Alþýðublaðið - 23.07.1988, Síða 19

Alþýðublaðið - 23.07.1988, Síða 19
Laugardagur 23. júlí 1988 íí Fullorðið fólk, sem er úti að „skemmta sér“ Svona er umhorfs í göng- unum undir Miklubraut- ina. sem tekin voru i notk- un um svipað leyti og Krinalan oDnaði i fvrra. Þeir, sem leið eiga í Kringl- una og aka undirgöngin út á Miklubrautina, sjá þar fremur ófagra sjón. Einhverjir óham- ingjusamir og/eöa drukknir einstaklingar hafa nefnilega átt þar leið um og brotið fjöldann allan af litlum rúð- um, sem áður höfðu glatt augað. En ætli það sé mikið um svona skemmdarverk i höfuðborginni, hverjir fremja þau og hvar þá helst? Við fengum svör við þessum spurningum og fleirum hjá rannsóknarlögreglunni. Samkvæmt skýrslum rann- sóknarlögreglunnar í Reykja- vík, var þeim tilkynnt um 60 skemmdarverk í höfuðstaðn- um á síðustu tveimur mánuð- um og 80 rúðubrot. Það er hins vegar vitað, að lögregl- unni er alls ekki tilkynnt um öll spellvirki, sem framin eru á svæðinu. Margir fara með slík mál beint til tryggingar- félaganna og fá þau bætt, án þess að reyna að hafa upp á skemmdarvörgunum. Tilkynnt skemmdarverk og rúðubrot eru, samkvæmt framangreindu, um 140 tals- ins á tveimur mánuðum. Það gera 70 á mánuði eða u.þ.b. 15-20 á viku, en langflestar kærur og kvartanir af þessu tagi berast raunar um helgar. Fjöldi skemmdarverka virð- ist — sem betur fer — hafa staöið nokkuö í stað á und- anförnum árum, en töluverð- ur munur er hins vegar á fjöldanum eftir árstíðum. Greinileg aukning verður t.d. á haustin, sem lögreglan tengir því að ungt fólk kemur saman I borginni áður en skólar byrja. Annar „toppur" er siðan á vorin, þegar skól- um lýkur. Samt sem áður eru það alls ekki unglingar, sem valdir eru að meirihluta skemmdarverkanna. Þau skrifast ekki síður — líklega oftar — á reikning fullorðins fólks, sem er úti að „skemmta sér“. Þessir spellvirkjar eru nær undantekningarlaust undir áhrifum vins eða annarra vímugjafa. Þegar þeir eru yfir- heyrðir um atburðinn næsta morgun muna þeir þess vegna kannski nærekkert og hafa ekki hugmynd um hvað lá að baki eigin athöfnum. Oft eru þessir verknaðir framdir í kjölfar ágreinings á milli manna. Einn rannsókn- arlögreglumaður orðaði þetta svona: „Maðurinn snýr sér reiður við, sér bíl, þrumar í hann og labbar burtu. Það er mjög algengt." Algengustu skemmdar- verkin eru rúðubrot, en þar á eftir koma minniháttar skemmdir á ökutækjum. Al- gengt er að sparkað sé í bíl- ana, þeir rispaðir, Ijósin brot- in eða jafnvel rúður og þá er stutt í að hendi sé stungið inn og útvarpstæki eða ann- að fjarlægt úr bifreiðinni. Það mun einnig töluvert al- gengt að menn taki nokkur létt dansspor á kyrrstæðum bílum, hlaupi yfir húddið á þeim og annað i þeim dúr. Símaklefar verða líka gjarn- an fyrir barðinu á fólki, sem af einhverjum ástæðum fyll- ist skemmdarfíkn á götum úti. Þess er skemmst að minnast að fjölmiðlar sögðu frá því að nýverið hefði síma- klefinn f miðbæ Hafnarfjarð- ar verið lagaður í siðasta sinn. Ef hróflað verður við símanum, er ætlunin að fjar- lægja klefann. Kærur vegna eyðileggingar á símum á opinberum stöðum koma hins vegar sjaldan inn á borð til lögreglunnar og þaö er ekki algengt að slík mál upp- lýsist. Eftir helgar er næstum undantekningalaust búiö að færa bekki í miðborginni úr stað eða velta þeim um koll. Oft enda þeir líka af einhverj um ástæðum úti í Tjörn og það sama á við um ösku- og ruslatunnur og annað „laus- legt“. Skemmdarvargarnir virðast þar að auki hafa sér- staka ánægju af því að hella rusli á götur og gangstéttir, ef þeir kveikja ekki