugsa að verðmæti þessara seiða sem til eru í landinu núna, og ekki er búið að ráðstafa, sé að bilinu 600 til 700 milljónir", segir Friðrik Sigurðsson. Ólafur ísleifsson formaður starfshóps sem skipaður var til að kanna þessi mál, segir i samtali við Alþýðublaðið, að stefnt sé að því að skila inn greinargerð næstkomandi þriðjudag. Hann vildi sem minnst segja um innihald greinargerðarinnar, þar til hún hefði verið kynnt stjórn- völdum. Að undanförnu hefur dregið úr innflutningi bíla. Táknrænt merki þess að þensluskeiðinu sé lokið? DREGUR ÚR BÍLAINNFLUTNINGI Bílastœðiráðhúss: RÁÐHERRA VILL SKÝRINGAR Segir að afstaða sín til kœru íbúa við Tjarnargötu vegna byggingarleyfisins ráðist verulega af svörum borgaryfirvalda Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra hefur beöið borgaryfirvöld um skýringar á þvi hvernig leysa eigi bíla- stæðamál vegna ráðhússins, en þeim hefur verið fækkað verulega, og muni afstaða hennar til kæru íbúa við Tjarnargötu vegna byggingar- leyfis ráðast verulega af svör- um borgarinnar. Bréf þess efnis var sent borgarstjórn og borgarstjóra í gær og var farið fram á að svar berist fyrir 20. júní. Eins og kunnugt er hefur bíla- stæðum við ráðhúsið fækkað úr 332 í 130, en áætluð þörf er talin vera um 400 stæði auk þeirra sem Alþingi kemur til með að þurfa. Ráðherra sagði i samtali við Alþýöblaðið, að fækkun bílastæðanna væri umtals- verð breyting frá þeim for- sendum sem lágu fyrir þegar skipulagið var staðfest. Heldur dregur nú úr inn- flutningi bifreiða. í maí voru nýskráðar 1939 bifreiðar hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins og er þetta 508 bifreiðum færra en í maí á síðasta ári þegar ný- skráðar voru 2447 bifreiðar. Af þessum 1939 bifreiðum í maí á þessu ári voru 1733 innfluttar nýjar en 2Ö6 notað- ar. Fyrstu fimm mánuði árs- ins hafa verið nýskráðar 8054 bifreiðar á móti 9149 fyrstu fimm mánuði síðasta árs. Nýtt fiskverð: 5% MEÐALHÆKKUN Nýtt fiskverð var ákveðið i gær og gildir það til 30. september n.k. Meðalhækk- unin er 5% var verðið ákveð- ið með atkvæðum odda- manns og kaupenda gegn atkvæðum seljenda. Fulltrúar seljenda telja Ijóst að Verð- lagsráð sjávarútvegsins sé ekki hæft að sinna hlutverki sínu um verðlagningu á afla. Hækkunin á fiskverði er misjöfn eftir tegundum, en flestar hækka um 5%, þar á meðal þorskur og ýsa. Ufsi og karfi hækka um 2%, en lúða, skata og skötuselur hækkuðu mun meira. Fulltrú- ar seljenda gerðu svofellda bókun með atkvæði sínu: „Enn hefur fulltrúum kaup- enda tekist með aðstoð ríkis- fulltrúans í Verðlagsráði sjáv- arútvegsins að koma I veg fyrir eðlilega hækkun fisk- verðs til útgerðar og sjó- manna. Afkomu flotans er stefnt í voða og sjómönnum er ætlað að sætta sig við stórfellda kjaraskerðingu á meðan öðr- um launþegum er tryggð, með bráðaþirgðalögum, tekjuaukning um um 12.75% A sama tíma er fiskvinnsl- unni tryggð um 17% tekju- aukning með gengisfelling- um, og gefið vilyrði um 3% til viðbótar. Þessi ákvörðun, skilur út- gerðina og sjómenn eftir í miklum erfiðleikum og mun þrýsta á aukinn ferskfiskút- flutning næstu mánuði. Með þessari ákvörðun er Ijóst að Verðlagsráð sjávar- útvegsins er ekki hæft til að sinna hlutverki sínu um verð lagningu á afla.“ 7-10% HÆKKUN Á RÚVÖRUM 100 milljónir þarf í niðurgreiðslur. Engin heimild í fjárlögum fyrir þessari upphœð. í gær tók gildi nýtt verö á búvörum sem gildir tii bráða- birgða eða þar til Ijóst verður hvenær og hve mikið ríkis- stjórnin hyggst greiða niður krónutöluhækkanir sölu- skattsins en þegar búvöru- verð var siðast hækkað, i mars. s.l. voru niðurgreiðsl- urnar hækkaðar um 40 mill- jónir króna. Nú mun niður- greiðsla búvöruverðsins kosta rikissjóð um 100 mill- jónir króna en fyrir þeirri upp- hæð er ekki gert ráð fyrir i fjárrfgum. Nýja bráðabirgðabúvöru- verðið hækkaði um 8-10%. Smásöluverð á einum lítra af mjólk er komið i 55,40 krónur, og rjómi í 'A lítra umbúðum hækkar um 8,3% úr 97,50 í 105,60 kr. Kindakjöt fyrsta flokks hækkar úr 338 kr. í 364 kr. kilóið en nautakjöt fór úr 359 kr. í 386 kr. kílóið. Skyr hækkar úr 88,50 i 95,40 kr. kílóið sem er 7,8% hækkun og fyrsta flokks smjör hækk- ar úr 344 i 378 kr. kilóið og ostur hækkar um 8% að jafn- aði. 100 MIÐAR TIL Ákveðið hefur verið að bæta 100 miðum við á hljóm- leika jazz fiðlusnillingsins Stéphane Grappellis i Há- skólabíói mánudaginn 6. júní, en eins og kunnugt er, var uppselt á hljómleikana. Af því sem er að gerast á tónlistarsviðinu á Listahátíð Listahátíð VIÐBÓTAR Á GRAPPELLI um helgina má minna á að kl. 17 í dag flytja Filharmóníu- hljómsveitin frá Poznan og Fílharmóniukórinn frá Varsjá Pólska sálumessu eftir Krzysztot Henderecki sem stjórna mun flutningnum. Á morgun verða sömu flytj- endur ( Háskólabíói og verð- ur þá m.a. flutt Choralis eftir Jón Nordal og Stabat Mater eftir Szymanowsky. Stjórn- andi verður Wojciech Michniewski.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.