Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 8
8 Lau.gardagur.6..ágúst 1988 greinina af miklum áhuga þar eð orð eftir Stalín hefðu ekki sést á prenti árum saman. Málið var i hnotskurn eftir- farandi: Marr hafði haldið fram í kenningum sínum um þróun tungumálsins að málið væri liður í yfirbyggingu þjóðfélagsins og myndi breytast með breytingum hins sósílaiska þjóðfélags. Að lokum þegar heimurinn væri allurorðinn eitt komm- únistaríki, væri aðeins til eitt alþjóðlegt tungumál. Stalin ritaði í grein sinni að slíkur hugsanagangur væri alrang- ur. Tungumál framtíðarinnar um heim allan væri rúss- neska. Þar af leiðandi væri tungumálið liður í óbreyti- legri uppbyggingu þjóðfé- lagsins en ekki liður í yfir- byggingu þess. Þessi kenn- ing Stalíns um þróun alþjóða- tungunnar er grátbroslegt dæmi um mikilmennskubrjál- semi hans samfara ótrúleg- um kenningasmíðum. Annað dæmi sem Krúsjoff nefnir um hugmyndafræði Stalíns á síðustu árum hans, var sérútgáfa á grein eftir Stalin um efnahagslíf sósíal- ismans sem út kom í október 1952 í tilefni 19. flokksþings- ins. í ritinu heldurStalín því fram, að hin kapíatlísku lönd muni gjöreyða hverju öðru í kjarnorkustríði en vonandi takist Sovétríkjunum að halda sér utan stríðsátaka og lifa gjöreyðingu kapítalist- anna af. Þetta eru nýjar kenn- ingar, því áður hafði Stalín ávallt haldið fram þeirri kenn- ingu Leníns, aö alþjóðabylt- ing kommúnista gæti aðeins gerst með vopnaðri byltingu; kenning sem hrundi um sjálfa sig þegar kjarnorku- sprengjan varð til. Krúsjoff nefnir einnig i þessu sambandi ofsóknar- brjálsemi Stalíns. Þegar rit Stalins kom út fyrir 19. flokksþingið, gaf einvaldurinn út þá skipun að allir í mið- stjórninni og reyndar víðar í flokkskerfinu ættu að lesa ritið svo og önnur skrif sem hann hafði samið um kenn- ingar kommúnismans. Dag einn þegar innsta valdaklikan sat að meðdegisverði í sum- arhúsi Stalíns, benti einn við- staddra Stalín á það aö ein- hver þjóðhagfræðingur í einu ráðuneytanna hefði skrifaó bók sem byggði á verkum Stalíns og þá einkum á ritinu sem hann hafði samið fyrir 19. flokksþingið. Stalín hugs- aði sig ekki tvisvar um og sagði: „Handtakið manninn." Aumingjans maðurinn var tekinn fastur þó svo að í Ijós hafi komið að hann hafði samið verkið mörgum árum áðuren Stalín skrifaði sitt rit og að kenningar þeirra fóru aðeins saman að litlu leyti. En Krúsjoff segir ennfremur að málinu hafi ekki verið lok- ið með handtöku mannsins. Stalín hafi komist að þeirri niðurstöðu að ritari sinn hafi lekið kenningum sinum í þjóðhagfræðinginn. Þaraf- leiðandi rak hann ritara sinn og Krúsjoff bætir þvi við að ef Stalín hefði lifað aðeins lengur heföi hann látið taka ritara sinn af lífi. Þjóðhagfræðingurinn slapp hins vegar úr fangelsi eftir dauða Stalíns og kærði handtöku sína til flokksráðs- ins í Moskvu en fékk aldrei uppreisn æru. 19. FLOKKSÞINGIÐ OG SJÖ MÍNÚTNA RÆÐAN Þegar Stalín setti 19. flokksþingið í október 1952 var hann orðinn gamall og sjúkur maður. Hann átti að- eins fimm mánuði eftir ólif- aða. Ofsóknarbrjálæði hans var aldrei meira og hann treysti engum. Krúsjoff HELSTU VALDAMENN í innsta hring Stalíns LAVRENTI P. BERIA Yfirmaður leynilögreglu Stalíns (NKVD) og böðull hans með margar og