Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 6. ágúst 1988 17 PLÖTUR LANGI SELI OG SKUGG- ARNIR Þetta er að ég best veit eina starl'- andi rokkabillýhljómsveit íslands. Á plötunni eru lögin Continental- inn og Útíat. Fyrrnefnda lagið er einskonar tækni lofgjörð þar sem textinn er svo til upptalning á bíla- hlutum alls konar. Tekst Langa Sela og félögum mjög vel upp því lagið er einkar hressilegt og engum ætti beint að leiðast við að hlusta á það. Inn í lagiðer blandaðá skemmtileg- an hátt hljóðum úr ýmsum verk- færum sem bílaáhugamenn jafnt sem aðrir grúskarar nota við störf sín og tómstundir. B-hliðar lagið er mjög líkt því sem Oxmá þegar sú hljómsveit var á „hátindi“ frægðar sinnar. annars er textinn í því lagi nokkuð sniðugur og fjallar urn smástrák sem leikur sér við að gera dyraat á Bústaðaveginum en skoðar þess á milli Tarsanblöð. Bæði eru lögin ansi stutt og er þvi rándýrt að kaupa 12” plötu með aðeins tveim- ur lögum. En það er bót í máli að lög Langa Sela og Skugganna (eitt besta nafn á íslenskri hljómsveit að mér finnst) eru ekki leiðinleg þannig að þetta er ekki glatað fé. HAM: HOLD Það er nú örugglega ekki algengt að hljómsveitir á fyrsta aldursári séu hreinlega beðnar urn að gefa út plötu. Þó er það svo með hafn- firsku sveitina Ham en Smekkleysa sm/sf gaf nýlega út plötuna Hold frá þeim pilturn. Litið veit ég meira um þessa hljómsveit enda skiptir það ekki höfuðmáli. Tónlist Ham skiptir hins vegar meira máli. Hún er allt í senn, heillandi, hrottaleg, kraftmikil, dimm og köld. Það tekur tíma að venjast henni og maður verður að leggja nokkuð á sig. Að lokum uppgötvarðu að undir sargandi gítarleik Sigurjóns Kjartanssonar er eilítið blíðari undirtónn í máttugum bassaleik Björns Blöndals. Ævar ísberg er vel með á nótunum við trommusettið og ofan á allt þetta leggst hrár, kraftmikill, stundum hryllilegur söngur Ottars Proppé. Alls eru lögin fimm og mér dettur ástralska hljómsveitin Birthday Party strax i hug en sú hljómsveit er ekki lengur starfandi. Platan er frekar heil- steypt því lögin eru á svipaðri línu. Einna best finnast mér Auður Sif, Hold og Trúboðasleikjari. Textar Ham eru vægast sagt óvenjulegir, lítið sungið um sykurhúðað, sól- brúnt kvenfólk og karla í stil en þess í stað tekinn svolítill annar póll í hæðina: ,Hún er dökk á hörund/ hún hefur dökkt hár/ hún hefur dökkar tennur/ hún er dökk að innan/ við viljum meiða hana samán/ við viljum drekka hennar blóð.“ (Transylvanía) Ekki beint hversdagslegt yrkis- efni og varla birtingarhæft en sýnir að íslenskir rokkarar syngja líka um dekkri hliðar mannlífsins og þar er af nógu að taka. Ljósmyndirnar sem fylgja með plötunni eru líka á mörkum velsæmis, þ.e.a.s. um- slagið sjálft og mynd inni í því sem er vægast sagt suddaleg. Ekki veit ég markmiðið með þessu hjá drengjunum í Ham en þrátt fyrir það er hljómsveitin virkilega spenn- andi og gæti hæglega orðið drunga- legasta danshljómsveit norðan Alpafjalla. SÍDAN SKEIN SÓL: BLAUTAR VARIR Það er nú orðið nokkuð langt síðan þeir félagarnir Helgi Björns- son, Jakob Magnússon og Eyjólfur Jóhannesson