Alþýðublaðið - 23.07.1988, Page 2

Alþýðublaðið - 23.07.1988, Page 2
2 Laugardagur 23. júlí 1988 LÍTILRÆÐI P Flosi Ólafsson skrifar AF ÚTRÝMINGU POPPSINS Eitt er þaö tónlistarafbrigöi sem öölast hefur veglegri sess í Ijósvakafjölmiðlunum en aörar listgreinar. Þessi guösgjöf erfyrir- brigöi sem nefnt hefur verið „popp“ og mætti ætla, af þeirri virðingu sem fyrir- brigðiö nýtur í fjölmiðlum, aö þaö sé af- rakstur alls hins fegursta og besta sem list- ræn hugljómun hefur í gegnum tíðina blás- iö hinum vitræna manni í brjóst, þegar and- inn kom yfir hann. Einsog vænta má hafa Ijósvakafjölmiðl- arnirveriö óþreytandi í þeirri menningarviö- leitni aö sinna þessari listgrein og þaö stundum af svo ótvíræöri alúð, aö fólkið í landinu er fariö að halda aö ekkert skipti máli í lífinu og tilverunni annað en „popp“, nema ef vera kynni íþróttir. Fyrir íþróttum verða jafnvel fréttirnar stundum aö víkja í sjálfu Ríkissjónvarpinu, svo mikils er um vert aö trufla ekki fótamennt á skjánum. Poppiðær afturámóti þaö efni í listræna geiranum, sem nýtur algerra forréttinda. Þaö væri nú annaöhvort. í Ríkisútvarpinu eru helstu föstu popp- þættirnir: „Viðbit — Miðmorgunsyrpa — Á milli mála — Vökulögin — Af fingrum fram — Eftir mínu höföi“, og er þá ótalið „Ný- bylgjupopp-Rokk og nýbylgja-Punk-hard- ogmetalrokk". í „frjálsu útvarpsstöövunum" er þaö: „Breski vinsældalistinn — Mannlegi þáttur- inn — milli fjögurog sjö — í túnfætinum — Einn tveirog sextán — Vinsældalistinn" og til uppfyllingar blandaö popp og blandaö rokk. Útvarpsstöövarnar í landinu, aðrar en Gufuradíóið, eru stundum kallaöar „Rokk- varpið“ og ekki aö ástæðulausu. Og sjónvarpsstöðvarnar látaekki sitt eftir liggja aö sinna þeirri menningarlegu frum- skyldu sinni aö færa þjóöinni þennan menningarauka. Þar fáum viö reglulega „Föstudagsbitann — Listapopp — Laugar- dagsfáriö — Poppkorn — Popphorn — Sunnudagssteik — íslenska listann — Vin- sældalistann — Pepsípopp" og til uppfyll- ingar svokallaö „Music-box“, sem er afar geöþekk poppniðursuöa, sem gripin er ofanúr himingeimnum úr gervihnöttum og spiluð í síbylju í tíma og ótíma. Hér er aðeins taliö brot af poppumfjöllun Ijósvakafjölmiölanna. Mánaöarlega er svo sem betur fer keyrö inná gafl hjá þjóöinni ókjöraf tilfallandi umfjöllun um popparaog list þeirra. Þar leika snardópuö „fjöltóla viörini listir sínarog veröa átrúnaöargoð barnaog ungl- inga sem fara að halda aö látæöi kyntrufl- aöra eiturlyfjasjúklinga sé eftirsój<narverð, sjálfsögö framkoma, eða jafnvel kurteisi. Þaö læra börnin sem fyrir þeim er haft. Litlu greyin. En nú er heldur betur komið babb í bát- inn. Engu er líkara en blessuð börnin, sem hingaötil hafa verið svo dæmalaust óbrigöul féþúfa poppmangara og plötu- braskara, séu aö veröa fráhverf poppmenn- ingunni. Þau fást ekki lengur til aö borga aleiguna og meira til fyrir að sjá átrúnaöar- goöin flytja hina háleitu popplist sína. íþróttahallir og reiöhallir standa tómar þegar poppstjörnur veraldarinnar