Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. ágúst 1988 15 Kópavogur Viðurkenn- ingar fyrir snyrtilegt umhverfi í gær veittu Umhverfisráö Kópavogs, Lionsklúbbur Kópavogs, Kiwanisklúbbur- inn Eldey, Rotaryklúbbur Kópavogs og Lionsklúbbur- inn Muninn, viðurkenn- ingar ársins 1988 fyrir fagurt og snyrtilegt umhverfi í Kópavogi. Alls voru veittar 6 viðurkenningar. Tvær á veg- um Umhverfisráðs — fyrir snyrtilegt umhverfi fjölbýlis- húsa — og atvinnuhúsnæð- is. Klúbbarnir veita húsráð- endum fjögurra einbýlishúsa í bænum viðurkenningar fyrir fallega og vel hirta garða. Rúmlega 150 garðar í Kópavogi hafa fengið fegurð- arverðlaun eða viðurkenning- ar á þeim 24 árum sem liðin eru síðan fyrst var veitt viður- kenning, 1964. í ár komu milli 40-50 staðir til greina við val á fallegu og snyrtilegu umhverfi. Umhverfisráð og fulltrúar klúbbanna eru sammála um að eftirtaldir aðilar hljóti við- urkenningar fyrir fallegt og snyrtilegt umhverfi í Kópa- vogi 1988. Kiwanisklúbburinn Eldey veitir Sunnevu Guðjónsdóttur og Guðmundi Snæhólm við- urkenningu fyrir garðinn að Þinghólsbraut 11. Lionsklúbbur Kópavogs veitir Guðrúnu Ástu Þórarins- dóttur og Birgi Guðjónssyni viðurkenningu fyrirgarðinn að Hjallabrekku 28. Rótaryklúbbur Kópavogs veitir Guðrúnu Erlendsdóttur og Ásgeiri Þ. Ásgeirssyni við- urkenningu fyrir garðinn að Hlíöarvegi 49. Lionsklúbburinn Muninn veitir Ólöfu Sigurðardóttur og Þórði G. Guðlaugssyni viður- kenningu fyrir garðinn að Kársnesbraut 87. Umhverfisráð Kópavogs veitir íbúum fjölbýlishúsanna að Álfatúni 17-25 viðurkenn- ingu fyrir snyrtilegt umhverfi fjölbýlishúsa. Umhverfisráð Kópavogs veitir fspan h.f. viðurkenn- ingu fyrir snyrtilegt umhverfi atvinnuhúsnæðis. Listamennirnir Sigrún Ein- arsdóttirog Sören Larsen í „Gler í Bergvík" gerðu muni þá sem veittir eru sem viður- kenningar í ár. Þungur bíE veldur 'n þim$yndi ökumanns. Veljum og höfnum hvað t nauðsynlega þarf að vera með í ferðalaginu! UUMFERÐAR _ RÁÐ ^ ferðir 19 fflai•ZJaviki bes‘u sóJarstróna o du ffleð 1 Cn 1(ST fl | u |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.