Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. júlí 1988 » > > i J é ,» >. » ♦ .13. TONLIST Rikharður H. Friðriksson skrifar tt Jm ' 'A' LS- ■'•í' ■ OPERURAUNIR OG ITOLSK BIÐRADAMENNING Að viðbœttri sundlaug í Berlín Stundum er ekki heiglum hent að komast á óperu, sér- staklega ef um er að ræöa frægt óperuhús. Á námsár- um sinum í New York reyndi undirritaður margsinnis að komast á Metropolitan oper- una frægu, en gullna hliðið reyndist venjulega lokað öðr- um en þeim sem annað hvort höfðu keypt miða sína með margra mánaða fyrirvara eða höfðu fjármagn til þess að kaupa sæti fyrir ailt að 10.000 íslenskar krónur. Val- kosturinn var fimm dollara standpláss í u.þ.b. hálfs kíló- metra fjarlægð frá sviðinu, og svo hátt uppi að þó maður hefði kíki, var fátt betra að gera en að stúdera hvirfil söngvaranna. En auðvitað lét maður sig hafa það. Dyggir lesendur Alþýðu- blaðsins hafa væntanlega tekið eftir þvi að undirritaður hefur verið í sumarfríi undan- farinn mánuð. Leiðin lá m.a. suður til Ítalíu og á ferðasag- an tæplega erindi á prent nema ef vera skyldi tilraun til þess að komast á sýningu i Teatro alla Scala, óperuhús- inu fræga í Milanó sem helst virðist hafa komist ( álit á ís- landi fyrir að hafa tekið á móti Kristjáni Jóhannssyni í vetur sem leið. Að sjálfsögðu var uppselt í öll venjuleg sæti, því að þó ekki væri neinum heims- söngvurum til að dreifa, var óperan eftir Guiseppe Verdi, nafn sem hefur svipuð áhrif á ítalfu og Michael Jackson virðist hafa í öðrum löndum Evrópu, auk þess sem Lorin Maazel, stjórnandinn frægi, var í púltinu. Því var ekki um annað að ræða en að freista þess að fá standpláss. AÐ FÁ STANDPLÁSS í SCALA Sýningar hefjast venjulega klukkan átta, en byrjað er að selja í standplássin klukku- tima fyrr. Venjulega í slíkum tilvikum, stilla menn sér upp í biðröð. En ekki á Ítalíu, þar mæta menn á staðinn ein- hvern tíma um daginn og annað hvort stilla sér upp í röð, eða það sem líklegra er; mæta á staðinn og koma sér fyrir einhvers staðar. Ein- hvern tíma áður en sala hefst, kannski klukkan sex, kannski klukkan fjögur, kem- ur maður og tekur niöur nöfn- in á þeim sem bíða og vill þá oft verða handagangur í öskj- unni því allir vilja verða fyrst- ir. Síöan fer maðurinn og tek- ur þá við tímabil sem byggist annars vegar á rólegheitum þeirra sem til þekkja og hins vegar á taugaveiklun ókunn- ugra og þá sérstaklega þeirra sem eru svo óheppnir að vera ekki mæltir á ítalska tungu. Þeir hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast og hafa mjög takmarkaða möguleika til þess að komast að því. Þar sem að í þessu tilviki var um að ræða vinsæla óperu, voru margir mættir snemma og kom maðurinn því snemma að taka niður nöfnin. Því næst tók við þriggja klukkutíma „siesta". Nokkrir brugðu sér frá en aðrir settust niður að drepa timann á einn eða annan hátt. BEÐIÐ EFTIR VERDI Flestir kjöftuðu frá sér tím- ann en nokkrir áhugasamir keyptu sér bók um óperuna til þess að hafa einhverja hugmynd um hvað myndi ger- ast um kvöldið. Tveir voru augsýnilega mjög áhugasam- ir því þeir voru mættir með nóturnar og vasadiskó og voru strax byrjaðir að hlusta á óperuna og stúdera hana. Þeir yrðu greinilega mjög vel undirbúnir undir kvöldið. Og svo er þetta líka staður til þess að kynnast fólki. Þarna var t.d. Englendingur sem hafði hitt Itala og var að fræða hann um allt sem við- kom Broa'dway söngleikjum, meö tilheyrandi tóndæmum úreigin raddböndum, að sjálfsögöu. Útlendingagrey sem höfðu komið eftir klukkan fjögur stóöu ráðvillt og vissu ekki hvað skyldi hafast að, því þeir héldu aö þeir væru að mæta i biðröð, en sáu þess í stað fólk á tvist og bast, bíðandi í rólegheitum án þess að hreyfa legg né iið þó sýning- artími nálgaðist óðfluga. Þeir kunnu það ráð eitt að halda sig nálægt dyrunum inn í helgidóminn og leita að ein- hverjum sem gat talað ensku, sænsku, kínversku eða hvaða mál það var sem þeir