Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 21
... Laugardagur 23. júlí 1988
'21
Japönskum feröamönnum hefur fjölgað gífurlega á
undanförnum árum — hér á landi sem annars staðar í Evrópu
JAPANIR ÓSKABÖRN EVRÓPU
Flest lönd Evrópu kvarta nú
undan mjög svo dvínandi ferða-
mannastraumi og þar af leiðandi
minni tekjum af túristum. En ein er
sú þjóð, sem ísíauknum mœli sœk-
ir heim hin ýmsu Evrópulönd og
eyðirpeningum til hægri og vinstri.
Það eru Japanir, sem hvarvetna er
því aufúsagestir. Við íslendingar
förum ekki varhluta af þessari þró-
un, því fjöldi japanskra ferða-
manna hér á landi hefur meira en
tvöfaldast á síðastliðnum fimm ár-
um.
Um síðustu helgi birti blaðið Det
fri Aktuelt grein þar sem sagt er frá
gífurlegum innkaupum japanskra
ferðamanna í dönskum verslunum.
í Danmörku — eins og annars stað-
ar í Evrópu — hafa bandarísku túr-
istarnir alveg brugðist í ár. Danir
geta hins vegar ekki kvartað þó
færri dollarar komi í peningakass-
ana þeirra þetta árið, því þeir eru
sneisafullir af yen-um. Velta
danskra búða er sem sagt meiri nú
en í fyrra, þrátt fyrir að þangað
hafi komið töluvert færri útlend-
ingar.
Japanir kaupa allt milli himins
og jarðar, á milli þess sem þeir
skreppa í Tívolí og mynda Litlu
hafmeyjuna. Þeir fylla innkaupa-
töskur af silfri, postulíni, glervör-
um, leðri og listaverkum og láta
jafnvel senda sér húsgögn heim til
Japans. Pelsar eru líka vinsælir, þó
verðið á þeim hlaupi á hunduðum
þúsunda íslenskra króna.
Hér uppi á Fróni hefur ekki síður
orðið aukning á fjölda japanskra
ferðamanna. Samkvæmt upplýs-
ingum frá útlendingaeftirlitinu
hefur fjöldi þeirra rúmlega tvöfald-
ast á síðustu fimm árum. Um 450
Japanir sóttu okkur heim árið 1983
og síðan hefur þeim fjölgað jafnt
og þétt, en í fyrra komu hingað
nákvæmlega 1000 japanskir túrist-
ar. Að öllum líkindum verður þessi
tala síðan enn hærri fyrir árið 1988.
í samtölum blaðamanna við
starfsfólk nokkurra hótela og
minjagripaverslana á höfuðborgar-
svæðinu kom í Ijós, að ennþá er
ekki hægt að merkja neina stökk-
breytingu á fjölda japanskra ferða-
manna hér á landi. Ferðamanna-
tímabilinu er hins vegar langt frá
því lokið og því oft snemmt að
segja hvernig „vertíðin“ kemur út,
þegar á heildina er litið. Nokkrir
ferðamálafrömuðir minntust á
hinn bóginn á greinilega aukningu
Finna það sem af er sumrinu.
ár Fjöldi japanskra feröamanna á (slandi
1983 453
1984 539
1985 716
1986 857
1987 1000