hófu að spila saman undir nafninu Síðan skein sól. Upp- haflega var Pétur Grétarsson á trommum hjá þeim en hann hætti og við af honum tók Ingólfur Sig- urðsson (áður í Rauðum flötum) sem er vægast sagt stórgóðui* trymbill og minnir nokkuð á Mark Brezezicki úr Big Country. Undir- ritaður sá S.S.Sól í fyrsta skipti sem þeir spiluðu opinberlega en það var í Hlaðvarpanum. Frá þeirri stundu hef ég alltaf haldið uppá hljóm- sveitina því í henni eru menn sem vita hvað góð rokktónlist er og kunna að semja slika tónlist. Þeir hafa margsinnis sannað það á tón- leikum og nú síðast á sinni fyrstu plötu sem kom út um miðjan júlí. Að vísu eru bara tvö lög á henni, titillagið í tveimur útgáfum og svo lagið Bannað sem mikið hefur heyrst í útvarpi, bæði á Bylgjunni og í Ríkisútvarpinu en ég spái því að Blautar varir eigi eftir að heyrast enn meira. Þetta eru hrá, fersk og skemmtileg lög. Sérstaklega finnst mér „varirnar" koma vel út, lag- línan góð, textinn skondinn (mínus sletturnar!) og hljóðfæraleikur með miklum ágætum. Ingólfur kemur frábærlega vel út á tromm- unum og er greinilega á hraðri upp- leið. Siggi úr Centaur gefur laginu ferskan blæ með munnhörpunni og sýnir að munnharpan er fyrirmynd- ar rokkhljóðfæri í hæfilegu magni. Vonandi er þessi alltof sutta plati aðeins forsmekkurinn af góðri breiðskífu sem ég vænti frá S.S.Sól með haustinu. STUÐKOMPANÍID: 12" Það hefur lengi verið talið gott að fá sönru útkomuna út úr tilraun við endurtekningar á henni. Og ef þessi útkoma er rétt i öll skiptin má bóka að tilraunin hefur heppnast og er vísindalega marktæk. En út úr sumum tilraunum kemur alltal' ömurleg útkoma, sama hve oft til- raunin er endurtekin. Árið 1986 varð norðlensk hljóm- sveit að nafni Stuðkompaníið fyrir því óláni að vinna músíktilraunir Tónabæjar. Nú mega lesendur ekki misskilja orð mín á þann veg að ég séá móti tilraunum þessum en oftar en ekki hefur það nú verið svo að gæði hafa ekki ráðið úrslitum í keppni þessari heldur eitthvað annað. Hvað með það, síðan stuð- strákarnir unnu þessa keppni liafa þeir verið að hamast við að koma sér á framfæri og gengið þvi miður alltof vel. Stuðkompaníið (nafnið veldur mér velgju!) sendi frá sér tólf' tommu plötu um daginn sem inni- heldur tvö lög, sitthvort í tveimur mislöngum útgáfum. Annað iagið, Þegar allt er orðið hljótt, helur þegar verið kallað sumarsmellur ársins en nær væri að kalla það sumarsull ársins. Ég á varla orð yfir hversu hræðilegt mér finnst þetta lag vera en ég skrifa af mikilli þörf: A) Lagið er yfirmáta væmið og er það aðallega söngvaranum Rarli Örvarsyni að kénna sem hefur greinilega látið tilfinning- arnar hlaupa með sig í gönur í hljóðverinu. B) Textinn er hrein og bein tíma- skekkja með hallærislegustu vangaveltum unt kjarnorku- stríð sem undirritaður hefur heyrt og hlægilegu ástargutli á milli, s.s. þetta: „Ég vild’ að líf- ið væri ævintýr/ þar sém allt færi svo „ísí“/ ég yrði stóra hetjan þín/ ég myndi bjarga, bjarg’ öllum heiminum." Svo nauðgar textahöfundur ís- lensku máli í þokkabót og sví- virðir á hrottalegan hátt, hvað er þetta „isí“???? C) Hljómborðsleikur