fjölmennar hreinsanir og aftökur á samviskunni, kom seint inn í innsta hringinn en bætti það upp með að ná völdum og áhrifum á skömmum tíma. Bería hafði m.a. yfirumsjón með kjarnorkutilraunum Sovétmanna eftir stríð. Beriavar andstæðingur Krúsjoffs, snillingur i klækja- brögðum en full öruggur með sig og það varð honum að falli. Krú- sjoff og félagar tóku Bería af lifi nokkrum mánuðum eftir andlát Stalins 1953. NIKOLAI A. BULGANIN Hershöfðingi og fyrrum borg- arstjóri Moskvu. I striðslok varð Bulganin varnarmálaráðherra og marskálkur Sovétríkjanna. Með- limur í Æðsta ráðinu 1948. Bulg- anin var maður sátta og Krúsjoff notaði hann sem verkfæri i valda- baráttu sinni við Malenkov eftir andlát Stalíns. Bulganin varð for- sætisráðherra 1955 en þremur árum síðar kom Krúsjoff i bak'ið á honum, gerðist sjálfur forsætis- ráðherraog kom Bulganin út í ystu myrkur með þvi að fá hann til að játa á sig ýmsar syndir. Bulganin slapp þar með við fangelsun, fékk þolanlegan ellilífeyri og dró sig í hlé á setri fyrir utan Moskvu. NIKITA KRÚSJOFF Aðalritari Kommúnistaflokks- ins 1953-1964, forsætisráðherra Sovétríkjanna frá 1958 þegar Bulganin stóð upp úr stólnum sem hafði verið strengjabrúða Krúsjoffs allt frá 1955 þegar Bulg- anin var gerður að forsætisráð- herra i stað Malenkovs, skæðasta keppinautar Krúsjoffs. Krúsjoff átti langasögu að baki í flokknum, hafði verið aðalritari flokksins í Úkraníu og pólitískur hershöfð- ingi í stríðinu, setið i miðstjórn flokksins frá 1934. Stalín kallaði Krúsjoff til starfa í Moskvu 1949 og gerði hann að framkvæmda- stjóra flokksins i Moskvu. Krú- sjoff var látinn afsala sér öllum völdum 1964. Við tóku Brésnjeff sem aðalritari og Kosygin sem forsætisráðherra. Krúsjoff lést 11. september 1971. GEORGI M. MALENKOV Hinn gáfaði, fágaði og metnað- argjarni Molotov var i flestra aug- um krónprins Stalins eftir dauða Andrei Sjdanov sem lést 1948. Malenkov var helsti keppinautur Krúsjoffs um völdin eftir andláf Stalíns; og var um skamma hríð bæði aðalritari Kommúnista- flokksins og forsætisráóherra. 1955 neyddist Malenkov til að af- henda Bulganin, strengjabrúðu Krúsjoffs, forsætisráðherratitil- inn og 1957 geröi Krúsjoff hann valdalausan og sendi hann til lýð- veldisins Kasakhstan þar sem Malenkov varð forstjóri fyrir virkj- unarstöð. VJATSJESLAV M. MOLOTOV Einn af elstu fylgismönnum Stalins. Utanrikisráðherra í siðari heimsstyrjöldinni og undirritaði hinn alræmda friðarsáttmála viö Þjóðverja i stríðinu. Þekktur á Vesturlöndum eftirstríð sem hinn harði linumaður í utanríkisstefnu Sovétrikjanna. Féll í ónáð hjá Stalín síðustu æviár einvaldsins og eftir dauða Stalins barðist hann hatrammlega gegn þiðutil- raunum Krúsjoffs. Varsendursem sendiherra til Ytri Mongólíu en kom aftur til Moskvu. Molotov náði aldrei aftur völdum og var ásakaðurá22. flokksþinginu 1961 um að vera meösekur í glæpum Stalíns og hafa búiö til aftöku- listana í hreinsununum. KLIMENT J. VOROSJILOV Yfirmaður Rauða hersins á millistríðsárunum. Hafði þó meiri áhuga á að sýna heiðursmerki sín en að byggja upp herinn og var sparkað af Stalín eftir hrakfarirnar ( Vetrarstríðinu 1939-40 gegn Finnum. Stalín hafði Vorosjilov sem þjón sinn og gaf honum ímynd sem virðulegum, eldri her- sérfræðingi. Eftir