bara i draslinu f tunnunum. Það er hins vegar afar sjaldgæft hér á landi að úðabrúsar séu not- aðir til þess að skrifa eða teikna á veggi, þó þaö sé nær daglegt brauð erlendis. Sú staðreynd virðist renna stoðum undir þá kenningu, að skemmdarverk hér séu nær eingöngu framin um- hugsunar- og undirbúnings- laust. Töluvert mun þó vera um það að fólk ráfi um borgina á kvöldin og næturnar í leit að bílum sem skildir hafa verið eftir ólæstir. Slíkir leiðangrar bera oft góðan árangur. Það kemur jafnvel fyrir af og til að menn skilji lyklana eftir í bíl- unum og sumir eru svo „snjallir" að geyma aukabíl- lykilinn í hanskahólfinu. Þessar bifreiðar þefa spell- virkjar gjarnan uppi og fá sér bíltúr, sem getur endað með ósköpum, enda er Bakkus gamli alræmdur fyrir lélegt aksturslag. Þeir, sem leggja bilum sin- um þannig að til óþæginda verður fyrir gangandi vegfar- endur, vakna líka oft upp við vondan draum að morgni. Þegar drukkið fólk rekst á bifreiö uppi á gangstétt getur það nefnilega átt það til að sparka hressilega í farartæk- iö eða gera eitthvað annað óskemmtilegt. Lögreglan fær mjög oft hringingar frá fólki, sem orð- iö hefur vart við skemmdar- varga — bæði þegar verið er að eyðileggja hluti í einka- eign og almenningseignir, eins og t.d. strætisvagna- skýli. Það er hins vegar afar algengt að fólk flýti sér svo í símann að, þeir gæti þess ekki að leggja útlit „vargsins" á minnið. Þegar það er beðið um aö lýsa viðkomandi verð- ur því fátt um svör og lög- reglan litlu nær. Mun skyn- samlegra er fyrir fólk, sem verður vitni að skemmdar- verkum, að virða persónuna eða persónurnar vandlega fyrir sér í nokkrar sekúndur áöur en það hringir i 11166. Eins og fyrr segir eru lang- flest spellvirki framin um helgar. Þau eru algengust á svæðinu frá Ármúla og vest- ur úr borginni og tengist sú staðreynd greinilega stað- setningu veitinga- og skemmtistaða. Og haldi ein- hverjir að Breiðholtið sé sér- stakt áhættusvæði I þessu sambandi, þá er það mesti misskilningur. Það er mun frekar að Vesturbænum hlotnist sá vafasami heiöur, vegna nálægðar sinnar við miðbæjarkvosina. Þau mál, sem kærð eru til lögreglunnar, upplýsast nær undantekningalaust. Oftast eru hinirákærðu karlmenn, þó það sé alls ekki einhlítt. Til eru dæmi þess að konur hafi „rústað" bíla og gert annan óskunda — algjörlega upp á eigin spýtur. Rann- sóknarlögreglumönnunum, sem blaðamaður ræddi við, fannst hins vegar líklegt að konur væru síður kærðar fyrir skemmdarverk en karlar. Það væri allt eins víst að konur ættu þarna stærri hlut að málum en fram kæmi í lög- regluskýrslum. En þetta eru auðvitað aðeins getgátur. Gangur þessara mála í kerfinu er eftirfarandi: Sá, sem verður fyrir tjóninu, kær- irverknaðinn til lögreglunnar og lætur meta skaðann. Þeg- ar krafa hefur verið lögð fram er skemmdarvargurinn kallað- ur fyrir og honum boðið að bæta eigandanum tjónið. Að því loknu fer þetta í flestum tilfellum til rlkissaksóknara til umsagnar, en samhliða þessu eru oft höfðuð einka- mál. Mikið er um beina samninga á milli spellvirkja og þeirra, sem orðið hafa fyr- ir baröinu á þeim. Algeng upphæð fyrir brot á borð viö óspektir og rúðubrot er þá t.d. um eða yfir tfu þúsund krónur, en eru einnig dæmi um mun hærri fjárhæðir. Og sá, sem undirgengst annað hvort dóm eða dómssátt, er vitanlega kominn með blett á sakavottorðið sitt. Um 140 skemmdarverk voru kærð til rannsóknarlögreglunn- ar á síðustu tveimur mánuðum, en þeir frétta aðeins af hluta þeirra spellvirkja, sem framin eru. EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.