Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 10
AUK/SIAK15-218
10
Laugardagur 6. ágúst 1988
síðustu árin sem hann iifði. í
raun bjargaði dauði hans
þeim báðum frá aftökusveit-
inni. Báðir voru þessir menn
viðförlir og andlit Sovétríkj-
anna út á við, sérstaklega
Mikojan sem var sérfræðing-
ur í utanríkisverslun.
Krúsjoff nefnirdæmi þess
hve ruglaður Stalín var orðinn
að lokum: „Ég man eitt sinn
þegar Stalín fór að tala um
tortryggni sína gagnvart
Molotov. Við vorum staddir á
sumarsetri Stalins, þegar
hann fékk skyndilega þá
flugu í höfuðið að Molotov
ynni fyrir bandarlsku leyni-
þjónustuna. Stalín hafði
nefnilega frétt af því, að
þegar Molotov var á ferðalagi
í Bandaríkjunum, hefði hann
ferðast milli Washington og
New York í járnbrautarlest.
Og ef maðurinn ferðast með
lest, þá hlaut það aö vera
einkalest hans. Stalín gat
ekki skilið hvernig Molotov
hafði eignast alla þá fjármuni
til að kauga heila járnbrautar-
lest, nema að vera í þjónustu
bandarísku leyniþjónustunn-
ar. Þótt viö reyndum að sann-
færa Stalín að Molotov gæti
hafa ferðast milli borga í
Bandaríkjunum án þess að
eiga járnbrautarlestir, linnti
hann ekki látum fyrr en hann
hafði sent skeyti til sendi-
herra okkar hjá Sameinuðu
þjóðunum og spurst fyrir um
málið. Það var ekki fyrr en
sendiherrann hafði sent nei-
kvætt svar til baka, að Stalín
sannfærðist um að Molotov
ætti ekki eigin járnbrautar-
lestir í Banadaríkjunum."
KOKKURINN FRÁ KÁKASÍU
Stalín treysti engum. Krú-
sjoff nefnir það í bók sinni
að þegar hann hafi snúið til
baka frá vígstöðvunum til
Moskvu, hafi hann tekið eftir
því að allt aðstoðarlið Stalíns
var frá Georgíu, heimahéraði
Stalíns: „Meðal þeirra var
yfirkokkur frá Kaukasíu sem
hafði það hlutverk með hönd-
um að búa til sérstakan kjöt-
rétt handa Stalín. Kokkurinn
var gerður að hershöfðingja
fyrir vikið og hafði fengið
fleiri og fleiri orður í hvert
skipti sem ég sá hann, greini-
lega fyrir hetjudáðir sínar við
kjötkatlana. Eitt sinn sá Stal-
ín að ég starði á orður kokks-
ins og horfði nístandi augna-
ráði á mig og vissi vel hvað
ég hugsaði. En enginn okkar
sagði eitt aukatekið orð. Öll-
um fannst óbærilegt að kokk-
urinn frá Kaukasíu gengi um
með fangið fullt af kjötréttum
og yfir matnum dingluðu
heiðursmerkin í barmi þessa
sérstaka hershöfðingja.
Auk kokksins var bryti í liði
Stalíns sem sá um innkaup á
vínföngum og kjöti i eldhús
einvaldsins. Brytinn var gerð-
ur að offursta og brjóst hans
var þakiö heiðursmerkjum.
Það versta af öllu var þó að
Stalín lét brytann sitjatil
borðs með okkur og ætlaðist
til þess að við töluðum opið
um ýmis málefni ríkisins
meðan hann hlustaði á. Þetta
sýnir mér að Stalín var tekinn
að ruglast þegar á stríðsárun-
um.“
DAUÐI STALÍNS
Snemma morguns þann 4.
mars 1953 tilkynnti Moskvu-
útvarpið að Stalín hefði feng-
ið heilablæðingu „í íbúð
sinni í Moskvu.“ Sannleikur-
ULTRA OLÍAN
FYRIR KRÖFUHART FÓLK
- - •
WIU U Ul I '
iiuii r\ui airvuoi, v^ilii aiui ayuo
. X • K ■ . • I *
lingu.
wm
Olíufélagið hf
inn var hins vegar sá, að Stal-
ín fékk heilablæðinguna á .
landsetri sínu fyrir utan
Moskvuborg. Tveimur sólar-
hringum síðar, um fjögurleyt-
ið að morgni, kom önnur til-
kynning frá Moskvuútvarpinu.