er að miklu leyti stolinn frá Hunangstungl- inu, og á ég bæði við það hvern- ig hljóðfærið hljómar og hvern- ig er spilað á það. Lagið á „hinni hlið“ 12 tommu Stuðkompanísins er rökrétt fram- hald ömurleikans. Mig langar að gera eitthvað kvikyndislegt við þessa plötu og njóta þess!!! GHÁ flhVlllllilílllll FYRIR 50 ÁRUIH Hneykslanley framkoma pýzku hermannanna á got- um bælarins 1 pr og í dag. Hversvegna hefst lögreglan ekkert að? AD Iiefir livað eftir annað komicV fyrir í g:er og <lag, að þ.v/.kir sjóliðsinenn af beiti- skipinu „limdcn", sein hér er statt í kurtcisishcimsókn, hafa undir forystu cinhvcrra yfir- ninnna sinna farið fylktu liði uni götur bæjarins, syngjandi þýzka hcrmanna- og nazista- söngva, og gcrt sig svo breiða, að mnfcrð hefir stöðvast á göt- untim þcirra vcgna. Fólk hcfir som vonlcgt cr hncykslast á [>cssu fna'iufcrði. Það er ckki vitað, að erJendir Itcrniomn, scni konva i kurtcisis*- hciinsðkii til anniara faliula, lcyfi scr slllui frekjii, og ckki hcldur nei'n dæmi þess, a’ð hcrmcnln af hcrskipum miinjnm þjððti, scni hingað h«fa komið, liiafi iát'iB scr sllkt á verðo. Ekkcrt lcyfi munu hiinir þýzku hcrnvoivn hafa fcivgið til þess að Efley siivelii aft- Allar verksmiðjur eru að fyllast og söltun verður nú aukin. /^.EYSILEG síldveiði er enn- þá fyrir Norðurlandi, írá Siglufirði og austur úr. Er síld- in rétt út af Siglufirði, úti við Grímsey og austur á Skjálf- anda. Frá því klukkan fl í gærmorg- un og þangað til klukkan 9 í morgun komu 43 skip inn til Siglufjarðar með um 20 þúsund mál í bræðslu til allra verk- smiðjanna þar. Síldin fer smám saman batn- andi og var mikið saltað á Siglufirði í gær. £r álit manna íyrir norðan, að ekki megi drag- ast lengur að auka söltunina. Til dæmis um aflamagnið má geta þes, að Fróði kom þrisvar inn síðastliðinn sólarhring og v°ru saltaðar af honum einum hm 800 tunnur. Enn fremur Lom Sjöstjarnan inn þrisvar sinnum svðastliðinn sólarhring, °S var full í öU skiftin. Ef þannig heldur áfram, má búast við að allar þrær síldar- verksmiðja ríkisins fyllist í dag. í gær var bræla á miðunum, en í dag er þar ágætis veður og —16 stiga hiti. Þær líkjast meira allsherjar hervæð- ingu en venjuleguni heræfingum. LONDON í gærkveldi. FÚ. AUSTJIERÆFINGAR í 1‘ýzkalanili cru nú í þann vcginn að hyrja, en mikill und- irbúningur hciir ált scr slað að undanförnu víða um landið. 1 ýmsuin blöðunv álfunnar hcfir orðið mikið unvtal um þessar heræfingar og allvíða liafa þær vakið nokurn ugg. — Mun það sumpart stafa af því, að Þjóðverjar cru nú að koina scr upp auknunv víggirðingum við vcsturlandamærin og lani’.a- mæri Tckkóslóvakíu. Skátahofðlflginn Baden Powell keisr iiingað á iðrgun með ntiklii fSrnneytÍ T SLAND fær á morgun hcimsókn eins frægasta og vinsælasta manns sem nú er uppi í heiminum. Klukkan 7 í fyrramálið kem- ur hingað enska skipið Ordona nveð 430 skáta. Er þctta ein- hver merkilegasta heimsókn sem við fáum á þessu sumri, því um borð í því er hinn heims- frægi skátaforingi, W. Baden- Powell lávarður, kona hans og dóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.