dauða Stalins fékk Vorosjilov óvæntan frama og varö forseti Æðsta ráðsins og hélt þeirri tign til 1960. Hann dró sig í hlé af heilsufarsástæðum, en á flokksþinginu 1961 var hann ásak- aður fyrir þátttöku i glæpum Stal- ins. Krúsjoff baðst miska fyrir hann og Vorosjilov játaði alla glæpi sem borniryoru áhann. Það furðulega gerðist að hann var end- urkosinn forseti Æðsta ráðsins 1962. Vorosjilov andaðist 1969. heldur því fram í endurminn- ingum sínum aö á þessum tima hafi hann verið aö skipuleggja víðtækar hreins- anir, þar sem taka átti flesta af nánustu samstarfsmönn- um hans af lífi. En Stalin ent- ist ekki aldur til að hrinda ákvörðunum sínum í verk. Stalín lagði undir sig allt flokksþingið þótt hann héldi aðeins eina ræðu sem var ekki lengri en sjö mínútur í flutningi. Aðalræðumenn þingsins voru keppinautarnir Krúsjoff og Malenkov sem börðust nú opinni baráttu um að verða arftakar Stalíns. Krúsjoff hélt klukkustundar langa ræðu um ný og breytt flokkslög en Malenkov var valinn af Stalín til að flytja aðalskýrslu miðstjórnar Kommúnistaflokksins. Þaó var engu líkara en að Stalín lyfti þessum tveimur krón- prinsum Kommúnistaflokks- ins upp með sitt hvorri hönd- inni eins og til að etja þeim hvorum gegn öðrum. Og þeir urruðu einnig og bitu hvor í annan i ræðum sínum; stund- um undir rós en stundum á opinskáan máta. Þegar Stalín stakk upp á því að halda 19. flokksþingið, var hugmyndinni vel tekið af innsta hring, ekki síst af þeirri ástæðu að flokksþing hafði ekki verið haldið í 13 ár þótt lög flokksins mæltu svo fyrir á þeim tíma að halda ætti flokksþing á þriggja ára fresti. Stalín hélt hina stuttu ræðu sína á siðasta degi þingsins. Ræðan þótti ekki merkileg, en engu að siöur klöppuðu fundargestir eins og vitfirringar og hrópuðu að leiðtoginn væri sniilingur og þar fram eftir götunum. Þeg- ar Stalín hafði stigið úr ræðu- stól og innsta klíkan stóð í anddyri ráðstefnusalarins, sagði Stalin brosandi: „Þarna sjáið þið! Ég kann þetta enn- þá!“ Á fyrsta miðstjórnarfundi eftir flokksþingið dró Stalín upp lista úr vasa sínum yfir 25 nöfn sem hann vildi fá samþykkt sem meðlimi Æðsta ráðsins. Enginn sagði múkk og allir samþykktu nöfnin þótt þau væru óvenju- mörg fyrir meðlimi Æðsta ráðsins. Meðlimir miðstjórn- arinnar voru ennfremur taugaveiklaðir vegna listans og enginn skildi hvernig hann hefði orðið til, því þarna voru nöfn sem Stalin sjálfur kunni ekki deili á. Þeirri kenningu hefurverið haldið fram, að Stalín hafi tvöfaldað fjölda Æðsta ráðs- ins vegna þess að hann ætl- aði sér að útrýma flestum af gömlu félögunum og þá hefði talað orðiö sjálfkrafa eðlileg aftur. Hins vegar er einnig athyglisvert að listi Stalín samanstóö af jafnri skiptingu milli Krúsjoff- manna og Malenkov-manna. Þá er einnig athyglisvert að Stalín stakk þegar uppá því á þessum fyrsta miðstjórnar- fundi, aö Æösta ráðiö væri of þungt í vöfum með 25 manns innanborðs, svo kjósa skyldi níu manna framkvæmdaráð, en slík kosning var gjörsam- lega á móti flokkslögum. En að sjálfsögðu þorði enginn að opna munninn til að and- mæla. LÆKNASAMSÆRIÐ - SÍÐ- ASTA TILRAUN STALÍNS TIL FJÖLDAAFTÖKU Ein af síðustu tilraunum Stalíns til allsherjarhreinsun- ar á nánustu samstarfsmönn- um, þ.