Alþýðublaðið - 23.07.1988, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 23.07.1988, Qupperneq 8
8 gimar Eydal, tónlistarmaö- 'íg verð á tjaldstœðinu ; býð ráðstefnugestum ->p á kaffi. “ Laugardagur 23. júH -1988 ■ Kristján Guðbjartsson, verslunarmaður „Lít á þetta sem frí. “ snjoll hugmynd. Hann langar þó ekkert tiltakanlega til aö vera viöstaddur, enda kom það aldrei til. Aö ráðstefn- unni lokinni mun Gísli hins vegar fljúga til Kaupmanna- hafnar og eiga þar stutt sum- arfrí meö konunni. Apspurður um þaö, hvort hann héldi að svona kvenna- fundur skilaði einhverju áþreifanlegu, sagöi Gísli aö hann teldi næsta víst aö árangurinn gæti oröið mikill. Efnahagsbandalagið íhugaöi núna aö halda annað kvenna- ár og Nordisk Forum gæti ef til vill leitt til þess aö Noröur- landaráð gengist fyriröðru kvennaári eða einhverju álíka átaki. Þar að auki mætti bú- ast við því aö konurnar, sem færu á ráðstefnuna, kæmu heim endurnýjaöar af baráttu- krafti. Það væri einnig mikils- verður árangur. „Þess vegna styð ég þetta heils hugar.“ Ættingjar af eldri kynslóð- inni eru ekkert farnir að bjóða Gísla aðstoð sína enn sem komið er, þó slík tilboð geti svo sem átt eftir að skjóta upp kollinum. Hann segist líka vera alvanur að sjá um sig sjálfur og það viti fjöl- skyldan mætavel. „Ég vinn líka m.a. við það að elda of- aní átta krakka a.m.k. einu sinni í viku, þannig að ég ætti að vera þaulvanur. Síðan bjó ég einnig á tímabili með tveimur öðrum strákum og við björguðum okkur ágæt- lega. Annars laga ég nú kannski sjaldnar mat en kon- an mín, en ég þvæ líka og skúra mun oftar. Við höfum verkaskiptingu á þessu.“ „ÞVOTTAVÉLIN STÆRSTI ÞRÖSKULDUR KARLA Á LEIÐ TIL SJÁLFSBJARGAR“ „INGIMAR EYDAL, tónlist- armaður á Akureyri, ætlar sko barasta að elta konuna sínatil Osló!“ Þannig hljóm- aði orðrómur, sem barst suð- ur yfir heiðar, svo við slógum á þráðinn til að athuga hvort þetta væri virkilega satt. — Ingimar Eydal? „Sá er maðurinn." — Ætlar jiú til Osló i byrj- un ágúst? „Ég held nú það. Þú getur gengið að mér visum á tjald- stæðinu, þar sem ég hef hugsaö mér að bjóða ráð- stefnugestum í kaffi á kvöld- in. Ja, eða hafragraut á morgnana... Annars ámálgaði ég það reyndar við konuna mína og stallsystur hennar, að ég fengi að gista hjá þeim til skiptis, ef það rigndi. En þeim leist ekkert á það, svo ég dró það tilboð mitt fljótt til baka. Því var ekki nógu vel tekið." — Þú afsakar, en í hvaða erindum verður þú þarna i Noregi á nákvæmlega sama tima og frúin er á kvenna- ráðstefnu? „Við hjónin höfum ferðast mikið um Evrópu með því aö leigja okkur bíl og sofa í tjaldi. Og það er gamall draumur að keyra svolítið um Noreg. Þegar í Ijós kom, að Kennarasambandið er með hópferð til Osló í ágústbyrj- un, ákvað ég þess vegna að skella mér. Eftir að Nordisk Forum lýkur munum við þvi aka út í óvissuna — tvö ein í tangó, með tjaldið í fartesk- inu! Það er bara verst, að þeir eru á svo lágu menningar- stigi þarna í Noregi að það er ekki hægt að fá leigðan Skoda. Við neyðumst þess vegna til að taka VW-Golf, eða einhvern slíkan. Ég var raunar að lesa það í dagblaði, að norskar hrað- brautirværu lengstu blla- stæði í heimi! Þæreru svo fáar og bílarnir svo margir á þeim, að umferðin ku ganga alveg lögurhægt. Þannig að þetta getur orðið merkileg reynsla." — Er langt sidan konan þin ákvað aö fara á Nordisk