skildu. Þá sjaldan þegar þeir fundu einhvern, kom í Ijós að sá var líka að leita að einhverjum sem vissi hvað var að gerast. Einhvern tíma á milli klukk- an sex og sjö kom maðurinn ógurlegi út aftur og skipaði öllum miskunnarlaust í röð eftir nafnalistanum sínum. Hver maður getur nefnilega aðeins fengið einn miða og verða því allir sem vilja kom- ast inn að leggja á sig þessa bið. Lítið þýðir að mæta rétt áður en nöfnin eru tekin niö- ur því þetta er Italía og eng- inn regla er á því hvenær þau eru tekin niður. Ekki þýðir heldur aó mæta aftur rétt áður en hleypt er inn því þetta er Ítalía og enginn veit nákvæmlega hvenær hleypt er inn. Ef maður hins vegar missir af röðinni, er maður búinn að fyrirgera plássi sínu í henni. Því verður að ráð- leggja þeim sem ekki hafa út- hald í svona stand að verða sér úti um miða i sæti þó það krefjist lengri fyrirvara og sé mörgum sinnum dýrara. AD KOMAST INN í DÝRDINA Þegar nafnalistinn þrýtur, gildir frumskógarlögmáliö um hverjir komast inn í við- bót því þeir eru venjulega fá- ir. Eftir situr hópur manna með sárt ennið og brostnar vonir. Stór hluti þess hóps eru útlendingar því þeir höfðu ekki haft hugmynd um hvað var að gerast frá upp- hafi. Starfsfólkið í miðasöl- unni talar eins og véfrétt þeg- ar það er spurt um stand- pláss og er þvi lítið á því að græða. Þegar maðurinn er kemur út að taka niður nöfn- in, halda ókunnugir við fyrstu sýn að hann sé einhvers kon- ar brjálæðingur, halda sig því eins fjarri honum og unnt er, og lenda þvi aftast í þvög- unni. -•*-. j* Framhlið Scala 4j óperuhússins lœtur lítið yfir sér og er húsið allt óbrotið að utan. Hins vegar er mikið um dýrðir þegar inn kemur, en um það er því miður ekki fjallað í þessari grein. Greinarhöfundur var ískyggilega aftarlega í þvög- unni en eftir því sem dyrnar færðust nær jókst vonin. Og sem dyrnar voru í seilingar- fjarlægö, var tilkynnt aó það væri orðið uppselt. Þetta voru í raun bæði góðar og slæmar fréttir. Ekki komst maður inn og það hlýtur að teljast slæmt. Hins vegar var maður orðinn ansi rykaður af því að standa i þrjá klukku- tíma í ítölsku júlísólinni og hálft í hvoru feginn að þurfa ekki að standa í þrjá tíma í viðbót inni í óperunni. Til þess að forða greinar- höfundi fráeilífri skömm skal tekið fram að hann var búinn að kynna sér þessa athöfn fyrirfram og vissi því nokkurn veginn að hverju hann gekk. Hann mætti hreinlega allt of seint á svæðið og getur því engum um þessar ófarir kennt nema sjálfum sér. Kom þá ekkert út úr þess- ari bið? Jú, þessi grein. Hún verður vonandi einhverjum saklausum íslendingi til leið- beiningar i framtiðinni og kannski verður Kristján Jóhannsson þá að syngja þarna aftur. Hvað greinarhöf- und varðar, þá var þaó honum það fullkomin sárabót að sjá glefsur af dýröinni inn um opnar dyr gullna hliðsins, fram hjá einkennisklæddum vörðunum. skínandi kristal, marmara og gull. Af hverju í , ósköpunum ætti maður að óska sér einhvers meir. HVAÐ VARÐ AF SUNDSKÝLUNNI? Viku seinna var greinarhöf- undur staddur í Vestur-Berlín og ætlaði enn að freista þess að njóta tónlistar. Fyrir valinu varð umhverfishljóðverkið „Stadtmusik" eftir þá Ulrich Eller og Paul Henbrich sem flytja skyldi í Stadtmusik úti í Neukölln. Það var ekki fyrr en farið var að búa sig á tónleikana að eitthvað við nafnið á hljómleikastaðnum fór að sækja á undirmeðvitundina og auglýsingin var skoðuð betur. Þá feyndist hér vera um að ræða sundlaugina í Neukölln. Og þegar enn bet- ur var að gáð kom í Ijós að tónleikarnir áttu að fara fram i sundlauginni sjálfri og þ.a.l. var sundfatnaður að sjálf- sögðu áskilinn. Nú voru góð ráð dýr og öllu snúið við í ferðatösk- unni. Eftir ýtarlega leit kom i Ijós að hinn versti grunur var á rökum reistur. Konan hafði farið heim á „klakann" fjórum dögum fyrr og að sjálfsögðu hafði hún tekiö sundskýluna með sér. Þar fór það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.