koma hingað í holdi og blóöi og flytja meö sér marga skipsfarma af mögnurum og hátölur- um til aö lýðurinn fái nú ekki dásemdirnar aöeins beint á hljóðhimnuna, heldur líka beint í æö. En nú bregður svo undarlega viö aö enginn kemur lengur, poppmangarar þjóö- arinnar og velgjörðarmenn hins unga ís- lands, tapa milljónum hvaö eftir annað. Þaö erengu líkaraen litlu börnin með litlu buddurnar sínar séu hætt aö læra þaö sem fyrir þeim er haft í Ijósvakafjölmiðlunum allan sólarhringinn árið út og inn. Eitt skærasta poppviðrini veraldarinnar kom hér í vetur og söng fyrir því nær tómu húsi. Haföi þó verið auglýstur viöstöðulaust mánuðum saman í fjölmiðlum og hafinn til vegs einsog skurögoö. Mér er nær aö halda tilbeöinn fyrir þaö aö vera heróínisti að reyna aö hætta aö sprauta sig. Á listahátíð brugðust börnin líka. Þau létu ekki sjá sig meö buddurnar sínar á þeirri uppákomu sem menningarvitarstofn- uöu sérstaklega til fyrir ungviðiö og kölluðu „Listapopp“. Síðasta áfalliö var þó hrikalegast. Þar brást æska íslands vonum bestu manna gersamlega. Svotil enginn kom að hlusta á hina frábæru hljómsveit „Status quo“ og voru þeirþó með ásjöttatonn af mögnurum og hátölurum og Reykjavíkurkerfiö til viö- bótar. Ég segi nú bara einsog plötusalinn: — Uppá hverjum andskotanum hafa gríslingarnir tekið núna? Eru þau farin aö hlusta á Mozart í laumi? Nú ertalið fullvíst að poppunnendum fari ekki bara fækkandi, heldur séu þeir á góöum vegi meö að deyja út einsog risa- eölan, geirfuglinn og Borgaraflokkurinn. Tegundin er í útrýmingarhættu og verður aö reyna aö bjarga síðustu eintökunum, sem eru aö því er virðist plötusnúöar Ijós- vakafjölmiðla og listrænir hugmyndafræö- ingar þeirra í leiöinni. Þeim fáu eintökum sem eftir eru af poppunnendum veröur aö bjargaog freista þess aö fjölga í tegundinni. En meö hverjum hætti? Rætur vandans liggja í því aö gefið hefur veriö allt of mikið á garðana. Góöur gegningamaöur gætir þess ávallt aö gefa hæf ilega mikiö svo skepnurnar klári fóöriö fyrir næsta mál. Annars missir bú- smalinn lystina. Á sama hátt ættu þeir sem sjá um aö dæla hinu unaðslega poppi útá Ijósvakann að gæta hófs og draga úr magn- inu, svo hlustendur missi ekki lystina og nytina í leiðinni. Sannleikurinn er nefnilega sá aö síbylju- jukkiö á útvarpsrásum og sjónvarsstöövum landsmanna er fyrir löngu búiö aö ganga framaf öllum, jafnvel harösvíruöustu popp- unnendum. Ef plötusnúöar poppbraskaranna draga ekki snarlega úr jukkmagninu, deyr tegund- in „poppunnendur“ út. Þeir fá, einsog aörir, velgju viö aö heyra popp. Þeim fer einsog hundunum í Ferjukoti, sem ældu þegar þeir heyröu oröiö „lax“. Líklegast þykir mér þó aö haldið verði áfram aö spila popp í útvarpi og sjónvarpi dægrin löng, löngu eftir að allir eru hættir að nenna að hlusta á það. Hún virðist nefnilega stundum dálítiö löng leiðslan í plötusnúöunum sem móta listræna tónlistarstefnu Ijósvakafjölmiöl- anna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.