Forum? „Hún er í stjórn BSRB og það var rætt í stjórninni hvort ekki væri við hæfi að banda- lagið sendi fulltrúa á ráð- stefnuna. Það sýndist vist sitt hverjum, því þetta eru jú samtök allra, sem vinna hjá því opinbera — ekki bara kvenna. En mál, sem varða helming þjóðarinnar, hljóta líka að varða hinn helminginn og þess vegna var ákveðið að BSRB tæki þátt í þessu. Mér fyndist fáránlegt að ræða þessi mál ekki, en mér finnst hins vegar fáránlegt að útiloka karla frá þátttöku. Jafnréttismál verða aldrei leyst með því að útrýma karl- rembu og taka upp kven- rembu í staðinn. Þessar fem- inista-lausnir virðast byggjast á ákveðnum refsistigum gagnvart körlum. Það á að setja okkur i skuggann næstu tvöhundruð árin eða svo, af þvi að við höfum ráðið meiru hingað til! Lausn máls- ins felst hins vegar í réttlæti og það get ég orðað í einni setningu: Enginn skal gjalda eða njóta skoðana sinna, kynferðis eða litarháttar. Þess vegna er rangt að stofna til umfangsmikillar umræðu um jafnréttismál og segja „Þú mátt ekki koma, karl minn. Þú ert ekki af „réttu“ kyni.“ Á tímabili var ég að hugsa um að standa með kröfu- spjald fyrir utan ráðstefnu- svæðið, en ætli ég sleppi því ekki. Og líklega læt ég held- ur ekkert verða úr því að kæra þetta mannréttindabrot til norska félagsmálaráðu- neytisins og fá úrskurð í mál- inu. Þó gæti verið gaman að láta tvo fíleflda lögregluþjóna fylgja sér inn á svæðið, ef slíkur úrskurður fengist! Ég verð þó að viðurkenna, að ég hef litla hugmynd um hvað á að ræða þarna. Nema hvað ég veit að mikið verður fjallað um vandamál tengd þessum aðkomuvinnukrafti, sem svo mikið meira er um á hinum Norðurlöndunum en hér hjá okkur. Þessar erlendu konur eru víst mjög aftarlega á merinni og það er örugg- lega nauðsynlegt að gera eitthvað í þeim málum. En það verður svo margt í gangi í einu á þinginu, þannig að okkar konur geta þá bara ein- beitt sér að einhverju öðru.“ — Ætlar þú aö stelast inn á ráðstefnusvæðið eða fylgj- ast eingöngu með úr fjar- lægð? „Það fer svolítiö eftir því hvort það rignir óskaplega mikið eða ekki. Ef þú sérð í blöðunum að langur útlend- ingur hafi verið tekinn fastur þar sem hann reyndi aö kom- ast inn um kjallaraglugga á ráðstefnuhótelinu, þá gæti verið að ég hefði gefist upp á tjaldlífinu. Annars fer ég ekki fyrr en 2. ágúst og þá verður ráðstefnan nærri hálfnuð." — Hvað hefurðu hugsað þér að gera í matarmálum eftir aö konan er farin? „Ég er alveg sjálfbjarga á því sviði, enda var ég heima- vinnandi húsmóðir á meðan konan mín var i námi. Sömu- leiðis var ég einn í fram- haldsnámi í Reykjavik fyrir tveimur árum og þá kokkaði ég ofaní mig sjálfur. Það er ekkert vandamál. Það eina, sem ekki hefur veriö talið borga sig að hleypa mér í, er þvottavélin. Ég hef aldrei getað skilið af hverju rjiá blanda sumu sam- an en ekki öðru. Þvottavélin er örugglega stærsti þrösk- uldur okkar karlmanna á vegi til sjálfsbjargar. Ef við náum tökum á henni er þetta komið hjá okkur! Heyrðu, mannstu eftir sjónvarpsþættinum í tengsl- um við seinni kvennafridag- inn, þar sem Albert og Gvendur jaki voru látnir búa um rúm? Ég átti erindi á bíla- verkstæði um þetta leyti og kom þá að bifvélavirkjanum með höfuðið undir bílbretti, sem hann var að losa. Hann stakk hausnum undan brett- inu og sagði rétt si svona: „Hvað heldurðu að sá dagur heiti, þegar við karlmenn fá- um einhverjar konur — jafn- vel verkfæralausar — til að taka bretti af bíl, tökum af þessu sjónvarpsmynd og lát- um alþjóð hlæja það þeirn?" Þetta myndum við karlarnir aldrei gera!