Að loknum miklum trumbu-
slætti var tilkynnt að „hjarta
mannsins sem var vopna-
bróðir Leníns, fánaberi snill-
ingisins og málsvari hans,
leiðtogi og lærimeistari
Kommúnistaflokksins og
Sovétrikjanna, væri hætt að
slá.“
í endurminningum Krú-
sjoffs er að finna makalausa
lýsingu á síðustu stundunum
með Stalín. Félagarnir úr
innsta hring voru kallaðir að
næturlagi til Stalíns. Hann
hafði fundist liggjandi á gólf-
inu rúmum sólarhring eftir
mikla veislu sem hann hélt
fyrir vinnufélaga sína að
venju. I Ijós kom að hægri
handleggurog vinstri fót-
leggur Stalíns voru iamaðirog
brátt tók að draga af honum.
Hann gat ekki talaó og lækn-
arnir stumruðu yfir honum en
félagar úr innsta hring skipt-
ust á að standa vaktir.
Stalín var við meðvitund
þótt hann gæti lítið tjáð sig.
En honum tókst að kveðja
félaga sína sem hann óttað-
ist og sem óttuðust hann.
Krjúsoff lýsir hinstu stund-
inni eftirfarandi: „Stalín tók í
hönd okkar allra. Ég rétti
honum höndina og hann tók í
hana með vinstri hönd því
hann gat ekki hreyft þá
hægri. Meö handartaki sínu
tjáði hann tilfinningar sínar.
Um leið og Stalín var orð-
inn alvarlega veikur, tók Bería
að niða hann og sýna fyrir-
litningu sina á honum. Það
var viðurstyggilegt að hlusta
á hann. En það var fróðlegt
að fylgjast með Bería þegar
Stalin náði meðvitund og
stundum hressist hann svo
að við héldum að hann
mundi lifa slagið af. Þegar
það gerðist, kastaði Bería sér
á fjóra fætur við rúmið, greip
hönd Stalíns og byrjaði að
kyssa hana. Um leið og Stal-
ín missti meðvitund á nýjan
leik og lyngdi aftur augunum,
reis Bería á fætur og hrækti.
Þetta var hinn eiginlegi
Bería; falskur gagnvart öllum
og einnig Stalín sem hann
sagðist tilbiðja og dýrka en í
rauninni hrækti á.“
Og nokkrum tímum síðar
lést Stalín:„Læknarnir sögðu
að hann væri að skilja við og
dauðastríðið hafið. Skyndi-
lega hætti hann að anda.
Stórvaxinn maður ruddist
fram og hóf að gefa honum
nudd og blés í munn hans.
Ég verð að viðurkenna að ég
vorkenndi Stalín, því maður-
inn var svo harðhentur. Mér
fannst erfitt að horfa á hann
fara þannig meö Stalin. Ég
sagöi: „Hættið þessu. Hvaða
tilgangi á þetta að þjóna?
Yður tekst ekki að gæða
hann lífi. Hann er dáinn.“
Þeir hættu öllum lífgunartil-
raunum. Það var satt — Stal-
ín var látinn.
Á sama andartaki og Stalín
hætti að draga lifsandann,
flýtti Bería sér út í bifreið
sína og ók til Moskvu."
En þótt að Bería hafi ætlað
sér að ná öllum völdum,
tókst honum ekki það ætlun-
arverk sitt. Arftakar Stalins
söfnuðust saman, þótt
dreifðir væru, og beittu sam-
eiginlegum kröftum til að
handsama Bería áður en
hann varð of valdamikill.
Aðeins nokkrum mánuðum
eftir dauða Stalíns var Bería
tekinn af lífi.
Baráttu Malenkovs og Krú-
sjoffs lyktaði með sigri hins
síðarnefnda. Krúsjoff varð þó
sjálfur að hrökklast frá völd-
um tæþum áratug síðar
þegar valdamennirnir í Kreml
sameinuðust gegn honum og
þíðutímabili Krúsjott-áranna
lauk.