Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. ágj^st, 1,9^8 FRETTIR Þing jafnréttisnefndar Norðurlandaráðs í Osló Jóhanna vill iafnréttisstofnun við S.Þ í gærmorgun voru jafnrétt- ismálaráðherrar Norðurland- anna á ráðstefnu um jafnrétt- isáætlun, en ráðstefnan er liður i þingi um jafnréttismál sem haldiö er í Osló á vegum Norðurlandaráðs á sama tíma og kvennaþingið Nord- isk forum stendur yfir. Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, situr ráð- stefnuna og sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að framkvæmdaáætlunin um jafnrétti kynjanna verði lögð fyrir Norðurlandaþingið í mars á næsta ári. Áætlunin snertir einkum tvö svið: Hlut- verk kvenna í efnahagsþróun- inni og samtengingu fjöl- skyldulífs og atvinnu. „I um- ræðunum kom fram að allir jafnréttisráðherrarnir leggja mikla áherslu á að vinnu- markaðurinn aðlagi sig að þörfum fjölskyldulífs en þarna lagði ég mesta áherslu á launajafnréttismál," sagði Jóhanna. „Ég vildi herða mjög á ýmsum atriðum þess- arar áætlunar varðandi launa- misréttið.“ Jóhanna benti á að allir Norðurlanda þjóðirnar eru með ákvæði í jafnréttislögum sem heimila að gripið verði til séraðgerða í þágu kvenna til að ná fram jafnrétti. Segist hún hafa stungið upp á því að gripið yrði til þessa ákvæðis. „Ég hafði endurmat kvenna þar helst í huga og að það yrði tekið inn í jafn- réttisáætlunina, og setti fram þá hugmynd aö Norðurlanda- þjóðirnar hefðu frumkvæði að því að sett yrði á fót sér- stök jafnréttisstofnun hjá Sameinuðu þjóðunum í lík- ingu við t.d. Vinnumálastofn- un, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna o.s.frv. Hvers vegna þá ekki sérstaka jafnréttis- stofnun sem gæti veitt þjóð- um heims nauðsynlegt að- hald til að flýta fyrir jafnrétti kynjanna í reynd? Verkefni slíkrar stofnunar gæti verið að fylgjast með stöðu kvenna á öllum sviðum, leita orsaka kynjamismunar og vera til aðstoðar við mótun nýrrar stefnu í jafnréttismálum. Þá gæti stofnunin gert áætlanir og kannanir á mismunandi stöðu kynjanna," sagði Jóhanna. Eftir hádegi í gær voru svo haldnar panel-umræður með jafnréttisráðherrunum sem 6- 700 konur sóttu. Þar komu hugmyndir Jóhönnu um kvennabyltingu til umræðu og fengu mjög góðar undir- tektir. Jóhanna segir að i nýrri samanburðarkönnum um stöðu jafnréttismála á Norð- urlöndum komi skýrt fram að konur á íslandi eru verr staddar en konur á hinum Norðurlöndunum. „Þessi nið- urstaða staðfestir það sem ég hef sagt áður, að það gæti verið nauðsynlegt að grípa til þess úrræðis að gera kvenna- byltingu og sú hugmynd fékk mjög góðan hljómgrunn hér, Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra, leggur til að Norðurlöndin beiti sér fyrir því að sett verði upp sérstök jafnréttis- stofnun hjá Sameinuðu þjóðunum. bæði á ráöstefnu jafnréttis- nefndar Norðurlandaráðs í morgun, og eins viö panel- umræðurnar," sagði Jóhanna. Jóhanna segir mikla stemmningu ríkja yfir kvennaráðstefnunni í Osló. „Ég vil lýsa alveg sérstakri ánægju með hvað íslenskar konur sýna hér mikla og breiöa samstöðu um þessi mál, þvert á öll flokksbönd. Þetta er í þriðja sinn sem konur sýna svo mikla sam- stöðu. Fyrst á kvennafrídeg- inum 1975 og svo aftur 1985 og loks nú með því að fjöl- menna hingað til Osló. Ég finn mikla samstöðu meöal kvenna um að brjóta launa- misréttið á bak aftur og því er ég þess fullviss að það verður mikil samstaða um kvennabyltingu á íslandi ef til hennar kemur,“ sagði Jóhanna. JOH\ er stór- kostleg nýjung í íslenskri málningar- framleiðslu. 'C>rl¥i er fljótþornandi og auðunnin akrýlmálning ætluö á litað stál, þök og vegg- klæöningar, því allt litaö stál þarf viðhald. T.d. er ekkert litað stál varið gegn mengun úr andrúmsloftinu. Þótt stálið hafi ekki ryðgað eóa yfirborð þess ekki byrjað aö flagna, þarfnast það samt sem áður viðhalds. HJÖRV er fáanlegur í 8 staöallitum og hægt að fá hann í yfir 2000 sérlöguðum litum eftir litakerfi ALCRO. ,ÍÖFí\ fæst í 1, 4, og 10 lítra umbúóum. i Málningarverksmiðja )

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.