“ Þegar ég byrjaði að kryfja jafnréttismál til mergjar, hélt ég að það dygði að fá konur upp í steypubíla og stórar gröfur og karla í barnagæslu og slík störf. Ég vil nefnilega gera sem minnst úr þessum eðlislæga mismun á kynjun- um, t.d. að konur séu meira fyrir finvinnu. Bestu klæð- skerar og kokkar heims eru karlar og þar erum við þó komin á „sérsvið" kvenna. Hins vegar sér maður þessa verkaskiptingu einfaldlega með því að fletta upp í gömlu dýrafræðinni sinni. Kvenfugl- inn liggur á eggjunum og karlfuglinn flýgur um og nær i orma, eða öfugt. Það er allt- af einhver verkaskipting, svo hún er sjálfsagt eðlileg. En ef fuglum væru greidd laun sæi ég auðvitað enga ástæðu til að karlfuglinn fengi meira en kvenfuglinn!" „MÉR LEIÐIST EFLAUST Á KVÖLDIN“ KRISTJÁN GUÐBJARTS- SON, verslunarmaður, sagði í samtali við Helgarblað Al- þýðublaðsins að honum litist alveg ágætlega á það að eig- inkonan færi á Nordisk For- um. Þetta hefði lengi staðið til og ekkert nema gott um það að segja, þó það gæti vel verið að sér og krökkun- um myndi leiðast svoliHð á kvöldin. Sérstaklega fyndist dótturinni tómlegt á heimil- inu, þegar mamma væri f burtu. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem frí og finnst að það mætti gera meira af þessu. Þarna gefst mörgum konum tækifæri á að komast til útlanda á hagstæðum kjörum. Konum, sem annars hefðu ekki efni á utanlands- ferðum." Sagðist Kristján samt álíta að Nordisk Forum skilaði miklu fyrir þær konur, sem þangað færu. Þetta hlyti að hleypa auknum krafti í allt félagsstarf, þegar þær kæmu heim. Ekki vildi Kristján viður- kenna að hann kviði því að frúin brygði sér til Noregs og skildi hann eftir með börn og bú. Og, eins og sönnum sjentilmanni sæmir, þvertók hann fyrir að hlakka til þess- ara tíu daga. Þetta er í fyrsta sinn, sem frúin ferðast ein til annarra landa. Kristján hefur þó þurft að spjara sig einn, þegar konan hefur farið í stutt kvennaorlof innanlands, en hún er í Orlofsnefnd hús- mæðra. Kristján taldi enga þörf á að halda sambærilega ráð- stefnu fyrir karla, enda væru þeir mun meira á ferðinni en konur — t.d. á vegum fyrir- tækja og stofnana. „Mér finnst að verkalýðsfélögin ættu að beita sér dálítið fyrir utanlandsferðum fyrir félags- menn sina; ekki síst fyrir þá eldri, sem hættir eru að vinna og fá litlar sem engar lífeyrissjóðsgreiðslur." Þó Kristján segðist líta á þetta ferðalag sem skemmti- ferö var hann ekki viss um að sín kona hefði mikinn tlma til að slaka á i Osló. Hún væri „félagsmálakona" og væri í forystusveit kvenfélags- kvenna. Hefði t.d. verið for- maður stórs kvenfélags í átta ár. Ekki hefur Kristján hugsað sér að hafa samflot með öðr- um grasekkjumönnum í mat- ar- eða skemmtanamálum, heldur ætlar hann og dóttir þeirra hjóna að elda í sam- einingu þessa tlu daga. Og matseðillinn? „Það verður ef- laust mikið um pízzur og þvl- líkt. Svo munum við að öllum líkindum einhvern tímann fara út að borða.“ Sagðist Kristján búast við því að eig- inkonan skildi eftir byrgðir af straujuðum skyrtum, hreinum sokkum og sliku, enda myndu þvottar eflaust sitja á hakanum þar til hún kæmi aftur heim.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.