á.m. Bería, Molotov og Mikjokjan, fólst í svonefndu læknasamsæri. Dag einn í árslok 1952 kall- aði Stalín á innstu yaldaklíku til fundar í Kreml. Ástæðan var bréf sem hann las fyrir viðstadda. Bréfið var stílaö til Stalín og skrifað af konu og lækni sem hét Timasjúk. Hún hélt því fram í bréfinu að Sdjanov, leiðtogi flokksins í Leníngrad sem dáið haföi skyndilega 1948, hefði verið myrtur á laun af læknum sem vísvitandi gáfu honum ranga meðferð. Þetta var upphafið af fjöldahandtökum lækna, aðallega færustu læknunum í Kreml sem flogið höfðu samstundis til Leníngrad þegar Sdjanov veiktist til að hjúkra honum. Og eins og fyrri daginn þegár einhver eða einhverjir voru handtekn- ir, streymdu inn bréf frá fólki sem tók undir ásakanirnar og nefnd voru ótal dæmi um óþokkabrögð, svik og launráð hinna handteknu. Langar yfir- heyrslur yfir læknunum hóf- ust. Og hið óhugnanlega gerðist eins og iðulega fyrr þegar saklaust fólk var yfir- heyrt, að flestir þeirra játuðu alla hugsanlega glæpi á sig í þeirri veiku von að vera þyrmt. Þar sem Stalín átti fáa mánuði ólifaða þegar yfir- heyrslðrnar fóru fram, lifðu allir læknarnir hremmingarn- ar af og voru látnir lausir úr haldi eftir dauða Stalíns. En tveir þeirra sem voru orðnir rosknir og veikburða létust í fangelsisvistinni. Læknasamsærið svo- nefnda var aðeins liður í stærri keðju valdhafanna í Kreml. Flestir hinna hand- teknu læknavoru gyðingar, og fangelsun þeirra átti að vera upphafið á víðtækri út- rýmingu gyðinga um öll Sovétríkin. Þar að auki vildi Stalin nota sér samsæris- kenninguna um læknana til að losa sig við ýmsa sam- starfsmenn í leiðinni, þar á meðal Mikojan og Molotov sem hann var hættur að umgangast og voru ekki lengur boðaðir á fundi eða skemmtanir með einvaldin- um. En Stalín var einnig tek- inn að óttast völd Bería, lög- reglustjóra ríkisns og hafði m.a. rekið Abakumov, ráð- herra öryggismála ríkisins, og sett í embættiö mann að nafni Ignatjev sem reyndar var liðsmaður Krúsjoffs. Helsta verkefni Ignatjevs var í fyrstu að hreinsa burt liðs- menn Bería úr leynilögregl- unni og öryggissveitunum. Eftir dauða Stalíns þegar rannsóknir hófust á tilurð hins svonefnda læknasam- særis, kom í Ijós að það var fyrrnefndur Ignatjev sem hafði fyrirskipað lækninum Tima- sjúk að skrifa bréfið sem kom læknasamsærinu öllu af staö. Stalín hafði sem sagt búið til allt málið í víðtækum tilgangi hreinsana, þar sem margir voru á aftökulistanum, t.d. Bería sjálfur. VEISLUSTJÓRINN STALÍN Ein óhugnanlegasta en jafnframt broslegasta mynd sem Krúsjoff dregur upp af Stalín á síðustu mánuðum lífsins, eru lýsingarnar á veislum og ferðalögum sem hann neyddi innstu valdaklík- una í Kreml að taka þátt í. Stalín þjáöist af ofsóknar- brjálsemi sem leiddi til þess að hann var stöðugt að leggja á ráðin hvernig hann gætti komið sínum nánustu fyrir kattarnef áður en þeir gætu drepið hann. En jafn- framt gat Stalín ekki án sam- starfsmanna sinna verið; hann þorði aldrei að vera einn og síöustu mánuðina sem hann lifði þurfti ávallt einhver af valdamönnunum í Kreml að vera hjá honum frá morgni til kvölds. Og allir stóðu og sátu eins og Stalín fyrirskipaði því lífið var einatt að veði. Á síðustu valdaárum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.